Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2000, Blaðsíða 26
34 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 Afmæli Sigurður Rúnar Jónsson Sigurður Rúnar Jónsson hljóm- listarmaður, Dimmuhvarfi 14, Kópavogi, er ílmmtugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði tónlist- arnám við Tónlistarskólann í Reykjavík í ellefu ár. Sigurður var lausráðinn fiðluleik- ari við Sinfóníuhljómsveit íslands í nokkur ár, fastráðinn veturinn 1973-74, tónlistarkennari við Bama- skólann í Vestmannaeyjum og stjóm- andi bamakóra og Samkórs Vest- mannaeyja 1972-73 og 1974-78, tón- listarkennari við Leiklistarskóla ís- lands í þrjú ár og hefur rekið hljóð- verið Studio Stemmu ehf. og verið að- alupptökumaður þess í tuttugu ár. Sigurður söng hlutverk Amahls í óp- emnni Amahl og næturgestimir 1962. Hann lék með Hjómsveitinni Náttúm 1970 og 1971, var tónlistarstjóri í fyrstu uppsetningu á Hárinu hér á landi 1970, stjómandi kórs VÍ 1973-74 og setti upp söngleikinn Tommy. Sigurður hefur samið tónlist við fjölda leikrita, m.a. fyrir LR, s.s. Kertalog eftir Jökul Jakobsson, Undir álminum eftir O'Neill, og hann var tónlistarstjóri í Gísl, Línu langsokk og Galdrakarlinum í Oz. Fyrir Þjóðleikhúsið hefur hann samið tónlist við barnaleikritin Öskubusku og Gosa og verið tónlist- arstjóri í Endurbyggingunni eftir Vaclav Havel. Fyrir sjónvarpið hefur hann samið tónlist, m.a. við Frostrósir, Matreiðslunámskeiðið, mynd um Bólu-Hjálmar og þættina Sigla himinfley eftir Þrá- in Bertelsson. Sigurður hefur samið og stjómað tónlist við kvikmyndir: m.a. 240 fiskar fyrir kú eftir Magnús Jónsson; Magnús eftir Þráin Bertelsson og Karlakórinn Heklu eftir Guðnýju Halldórsdóttur. Sigurður hefur leikið á ýmis hljóðfæri inn á fjölda hljómplatna. Sl. þrettán ár hefur hann farið fjölda ferða til útlanda til að kynna ís- lensku þjóðlögin og leikið á langspil og íslensku fiðluna. Sigurður Rúnar er 1 stjóm Minn- ingarsjóös Karls J. Sighvatssonar og í stjóm Þjóðlagafélagsins. Fjölskylda Sigurður kvæntist 15.9. 1972 Ás- gerði Ólafsdóttur, f. 12.2. 1950, sér- kennara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Hún er dóttir Ólafs K. Guðjónssonar, f. 3.10. 1913, d. 13.4. 1992, fyrrv. kaupmanns í Hnífsdal og á Akranesi, og k.h., Filippíu Jónsdóttur, f. 25.8.1914, d. 13.8. 1993, húsmóðir. Sonur Sigurðar og Ásgerðar er Ólafur Kjartan Sigurðarson, f. 24.9. 1968, óperusöngvari en sambýlis- kona hans er Sigurbjörg Bragadótt- ir og eru börn þeirra Fjölnir Ólafs- son, f. 8.5. 1990, og Ásgerður Ólafs- dóttir, f. 28.6. 1994. Systkini Sigurðar Rúnars: Margrét Rannveig, f. 7.2. 1951, sjúkraliði í Reykjavík; Ragnar Már, f. 3.8. 1953, d. 25.4.1975; Hild- ur, f. 2.12. 1955, jafnréttis- ráðgjafi í Reykjavík; Guð- rún Ólöf, f. 22.1. 1959, ljós- móðir og hjúkrunarfræð- ingur, búsett í Mosfellsbæ; Sigrún, f. 12.8. 1960, kven- sjúkdómalæknir í Reykja- vík; Jón Hörður, f. 1.9. 1963, flugstjóri, búsettm- í Garðabæ; Jóhanna Krist- ín, f. 14.6. 1966, sálfræði- nemi í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar: Jón (bassi) Sig- urðsson, f. 14.3.1932, bassaleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands, og Jó- hanna G. Erlingsson, f. 16.1.1932, þýð- andi. Ætt Jón er sonur Sigurðar Z„ pr á Þingeyri, bróður Benedikts frá Hof- teigi, afa Kolbeins Bjamasonar flautuleikara. Sigurður var sonur Gísla Sigurðar, b. á Egilsstöðum, Helgasonar, b. á Geirúlfsstöðum í Skriðdal, Hallgrímssonar. Móðir Sigurðar var Jónína Hildur, systir Þórarins, foður Jóns tónskálds. Jón- ína Hildur var dóttir Benedikts, b. á Kollsstöðum á Völlum, Rafnssonar. Móðir Jóns kontrabassaleikara var Guðrún Jónsdóttir, b. í Hvammi á Landi, Gunnarssonar, b. í Hvammi, bróður Jóns á Skarði, langafa Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva, hestamanns og söngvara. Gunnar var sonur Árna, b. á Galta- læk, Finnbogasonar, ættföður Reynifellsættar, Þorgilssonar. Móð- ir Jóns í Hvammi var Guðrún Brandsdóttir, b. á Felli, Bjarnasonar ættföður Víkingslækjarættar, Halldórssonar. Móðir Guðrúnar Jónsdóttur var Ólöf Jónsdóttir, b. í Lunansholti á Landi, Eiríkssonar, b. í Tungu, Jónssonar, b. á Rauð- nefsstöðum, ÞorgOssonar, bróður Finnboga. Móðir Jóns í Lunansholti var Guðrún, systir Eyjólfs, langa- langafa Daviðs Oddssonar. Guðrún var dóttir Odds, b. á Fossi á Rangár- völlum, Guðmundssonar. Móðir Guðrúnar var Margrét Ólafsdóttir, af Víkingsækjarætt. Jóhanna er dóttir Gissurar, fyrrv. umdæmisstjóra Pósts og síma, bróðir Ástu grasalæknis. Gissur er sonur Erlings, grasalæknis frá Eið- um, Filippussonar, silfursmiðs í Kálfafellskoti, Stefánsonar. Móðir Erlings var Grasa-Þórunn. Móðir Gissurar var Kristín Jónsdóttir, frá Gilsárvöllum í Borgarflrði eystra. Móðir Jóhönnu var Mjallhvít Margrét Linnet, dóttir Jóhanns Pét- urs Péturssonar frá Skagafirði en hún var ættleidd af Kristjáni Linn- et, sýslumanni og bæjarfógeta. Móð- ir Mjallhvítar var Jóhanna Júlíus- dóttir frá Gilsfirði á Barðaströnd, systir Játvarðar Jökuls rithöfundar. Mjallhvít er systir Bjama, foður Jóhönnu Linnet söngkonu, Hinriks, fóður Vernharðs Linnet, og Elisa- betar, móður Hlífar Svavarsdóttur sem stjómaði íslenska dans- flokknum, og Guðrúnar Svövu myndlistarkonu. Sigurður Rúnar og Ásgerður munu halda upp á afmæli sín síðar. Sigurður Rúnar Jónsson. Jón Valgeir Guðmundsson Jón Valgeir Guðmundsson, fyrrv. vörubílstjóri og múrari, Sigtúni 45, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Jón fæddist í Múla við Suður- landsbraut í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lærði múrverk hjá foður- bróður sínum, Sigurði Jónssyni múrarameistara, 1938 og prófum frá Iðnskólanum 1941. Jón starfaði við smíðar aðalbygg- ingar HÍ frá upphafi og við ýmsar aðrar byggingar í Reykjavík. Hann hóf vörubílaakstur 1942, stundaði akstur við Reykjavíkurhöfn og síð- an hjá Kveldúffi þar sem faðir hans var verkstjóri. Jón hóf akstur hjá Vita- og hafna- málastofnun 1943 og ók með gas- birgðir, kosti og efni í vita- og hafn- argerð viða um land. Hann varð síð- ar birgðavörður hjá Vita- og hafna- málastofnun og sinnti því starfi í fjórtán ár eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jón hefur verið mikill áhugamað- ur um hestamennsku. Fjölskylda Jón kvæntist 23.8. 1941 Unni Rögnu Benediktsdóttur, f. 7.10.1922, húsmóður. Hún er dóttir Benedikts Sveinssonar og Unu Pétursdóttur. Börn Jóns og Unnar Rögnu eru Benedikt Reynir Valgeirsson, f. 30.5. 1941, bifvélavirki í Reykjavík en kona hans er Ragnheiður Hulda Karlsdóttir húsmóðir og eru dætur þeirra Unnur Ragna Benediktsdóttir, f. 16.6. 1962, og Benný Hulda Benediktsdóttir, f. 25.9. 1972; Guðríður Þor- björg Valgeirsdóttir, f. 24.8. 1946, húsfreyja og Amarstöðum í Flóa en maður hennar er Gunnar B. Gunnarsson bóndi og eru börn þeirra Valgerður Gunnarsdóttir, f. 25.4. 1967, Ragna Gunnarsdóttir, f. 6.8.1971, Birgir Gunnarsson, f. 16.5. 1974, og Guðmundur Valgeir Gunnarsson, f. 5.12. 1977. Systkini Jóns eru Svanhildur Guðmundsdóttir, f. .4.4. 1912, d. 28.4. 1996; Jóna Björg Guðmundsdóttir, f. 17.7. 1915; Guðmundur Kjartan Guðmundsson, f. 25.6. 