Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 8
Það eru ekki til nein lög í landinu sem
segja nákvæmlega til um það hver megi
nota eftirlitsmyndavélar og hvernig.
Það er þó ekki þar með sagt að allir geti
eða megi setja upp eftirlitsmyndavélar
og nota þær til að njósna um náungann.
Það má að vísu reyna en það væri laga-
brot. Uppsetning eftirlitsmyndavéla er
leyfisskyld og til að fá slíkt leyfi þarf að
leita til tölvunefndar. Hún veitir ekki leyfið
öðrum en þeim sem geta sýnt og sannað
að uppsetning eftirlitsmyndavélanna sé
eðlilegur hluti af starfsemi viðkomandi.
Þetta þýðir að maður á ekki að geta
njósnað um konuna í næsta húsi með
eftirlitsmyndavél. En þetta þýðir líka að
fyrirtæki, stofnanir og jafnvel skólar, að
ekki sé talað um heilu húsfélögin, hafa
verið að koma sér upp eftirlitsmyndavél-
um til öryggisgæslu á undanförnum
árum. í dag munu þær vera nokkur
þúsund, aðeins á höfuðborgarsvæðinu.
Eftirlitsmyndavélar
Fyrirtæki sem sjá um öryggis-
gæslu fyrir aðra, hvort sem það eru
önnur fyrirtæki, einstaklingar eða
stofnanir, mega hins vegar setja
upp eftirlitsmyndavélar, sem þá
eru kallaðar öryggismyndavélar.
Securitas er líklega stærst þessara
fyrirtækja hér á landi. Myndavéla-
sérfræðingur þeirra, Þórir Helga-
son, segir að þeir haíi nóg að gera
við að setja upp öryggis- og eftir-
litsmyndavélar og giskar á, að-
spurður, að í borginni séu nú nokk-
ur þúsund slíkar vélar.
Hvert fyrirtæki og stofnun sem á
annað borð á eftirlitsmyndavélar
er yfirleitt með nokkrar, bæði inn-
an húss og utan, til að vakta inn-
gönguleiðir og aðra viðkvæma
staði á eign sinni. Fyrirtækin nota
myndavélamir ýmist með eða án
mannlegrar gæslu. Ef enginn er til
að horfa á upptökur af skjám þá
taka myndavélamar upp á band,
ferðir allra óboðinna - og boðinna
- gesta, sem hægt er að skoða síðar
ef upp kemst um eitthvað misjafnt.
Þeir munu ekki vera margir ein-
staklingamar sem óskað hafa eftir
uppsetningu eftirlitsmyndavéla en
áhugi á þeim fer vaxandi hjá húsfé-
lögum fjölbýlishúsa. Þar eru marg-
ir orðnir pirraðir á endalausri
eyðileggingu á póstkössum en líka
á óprúttnum stríðnispúkum, gröll-
urum, sölumönnum, fyllibyttiun og
eiturlyfjaneytendum sem vilja ryðj-
ast til inngöngu. Með því að setja
upp myndavélar við dyrabjöllumar
og tengja þær sjónvarpskerfinu
geta íbúamir tékkað á því hver er
að dingla með því einu að kveikja á
viðeigandi sjónvarpsrás. Slíkar
myndavélar eru ekki tengdar við
upptökutæki en fátt getur líklega
komið í veg fyrir að íbúamir taki
umganginn upp á eigið videótæki,
detti þeim það i hug. Þó það sé
bannað. Framan af voru öryggis-
myndavélar sem þessar einna helst
settar upp í blokkum fyrir aldraða
en nú em vinsældir þeirra sífellt
að aukast hjá alls konar fólki á öll-
um aldri.
Við erum vöktuð, það fer ekkert
á milli mála. Og öllum viðmælend-
um blaðsins virðist finnast það al-
veg sjálfsagt mál þótt engum flnn-
ist rétt að vinnuveitendur taki upp
atferli starfsmanna sinna i kaffi-
tímanum - en slíkt hefur gerst.
