Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2000, Blaðsíða 32
á
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000
Eins og sjá má er Odincova nú aö veröa hiö ásjálegasta fley. Unniö er af full-
um krafti um borö í lettneska skipinu og vonir standa tii þess að þaö hefji
veiðar í apríl. DV-mynd PÖK
Unnið að endurreisn Odincovu:
Ryðkláfur tekur
stakkaskiptum
- vestfirskur skipstjóri ráðinn
„önnur aðalvélin kemur nú í vik-
unni og hin hálfum mánuði síðar. Ég
reikna með að skipið komist til veiða
um mánaðamótim
mars/apríl,“ segir
Viihjálmur Ósk-
arsson, annar
tveggja aðaleig-
enda Gjörva hf.
sem keypti hinn
fræga togara Od-
incovu og leysti
þar með mál lett-
nesku sjómann-
ana sem bjuggu
mánuðum saman um borð í skipinu
án þess að fá greidd laun að fuliu.
Gjörvamenn, þeir Vilhjálmur og
f*'* Helgi Eiriksson, hyggjast gera skipið
út til veiða undir lettnesku flaggi á
Flæmska hattinn. Skúli Elíasson frá
Þingeyri hefur verið ráðinn skipstjóri
en hann hefur áralanga reynslu af
veiðum á þessum slóðum. Valdimar
Eliasson, bróðir Skúla, verður afleys-
ingaskipstjóri og er talið viðbúið að
hinir vestfirsku sægarpar höggvi þeg-
ar á vormánuðum skörð í rækjustofn-
inn á Flæmska hattinum.
Það hefur vakið athygli þeirra sem
leið eiga um Reykjavíkurhöfn að skip-
ið, sem var hinn mesti ryðkláfur, hef-
ur tekið stakkaskiptum og búið er að
mála yflr „neyðarköU" þau sem lett-
nesku skipverjarnir höfðu málað á
skipshliðina.
Vilhjálmur segist ánægður með
skipið og bjartsýnn á reksturinn.
„Þetta er hið glæsilegasta fley. Við-
gerð og breytingar ganga samkvæmt
áætlun,“ segir Vilhjálmur.
-rt
Skúli Elíasson
skipstjóri.
Kampavínsbörnin í limósínunni:
Alvarlegt tilvik
- segir samgönguráöuneytið og hrindir af stað rannsókn
Samgönguráðuneytið íhugar
nú að svipta eiganda limósin-
leigunnar Glæsivagna starfs-
leyfi vegna brota hans gegn
ákvæðum leyflsins. DV greindi
frá þvi í gær að Glæsivagnar
seldu og veittu börnum langt
undir lögaldri áfengi í bifreið
sinni sl. Þorláksmessukvöld.
Ráðuneytið hefur sent um-
sjónarnefnd fólksbifreiða á höf-
uðborgarsvæðinu umrædda
frétt DV og erindi vegna máis-
ins.
„Viðkomandi tilvik er mjög
alvarlegt en einnig kemur
fram m.a. að það sé ekkert
einsdæmi. Svo virðist einnig
sem viðbrögð forsvarsmanns
Glæsivagna séu ekki traustvekj-
andi,“ segir í bréfl samgöngu-
ráðuneytisins þar sem vitnað er
í frétt DV.
„Ráðuneytið telur að hátt-
Barnadrykkja í limósínu
„Ekki veröur annaö séð en hér sé um veru-
lega alvarlegt brot aö ræöa á bæöi sértæk-
um og almennum reglum sem um þetta mál
gilda," segir samgönguráöuneytiö í kjölfar
fréttar DV um kampavínsdrykkju barna í
limósínu. Máliö gæti því haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir eiganda bifreiöarinnar.
semi sem þessi sé þess eðlis að
ekki sé fært annað en að umsjón-
amefnd fólksflutninga á höfuð-
borgarsvæðinu taki mál þetta til
umfjöllunar og rannsóknar og
skili ráðuneytinu skýrslu um
málið svo fljótt sem verða má.
Ekki verður annað séð en hér sé
um verulega aivarlegt brot að
ræða á bæði sértækum og al-
mennum reglum sem um þetta
mál gilda ef frétt DV er sönn.
Nefndin athugi einnig hvort rétt
sé að taka reglur um límósínu-
þjónustu til endurskoðunar því
ef um vínveitingar er að ræða í
viðkomandi farartækjum þá
vaknar spuming hvor miða eigi
við aldur inn á vínveitingahús
hjá þeim sem heimild hafl til
þess að panta þessa þjónustu,"
segir í bréflnu til umsjónar-
nefndarinnar.
