Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Page 8
8
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 XD"V
I fréttir
Harðir dómar um búskaparhætti að Ármótum í Rangárvallahreppi:
Umdeilt bú á bláþræði
- eigandinn vísar ásökunum um vanrækslu á bug
Pau vandamál sem hafa veriö í gangi aö Ármótum í Rangárvallasýslu hafa fyrst og fremst snúist um langvarandi
vanhirðu á hrossum. Pessi mynd er tekin af útigangshrossum í Borgarfirði, sem búa sýnilega viö góöan kost.
DV-mynd GVA
Harðvítug málaferli virðast vera í
uppsiglingu í framhaldi af aflífun 45
hrossa að Ármótum í Rangárvalla-
hreppi fyrr í mánuðinum. Að sögn
sýslumannsembættisins á Hvolsvelli
verður málið gegn Þorkeli Steinari
Ellertssyni, eiganda jarðarinnar og
hrossanna, rekið eins og venjulegt
sakamál hjá lögreglunni. Rannsókn
stendur nú yfir á því hvort hann hef-
ur gerst brotlegur við lög um búfjár-
hald og dýravemdarlög. Þorkell Stein-
ar hyggst leita réttar sins fyrir dóm-
stólum. Hann telur að sýslumanns-
embættið á Hvolsvelli og yfirdýra-
læknisembættið hafi beitt hann „vald-
níðslu," auk þess sem unnin hafi ver-
ið „oiheldisgjörðir og níðingsverk“
gagnvari honum og dýrunum sem lóg-
að var.
Þorkell Steinar hefur átt jörðina
Ármót í á annan áratug. í fyrstu var
bústofn og umfang búskapar innan
þeirra marka sem geta talist venjuleg.
Svo fór eigandinn að færa út kviam-
ar. Hrossum á jörðinni fjölgaði jafnt
og þétt, rekið var stórt kúabú með
65-70 mjólkandi kúm og loks var farið
af stað með kjúklingaeldi. Bústjórar
og vinnufólk sá að mestu um búskap-
inn og allt lék í lyndi. Hundar og tik-
ur gengu saman og fjölguðu sér. Af-
koman var seld nokkuð jafnóðum.
Að sögn fólks sem þekkir vel til hef-
ur búskapurinn að Ármótum gengið
þar til í fyrravor, að verulega fór að
síga á ógæfuhliðina. Eigandi jarðar-
innar hefur raunar búið að mestu í
Reykjavík. Hann er kennari við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti, en hefur
haldið vinnufólk að Ármótum eins og
áður sagði. Mjólkurframleiðslu hefur
nú verið hætt, að sögn Þorkels Stein-
ars, sem kveðst vera að draga saman
seglin í nautgripabúskapnum. Þá var
kjúklingaræktunin flutt frá Ármótum
til tveggja annarra staða og síðan
hætt. Hundahaldið hefur hins vegar
verið í fullum gangi, svo og hrossabú-
skapur.
Raunar var það svo að vorið 1999
stöðvuðu dýralæknar sölu mjólkur úr
tjósinu á Ármótum í 4 vikur eftir
áminningu og fresti frá árinu 1998.
Ástæðan var skortur á þrifnaði og
hreinlæti. Þá voru flórar lélegir og tal-
in hætta á að gripir færu niður úr
þeim. Undir þeim var mykjuhús. í
kjölfar stöðvunar mjólkursölu lagðist
mjólkurframleiðsla að Ármótum nið-
ur.
Ömurlegar lýsingar
Hart hefur verið tekist á um rétt-
mæti þess að lóga hrossunum að Ár-
mótum. Þorkell Steinar telur sig geta
fært fram rök fyrir því að héraðsdýra-
lækni og fulltrúa sýslumanns hafi
orðið á i messunni. Þau hross sem
drepin hafi verið hafi verið búin að
vera á gjöf í þrjár vikur. Þar til skip-
aður fóðureftirlitsmaður hafi vottað
að hrossin hafi „fengið hey, vatn og
skjól með vel viðunandi hætti“.
