Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Side 16
* # fyrr en David Koepp las hana og fór að leita fyrir sér um kvikmynda- réttinn. Matheson, sem bæði er rit- höfundur og handritshöfundur, vildi sjálfur ekki eiga við hana á sínum tíma. Matheson, sem meðal annars gerði nokkur handrit i sjón- varpsþáttaröðina The Twilight Zone, hefur skrifað margar sögur sem hafa verið kvikmyndaðar. Má þar nefna Duel (fyrsta kvikmynd Stevens Spielbergs), Somewhere In Time, The Omega Man og What Dreams May Come. Þess má svo að lokum geta að Mathieson skrifaði handrit að nokkrum þekktustu hrollvekjum sjöunda áratugarins, meðal annars The Raven, Pit and the Pendulium, The Comedy of Ter- rors og The House of Usher. -HK Stir of Echoes er nýr sálfræðitryllir sem frumsýndur er í dag í Kringlubíói, Stjörnubíói, Nýja bíói í Keflavík og Nýja bíói á Akureyri. í henni leikur Kevin Bacon sem eftir dáleiðslu sannfær- ist um að til sé dularfullt afl sem hann hefur engan skilning á. I Stir of Echoes leikur Kevin Bacon ósköp venjulegan mann, Tom Witzky, eiginmann og föður sem eftir dáleiðslu er viss um að einhver ókunn öfl hafi komist inn í vitund hann, öfl sem hafa látið hann fá tilfinningu fyrir því að morð hafi verið framið í nálægð hans. Sonur hans hefur fengið þessa sömu tilflnningu og nú fara feðgarnir á stjá til að komast að þvi hvað hefur komið fyrir stúlku úr nágrenninu sem hvarf fyrir nokkrum misserum. Ekki nóg með þetta heldur hefur Tom einnig á til- finningunni að einhver búi inni á heimili hans, einhver sem ekki er lifandi. Með fram þessari vitneskju fær Tom mikinn höfuðverk og van- líðan og hann heitir því að komast að upptökum hins ókunna, hvað sem það kostar. Stir of Echoes er byggð á skáld- sögu eftir Richard Matheson sem kom út 1958. Skrifaði hinn kunni handritshöfundur David Koepp handritið og leikstýrir einnig mynd- inni en meðal handrita sem Koepp hefur skrifað má nefna Jurassic Park, Mission: Impossible, The Lost World og Snake Eyes. Þetta er önn- ur kvikmyndin sem hann leikstýrir, hafði áður leikstýrt The Trigger Effect árið 1996. Auk Kevin Bacons fara með stór hlutverk í Stir of Echoes Kathryn Erbe, Illeana Douglas og Kevin Dunn. Skáldsagan Stir of Echoes hefur lengi verið í eigu Universal eða um það bil þrjátíu og fimm ár en enginn hafði lagt í að gera handrit eftir henni Vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum um síðustu helgi var Next Friday. Hún er frumsýnd í Laugarásbíói í dag - Nssstð Eftir að Stuart litli hafði verið í efsta sæti yfir kvik- myndir sem best eru sóttar í Bandaríkjunum í þijár vikur tók Next Friday óvænt topp- sætið og Reykvíkingar geta barið þessa kvikmynd augum um helgina því hún er frum- sýnd i Laugarásbíói í dag. Vin- sældir myndarinnar liggja að mestu í því að svartir Banda- ríkjamenn flykktust á hana enda myndinni fyrst og fremst beint til þeirra. Next Friday er óbeint framhald Friday. í henni léku aðal- hlutverkin Chris Tucker og Ice Cube. í Next Friday er Chris Tucker fjarri * góðu gamni en rapparinn og leikar- inn Ice Cube er aftur kominn I hlut- verk Craigs, sem enn þann dag í dag býr með foreldrum sinum, er með hálfum huga að leita sér að vinnu og lifir í minningunni um frægð sína þegar hann lagði Debo. Þegar það fréttist að Debo er laus úr fangelsi og Rapparinn og leikarinn lce Cube leikur aðal- hlutverkið í Next Friday. hyggur á hefndir er Craig sendur til Elroy frænda sem vann í lottóinu og býr í fínu úthverfi. Auk Ice Cube leika í Next Friday Mike Epps Justin Pierce, John Witherspoon, Tamala Jones og Don „DC“ Curry. Eins og gefur að skilja er mikið um rapptónlist í myndinni sem þekkir rapparar á borð við Ice Cube, Wyclef Jean, Aaliyah, Lil Zane, Wu-Tang Clan, Toni Estes og N.W.A. flytja. -HK bíódómur í Rouge Trader er farið nokkuð frjálslega með ævisögu Nicks Leesons, sem varð frægur á einni nóttu þegar hann setti Barings- bankann í Englandi á hausinn eftir að hafa tapað óhugnanlegum fjár- hæðum á peningamarkaðnum í Singapore og valdið einu svakaleg- asta fjármálahneyksli sem upp hef- ur komið. Nick (McGregor) er metnaðar- gjam bankastarfsmaður sem fær tækifæri til að komast fljótt áfram með því að taka við útibúi