-GAR
Sparnaður í heilbrigðiskerfinu:
Send heim af
skurðarborðinu
„Það var búið að undirbúa mig
undir skurðaðgerðina eftir öllum
kúnstarinnar reglum þegar mér var
tilkynnt að það þyrfti að fresta að-
gerðinni vegna þess að ekki væri
hægt að manna herbergið þar sem
maður vaknar í,“ sagði Lára Eð-
varðsdóttir, sjötug kona í Breiðholt-
inu sem var búin að biða í eitt ár eft-
ir mjaðmaraðgerð á bæklunardeild
Landspítalans þegar kallið loks kom
á mánudagsmorguninn. „Ég fór i
gegnum allt undirbúningsferlið,
fastaði og svaf svo aila nóttina eftir
að hafa fengið svefnpillu. Um morg-
unin var ég böðuð og látin taka blóð-
þynningarlyf og hlakkaði í raim til
aðgerðarinnar vegna þess að stykki
í mjöðminni á mér er búið að vera
laust ansi lengi og hefur angrað
mig.“
Klukkan ellefu í gærmorgun, þeg-
ar Lára var á leið á skurðarborðið á
Landspítalanum, birtist allt í einu
læknir og settist á rúmstokkinn hjá
henni: „Hann var ákaflega alúðlegur
en sagðist þurfa að senda mig heim
aftur því hann hefði ekki mannskap
til að fylgja aðgerðinni eftir. Það
hefði veriö svo mikið að gera um
nóttina og starfsfólk væri einfald-
lega ekki til taks vegna niðurskurð-
ar,“ sagði Lára sem er aftur komin
heim til sín í Breiðholtið með lausa
mjöðm eftir eitt ár á biðlista. „Nú
þarf ég að fara að bíða aftur og ég
veit hreinlega ekki hvort ég nenni
því. Læknarnir vildu ailt fyrir mig
gera en skipunin um að senda mig
heim eftir allan undirbúninginn
kom að ofan vegna þess að þar eru
menn að spara,“ sagði Lára Eð-
varðsdóttir í Breiðholtinu.
-EIR
Viðræður við Reyðarál
euppkast að orkusamn-
ingi þó þar greini ekki
frá orkuverði. En það
eru ýmis tæknileg mál
sem við erum að ræða
Johann Már og geta verið flókin,
Maríusson. eins og orkuafhend-
ingaröryggið. Svo er verið að undir-
búa það hvernig orkuverðsformúlan
gæti verið byggð upp,“ segir Jóhann
Már Mariusson, aðstoðarforstjóri
Landsvirkjunar, en fyrirtækið hóf í
gær viðræður um orkusölu til Reyð-
aráls.
-GAR
Lögbann á Tví-
höfða stendur
„Það er klárt að þetta lögbann
stendur í þrjár vikur frá uppkvaðn-
ingu héraðsdóms og ef áfrýjað er
stendur það þangað til hæstaréttar-
dómur er kveðinn upp,“ segir heim-
ildarmaður DV um deilumál Tví-
höfða við Fínan miðil. Tvihöfða-
menn voru í síðustu viku sýknaðir
af lögbannskröfu Fíns miðils í hér-
aðsdómi og sagði Sigurjón Kjartans-
son þá við DV að ný útvarpsstöð
þeirra færi í loftið fyrir mánaðamót.
Samkvæmt upplýsingum DV verður
ekkert af því ef Finn miðill áfrýjar.
Sá möguleiki er þó fyrir hendi að
„þeir reyni einhveijar æfingar til að
komast fram hjá lögbanninu", eins
og heimildarmaður DV orðaði það.
Úrskurður héraðsdóms var kveðinn
upp þann 12. janúar og því hefur
Finn miðill frest fram til 2. febrúar
til að áfrýja. Telja heimildarmenn
blaðsins mjög líklegt aö það verði
gert. Því virðist ljóst að ný útvarps-
stöð þeirra félaga fer ekki i loftið í
þessum mánuði, a.m.k. ekki með
þeim innanborðs. Gæti biðin í raun
orðið löng eða allt eftir því hve löng
málsmeðferð Hæstaréttar verður.
-hdm
Veðriö á morgun:
Súld eða
rigning
vestanlands
Á morgun verður vestan- og
suðvestanátt, víða 5-10 m/s. Súld
eöa rigning með köflum vestan-
lands og einnig út við sjóinn á
Norðurlandi en annars skýjað og
þurrt.
Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig.
Veðrið í dag er á bls. 37.
brother P-touch 9200PC
Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni
Samhæft Windows
95, 98 og NT 4.0
360 dpi prentun
1 til 27 mm letur
Strikamerki
Rafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport