Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2000, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000
9
DV
Utlönd
Deilan um Elian minnir á forræöisdeilu Kúbuforseta:
Fidel Castro rændi
sínum eigin syni
Fjórir þingmenn Repúblikana-
flokksins í Bandaríkjunum hafa lagt
til að þingið veiti kúbska drengnum
Elian Gonzalez ríkisborgararétt.
Samtímis hafa bandarísk yfírvöld
lýst því yfir að þau séu hlynnt hug-
myndinni um að ömmum Elians
verði leyft að koma til Miami vilji
þær koma og sækja hann.
Deilan um Elian, sem bjargaðist
undan strönd Bandaríkjanna eftir að
móðir hans hafði drukknað á flótta
frá Kúbu, þykir minna á deilu Fidels
Castros Kúbuforseta um sinn eigin
son fyrir yfir fjórum áratugum.
Samkvæmt ævisöguriturum sótti
þáverandi eiginkona Castros, Mirta
Diaz-Balart, um skilnað frá honum
þegar hann var í fangelsi á Kúbu
fyrir árás á herbúðir í Santiago.
Áður en skilnaðurinn var í höfn
hélt Mirta Diaz til Bandaríkjanna
með son þeirra, Fidelito, sem þá var
5 ára. Móðurinni var úrskurðað for-
ræði yfir syninum en Castro heimt-
aði að bamið yrði sent aftur til
Kúbu. Mágur Castros, Rafael Diaz-
Balart, var embættismaður stjómar
Fulgencios Batista sem Castro
reyndi að bola frá.
Eftir að Castro hafði verið látinn
laus hélt hann áfram að berjast fyr-
ir því að fá forræðið yfir Fidelito.
Samtimis fór hann til Mexíkó til að
undirbúa skæruhernað gegn stjórn
Batista. Þegar Castro var kominn
þangað fékk hann drenginn til sin í
tveggja vikna heimsókn. Hann
sendi Fidelito ekki aftur til móður-
innar.
í staðinn afhenti Castro drenginn
hjónum í Mexíkó sem hann treysti
og skipaði þeim að skrá hann í
píanótíma. Síðar, þegar systur
Castros vom þar í heimsókn og fóru
með Fidelito í almenningsgarð í
Mexíkó, stukku þrir vopnaðir menn
út úr bíl og gripu drenginn. Mirta
Diaz kom síðan til Mexíkó til að
sækja son sinn. Þrátt fyrir mótmæli
frá systrum Castros sögðu yfirvöld í
Mexíkó að móðirin hefði forræðið.
Þá var Castro kominn til Kúbu til
að berjast gegn hermönnum stjóm-
ar Batista. Eftir byltingvma 1959
sneri Fidelito til Kúbu til foður síns.
Hann stundaði nám í kjarnorkuvís-
indum í Sovétríkjunum og býr nú í
Havana. Forsetasonurinn er nú 50
ára. Flestir í Diaz-Balart fjölskyld-
unni fluttu til Miami nema Mirta.
Síðast þegar vitað var bjó hún á
Spáni. Frændi hennar,
repúblikaninn Lincoln Diaz-Balart,
berst nú fyrir því að Elian verði um
kyrrt í Bandaríkjunum.
Múslímar á Lombokeyju í Indónesiu velta hér bíl kristinna Kínverja sem flúðu til Bali i kjölfar óeirða á Lombok á
mánudaginn. Hundruð kristinna flúöu þá eyjuna. Símamynd Reuter
Samningar í Dúmunni:
Pútín hvetur til ein-
ingar og samstöðu
Vladímír Pútín, starfandi forseti
Rússlands, hvatti Dúmuna, neðri
deild rússneska þingsins, í gær til
að sýna meiri einingu og samstöðu.
Þingmenn svömðu með því að gera
samning þar sem stjórn deildarinn-
ar er skipt milli kommúnista og
flokks sem hliðhollur er stjómvöld-
um í Kreml.
Kommúnistinn Gennadí Sel-
esnjov var kjörinn forseti Dúmunn-
ar en Einingarflokkurinn, sem
stofnaður var fyrir þremur mánuð-
um til stuðnings Pútín, fékk for-
mennsku í mörgum mikilvægum
þingnefndum. Þingmenn ýmissa
smáflokka mótmæltu samningum
harðlega og gengu úr salnum.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, lýsti Pútín
sem miklum umbótamanni og spáði
jákvæðum breytingum, pólitískum
og efnahagslegum, í Moskvu.