Notkun eftirlitsmyndavéla lýtur
sömu lögum og meðferð persónu-
upplýsinga sem þýðir að ekki má
Kortið sýnir hvar
eftirlitsmyndavélar
eru staðsettar í
miðbæ Reykjavíkur.
Lituðu fletirnir eiga
að tákna það svæði
sem hver myndavél
nær til.
mynda neinn án þess að hann sé
látinn vita af því. Hið sama gildir
um myndbandsupptökúr. Lögin
segja að visu ekkert beint um eftir-
litsmyndavélar og því er það ein-
ungis háð túlkun tölvimefndar á
lögunum hvað er leyfilegt og hvað
bannað. Það gengur þó ekki til
lengdar og því hefur dómsmálaráð-
herra gert drög að úrbótum i formi
frumvarps til laga sem lögð verða
fram á Alþingi I næsta mánuði. í
þeim er tekið tillit til tækninýjunga
á borð við eftirlitsmyndavélar sem
eiga eftir að verða enn „öruggari“ í
framtíðinni. Þær eftirlitsmyndavél-
E9Í
ar sem nú eru uppi um allan bæ að
biða eftir því óvænta munu þá
verða leystar af hólmi af stafræn-
um myndavélum sem geta rakið
ferðir manns um tiltekið svæði,
langt aftur i timann. Þá verður nóg
að setja upplýsingar um viðkom-
andi inn i vélina til að komast að
því hvort hann hafl einhvem tím-
ann verið á ferðinni „í mynd“. Þá
fyrst verður öryggis gætt, því ör-
yggi er það sem allir setja á oddinn.
Enginn sem Fókus ræddi við, nema
kannski löggan, minntist einu orði
á „eftirlit".
-MEÓ
tvífarar
Lesendur Fókuss mynda líf sitt á einnota myndavélar:
Davld Duchovny leíkari.
Andri Snær Magnason rithöfundur.
David Duchovny leikari og Andri Snær Magnason rithöfundur
eru drengilegir menn að sjá. Augnsvipurinn er kíminn og óræð-
ur, auk þess sem þeir virðast oft hálfglottuleitir. Þetta eru menn
með hátt enni, vel lagað nef og myndu báðir ganga út á Skugga-
barnum eftir kortérsstopp. Þeir flagga báðir glaðlegu og allt að
því bamslega sakleysislegu yflrbragði. Þetta yfirbragð væri til-
valið fyrir hvaða fermingarbarn sem er en fæst þeirra geta stát-
að af því. Þau eru töluvert gráðugri á svipinn en félagarnir Dav-
id og Andri. Eitt atriði er þó ólíkt í útliti þeirra, þeir greiða topp-
inn hvor út í sinn vangann.
Vika mín í myndum
Mánudagur 10. janúar
Þetta var bara
venjulegur skóla-
dagur og svo fór
ég að vinna á
bókasafninu.
Erna, samstarfs-
kona mín, var yfir
sig spennt allan
daginn því maður-
inn hennar var að
koma frá Slóveníu
og hún ætlaði að
fara að sækja
hann. Um kvöldið fórum
við Anton, kærastinn
minn, út að borða á Horn-
inu í tilefni þess aö við
erum þúin að vera saman
í 2 mánuði. Ég fékk þjón-
inn tii að taka mynd af
okkur.
Eftir matinn fórum við í bíó og svo
heim til mín. Hér setur Anton sig í
stellingar...
Nafn: Hulda Sif Ólafsdóttir
Aldur: 17 ára
Starf: Á öðru ári i Verslun-
arskóla íslands. Vinnur á
bókasafni Versló og í eld-
húsi Landspitalans.
Heimili: Grafarvogur
Og hér er allur skátahóp-
urinn saman kominn.
Sunnuda
Dimmalimm, kötturinn minn, ákvað að
ofsækja mig allan daginn og eiti mig á
röndum um allt hús. Skátafélagið Land-
nemar, sem ég er félagi í, átti 50 ára af-
mæli í dag og það var mikiö um dýrðir. Hér æfa
Hrönn, Anna og Eiríkur sig á gítarinn fyrir af-
mælisfundinn.
f Ó k U S 21. janúar 2000