Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Page 3
ef ni. meömæli Hvernig væri að hætta þessu sulli og fá sér al- mennilegt kaffi til tilbreytingar. Kaffitárið í Bankastrætinu er staðurinn sem býður upp á það. Það er fátt meira hressandi en skokka þangað og grípa með sér tvöfaldan espresso til brottnáms. Hann skýtur þér upp á himin- hvolfið og heldur þér gangandi það sem eftir er af deginum. Auðvitað má líka setjast niður og sötra í rólegheitunum. Kaffitárið er líka meö mikiö úrval af eðalkaffi til aö malla heima og starfsfólkið er mjög vel að sér í öllu sem viðkemur baununum. Niður með sjálfsal- anal Tölvupóstur er hið mesta þarfaþing og fátt unaðslegra i gráma vinnudagsins en að fá hugljúfar kveðjur frá vinum sínum á Net- inu. Það er óvitlaust að muna eftir netfanginu sínu þegar stund gefst milli stríða og heilsa upp á sem flesta eða senda út léttar viðreynslukveðjur fýrir helgina. Þeir sem eru ekki með netfang ættu að drífa í því að fá sér eitt slíkt. Enda jafnast fátt á við tvírætt daður á Netinu. Við getum mælt með því að þeir sem veröa svangir á röltinu í miöbænum setjist inn á Café Vlctor til að seðja hungrið. Smáréttaseð- ilinn er sérlega athyglisverður. Á honum leyn- ast réttir sem eiga rætur sínar að rekja til skyndibita, en eru bæði gómsætari og betur úti látnir. Vilji maður venjulegan mat má alltaf velja rétt dagsins. Hann er á svipuðu veröi og smáréttirnir og ríflega skammtaður. Fyrir glor- hungraða er hægt að fá sér súpu á undan án þess að borga meira. Ekki spillir að brauðið með súpunni er glænýtt, ekta baguette. Ferðatilboðin á Netinu eru erkisnilld. Sláðu til og komdu með út í heim og ekkert kjaftæði. Síðustu tllboð hljómuðu til dæmis á þennan hátt: 24.000 til New York... vó, vó, vó!!! 14.900 til ' Kaupmanna- j hafnar og ; London - og aðeins 7000 ef þú kaupi „One Way Ticket" til annarrar borgarinnar og fiýrð endanlega af Fróni. Svo þú getur bara sungið Köben, ó Köben... ogtekið stuðmannastökkið með stæl. Hljómsveitin Mínus gaf út plötuna „Hey Johnny“ í nóvember. Útgáfutónleikarnir verða hins vegar haldnir í kvöld, tveimur mánuð- um eftir útkomuna. Þeir verða kröftugir í meira lagi því sveitin hefur fengið þrjár ungar og upprennandi hljómsveitir til liðs við sig. r' '• -sg ð| ■.Æjjt'! i SM „Þetta eru frekar síöbúnir út- gáfutónleikar. Viö ætluðum að halda útgáfutónleika þegar platan kom út en vildum halda þá í Norð- urkjallara MH en fengum ekki hús- næðið. Nú höfum við hins vegar fengið kjallarann og verðum með þrusutónleika í kvöld,“ segir Frosti Logason gitarleikari Mínuss. Það skal tekið fram að enginn í Mínusi er í MH en þeim er hins vegar afar hlýtt til Norður- kjallarans. „Þetta er einfaldlega langbesti tónleikastaðurinn. Sviðið er svo lágt og maður nær þar af leiðandi svo góðu sambandi við áheyrend- ur. Kraftmestu tónleikamir sem ég Hljómsveitin Klink á að sögn Mínuss framtíð fyrir sér. Loksins ætlar Mínus að halda útgáfutónleika en platan kom út í nóvember. hef farið á hafa verið í Norður- kjallaranum,“ segir Frosti og lofar miklum krafti frá Mínusi. Heyrðu í þeim gegnum vegginn Mínusmenn verða ekki ein- ir á sviðinu því einnig koma fram þrjár imgar og upprenn- andi hljómsveitir sem eru allar á sama róli og Mínus, þ.e.a.s spila hadcorerokk. Þetta eru sveitirnar Klink, Elexír og Buming Eyes. „Elexir er óreyndust. Við vorum að æfa í sama æfrnga- húsnæði og þeir í Garða- bæ og heyrðum