Vladímír Pútín klappar fyrir sjálfum
sér og öðrum í Dúmunni, neöri deild
Rússlandsþings, í gær.
Morðið á Arkan:
Ríkisstjórnin í
Júgóslavíu svar-
ar ásökunum
Stjórnvöld í Belgrad sökuðu
stjómarandstæðinga í gær um að
gera morðið á serbneska stríðs-
herranum og striðsglæpamannin-
um Arkan að pólitísku máli.
Kenningum um að morðingjarnir
hefðu veriö á mála hjá ríkisvald-
inu var alfariö vísað á bug. Arkan
var myrtur í Belgrad á laugardag.
Dagblaðið Politika, ein helsta
málpípa stjómvalda, greindi frá
því i gær að einn tilræðismaður-
inn lægi meövitundarlaus á
sjúkrahúsi og því hefði ekki verið
hægt að yfirheyra hann. Blaðið
sagði einnig að lögreglunni mið-
aði áfram í rannsókn sinni og að
hún myndi leiða í ljós að morðið
væri ekki pólitískt. Frétt blaðsins
var lesin upp í ríkissjónvarpinu
og þykir það benda til þess að
Slobodan Milosevic Júgóslavíu-
forseti og valdaklíka hans standi
að baki þessari gagnsókn.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Deiliskipulag
Ákveðiö hefur verið að vinna deiliskipulag af
svæði/reit sem markast af Miðtúni, Nóatúni, Sóltúni
og Hátúni.
Á svæðinu/reitnum er gert ráð fyrir útivistarsvæðum
og stofnanalóðum fyrir íþróttahús, barnaskóla,
leikskóla og hjúkrunarheimili.
Hér með er áhugsömum gefinn kostur á að koma
með ábendingar og hugmyndir. Ábendingar og
hugmyndir skulu sendar Borgarskipulagi Reykjavíkur,
Borgartúni 3, 105 Reykjavík, fyrir 16. febrúar nk.
Borgarskipulag Reykjavíkur
$ SUZUKI
-////------
Suzuki Vitara JLX, skr. 09/95,
ek. 72 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 1230 þús.
Suzuki Baleno GLX, skr.
07/97, ek. 39 þús. km, bsk., 4
dyra.
Verð 1040 þús.
Toyota Corolla, skr. 04/98,
ek. 8 þús. km, ssk., 3 dyra.
Verð 1125 þús.
VW Vento GL, skr. 07/94,
ek. 87 þús. km, ssk., 4 dyra.
Verð 940 þús.
MMC Lancer st. 4x4, skr.
06/96, ek. 83 þús. km, bsk„ 5
dyra.
Verð 1090 þús.
Nissan Vanette, skr. 07/92,
ek. 63 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 580 þús.
Ford KA, skr. 12/97,
ek. 14 þús. km, bsk., 3 dyra.
Verð 825 þús.
Mazda 323F, skr. 06/91,
ek. 115 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 440 þús.
Toyota Carina E, skr. 01/97,
ek. 27 þús. km, bsk., 4 dyra.
Verð 1120 þús.
Suzuki Jimny, skr. 02/99,
ek. 13 þús. km, bsk., 3 dyra.
Verð 1320 þús.
Hyundai coupé, skr. 11/97,
ek. 34 þús. km, bsk., 2 dyra.
Verð 970 þús.
Suzuki Baleno GLX, skr.
11/96, ek. 36 þús. km, bsk., 4
dyra.
Verð 830 þús.
Suzuki Swift GLS, skr. 09/98,
ek. 28 þús. km, bsk., 3 dyra.
Verð 830 þús.
Toyota Corolla, skr. 04/97,
ek. 28 þús. km, ssk„ 4 dyra.
Verð 1120 þús.
Nissan Almera, skr. 11/98,
ek. 10 þús. km, ssk„ 4 dyra.
Verð 1370 þús.
SUZUKIBÍLAR HF.
Skeifunni 17 • Sími 568 5100
www.suzukibilar.is
Áskrifendurfá JQ%
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
fmmttmtHm »