Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Síða 12
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 DV » útlönd Karlheinz Schreiber, maðurinn sem lét kristilega demókrata fá milljónir: Karlheinz Schreiber og eiginkona hans Barbara yfirgefa dómhús f Toronto í Kanada þar sem Schreiber hefur haldiö til undanfarna mánuöi. Þýskir sak- sóknarar vilja ræöa viö hann um fjármálasukk Helmuts Kohls og fleira. Miðlínur á malbikiö Schreiber fæddist í Hitlers-Þýska- landi fyrir 65 árum. Á sjötta ára- tugnum fór hann að viðra sig upp við stjórnmálamenn þegar hann reyndi að krækja sér í samninga um að mála hvítar miðlínur á vegi landsins. Fyrstu viðskiptin sem hann lagði hins vegar stund á voru kaup og sala á persneskum teppum. Schreiber er enginn nýgræöingur Helmut Kohl, fyrrum Þýskalandskanslari, er á leiö út úr þýskum stjórnmál- um með skömm. Hann neitar aö uppiýsa fjármálahneyksli sem hefur skekiö flokkinn hans, kristilega demókrata. Karlheinz Schreiber hefur engar áhyggjur. Maðurinn, sem hefur við- urkennt að hafa afhent útsendurum Helmuts Kohls, fyrrum Þýska- landskanslara, umslag fuOt af pen- ingum á veitingastað i Sviss segir að hið rétta muni koma í ljós áður en yfir lýkur. Hann sé ekki hugsuðurinn að baki pólitískrar spiOingar innan KristOega demókrataflokksins í Þýskalandi heldur fórnarlamb hennar. Fyrrum félagar hans hafi svikið hann, blaðamenn hafi rægt hann og óprúttnir stjórnmálamenn og saksóknarar hafi misnotað hann. KristUegi demókrataflokkurinn (CDU) hefur sokkið æ dýpra í fen fjármálasukks frá því Helmut Kohl viðurkenndi í síðasta mánuði að hafa tekið við tugum miUjóna króna í ólöglegum fjárframlögum til flokksins og komið þeim fyrir á leynireikningum sem hann stjóm- aði. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Kohl staðfastiega neitað að segja hverjir hafl látið hann hafa peningana. Skiptir þá engu þótt honum hafl verið hótað fangelsi og þótt hann hafi orðið að segja af sér embætti heiðursformanns kristi- legra. „Ég svík ekki gefin loforð," sagði hann í vikunni. Kohl ekki einn á báti „Það sem ég skU ekki er hvers vegna hann lét peningana ekki fyrst fara inn á opinbera reikninga og síðan inn á leynireikningana," sagði Schreiber um Kohl í viðtali við bandaríska blaðið New York Times á dögunum. Schreiber er nú í Kanada og berst þar gegn framsals- kröfu þýskra saksóknara. En Kohl er ekki eini háttsetti kristUegi demókratinn sem hefur tekið við ólöglegum fjárframlögum. Eftirmaður hans í embætti for- manns CDU, Wolfgang Schauble, hefur einnig viðurkennt að hafa móttekiö háar fjárhæðir sem ekki var gerð grein fyrir. Þá viðurkenndi fyrrum innanríkisráðherra í stjóm Kohls, Manfred Kanther, fyrir síð- ustu helgi að flokksdeUdin í Hessen, þar sem hann var í forystu, hefði á níunda áratugnum sukkað með miklar fjárhæðir mUli reikninga í Sviss og Þýskalandi. Kanther sagði af sér þingmennsku í kjölfarið en Scháuble situr sem fastast, að beiðni yfirstjómar flokksins, þeirr- ar sömu og þvingaði Kohl úr emb- ætti heiðursformannsins síðastiið- inn þriðjudag. Peningar til barna Strauss Rannsókn á meintum skattsvik- um Karlheinz Schreibers vakti skyndilega mikla athygli á síðasta Karlheinz Schreiber. ári þegar rannsóknarmenn rákust á nafnið Strauss í skjölum hans. Schreiber, sem er vopnasali og kaupsýslumaður, á að hafa látið há- ar fjárhæðir renna tU Max Franz og Moniku Strauss, barna Franz Josefs Strauss, forsætisráðherra Bæjara- lands og einhvers áhrifamesta stjómmálamanns Þýskalands, sem lést árið 1988. Monika Strauss gegn- ir í dag embætti kennslumálaráð- herra Bæjaralands. Ákæruvaldið í Augsburg hafði rannsakað skattamál Schreibers í fjögur ár. Hann var grunaður um að hafa skotið sem svarar tæpum hálf- um öðrum miUjarði íslenskra króna undan skatti, peningum sem hann fékk í umboðslaun fyrir sölu á Air- bus flugvélum, þyrlum og stríðs- vögnum. Peningarnir sem fóru tU Strauss bamanna, að minnsta kosti til Max, eru sagðir hafa komið úr þeim potti. Schreiber hafði á sínum tíma náið samband við Franz Josef Strauss. Ekki óhultur í Sviss Schreiber er grunaður um að hafa borið fé á stjómmálamenn, embættismenn og forstjóra og að hafa greitt mútufé tU að tryggja að viðskiptin sem hann átti í gengju snurðulaust