Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Page 4
4 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 J3*V Keflvíkingur ákærður í sakamáli þar sem flölskylda hans var „óvenjulega veik“: Falsaði erlend sjúkra- gögn og sveik út bætur - falsaði gögn frá sjúkrahúsum i Evrópu og Bandarikjunum og lögreglu í Austurríki Tæplega sextugur Keflvíkingur hef- ur verið ákærður fyrir fjársvik og skjalafals þar sem hann notaði sjálfan sig, eiginkonu og son - þar sem þau voru erlendis - til að svíkja út miiljón- ir króna frá tryggingafélögum hér heima og Tryggingastofnun sem greiddu út bætur fyrir veikindi og slys sem áttu sér enga stoð í raunveruleik- anum. Þannig falsaði maðurinn meðal ann- ars lögregfuskýrslur i Austurríki, vott- orð frá spítölum í Þýskcdandi, Austur- ríki, Lúxemborg og Bandaríkjunum, iæknisvottorð læknis hér heima og ýmislegt fleira. VÍS, Sjóvá-Almennar, Trygging hf. og Tryggingastofnun ís- lands fara fram á tæplega 2 milljónir króna í skaðabætur í málinu sem Rík- islögreglustjóri sækir fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur. Málin eru komin talsvert til ára sinna enda hefúr verið eríitt að ná til ákærða sem hefúr dval- ið mikið erlendis. í ágúst 1989 framvísaði ákærði gögn- um um veikindi eiginkonu sinnar í Þýskaiandi og fólsuðu vottorði heilsu- gæslulæknis hér heima, bæði hjá Brunabótafélaginu og Sjóvá-AImenn- um. Bæði félögin greiddu bætur fyrir sömu meintu veikindin. í janúar 1990 framvísaði maðurinn tilbúnu og röngu vottorði Stadt Krankenhaus í Koblenz um veikindi konu sinnar, greiðslugögn um lyfja- og lækniskostnað og fleira. Nú greiddu bæði VÍS og Sjóvá-Al- mennar manninum samtals 240 þús- und krónur fyrir sama meinta veik- indatilfelli konu hans - á grundvelli sjúkra- og ferðatrygginga. í febrúar 1991 tilkynnti Keflviking- urinn um slys sonar síns á ferðalagi í Austurríki. Þar framvísaði hann fólsuðum austurriskum lögreglu- og laeknaskýrslum. í þessu tilfelli greiddi VÍS út 142 þúsund krónur á grundvelli ÍWAP-gátt: Fjórfaldur hraði Ííslandssimi býður nú, fyrst fjar- skiptafyrirtækja á íslandi, upp á WAP-þjónustu fyrir GSM-síma. Að- gangurinn er á stafrænu formi og mun hraðvirkari en boðið hefúr s verið upp á í WAP-kerfinu til þessa. WAP-kerfið er ein helsta nýjung | á sviði þráölausra fjarskipta síöan > NMT-kerfið var tekið í notkun. Til að hafa aðgang aö WAP-kerfi þarf S WAP-síma. Þeir eru með innbyggð- 5 um vafra og geta verið í gagnvirku sambandi við WAP-gátt. Þeir sem hafa aðgang að WAP-kerfi meö ; símunum sínum geta nýtt sér marg- háttaða þjónustu sem býðst á Net- ; inu. Þeir geta til að mynda lesið í tölvupóst í símanum, skoðaö dag- bækurnar sínar, sinnt bankavið- skiptum, bókað ferðir o.fl. Með til- 5 komu WAP-þjónustu á stafrænu | formi, eins og hjá Íslandssíma, er þetta hins vegar hægt á mun > skemmri tíma en áður. | Tækin nýtist einnig þeim sem :i hafa aðgang að vefsíðum með WAP- | miðlara. íslandssimi býður fyrir- | tækjum og stofnunum sem hafa hug j á að bjóða upplýsingar eða þjónustu £ af netsíðum sínum fyrir farsimanot- endur afnot af þeim búnaði sem til þarf í samstarfi við hugbúnaðarfyr- í irtækið Dímon. Dímon sér þá um að breyta hefðbundnum vefsíðum yfir í á WAP-form. Meðal fjármálastofiiana sem nýfa ’ WAP-tæknina er Búnaðarbankinn. j Notendur Heimilisbanka Búnaðar- bankans geta skráð sig fyrir þessari | þjónustu i gegnum Heimilisbank- | ann. -hlh ferðatryggingar gullkortshafa. 