Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Side 2
2
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 ÍúJ> V
fréttir
Kvörtun til Samkeppnisstofnunar dregur dilk á eftir sér:
Þjóðleikhússtjóri frystir
sjálfstæðu leikhúsin
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri
hefur lokað á allt samstarf við sjáif-
stæðu leikhúsin á meðan umkvörtun-
arefni þeirra um óeðlileg imdirboð rík-
isstyrktu leikhúsanna er til meðferðar
hjá samkeppnisyíirvöldum.
„Við stígum bara á bremsuna og
efnum ekki til frekara samstarfs við
sjálfstæðu leikhúsin á meðan þetta
mál er í gangi,“ sagði Stefán Baldurs-
son þjóðleikhússtjóri í gær. „Við höf-
um átt ánægjulegt samstarf við sjáif-
stæðu leikhúsin og ég hef alltaf litið
á þau sem samstarfsaðila en ekki
samkeppnisaðila. Mér fmnst þetta
allt heldur ómaklegt í ljósi þess sem
við höfum gert
fyrir þau,“ sagði
Stefán og neitaði
því aðspurður að
hann væri í
hefndarhug.
Það voru Sam-
tök sjálfstæðra
leikhúsa sem
sendu Samkeppn-
isstofnun erindi
vegna sérstakra
tilboða Borgarleikhússins og Þjóð-
leikhússins á aðgöngumiðum. Vildu
samtökin fá úr þvi skorið hvort það
samrýmdist eðlilegum samkeppnis-
reglum að ríkis-
styrkt leikhús,
sem þæðu mörg
hundruð milljón
króna styrki frá
hinu opinbera,
gætu á þennan
hátt undirboðið
samkeppnisaðila.
„Það verður
hver að dæma
fyrir sig hvort
þjóðleikhússtjóri er í hefndarhug.
Mér þykja viðbrögð hans hins vegar
undaiieg i ljósi þess að maðurinn er
nýbúinn að skrifa undir samning við
menntamálaráðherra þar sem bein-
línis er kveðið á um stuðning Þjóð-
leikhússins við sjálfstæð leikhús,"
sagði Magnús Geir Þórðarson, for-
maður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa
og leikhússtjóri í Iðnó. „Þessi afstaða
hans verður ekki aðeins til þess að
við fáum ekki leikara lánaða úr Þjóð-
leikhúsinu heldur lokar hann einnig
öllum deildum og hirslum stofhunar
sinnar og veitir okkur ekki aðgang
að leikmunum og búningum Þjóð-
leikhússins sem honum ber reyndar
skylda til,“ sagði Magnús Geir Þórð-
arson. -EIR
Stefán
Baldursson.
Of snemmt fyrir
börnin að hjóla
„Bömin eru svo snögg að ná í hjólin
þegar snjóa leysir að foreldrar þurfa
virkilega að vera á varðbergi," sagði Óli
H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Um-
ferðarráðs, í samtali við DV. Óli sagði
það vera mjög fátítt að hjól bama væm
nægilega vel búin og í raun flokkist þau
frekar sem leiktæki.
Þrátt fyrir að veðrið hafi leikið við
landsmenn siðustu daga og að dagamir
lengist hvetur Umferðarráð foreldra til
að láta hjól bamanna vera kyrr í
geymslunni. Enn er of dimmt til að
skyggni geti talist nægilegt.
Margir fara allra sinna ferða á reið-
hjóli og hefúr notkun nagladekkja auk-
ist yfir vetrartímann. Vert er þó að at-
huga að þegar götumar era auðar er
mim þyngra að hjóla á nagladekkjum.
Óli sagði notkun endurskinsmerkja
vera ábótavant hjá mörgum og eru því
foreldrar hvattir til að huga að þeim.
Umferðarráð hvetur því hjólreiða-
menn til að athuga ljós, glitmerki og að
vera í ljósum fatnaði. -hól
Margur karlinn fékk blómvönd frá konu sinni á bóndadaginn í gær. Þessar voru aö ná sér í vönd til aö fara meö heim
og gleöja sinn heittelskaöa - og sjálfar sig líklega i leiöinni.
Karlakór Reykjavíkur:
Faðir feita söngv
arans
hættir
Of
lfew5 Ör
„Ég tilkynnti stjóm kórsins
að ég myndi ekki syngja með
Karlakór Reykjavíkur á með-
an þeir höguðu sér svona,“
sagði Margeir Jóhannsson
sem sungið hefur meö Karlakór
Reykjavíkur frá árinu 1957 og ver-
ið formaður byggingamefndar
kórsins vegna stórhýsisins við
Skógarhlíö sem ráögert er aö vigja
meö viðhöfn í lok mánaöarins.
„Ég lýk þó ekki störfum mínum
sem byggingarnefndarformaður
fyrr en húsið hefur verið vígt
vegna eftirgangssemi stjómar-
manna. Eftir það er ég hættur,"
sagði Margeir sem telur að ómak-
lega hafi verið troðið á Jóhanni
Frétt DV Um
zzssðsSzs*
Pétri syni
sínum og nokkmm öðrum
sem vísað var úr kómum vegna
þess að þeir voru of feitir, eins og
fram kom í DV skömmu fyrir síö-
ustu jól. „Vissulega er sárt að
skilja við Karlakór Reykjavíkur á
þennan hátt eftir öll þessi ár en
stoltið skiptir mig meira máli,“
sagði Margeir Jóhannsson.