fyrir sig. Schreiber þóttist óhultur heima hjá sér í Sviss þangað sem hann hafði flutt frá bænum Kaufering skammt frá Augsburg. Svissnesk stjómvöld framselja jú ekki þá sem eru ákærðir fyrir skattsvik. Þýski ríkissaksóknarinn Reinhard Nem- etz fékk hins vegar útgefna nýja handtökuskipun vegna mútu- greiðslna. Það var í maí á síðasta ári. Schreiber sá því sæng sína upp reidda og hafði sig þegar í stað á brott og hélt tU Kanada. Þar hafði hann áður stundað margvlsleg við- skipti, meðal annars fyrir Thyssen- samsteypuna. í septemberbyrjun var Schreiber handtekinn og stungið í steininn í Kanada. Hann var þó fljótiega lát- inn laus aftur gegn tryggingu. Kanadísk stjómvöld hafa til þessa ekki vUjað framselja hann tU Þýska- lands en hann hefur aftur á móti verið yfirheyrður um skattamálin. í pólitískum hneykslismálum hand- an Atlantshafsins. Ekki löngu eftir að Schreiber stofnaði útibú frá þýsku verktakafyrirtæki sínu í Kanada var hann sakaður um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar frá stjórnmálamanni sem sat í stjóm fyrirtækisins til að græða vel á fasteignamarkaðinum í Alberta á áttunda áratugnum. Málið var rann- sakað og Schreiber var hreinsaður af öUum áburði. Peningarnir fundust ekki Schreiber komst aftur í sviðsljós- ið fyrir fimm árum í Kanada þegar hann var ásakaður um að hafa greitt miUjónir doUara tU Brians Mulroneys, fyrrum forsætisráð- herra, fyrir aðstoð við að selja kanadíska Uugfélaginu Air Canada Airbus farþegaþotur á níunda ára- tugnum. Ásakanimar komu fram í leynUegri beiðni kanadisku riddara- lögreglunnar tU svissneskra yfir- valda um upplýsingar um leynileg- an bankareikning sem gmnur lék á að stofnaður hefði verið fyrir Mul- roney. Peningamir fundust aldrei og kanadíska ríkisstjórnin neyddist til að biðja Mulroney afsökunar og greiða svimandi háa reikninga frá lögmönnum hans. Það þykir til marks um hæfileika Schreibers að atia sér vina í áhrifa- stöðum að tveir fyrrum ráðherrar í stjórn Kanada lögðu tU mestan hluta þess fjár sem þurfti tU að fá hann leystan úr haldi gegn trygg- ingu í september síðastiiðnum. „Undir niðri er Karlheinz heiðar- legur og ærlegur maður,“ segir El- mer MacKay sem átti sæti í stjóm Mulroneys. Kanadíska riddaralögreglan hafði reitt sig á dagbækur og önnur gögn sem gerð voru upp- tæk á heimili Schreibers og skrifstofu í Bæj- aralandi árið 1995. Þá byggði kanadíska lög- reglan og ásakanir sínar á fram- burði svissneska endurskoðandans Georgios Pelossis, fyrrum viðskipta- félaga Schreibers. Upp á vinskap þeirra slettist árið 1991. Pelossi hafði greint þýskum sak- sóknurum frá því að Schreiber hefði þegið og þrjá og hálfan mitij- arð króna í umboðslaun frá Airbus flugvélaverksmiðjunum og tveimur þýskum hergagnafyrirtækjum. Að sögn Pelossis fóru peningamir í gegn um gervifyrirtæki með aðsetur í dvergríkinu Liechtenstein. Wolfgang Schauble, leiðtogi kristi- legra demókrata, hefur einnig tekiö við fé fyrir flokkinn frá Schreiber. Pólitískur leikur „Ég er viss um að hann borgaði eitthvað," segir Pelossi og á þar við mútugreiðslur tU kanadískra eða þýskra embættismanna. „Alger fásinna," segir Schreiber sjálfur um ásakanimar. „Þetta er pólitiskur leikur.“ í síðustu viku lét hann að því liggja í viðtali við þýska sjónvarps- stöð að ýmislegt fleira misjafnt ætti eftir að koma upp á yfirborðið og að það myndi aðeins verða tU þess að skaða Þýskaland. Aðrir flokkar hafa einnig þegið gjafir af Schreiber, þótt í minni mæli sé, jafnaðarmanna- flokkur Gerhards Schröders kanslara og þó einkum CSU, systurflokkur kristUegra demókrata í Bæj- aralandi, flokkur áðurnefnds Franz Josefs Strauss. Schreiber vísar því alfarið á bug að hann hafi mútað nokkrum manni. Þá segir hann að miUjónimar þrjá- tíu, og rúmlega það, sem hann greiddi tU kristUegra demókrata séu ekki frá honum einum komnar heldur einnig frá hópi vina hans og viðskiptafélaga sem vUja ekki að nöfn þeirra verði gerð opinber. „Það varð að eins konar hefð að maður gerði ekki grein fyrir pen- ingunum sem maður gaf þeim,“ seg- ir Karlheinz Schreiber. Byggt á Washington Post, Jyllands-Posten, New York Times og Reuter Erlent imF' sBr f Fórnarlamb pólitískrar spillingar í Þýskalandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.