17. janúar 1991 tilkynnti maðurinn um veikindi sonar síns á ferðalagi í Lúxemborg, framvísaði fólsuðum læknisskýrslum og vottorði frá sjúkra- húsi ytra og fölsuðu heilsufarsvottorði læknis hér heima. Nú greiddi VÍS hon- um 304 þúsund krónur í ferða- og sjúkratryggingu. Hann lék sama leik- inn hjá Tryggingastofhun ríkisins vegna sama veikindatilfellis sonarins. TR greiddi honum 228 þúsund krónur sem erlendan sjúkrakostnað. Aftur lék maðurinn sama leik gagn- vart tveimur tryggingafélögum og einnig gegn Tryggingastofnun ríkisins vegna sama svikna tilfellisins. 11. sept- ember lagði hann fram læknisvottorð frá AUgemeines Krankenhaus í Aust- urríki um nýmaaðgerð eiginkonu sinnar. Hann framvísaði einnig fals- aðri austurrískri lögregluskýrslu og fölsuðu vottorði læknis sins hér heima - hann vildi fá bætur vegna slyss og sjúkrahúsvistar erlendis og veikinda- frí í framhaldi af því. Trygging hf. greiddi manninum nú tæpar 87 þúsund krónur en Trygginga- miðstöðin greiddi honum 49 þúsund á grundvelli ferðatryggingar Visa. Tryggingastofnun rikisins greiddi síð- an manninum 275 þúsund krónur vegna erlends sjúkrakostnaðar. Að síðustu er maðurinn ákærður fyrir að hafa krafið TR um greiðslu sjúkrakostnaðar á grundvelh falsaðs vottorðs frá General Hospital og Clearwater um eigin sjúkrahúsvist þar og eftirlits læknis. Á grundvelli þess- ara gagna og fleiri greiddi Trygginga- stofnun ríkisins manninum 406 þús- und krónur. -Ótt ■ifT Sí ra g 3 Gott flugveöur hefur veriö undanfarna daga þrátt fyrir aö nú sé hávetur, samkvæmt dagbókum landsmanna. Ljós- myndari DV tók þessa mynd á Reykjavíkurflugvelli í blíöunni þar sem verið var búa smávéi til flugtaks, líkt og á vor- degi. Snjórinn hefur veriö kveöinn burt, í bili aö minnsta kosti. DV-mynd ÞÖK Gagnvirk miðlun hf. kynnir: Gagnvirkt, staf- rænt sjónvarpsnet - fyrstu heimilin tengjast netinu á þessu ári Gagnvirk miðlun hf. hefur hafið undirbúning á stafrænu sjónvarps- neti og gera eigendur ráð fyrir að fyrstu heimilin geti tengst netinu á þessu ári. Með gagnvirku, stafrænu sjónvarpsneti er verið að leiða sam- an íslenska ljósvakamiðla, fjar- skiptafyrirtæki, eigendur flutnings- réttar og aðra hagsmunaaðila, ásamt íslenskum heimilum um land aflt. Stafræna sjónvarpsnetið gerir landsmönnum kleift að taka á móti öllum útsendingum útvarps og sjón- varpsstöðva, panta myndefni til að skoða eftir hentugleikum, stunda flamám, auk þess að geta sinnt sín- um innkaupum og bankaviðskipt- um heima fyrir. Um er að ræöa risa- stórt skref í þróun upplýsingamiðl- unar hér á landi. Forsvarsmenn Gagnvirkrar miölunar kynna sjónvarpsnetið. DV-mynd Teitur Enginn kostnaður fyrir not- endur Ætlunin er að nýta þær flutnings- leiðir sem fyrir eru en uppsetning Stafræna sjónvarpsnetsins mun kosta um 2,6 milljarða króna en þar sem verð á búnaði til sliks reksturs fer stöðugt lækkandi má gera ráð fyrir að talan lækki með tímanum. Sjónvarpsnetið mun ekki kosta not- endur neitt því ekki er nauðsyn aö fjárfesta í nýjum viðtækjum. í samtali við Ágúst Ólafsson, tals- mann Gagnvirkrar miðlunar, er mikill áhugi fyrir þessu en undan- fama daga hafa fulltrúar fyrirtækis- ins kynnt áætlunina fyrir