bankans í Austurlöndum fjær þar sem hann er alveg látinn leika lausum hala. Hann fer fljótlega að beita ólögleg- um aðferðum við að sýna fram á gróða og fyrr en varir er hann sokk- inn í botnlausan pytt milljarða- skulda sem urðu til þess að ein af virðulegustu og rótgrónustu pen- ingastofnunum heimsins riðaði til falls. Saman við sögu gjaldþrotsins fléttast ástarsaga þar sem sambandi Nicks og síðar hjónabandi við Lisu (Friel) er lýst. Þetta er saga ungs manns sem kemur sér í aðstæður sem engan gæti órað fyrir. Um tíma virtist sem öll veröldin lyti valdi ungs galgopa með ótakmörkuð fjár- ráð sem misst hafði jarðsambandið. Með hlutverk Leesons fer Ewan McGregor. í öðrum hlutverkum eru Anna Friel, Yves Be- neyton og Betsy Brantley. Leikstjóri er James Darden og skrif- aði hann einnig handrit- ið. Darden hóf feril sinn sem handritshöfundur og skrifaði meðal annars handritið að Fatal Atraction. Fyrsta kvik- myndin sem hann leikstýrði var Pascali’s Island með Ben Kingsley, Charles Dance og Helen Mirren. Ewan MacGregor hefur á fáum árum unnið sig upp í að vera einn vinsælasti breski leikarinn. Fyrsta kvikmyndin sem hann lék í var Being Human þar sem mótleikari hans var Robin Williams en það var Trainspotting sem kom honum á kortið. Skemmst er að minnast þess að hann lék Obi Wan Kenobi í Star Wars, The Phantom Menace, og mun bregða sér í sama hlutverk í næstu Star Wars-kvikmynd. -HK Háskólabíó /Bíóhöllin - Double Jeopardy ★ ★ Ástralski leikstjórinn Bruce Ber- esford hefur gert nokkrar gæða- myndir þar sem fremstar eru Breaker Morant og Driving Miss Daisy. Eru þessar kvikmyndir dæmigerðar fyrir stíl hans þar sem dramatískur þungi er undirtónn- inn í frekar hægri atburðarás. Á löngum ferli hefur Beresford aldrei gert þriller fyrr en nú að hann leik- stýrir Double Jeopardy. Segja má að hann sé að nokkru leyti fastur í viðjum vanans því ef það er eitt- hvað sem einkennir myndina, sem byggð er á sögu sem ætti að vera uppfull af óvæntum uppákomum, þá er það hæg atburðarás, ekki bætir úr skák að persónur eru grunnar og litlausar. Þá hefði van- ur þrillerleikstjóri aldrei gefið jafn mikið upp í byrjun og gert er. Aðalpersónan er Libby (Ashley Judd) sem er hamingjusamlega gift móðir fimm ára drengs. Á nýfeng- inni skútu fjölskyldunnar vaknar hún einn morguninn öll útötuð í blóði og eru blóðslettur um alla skútima. Það er eins og við mann- inn mælt, þegar hún finnur blóðug- an hníf og tekur hann upp mætir strandgæslan á staðinn og hún er ákærð fyrir morð á eiginmannin- um og síðar dæmd fyrir manndráp. í fangelsinu kemst hún að því að að það er ekki nóg með að besta vin- kona hennar sé horfln með son hennar heldur er hún farin að búa með „myrtum" eiginmanni hennar í San Francisco. Þetta gerist allt á fyrstu tuttugu mínútunum og er ekki laust við að manni þyki súrt að búið er að upplýsa svona mikið því eiginkona á jú eftir að sitja tíu ár í fangelsi. Þegar hún sleppur út vegna góðarar hegðunar eftir sex ár hefur hún það að leiðarljósi að ekki er hægt að dæma sömu manneskjuna tvisvar fyrir sama morðið... Ashley Judd, Tommy Lee Jones og Bruce Beresford hafa öll gert góða hluti í kvikmyndum og því ekki skrýtið að búast við góðri kvikmynd frá þessu úrvalsfólki, en Double Jeopardy er hálfgert miðju- hnoð eins og þeir mundu segja í fót- boltanum - mikið um sendingar sem ekkert verður úr. Það besta við myndina er Ashley Judd. Þessi unga leikkona býr yfir miklum hæfileikum og gerir margt gott í hlutverki persónu sem er ekki oft trúverðug. Tommy Lee Jones virk- ar aftur á móti þreyttur í hlutverki fyrrum prófessors í lögum sem hef- ur eftirlit með fongum sem hefur verið sleppt á skilorði. Öll þrjú hafa gert betur. Það verður þó að segjast að þrátt fyrir vankanta er Double Jeopardy aldrei leiðinleg, meira hefði bara átt að koma á óvart, þá hefði hún staðið undir nafni. Leikstjóri: Bruce Beres- ford. Handrit: David Weis- berg, Douglas S. Cook og Le- onard Gold- berg. Kvik- myndataka: Peter James. Tónlist: Norm- and Corbeil. Aöalleikarar: Ashley Judd, Tommy Lee Jo- nes, Bruce Greenwood og Annabeth Gish. Hilmar Karlsson 16 f Ó k U S 21. janúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.