í bréfi héraðsdýralæknis til Þorkels
Steinars er lýsing á skoðunarferð
dýralæknisins ásamt forðagæslu-
manni og fulltrúa Búnaðarsambands
Suðurlands að Ármótum sl. aðfanga-
dag. „Heimahross reikuðu um stykki,
fennt er í skurði og svell á túnum.
Mjög mörg hross eru rýr, sum hver
hálf reisa og þrjú lágu dauð innan um
hrossin, tel ég líklegt að hor hafl ver-
ið aðal dauðaorsök. ... Áberandi var
hvað ungu hrossin voru illa á sig
komin, svo og eldri fylsugur. ... Lítið
folald lá bjarglaust á svelli, við reist-
um það við, eftir smástund var það
lagst aftur og hafði þá ekki þrótt til að
standa upp. Ég skipaði fóðureftirlits-
manni að lóga vesalingnum, enda var
það svo mergsogið að það hefði dáið
drottni sínum þá um nóttina."
Þá kom fram að nokkrir graðhestar
hafi verið í stóðinu. Hluti þeirra
hrossa sem lógað var voru siðgotung-
ar.
Þorkell Steinar gagnrýnir að dýra-
læknirinn hafi ekki tekið sýni úr
dauðu hrossunum. Hann fór sjálfur
með folaldsskrokk í rannsókn að
Keldum. Kom í ljós að salmonella
greindist í hræinu.
Fréttaljós
Jóhanna S. Sigþórsdóttir og
Haukur L. Hauksson
Uppnöguö jörö
Ársæll Jónsson forðagæslumaður
segir að jörðin Ármót hafl verið upp-
nöguð seinni part sumars og sé
þannig núna. Draga þurfi mikið úr
beit og hólfa landið niður svo það nái
að jafna sig. „Þetta hefði ekki fariö
svona ef Þorkell Steinar hefði brugð-
ist við eins og hann var beðinn um 1
haust. Þá hefði þurft að taka trippi og
kálfa inn á gjöf en taka hrossin strax
úr högum Ármóts og setja á betra
beitiland."
Þorkell Steinar var raunar með
tvær landspildur á leigu, eins og kom-
ið hefur fram. Hann hefur framvísað
vottorði frá Ólafi Dýrmundssyni land-
nýtingarráðunaut, sem tók út aðra
spilduna og mat hana í hæsta flokki.
En það segir ekki alla söguna. Forða-
gæslumaðurinn segir að farið hafi
verið með hrossin á leigulandið um
mánaðamótin október-nóvember, en
þá átti eigandinn að vera búinn að
taka þau af því samkvæmt leigusamn-
ingi. Þegar leið nær jólum gerði harð-
indakafla, þannig að jarðbönn urðu.
Þá voru hrossin á leigulandinu þar til
rétt fyrir fyrir jól.
Það vinnufólk sem hefur verið á
Ármótum ber Þorkeli Steinari mis-
jafnlega söguna. Birkir Tómasson,
Móeiðarhvoli, sem annaðist hrossin
veturinn 1997-1998, vottar að þá hafi
þeim verið gefnar að meðaltali 26
heyrúllur annan hvern dag, þannig að
fóðrun hafi verið í góðu lagi. Þórarinn
Geir Gunnarsson, sem var bústjóri á
Ármótum frá vori 1998 til 15. desem-
ber sama ár, gagnrýnir hirðuleysi og
slæman aöbúnaö á skepnum. Hann
segir að þá hafi verið búið að rifa upp
gamla steinbita í gólfi hluta fjóssins
til að betrumbæta þá. Hætt hafi verið
við framkvæmdina í miðjum klíðum,
þannig að 2-3ja metra gat hafi verið
ofan í haughúsið. Þar hafi farið niður
kálfar og stórt naut, sem verið hefði í
fjósinu, hefði gufað upp og aldrei
fundist. Þórarinn Geir segir að ein-
hverju sinni, er hann hafi verið að
taka mykju úr haughúsinu með
haugsugu, hafi orðið fyrir harður
köggull. Aðbúnaður á skepnum hefði
verið slæmur og hið sama hefði átt
við um aðbúnað vinnufólks. Vinnu-
álag hefði verið óhóflegt, þar sem að-
eins þrír einstaklingar hefðu verið til
að sjá um búið.