í þeim í gegnum vegginn. Okkur fannst þeir svo góðir að við vildum endilega fá þá til liðs við okkur. Hljómsveitin Burning Eyes er bílskúrs- band úr Mosfellsbæ og það sem er svo sérstakt við þá hljómsveit er það að bassa- leikarinn er stelpa. En það eru ekki margar stelpur sem spila hardcorerokk. Hvað hljómsveitina Klink varðar get ég bara sagt það að hún er ein besta hljómsveitin í þess- um geira,“ segir Frosti. Ertu aö segja aö Klink sé betri en Mínus? „Eigum við ekki bara að fjórum hljómsveitum sem stíga á stokk. mikla segja að við deilum titlinum. Þeir em frumlegir og kraftmiklir," seg- ir Frosti og er ekkert að skafa utan af því. Hann er þó ekkert hræddur um að þeir eigi eftir að skjóta Mínusi ref fyrir rass. Er samt ekki frekar hallœrislegt aö halda útgáfutónleika tveimur mánuö- um eftir aö diskurinn kom út? „Nei, það finnst mér ekki. Tón- leikamir verða miklu betri fyrir vikið þar sem við höfum haft svo góðan tíma til þess að æfa og þeir verða því mun kröftugri," segir Frosti. Húsið verður opnað kl. 21 og miðaverðið er 600 kr. en MH- ingar fá einhvem afslátt. -snæ Nýtt leikrit í Borgarleikhúsinu: Rússar við stjórnar- taumana Jóhanna Vigdís er sem 0 stjarna á skamm- degishimni Þúsundir örygg- ismyndavéla í Reykjavík: Það er fylgst með þér g Lesendur Fókuss mynda lífsitt: % Vika mín í myndum g Popp: Nóg af nýjum 4 n I plötumlu ^ væntanlegt Ástarleikir á 12 framandi stöðum Pornóið verður lofað á Spotlight um helgina. Þetta er annað pornókvöld staðarins á þessum vetri enda fá gestir klúbbsins hreinlega ekki nóg og heimta meira eftir ótrúlega velheppnað „porn“ í haust If Hálft mannkynið horfir á pomó“ „Þetta verður svona celebrity of life,“ segir skemmtanastjóri Spotlight, Rósa, um pomókvöldið sem verður á Spotlight á laugar- dagskvöldið. Þetta er í annað sinn sem klúbburinn stendur fyrir svona skemmtun en álíka kvöld var haldið í haust. Vegna fjölda áskorana eftir það kvöld verður leikurinn endurtekinn en á síðasta pomókvöldi sprakk húsið hrein- lega, svo mikO var ásóknin. Páll Óskar sér um tónlistina Er fólk ekki oróió leitt á pornói? „Ekkert frekar en á diskói, held ég. Hálft mannkynið horfir á pomó og þeim mun frjálsari umræða sem skapast um kynferðismál þeim mun betra og við sjáum ekki að neinar hömlur séu af hinu góða. Það verður mjög fijáls andi hjá okkur og við munum bjóða fólki upp á að dansa við sexí tónlist fram á rauðan morgun," segir Rósa og lofar góðu stuði. Veröur þetta gróft? „Við skulum orða það þannig að við bjóðum ekki upp á neinn sóða- eða subbuskap en „We will push the limits,“ segir Rósa og vill ekki gefa of mikið uppi. Þó er hægt að upplýsa að í boði verða erótískar uppákomur af ýmsu tagi og húsið verður skreytt í tilefni kvöldsins. Eins og á síðasta pomókvöldi mun Páll Óskar standa vaktina í Dj. búrinu og spila sjóðandi sexí tónlist þar til siðasti gestur húss- ins dettur dauður niður. Á bamum verða líka ýmis pornóleg tilboð í gangi. Þar verður t.d boðið upp á kok- teilinn „Pussy juice" og skotið „Cum“ á tilboðsverði. Þetta partí er sem sagt ekki fyrir pempíulegar sálir. -snæ Kíkt á höslið í Reykjavík: „Daður er a a betra en lýsi“ 11 Lifid eftir vinnu mmng HM marmaraglað rs mgjar i f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíöumyndina tók Teitur af Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur. 21. janúar 2000 f Ókus 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.