1923; Sigurður Guð- mundsson, f. 1925, d. 1925. Foreldrar Jóns voru Guð- mundur Kjartan Jónsson, f. 27.1. 1885, d. 6.11. 1964, verkstjóri við Reykjavík- urhöfn og bóndi í Múla, og Guðríður Pálína Jóns- dóttir, f. 3.11. 1885, d. 4.9. 1935, húsfreyja og bónda- kona í Múla. Jón Valgeir og Unnur verða að heiman á afmælisdaginn. Jón Valgeir Guömundsson. Vilhjálmur Ölafsson Vilhjálmur Ólafsson sjómaður, Njarðvíkur- braut 56, Innri-Njarðvík, er sjötugur í dag. Starfsferill Vilhjálmur fæddist á Grænumýri á Seltjarnar- nesi. Hann stundaði nám við Stýrimannaskólann 1963-64 og lauk þaðan fiskimannaprófi. Vilhjálmur fór ungur til sjós og stundaði sjó- Vilhjálmur Ólafsson. mennsku allt sitt líf. Hann var fyrst á síld á Reyni frá Vestmannaeyj- um, síðan á togaranum Þórólfi sem gerður var út af Kveldúlfi og var siðan á öllum gerðum báta og skipa. Vilhjálmur ílutti til Sví- þjóðar 1979 þar sem hann starfaði á ferjum, flutn- ingaskipum og olíuskip- um til 1994. Þá flutti hann aftur til íslands. Fjölskylda Eiginkona Vilhjálms er Guð- munda Guðrún Björgvinsdóttir, f. 23.6. 1942, staðarhaldari hjá ístak á Keflavíkurflugvelli. Hún er dóttir Önnu Bjamadóttur í Vestmannaeyj- um og Björgvins Guðmundssonar í Reykjavík. Fyrri kona Vilhjálms er Nonný Bjömsdóttir. Dætur Vilhjálms og Nonnýjar era Linda, f. 1958, gift Merði Ámasyni; Hafdís, f. 1960; Ásta, f. 1962, en mað- ur hennar er Steinþór Birgisson. Bamaböm Vilhjálms eru þrjú. Sonur Vilhjálms og Guðmundu Guðrúnar er Ölafur, f. 7.9.1981. Systkini Vilhjálms: Ingólfur, Jón Jason, Eiríkur, nú látinn, Ásta, og Ásgeir. Foreldrar Vilhjálms voru Ólafur Jónsson, f. 1874, d. 1939, gjaldkeri hjá Kveldúifi, búsettur á Grænu- mýri á Seltjamamesi, og Ingibjörg Eiríksdóttir, f. 1894, d. 1973, húsmóð- ir. Vilhjálmur tekur á móti gestum í safnaðarheimilinu við Njarðvíkur- braut fostudaginn 21.1. kl. 19.00. Tll hamingju með afmælið 19. janúar 90 ára Sigurbjörg Ingvarsdóttir, Langholtsvegi 44, Reykjavík. 85 ára_________________ Helgi Felix Ásmundsson, Grettisgötu 36b, Reykjavík. Jóakim Guðlaugsson, Túngötu 18, Grenivík. Sveinbjörg Jónsdóttir, Þjóttuseli 5, Reykjavík. 80 ára Björg Rögnvaldsdóttir, Torfnesi Hlíf 1, ísafirði. Jón Valgeir Guðmundsson, Sigtúni 45, Reykjavík. Rósa Eiríksdóttir, Hæðargarði 33, Reykjavik. Zophonías Jósepsson, Ægisgötu 25, Akureyri. 75 ára Inga Hjartardóttir, Gnoðarvogi 22, Reykjavik. Þóra Ásgeirsdóttir, Víðilundi lOe, Akureyri. 70 ára Halldór Hörður Arason, Brekkustíg 35b, Njarðvík. 60 ára____________________ Ásbjörg ívarsdóttir, Grænuhlíð 13, Reykjavík. Guðrún Steindórsdóttir, Álftarima 3, Selfossi. Hjalti M. Hjaltason, Stórholti 11, ísafirði. Óskar Egill Axelsson, Hverfisgötu 32b, Reykjavík. 50 ára Katrín Baldvinsdóttir skrifstofustjóri, Fannafold 15, Reykjavík, varð fimmtug í gær. Eiginmaður hennar er Gunnar Sveinsson viðskiptafræðingur. Þau taka á móti ættingjum og vinum í Lionshúsinu, Sóltúni 20, laugard. 22.1. kl. 17.00-20.00. Elsa Ásdís Sigurðardóttir, Álakvísl 33, Reykjavík. Helgi Jóhannsson, Ölduslóð 41, Hafnarfirði. Óttar Felix Hauksson, Birkihlíð 12, Reykjavík. Sveinbjörg Þóra Brynjólfsdóttir, Lækjargötu 34e, Hafnarfirði. 40 ára Emil Hörður Emilsson, Vallarbarði 21, Hafnarfirði. Guðflnna Guðmundsdóttir, Birkihvammi 5, Hafnarfirði. Guðrún Sigríður Marinósdóttir, Ljósalandi 10, Reykjavík. Hildur Ársælsdóttir, Laufengi 23, Reykjavík. Selma Sigrún Gunnarsdóttir, Haðarstíg 16, Reykjavík. Stefanía Sigurðardóttir, Vorsabæ 2, Selfossi. Þorbjörg Finnbogadóttir, Bakkavegi 39, Hnífsdal. Þorsteinn Karlsson, Nökkvavogi 21, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.