Kom, sá og kærði
Þórarinn Geir kvaðst hafa komið
að Ármótum sl. sumar. Eftir þá fór
hefði hann kært aðbúnaðinn, bæði til
dýralækna og lögreglunnar. Þá hefðu
verið a.m.k. 25-30 hundar í viðbygg-
ingu við íbúðarhúsið á öllum aldri,
tíkur á lóðaríi, hundar og nýgotnar
tíkur með hvolpa sína. Þess má geta
að Hundaræktarfélag íslands hefur
beðið sýslumannsembættið á Hvols-
velli að afla upplýsinga um umönnun
og aðbúnað hundanna á Ármótum.
Lýsingar héraðsdýralæknis á aðbún-
aði hundanna eru á þann veg að
nokkrir hvolpar hafi verið lokaðir
inni í litlum verkfæraskúr, „rúður
brotnar, gólfið elgur af hundaskít,
þvagi og vatni, niðurtætt rusl saman
við. Fnykur af öllu ólýsanlegur. Engin
fóðrunaraðstaða sást“. Fleiri hundar
voru í viðbyggingu við hús og gangi
íbúðarhúss.
Uppákomur hafa orðið að Ármótum
þar sem lögreglan hefur komið við
sögu. Ekki verða þau mál öll talin upp
hér, því um persónuleg og viðkvæm
mál er að ræða. En önnur voru af öðr-
um toga, t.a.m. þegar vinnukona hætti
störfum á bænum. Þá varð að kalla til
lögreglu vegna deilna um hver ætti
hvaða reiðtygi, Þorkell Steinar og
vinnukonan. Þá hefur lögregla þurft
að fara ófáar ferðimar að Ármótum
með stefnur og kærubréf. Eigandinn
kveðst hins vegar ekki hafa séð nein-
ar stefnur né kærur.
Þorkell Steinar hefur, að sögn, selt
talsvert af hrossum, einkum til Norð-
urlanda. Nú er staðan sú að um 200
hross eru á búinu og tæplega 100 naut-
gripir. Raunar standa vonir til að
hægt sé að selja nautgripina. Sá sem
hefur í hyggju að kaupa þá hirðir um
þá nú og fóðrar á eigin heyjum. Er
talið líklegt að kaupin nái fram að
ganga finnist ekki frekari salmonella
í búinu.
Tveir aðrir sjá um að fóðra hrossin,
annar gefur hrossum sem eru á húsi
en hinn gefur útigangshrossunum.
Loks fer tilsjónarmaður frá hreppnum
daglega að Ármótum til að líta eftir að
allar skepnur fái fóður. Ársæll Jóns-
son forðagæslumaður segir að hey
endist fram í aprílbyrjun sé miðað við
að eingöngu hross verði fóðruð á því.
Fóðrun hrossanna verður áfram und-
ir eftirliti, að sögn yfirdýralæknis.
Samband dýravemdunarfélaga hefur
einnig fylgst með þróun mála að Ár-
mótum frá því í febrúar 1999. Að sögn
Sigríðar Ásgeirsdóttur formanns gerir
sambandið kröfu til þess að eigandinn
verði sviptur leyfi til að halda skepn-
ur.
gHgglgg
Chiropractic tmlsudýnumar Svefnherbergishúsgögn
Heilsukoddar Htiföardýnur Rúmteppasett Hágœða
bónudkaiök Sœngur Scmgurver Inmpar Speglar
jAvík - akúj^
Listhúsinu Laugardal, sími 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 • www.svefnogheilsa.is