stjóm- völdum, fjarskiptafyrirtækjum og hluta af þeim sem hag hafa af því að notfæra sér þetta nýja gagnvirka dreifikerfi. Auk þess sagði Ágúst að kosturinn væri að Gagnvirk miðlun hf. er óháður aðili og um enga sam- keppni aö ræða. Auk þess sem að framan hefur verið nefnt mun netið bjóða upp á gagnvirk samskipti eins og þátta- sölusjónvarp (Pay-per-view), myndefhisveitu (Video-on-demand), internetaðgang og tölvupóstþjón- ustu, staðbundið uppýsingasjón- varp, bankaviðskipti og netverslun, auk fjölda tækifæra fyrir kennslu- sjónvarp og fjamám. Öflugir fjárfestar standa að Gagn- virkri miðlun hf. og er fyrirhugað að bjóða öðmm aðilum eignarþátt- töku. Verkefnisstjóri við uppbygg- ingu Stafræna sjónvarpsnetsins er Jón Þóroddur Jónsson, fyrrverandi yfirverkfræðingur Landssímans. -hól Tinaátúr Ragnheiður Hanson, sem getið hefur sér gott orð við að flytja inn hljómsveitir, er ekki af baki dottin þrátt fyrir áfallið í fyrra þegar Rolling Stones mættu ekki í Sundahöfn. Nú mun horft til þess að Mick Jagger og fé- lagar komi til ís- lands árið 2001. Gömlu jálkarnir eru nú í hvíld eft- ir að tveggja ára heimsreisu lauk en nú er talið fullvíst að þeir vilji toppa ferilinn með þvi að fara á túr á nýrri öld. En það er fleira í pípum Ragnheiðar. Nú er þreifað á Tinu Turner um að koma til ís- lands í sumar en sú gamla stefnir á túr. Reyndar er einnig til skoð- unar að U2 komi eða jafnvel Metallica. Ragnheiður er sem sagt á fullri ferð.... Jólasaga Sýslumaður ísfirðinga og Sto- nes-aðdáandi númer 1, Ólafur Helgi Kjartansson hélt þeim sið sínum í ár að skrifa jólasmásögu. í ár kvað þó við nýj- an tón því sagan var byggð á lífs- reynslu og heitir Rokk og ról um jól. Þar fjallar hann um Lísu nokkra sem flytur inn hljómsveitir og verður harka- lega fyrir barðinu á fjölmiðlum þegar Rofling Stones mæta ekki. Þama fjallar sýslumað- ur um Ragnheiði Hanson og vonda fjölmiðla sem segja svart vera hvítt. Gárungar segja að þarna sé sýslumaður að setja góð- látlega ofan í við Finnboga Her- mannsson, fréttamann Ríkisút- varpsins á ísafirði, sem Qallaði nokkuð um skyndilega komu Mick Jaggers til ísafjarðar... Fyndinn... Lúðvík Bergvinsson, hefur ; stimplað sig inn sem hugsanleg- | ur frambjóðandi til formanns Samfylkingarinnar. Flestum er enn minnisstæð umdeild knatt- spymuferð Lúð- víks og félaga til Færeyja i sumar en Lúðvík hefur sjaldan eða aldrei lent i jafh miklu klandri vegna umræðunnar sem kom upp og því telja menn tæpt að Lúð- vik geti orðið formaður. Þegar ónefndur útfararstjóri i Reykja- vík, sá viðtal við Lúðvik um hugsanlegt framboð hans, gall í honum: „Og ég sem hélt að það væri búið að velja fyndnasta mann ársins!“... Símanúmer í arf Ef að hringt er í hið gamla núm- er Þjóðviljans (55)17500 í dag árið 2000 svarar símsvari Alþýðubanda- lagsins og kemur á framfæri skila- boöum frá Alþýðu- bandalaginu og Samfylkingunni. Jafnvel símalinan er óslitin. Það er því ekki ónýtur heimanmundur sem Alþýðu- bandalagið hefur með sér í sam- ________ fylkingarsambúðina meðAf' þýðuflokknum: tugir milljóna í skuldir og simanúmer Þjóðviljans. En liðsmenn Alþýðubandalagsins eru reyndar fæstir hluti af ráða- hagnum. Þeir eru flestir skuldlaus- ir í flokki Vinstri grænna Stein- gríms J. Sigfússonar... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.