Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Qupperneq 10
vikuna 21.1-27.12000 4. vika Red Hot Chilli Peppers sitja sem fastast í fyrsta sætinu. Líklegust til að ógna þeim eru Bowie og Houston sem sækja stöðugt á. Greifarnir gætu líka eftirað ná langt, á öruggri uppleið. Sálin pompar niður en harðasta skellinn fær Emiliana Torrini. Topp 20 (01) OtherSide Red Hot Chilli Peppers S. Vikur I á lista 04 (02) Under Pressure (Rah Mix) Queen & David Bowie t 4 (03) 1 Learned From The Best Whitney Houston t S (04) The Dolphins Cry Live 4, 8 (05) OkkarNótt Sálin Hans Jóns Míns 4- 7 (06) Learn To Fly Foo Fighters t 5 (07) ViltuHitta MigíKvöld Greifarnir& EinarÁgúst t 2 (08) All The Small Things Blink 182 4 3 i (09) Kerfisbundin Þrá Maus 4> 5 (ÍO) IflCouldTurnBackTheHandsOfTime R.Kelly 4^ 6 (TT) Sexbomb(Remix) Tom Jones t 4 (12) The World Is Not Enough Garbage (James Bond) U 6 (l3) The Great Beyond R.E.M. U 3 14 Alive Beastie Boys 4- 3 (75) WhatA Girl Wants Christina Aquilera t 5 (76) Vínrauðvín Ensími t 3 (77) TheBadTouch Bloodhound Gang 4- 5 (18) DearLie TLC n s (79) IAm Selma (20) BabyBlue Emiliana Torrini i 3 T 1 Sætin 21 til 40 Q topplag v/kunnar / hástökkvari vikunnar nýtt á listanum %■' stendur I stað /K hækkar sig frá ' síðrstu viku JL lækkar sig frá '® sifljstu VÍKU ? fall vikunn ar 21. Rainbow Country Bob Marley & Funkstar De... 14 2 22. Shake Your Bon Bon Ricky Martin t 3 23. Tarfur Ouarashi X 1 24. Sexxlaws Beck t 3 25. Born To Make You Happy Britney Spears t 2 26. Keep On Movin Five 9 27. Northen Star Melanie C. t 2 28. No One To Love Páll Óskar 4- 5 29. Move YourBody Eifell 65 t 3 30. Tricky Tricky Lou Bega t 2 31. María María Santana t 4 32. ShowMe The Meaning... Backstreet Boys X ? 1 33. Model Citizen Quarashi 6 34. Better Be Good Páll Óskar X 1 35. Örmagna Land og Synir 4. 6 36. Dr.Love Smokin Beats X 1 37. Miss Sarajevo George Michael 'Þ 5 38. U Know What's Up DonellJones t 2 39. Sexual Healing Michael Bolton •L 4 40. Don't Call Me Baby Madison Avenue X 1 Ifókus Það er við hæfí í upphafi nýs árs að líta aðeins á það hvaða plötur eru væntanlegar á næstu mánuðum. Þar er af nógu að taka og hér á eftir fer listi yfir nokkrar þeirra. Janúar Nýja Primal Scream-platan Exterminator er væntanleg þann 31. Þar er við góðu að búast ef marka má fyrstu smáskífuna af henni - Swastika Eyes sem kom út fyrir nokkrum vikum. Febrúar Þann 14. er von á nýrri plötu frá frönsku hljómsveitinni Air. Þetta er tónlist úr kvikmynd Sofie Coppola (dóttur Francis Ford), The Virgin Suicides. Nýja Oasis-platan, Standing on the Shoulder of Gi- ants, kemur þann 28. og vafalaust eru margir spenntir fyrir henni. í febrúar er líka von á eftirfarandi: •Fabio - Liquid Funk (mixplata). •The The - Naked Self •Cure - Bloodflowers •Ghostface Killah - Supreme Cli- entele •Jean Michel Jarre - Meta- morphosis •Smashing Pumpkins - MACHINA: The Machines of God, •Jurassic 5 - Quality Control Mars/apríl Þann 20. mars er von á nýju Asi- an Dub Foundation-plötunni Community Music. ADF er hik- laust eitt best heppnaða rokk/dans- afsprengið og það verður því spennandi að sjá hvert það er að þróast á þessari nýju plötu. í mars og apríl kemur líka þetta: •Nýja Bentley Rhythm Ace-platan For Your Ears Only sem er búin að vera lengi í vinnslu, enda dregur puff-neysla þeirra félaga væntanlega verulega úr vinnu- hraðanum. •Ný plata frá The Orb. •Ný Paul Weller-plata. •Fyrsta sólóplatan frá Richard As- hcroft úr the Verve. •Ný Way out West-plata. •Ný Elastica-plata •Elliot Smith - Place de Gaulle. •Space - Love You More than Footbail. •Saint Etienne - Sound of Water. •Björk - Dancer in the Dark. Maí/júní Ný plata frá Radiohead er vænt- anleg i maí eða júni. Hún hefur ekki enn hlotið nafn en það er ljóst að mjög margir bíða spenntir eftir því að sjá hvernig tekst að fylgja eftir OK! Computer. í maí og júní er líka von á þessum: •All