-EIR
- eftir 43 ára
söng
Stangaveiðimann í Kópavogi rak í rogastans:
Maðkar í vorverkum
„Þetta kom mér mjög á óvart og
sýnir hve hagstæð eða öllu heldur
sérkennileg veðráttan er. Ég hef oft
tínt maðk í kringum páska en kíkti
nú af rælni. í ljós kom mikið af ið-
andi ánamaðki," segir Þorgeir Kol-
beinsson, stangaveiðimaður og ibúi í
Kópavogi, sem sér til undrunar upp-
götvaði að ánamaðkar voru komnir á
kreik í garði hans við Álfhólsveg.
Einmunatíðarfar undanfama daga
hefur raskað vetrarró ánamaðkanna.
„Venjulega halda þeir sig mjög
djúpt að vetrinum, vel undir frosti, en
nú hafa þeir greinilega fengið þau
skilaboð frá náttúrunni að vorið sé
komið. Fyrstu vorverk ánamaökanna
era venjulega að koma sér upp og þá
sér maður gjaman hrauka þar sem
þeir hafa verið að hreinsa upp úr hol-
um sínum. Þessir hraukar era nú að
byija að sjást í garðnum. Það er þó
viðbúið að þeir þurfi að skjótast nið-
ur aftur þegar frystir en á meðan
þessi tíð varir er veisla hjá starran-
um og þrestinum. Nú bíðim maður
bara eftir vorfuglunum," segir Þor-
geir sem er mikill áhugamaður rnn
laxveiðar og nýtir gjaman maðka úr
eigin garði til veiðanna.
„Þeð vantar ekkert nema laxinn í
ámar til að veðurblíðan hafi sett allt
á hvolf," segir Þorgeir. -rt
Þorgeir Kolbeinsson í Kópavogi uppgötvaði aö ánamaökalífríkiö í garöi
hans er vaöandi í villu og svima. Ánamaökarnir eru komnir á kreik og halda
aö þaö sé komiö vor. DV-mynd ÞÖK
stuttar fréttir
IE fær starfsleyfi
Líkur eru á
að heilbrigði-
ráðherra hafi
ákveðið að veita
íslenskri erfða-
:S greiningu
starfsleyfi fyrir
gagnagrunni á
! heilbrigðissviði
en ráðherra mun formlega til-
kynna veitingu leyfisins í Ráð-
herrabústaðnum klukkan 11 í
fyrramálið. Þá hefur íslensk erfða-
greining einnig boðað til blaða-
» mannafundar sem haldinn verður
r um klukkutíma síðar. Vísir.is
greindi frá.
Kröfur í laganámi
Kolbrún Linda Isleifsdóttir,
kennslustjóri lagadeildar Háskóla
íslands, segir námsefni i almennri
lögfræði vera inngangsfræði að
öllu laganámi og því sé eðlilegt að
gera mikla kröfur um árangur og
vísar á bug að um óeðlilegar fjölda-
takmarkanir sé að ræða. RÚV
greindi frá.
Upptökur veröa leyföar
Samgönguráðherra og formaður
samgöngunefndar Alþingis hafa
ákveðið að endurskoða lög sem
kveða á um upptöku símtala. Lög
þessi hafa verið gagnrýnd töluvert
og segir Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra að eðlilegt hljóti að
vera að sá sem verður fyrir ónæði
í síma geti hljóðritað samtalið án
vitneskju eða samþykkis viðkom-
andi. RÚV greindi frá.
Haukur
Haukur Ingi-
bergsson, skrif-
stofustjóri í fjár-
málaráðuneyt-
inu og fyrrum
formaður 2000-
nefndarinnar,
hefur verið ráð-
inn til að gegna
starfi forstjóra Fasteignamats rík-
isins frá og með 1. febrúar og
Magnús Ólafsson, núverandi for-
stjóri, mun taka við starfi fram-
kvæmdastjóra Fasteignamats rík-
isins. Vísir.is greindi frá.
Tekjulitlir töpuðu
Tekjuminna fólk tapaði á skatt-
kerfisbreytingu ríkisstjómarinnar
við gerð kjarasamningana árið
1997. Þetta kemur fram í útreikn-
ingum Alþýðusambands íslands.
Þar kemur einnig fram að hinir
tekjumeiri högnuðust töluvert.
RÚV greindi frá.
ráöinn
Kringlan veröur miöstöð
í ár mun Kringlan verða við-
burða- og upplýsingamiðstöð
Reykjavíkur menningarborgar
Evrópu árið 2000. Er ætlunin með
samstarfi Kringlunnar og Menn-
ingarborgarinnar að skapa
skemmtilega tilbreytingu og mikil-
væga þjónustu við allan þann
fjölda gesta og viðskiptavina sem
koma í Kringluna á viku hverri.
Friðlýst svæöi frí
Siv Friðleifs-
dóttir, umhverf-
isráðherra, og
Sturla Böðvars-
son, samgöngu-
ráðherra, lögðu
til á ríkisstjóm-
arfundi í morg-
un að ekki yrði
krafist aðgangseyris af ferðamönn-
um á friðlýstum svæðinum á ís-
landi. Bylgjan greindi frá.
Vilja vegagaframkvæmdir
Stjóm Samtaka sveitarfélaga á
höfúðborgarsvæðinu segir að öng-
þveiti skapist ef vegaframkvæmd-
um á svæðinu verði stöðugt
frestað.
IFyrstu samningarnir?
Líklega undirrita forsvarsmenn
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur, Landssambands verslunar-
manna og Samtaka verslunarinnar
. nýjan kjarasamning fyrir félags-
j! menn sína f dag þar sem komið
! verður á markaðslaunakerfi,
I styttri vinnutima auk hækkunar á
i lífeyrisframlagi. Stöð 2 greindi frá.
-JAB