Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2000, Blaðsíða 10
ennmg
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 13 "V
10
Brassmúsík „íbotni"
Á Akureyri hefur mikið
verið blásið að undanfórnu,
bæði af vindbelgnum kára og
ekki sist málmblásurum í Sin-
fóníuhljómsveit Norðurlands
og Serpent, laustengdum hópi
tónlistarfólks sem heitir eftir
samnefndu gömlu barokk-
hljóðfæri sem er bugðótt eins
og snákur og telst brasshljóð-
færi þó það sé úr tré. Eitt af
markmiðum hópsins er flutn-
ingur á blásaratónlist og það
var fin hugmynd að efna til
brasstónleikanna í Akureyrar-
kirkju á sunnudaginn með
starfsbræðrum úr Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands. Á
efnisskránni voru 6 verk frá
20. öld, þar af eitt íslenskt glæ-
nýtt og tvö mun eldri.
Copland er sagður helsti for-
göngumaður bandarískrar
tónlistar á 20. öld og sennilega
hefur ekkert stef eftir hann
heyrst eins oft og Fanfare for
the Common Man. Það hefur
klingt i mörgum auglýsingum
og kvikmyndum og var opnun-
arstef ólympíuleikanna í At-
lanta á sinum tíma. Á tónleik-
unum bar ítónun trompeta
vott um smá byrjunarstress en
að flestu öðru leyti var flutn-
ingurinn allt í lagi. Verkið á
að leika á miklum styrk og þar
vantaði ekkert upp á. Þá kom
eiginlega strax fram að Akur-
eyrarkirkja ber varla brassmúsík „í botni“
og spurning hvort ekki hefði átt að dempa
sterkustu lotumar aðeins því tónlist á aldrei
að vera flutt þannig að mann verki í eyrun
undan tónstyrknum. Þetta undirstrikar þörf-
ina brýnu á almennilegu húsnæði til tónlist-
arflutnings á Akureyri í ætt við Salinn í
Kópavogi. „Komon“ Akureyringar og allir
sem málið varðar, drífum i þessu!
Þorlákstíðir hafa verið í sviðsljósinu und-
anfarið, ekki síst eftir að þær voru sungnar
í fyrsta sinn i fullri lengd á síðustu Listahá-
tíð. Þetta er fom gregorsöngur, sennilega
saminn af íslenskum klerki á miðöldum,
með íslenskum texta og ortur um íslending.
Útsetning Einars Jónssonar á upphafl verks-
Tónlist
ívar Aðalsteinsson
ins var í alla staði smekkleg með góðum stíg-
anda og viðeigandi fornlegum tabor
trommuslætti. Spilamennskan var líka fag-
mannleg.
Divertimento Premrus er skemmtileg tón-
smíð sem mætti heyrast oftar. Hún er í 5
þáttum og hefst á riddaralegu homkalli 1.
þáttar sem ber heitið „Of Knights and Cast-
les“ og endar á blús-marsi 5. þáttar. Það er
fallegur og nettur brassbrag-
ur yfir þessu stykki þar sem
básúnur, horn og túbuleik-
arinn Þórhallur I. Halldórs-
son nutu sin vel í laglega út-
færðum sólóum. Flutning-
urinn á hröðum 3. þættin-
um var reyndar „í járnum“
hjá sumum en smellinn
blúsinn í lokin svingaði frá-
bærlega og kom öllum í
stuð.
Verk Tryggva í tilefni
dagsins hljómaði eins og
smart striðsáramúsík og
greinilegt að höfundurinn
kann ýmislegt fyrir sér.
Básúnusólóin og allur flutn-
ingur þessa mjög svo áheyri-
lega lags var alveg hundrað
prósent.
Eftir hlé gat fyrst að heyra
allvirðulegan Lúðrablástur
fyrir borgarstjóra Lundúna
eftir Arthur Bliss sem virk-
aði frekar óspennandi.
Sonata octavi toni eftir
Giovanni Gabrieli var mun
meira eyrnakonfekt og líka
mjög vel flutt. Hljómsveit-
inni var skipt upp í tvær
minni sveitir sem spiluðust
á í anda Feneyjaskólans og
verkið endaði i þéttu forte
beggja sveita.