Saints - I Need the Mic. •Marilyn Manson - In the Shadow of the Valley of Death. •Ash - The New One. •Ný Lo-Fidelity Allstars-plata. Auk þess er á árinu von á nýjum plötum frá Daft Punk, Reprazent, Dav- id Holmes, Belle & Sebastian, Spiritu- alized, Gay Dad, Pulp, New Order og Fatboy Slim, svo eitthvað sé nefnt. MJ Cole er ótvírætt mjög hæfileikaríkur. Lagiö hans, Sincere, vakti mikla at- hygli og komst m.a. inn á topp 40 í London. Nýtt ár, nýjar stjörnur En hvaða nýjum tónlistarmönn- um er svo beðið eftir með mestum spenningi á árinu? Við tippum á nokkra og byrjum á Tipper: Tipper Dave Tipper er Breti sem starfar undir nafninu Tipper og hefur gert það gott í breakbeat-geiranum í nokkur ár. Hann rekur plötufyrir- tækið FUEL sem m.a. sendi frá sér ágæta safnplötu, 8 Track, í fyrra. Hann hefur mikið dálæti á bassa- sándi og amerískum köggum og sameinar það með bíl sem hann hefur breytt í risavaxið hátalara- kerfl. Þetta áhugamál hefur haft miður æskileg áhrif á atgervi pilts- ins því að hann er nú að jafna sig> eftir áverka sem hann hlaut á öðru innra eyranu. Þessir áverkar komu af því að hlusta á of hátt stillta tón- list og meinuðu þeir honum um tíma að hreyfa höfuðið! Tónlistin hans er gerð undir áhrifum frá klassískri tónlist, LFO, Soul Sonic Force, Miami Bass og hljóðum úr náttúrunni, t.d. jarðskjálftahljóð- um og ýmiss konar veðurfræðileg- um hljóðum. Hann hefur í nokkum tima verið talinn einn af þeim ferskari á bresku breakbeat-sen- unni. Fyrsta sólóplatan hans, The Critical Path, er væntanleg 31. jan- úar á Higher Ground og ef eitthvað er að marka smáskífurnar af henni, L.E.D. Down og Supersport, er þama á ferðinni alvöruplata frá alvörutónlistarmanni. Kid Koala Kid Koala er kanadískur „plötu- spilaristi" (tumtablist) sem sendir frá sér sína fyrstu plötu hjá Ninja Tune í febrúar. Þetta er svona súpemörd - náungi sem er bæði of- boðslega fær á plötuspilarana og líka með mjög ákveðnar hugmynd- ir um það hvemig hann vill hafa hlutina. Platan hans, Carpel Tunn- el Syndrome, er t.d. unnin ein- göngu með plötuspilurum og göml- um plötum, mest keyptum á fom- sölum. Hann notar allt upp í 30 plötur til að búa til hvert lag og notar ekki önnur tæki en plötu- spilarana! Mix-spólan hans, Scratchhappy Land frá 1996, er frá- bær og á Ninja Tune-tónleikunum í Shepherds Bush Empire í nóvem- ber, þar sem auk hans komu fram m.a. Coldcut og Cinematic Orchestra, stal hann senunni alger- lega. Hiklaust plata sem gaman verður að heyra og hiklaust náungi sem væri þess virði að snara ein- hvem tímann á leiðinni yflr At- lantshaflð til að spila á Thomsen. Ovuca Ovuca er Finninn Aleksi Perala. Hann hefur verið að búa til raftón- list í áratug en er nú nýkominn á samning hjá Rephlex. Fyrsta plat- an hans, Lactavent, sem er safn efnis frá 1990-1998, kom út i októ- ber sl. og plata með nýju efni er væntanleg á nýja árinu. Lactavent er ein af þessum skemmtilegu Rephlex-plötum sem ná því að vera í senn tilraunakenndar og poppað- ar. Með Ovuca bætist enn einn sér- vitringurinn í Rephlex-hópinn. Fyrir eru jú, auk Aphex Twin sjálfs, m.a. pólski rafvirkinn Bogd- an Raczynski, Ed DMX Krew og Chris „CYLOB“ Jeffs. Ovuca dans- ar villt þegar hann spilar á tónleik- um og hristir sína síðu lokka. MJ Cole MJ Cole er listamannsnafn Bret- ans Matthew James Firth Cole- man. Fyrsta sólóplatan hans er væntanleg frá Talkin’ Loud í april. MJ Cole, sem er hámenntaður í klassískum píanó- og óbóleik og jafnframt fyrrverandi drum- & bass-pródúser, er talinn vera fyrsta súperstjarna „underground gar- age“-stefnunnar í Bretlandi. Hann er ótvírætt mjög hæfileikaríkur og menn eru að vona að hann geri fyr- ir þessa tónlistarstefnu það sama og Roni Size gerði fyrir d&b. Lagið hans, Sincere, vakti mikla athygli og komst m.a. inn á topp 40 í London. Trausti Júliusson 10 f Ó k U S 21. janúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.