Russian Funeral eftir
Britten kom á óvart. Þaö
byrjar sem einfalt íhugult
molllag en í því verður mögnuð framvinda í
blæbrigðaríkri dramatík sem hljómsveitin
skilaði með glæsibrag. Lokaverk tónleik-
anna var Requiem in Our Time Finnans
Rautavaara, stutt sálumessa í 4 þáttum með
sumpart óhefðbundnum kaflaheitum. Þetta
var nútímalegasta verk tónleikanna, ýmist
kröftug, fjarræn eöa ísmeygileg músik sem
hljómsveitin framreiddi mjög kunnáttusam-
lega eins og annað á þessum ágætu tónleik-
um.
Stjómandinn, Guðmundur Óli, hélt vel á
sínum málum út í gegn og heildarbragur
spilamennskunnar var mjög svo fagmannleg-
ur. Þarna var greinilega valinn maður í
hverju rúmi.
íslendingar í Höfn
Nýtt rit Aðalgeirs Kristjáns-
sonar um íslenska stúdenta í
Kaupmannahöfn 1800-1850, Nú
heilsar þér á Hafnarslóð, er
mikið að vöxtum og veitir mik-
ilvæga undirstöðu fyrir alla
sem síðar munu plægja þenn-
an akur. Af mörgu er að taka
enda mun fáheyrt að jafnmikið
mannval einnar þjóðar hafi
verið saman komið á einum
stað erlendis fyrr eða síðar.
Saga íslenskra Hafnarstúd-
enta á fyrri hluta 19. aldar er
öðrum þræði sorgarsaga. I bók
Aðalgeirs kemur skýrt fram
hversu óvissa framtíð stúdent-
amir áttu. Þeir gátu ekki
reiknaö með neinni framtíð.
Sumir dóu úr berklum á fyrstu
misserunum, aðrir drukknuðu
á fylliríum og enn aðrir
frömdu sjálfsmorð. Ótrúlegur
fjöldi lést fyrir fertugt en flest-
ir hinna sneru heim, urðu
prestar og náðu háum aldri.
Einstaka maður ílentist svo í Aðalgeir Kristjánsson: Fetar bil milli einsögu og lýöfræöi.
Kaupmannahöfn, t.d. Jón Sig- DV-mynd Hiimar Þór
urðsson og Konráð Gíslason.
Þeim hlýtur oft að hafa orðið hugsað til
hinna sem létust og velt því fyrir sér hvers
vegna ekki hafi farið eins fyrir þeim.
Þessi mynd verður skýr með þeirri aðferð
sem Aðalgeir beitir: að segja sögu hópsins. I
raun er rit hans eins konar skólasaga, hann
fylgir mörgum árgöngum stúdenta og segir
sögu þeirra til að skilja hlutskipti einstak-
lingsins á þessari stund og þessum stað; fet-
ar þannig bil milli einsögu og lýðfræði. Það
tekst ágætlega og með þessu sýnir Aðalgeir
að persónusagan er ekki dauð úr öllum
æðum.
Bókmenntir
Ármann Jakobsson
Annað sem auðvitað er athyglisvert við
þessa sögu er hið sérstaka samband íslands
og Kaupmannahafnar, höfuðborgarinnar
handan við haflð - því að íslendingar voru í
raun ekki í miklum tengslum viö Danmörku
utan Hafnar. Myndin sem Aðalgeir dregur
upp er af samfélagi, menn-
ingarkima, sem fyrst og
fremst íslendingar heyrðu
til en einnig danskir ís-
landsvinir, og þetta samfé-
lag var í jaðri háskólasam-
félagsins. íslendingar voru
hluti af samfélaginu í Kaup-
mannahöfn en þó voru þeir
sér á parti, útlendingar.
Með því að fylgja skýrri
línu tekst Aðalgeiri að koma
mikilli þekkingu á framfæri
án þess að ritið verði leiði-
gjamt eða að heildarþráður-
inn rofni. Ljóst er þó að rit-
ið hefði getað orðið mun
lengra því af nógu er að
taka. En sú heildarmynd
sem verður til skiptir ekki
síður máli en hið mikla safn
smáatriða og því var þarft
verk að koma
þessu á eina bók i
stað þess að
drukkna í öllu efn-
mu.
Aðalgeir Kristjáns-
son hefur áratugum
saman unnið mikið
starf við útgáfu bréfa og
ritun fræðirita um sögu
19. aldar og ekki síst Fjöln-
ismenn. Það er ævistarf sem hann getur ver-
ið stoltur af. Vonandi á hann þó fleira í poka-
hominu.
Aðalgeir Kristjánsson
Nú heilsar þér á Hafnarslóð. Ævir og örlög í
höfuðborg íslands 1800-1850
Nýja bókafélagið 1999
INýja ísland kemur út í Vest-
urheimi
Samið hefur verið um að bókin Nýja ísland
eftir Guðjón Arngrímsson verði gefin út hjá
Turnstone Press í Kanada og dreift í Kanada
og Bandaríkjunum. Bókin kemur út á þessu
ári og er útgáfa hennar einn þeirra viðburða
sem efnt er til í tilefni af því að þúsund ár eru
liðin frá því norrænir menn
fundu Ameríku.
Afar fátítt er, ef ekki eins-
dæmi, að íslensk fræðibók sem
gefin er út fyrir almennan inn-
lendan markað sé þýdd og gefin
út erlendis.
Nýja ísland kom út hjá Máli
og menningu haustið 1997 og var
tilnefnd til íslensku bókmennta-
verðlaunanna. í bókinni er saga vesturferð-
anna um aldamótin 1900 rakin á greinargóðan
hátt og með íjölda fágætra mynda. Bakgrunn-
ur vesturferðanna er skýrður, lýst tildrögum
ferðanna hérlendis, fylgst með fyrstu land-
nemunum yfir hafið og leitinni að Nýja ís-
landi, framtíðarlandinu sem að lokum fannst
við Winnipegvatnið.
Veganesti - Niste pá veien
Sérstæð farandsýning á íslenskum barna-
og unglingabókum sem komið hafa út sein-
ustu tíu ár var opnuð í Stavanger í Noregi 7.
nóvember. Hún kallast Veganesti - Niste pá
veien og er afskaplega skemmtilega komið
fyrir í tveimur feröakoff-
ortum sem auðvelt er að flytja
milli staða. Þegar áfangastað
er náð eru koffortin opnuð,
sett undir þau fætur í stígvél-
um og skóm og þá verða þau
prýðilegar sýningarhillur í
barnahæð (sjá mynd).
Á sýningunni eru 57 bama-
og unglingabækur eftir 34
höfunda og henni fylgir ítarlegur bæklingur
um höfundana. Sýningin var sett upp að til-
stuðlan norska menntamálaráðuneytisins en
svipuð sýning kom hingað frá Noregi fyrir
fjórum árum. Veganesti mun flytjast á milli
bókasafna í Noregi næstu þrjú árin auk þess
sem hún fer á norræna bamabókamessu í
Kaupmannahöfn 18.-20. febrúar næstkom-
andi.
Umsjónarmaður sýningarinnar og ritstjóri
bæklingsins er Kristín Birgisdóttir.
Börn og menning
Síðara tölublað 1999 af Börnum og menn-
ingu er komið út, eina tímaritinu á íslandi
sem fjaliar eingöngu um mál sem tengjast
menningu barna og unglinga.
Meðal höfunda greina að þessu sinni em
Úlfhildur Dagsdóttir og Anna Heiða Pálsdótt-
ir bókmenntafræöingar, Hildur Heimisdóttir
kennari og Kristín Steinsdóttir rithöfundur
og meðal þess sem þær fjalla um er staða ung-
lingabókmennta á íslandi miðað við Noreg,
möguleikar myndasögunnar,
menning og menningarvitund í
íslenskum bama- og unglinga-
bókmenntum, hvemig íslenskar
barna- og unglingabækur kallast
á við samfélag lesenda á okkar
tíð og margt fleira. í heftinu er
einnig viðtal við Guðrúnu Helga-
dóttur rithöfund sem spjallar
vítt og breitt um barnabækur og
hjónin Aöalstein Ásberg rithöfund og Önnu
Pálínu söng- og útvarpskonu um tónlist fyrir
böm og þá sérstaklega plötu þeirra Berrössuð
á tánum.
Einnig eru að venju ritdómar, kynning á
samtíðarskáldum og Tíðindi þar sem er að
fxnna helstu viöburði og ráðstefnur tengdar
bömum og unglingum.
Börn og menning er gefið út af íslandsdeild
IBBY-samtakanna, Börn og bækur,
(Intemational Board on Books for Yoimg
People). Formaðxxr þeirra er Iðunn Steins-
dóttir en ritstjóri blaðsins er Kristín Birgis-
dóttir. Netfang hennar er kribir@ismennt.is
og veitir hún allar upplýsingar um ritið.
Barnagátur
Ó.P. útgáfan hefur nú í annað
sirm gefið út sérstakt gátublað
fyrir börn - eða byrjendur, á
hvaða aldi’i sem þeir kunna að
vera. Þarna eru vandaðar
krossgátur og myndagátur af
ýmsu tagi og lausnir eru aftast
í blaðinu.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir