Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 DV
TKV
*£W i
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111, 105
RV(K, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Það geríst ekki hér
Fáir hefðu trúað fullyrðingum fyrir þremur mánuðum
um, að landsfaðir Þýzkalands í sextán ár, 1982-1998, per-
sónugervingur trausts manna á þýzka markinu og þýzku
efnahagslífi, sjálfur Helmut Kohl, væri sekur um athæfi,
sem getur kostað hann fimm ára fangelsi.
Nú er svo komið, að annan hvem dag birtast nýjar
upplýsingar um stórfellt fjármálamisferli Kohls og helztu
samstarfsmanna hans á sextán ára valdatíma. Þær snú-
ast um mútur og þakkargreiðslur vopnasala og stóriðju-
manna til frammámanna kristilegra demókrata.
Wolfgang Hullen, formaður fjármálanefndar þing-
flokksins, hefur framið sjálfsvíg. Manfred Kanther, fyrr-
um innanríkisráðherra, hefur sagt af sér þingmennsku.
Wolfgang Scháuble, arftaki Kohls sem formaður flokks-
ins, hefur beðizt afsökunar í þýzka þinginu.
Þingið hóf í fyrradag umfangsmikla rannsókn á pen-
ingaþvotti, leynisjóðum og mútugreiðslum á vegum
kristilegra demókrata. Búizt er við, að rannsóknin taki
allt að tveimur árum. Áður var hafin venjuleg lögreglu-
rannsókn á trúnaðarbresti Helmuts Kohl.
Lítill vafi er á, að sextán ára ríkisstjórn Helmuts Kohl
var til sölu. Vopnasalar á borð við Karlheinz Schreiber
og stóriðjuhringir á borð við Elf-Aquitaine gátu keypt
þjónustu hennar með peningum, sem notaðir voru til að
halda úti starfi flokks kristilegra demókrata.
Talin er hætta á, að fyrir flokki kristilegra demókrata
í Þýzkalandi fari eins og samnefndum flokki á Ítalíu, sem
leystist upp í frumeindir og hvarf, þegar saksóknarar
ríkisins fóru að beina spjótum sínum að spillingu hans
og samböndum við hættulegustu glæpaöfl landsins.
Mál Helmuts Kohl hefur verið að vinda upp á sig í tvo
mánuði. Það hefur orðið landi og þjóð að tímabundnum
álitshnekki, en mun til lengdar sýna fram á, að stjórn-
kerfi landsins malar örugglega, þótt það mali hægt. Þjóð-
verjar hafa burði til að moka sinn pólitíska flór.
Svipaðar hundahreinsanir hafa átt sér stað víða um
Vestur-Evrópu. Öllum er kunnur uppskurðurinn á
ítölskum stjórnmálum og fall valdamikilla stjórnmála-
manna á Spáni og í Belgíu, þar sem fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins hrundi.
Mikilsverðasta dæmið um opnun leyndardóma evr-
ópskra stjórnmála var afsögn allra ráðherra Evrópusam-
bandsins á síðasta ári vegna misferlis með peninga, ann-
arra afglapa og aðgæzluleysis í starfi. Vestrænt lýðræði
sigrast smám saman á misnotkun pólitísks valds.
Allar hljóta þetta að vera undarlegar fréttir norður í
bananalýðveldinu íslandi, þar sem ekki eru einu sinni
lög á borð við þau, sem Helmut Kohl braut og stökktu
Bettino Craxi úr landi. Hér segja menn bara eins og Kohl
„treystið mér“ og komast léttilega upp með það.
Óhætt mun vera að fullyrða, að atburðir á borð við þá,
sem hafa verið að gerast í Þýzkalandi, munu ekki gerast
á íslandi í náinni framtíð, ekki af því að íslenzkir stjórn-
málamenn taki Helmut Kohl fram að siðgæði, heldur af
því að lýðræðislegt aðhald virkar ekki hér á landi.
Hér komast fjármálastjórar stórfyrirtækja upp með yf-
irlýsingar um lítinn og engan stuðning þeirra við stjóm-
málaflokka án þess að nokkur tilraun sé gerð til að prófa
innra sannleiksgildi þeirra eða hvort verið sé að snúa út
úr sannleikanum með orðalagi um formsatriði.
Hér á landi er ekki til neitt opinbert ferli til að rann-
saka, hvort innlend og erlend stórfyrirtæki geti keypt sér
pólitíska hlýju, einkaleyfi og sértækar fyrirgreiðslur.
Jónas Kristjánsson
Pólitísk ímynd
Ekkert hefur breytt þeim forsendum, sem flestir hafa
gengið út frá síðasta árið: að repúblikaninn George W.
Bush, ríkisstjóri í Texas, og demókratinn A1 Gore vara-
forseti bítist um forsetaembættið í Bandaríkjunum í
nóvember. Kosningabaráttan er nú að hefjast fyrir al-
vöru með forkosningum í Iowa og New Hamshire. Full-
yrða má að Bush sé eini frambjóðandi repúblikana sem
eigi góða möguleika á sigri í forsetakosningunum. Efa-
semdir hafa vissulega komið fram um hæfileika hans til
að gegna forsetembættinu, enda hefur hann sýnt þekk-
ingarskort í ýmsum málum. En öldungadeildarþingmað-
urinn John McCain, sem hefur næstmest fylgi meðal
repúblikana, er of sjálfstæður og óútreiknanlegur til að
hljóta brautargengi „flokkseigendafélagsins" og lykil-
stuðningshópa. Eina von hans er sú
að hugsanlegur sigur í New Hamps-
hire hafi keðjuverkanir í för með sér
í öðrum forkosningnum. Aðrir fram-
bjóðendur, eins og Alan Keyes, Steve
Forbes, Gary Bauer, Pat Buchanan og
Orrin Hatch, eru of langt til hægri til
að geta hreppt útnefningu
Repúblikanaflokksins.
Staða varaforsetans
Fyrir nokkrum mánuðum leit út
fyrir að Bill Bradley, fyrrverandi öld-
ungadeildarþingmaður frá New Jers-
ey, gæti jafnvel gert út um drauma A1
Gores um að verða forsetaefni
demókrata. En varaforsetinn náði að
snúa vörn í sókn og er nú með mikið
forskot á Bradley á landsvísu. Haim
hefur tryggt sér stuðning helstu
áhrifamanna í Demókrataflokknum
auk þess sem hann reiðir sig á mjög
öfluga kosningavél. Það sem gerir
stöðu Gores svo sterka er að hann hefur þrjá mikilvæga
kjósendahópa á bak við sig: félaga í verkalýðsfélögum,
svertingja og demókrata í Suðurríkjunum. I Suðurríkj-
unum er Bradley talinn of mikill vinstri demókrati og of
nátengdur valdahópum sem kenndir eru við norðaustur-
strönd Bandaríkjanna. Hann hefur auk þess ekkert að-
dráttarafl meðal svertingja: Þeir líta á Gore sem sam-
verkamann Clintons og það er tákn um styrkleika í
þeim herbúðum. Enginn forseti frá dögum Lyndons B.
Johnsons á 7. áratugnum hefur notið eins mikilla vin-
sælda meðal svartra og
Clinton. Stuðningur við
Bradley er bundinn við
norðausturströnd Banda-
ríkjanna, einkum þrjá
ólíka hópa: vinstri
demókrata, hátekjufólk úr
flokki demókrata og
óflokksbundna kjósendur.
Það er til marks um veik-
leika Bradleys að Gore
komst upp með að grafa
undan honum frá vinstri
þegar hann virtist vera
farinn að ógna stöðu vara-
forsetans fyrr í vetur.
Gore rifjaði upp að
Bradley hefði greitt at-
kvæði með skattalækkun-
um Ronalds Reagans
Bandaríkjaforseta í upp-
hafl 9. áratugarins. Reynd-
ar studdi Gore sjálfur til-
lögu repúblikana um að
breyta stjómarskránni á
þann veg að þinginu yrði
meinað að afreiða fjárlög
með halla. Ef sú tillaga
hefði náð fram að ganga
árið 1986 hefði það án efa
komið harðar niður á fé-
lagslega kerfinu en niður-
skurður Reagans. En
Erlend tíðindi
Valur Ingimundarson
Bradley ákvað að leiða hjá sér árásir Gores á þeim for-
sendum að þær væru ekki málefnalegar. Það er góðra
gjalda vert að berjast gegn spillingu í Washington, segj-
ast vilja endurskilgreina stjórnmálabaráttuna með því
að einblína á stóru málin eins og almenna aðild að heil-
brigðisþjónustunni og draga úr áhrifum sérhagsmuna
með breytingum á fjármögnun kosninga. En það þarf að
bíta frá sér þegar út í slaginn er komið og Bradley hef-
ur fallið á því prófi. Um 16% Bandaríkjamanna hafa
enga sjúkratryggingu. Það hefur lengi verið baráttumál
demókrata að bæta úr því, eins og árangurslaus tilraun
Clintons á fyrra kjörtimabili sinu bar vitni um. Þegar
Bradley gerði aukið aðgengi að heilbrigðiskerfinu að
einu helsta aðalstefnumáli sínu hefði hann getað notað
sér það til framdráttar í kosningabar-
áttunni. En tillögur hans voru of flókn-
ar og vanhugsaðar tæknilega. Þetta
vopn hefur því snúist í höndunum á
Bradley með þeim afleiðingum að
staða hans hefur veikst til muna.
Inn á miðjuna
Þótt Gore standi nú með pálmann i
höndunum er alls ekki víst að aðferðir
hans i baráttunni við Bradley komi sér
vel í forsetakosningunum. Hann hefur
lagt áherslu á að virkja grasrótina í
Demókrataflokknum sem er lengra til
vinstri en hinn almenni kjósandi. Það
þýðir að hann verður að endurskapa
ímynd sína í sjálfri kosningabarátt-
unni til að laða að sér miðjufylgi. En
það kann vel að vera að hann hafi þeg-
ar fælt frá þá kjósendur sem eru á
miðjunni eða hægra megin við hana
en hvorki bundnir repúblikönum né
demókrötum. Þetta varð tveimur fyrr-
verandi frambjóðendum flokksins, þeim Walter Mondale
og Michael Dukakis, að falli í kosningunum árið 1984 og
1988. Hér er um að ræða kjósendur sem kenndir eru við
„Reagan-demókrata" vegna stuðnings þeirra við Reagan
í forsetakosningunum 1984. Þeir sneru ekki til fylgis við
demókrata fyrr en Clinton bauð sig fram. Stóra spurn-
ingin er því sú hvort Gore nái að halda í „Reagan-
demókrata" eða hvort þeir hverfi aftur í faðm repúblik-
ana. Úrslit forsetakosninganna munu ráðast af þvi.
I næstu viku hefjast forkosningar bandarísku flokkanna fyrir forsetakosningarnar
i nóvember. Al Gore varaforseti hefur styrkt stöðu sína undanfariö meðal
demókrata í baráttunni við Bill Bradley, fyrrverandi öldungadeildarþingmann. Hins
vegar getur honum reynst erfitt aö endurskapa pólitíska ímynd sína sem miöju-
manns f sjáifri kosningabaráttunni ef hann verður frambjóöandi demókrata.
skoðanir annarra
Kreppa Kohls og CDU
„Það finnst áreiðanlega spilling í Þýskalandi og eng-
inn skyldi sverja fyrir að eitthvað tilsvarandi gæti ekki
einhvem tima gerst í Danmörku. Viö kjósum að veita
því einkum athygli að í tilviki Kohls uppgötvaðist spill-
ingin og pólitískar afleiðingar hennar hafa síðan verið
um það bil óvefengjanlegar. Burtséð frá því hvaða
flokki maður tilheyrir er erfitt að finna til annars en
sorgar frammi fyrir að því er virðist óendanlegri
kreppu þýska borgaraflokksins CDU og fyrrum leiðtoga
hans, Helmuts Kohls. Kohl var í forystu fyrir samein-
uöu Þýskalandi og hann, meira en nokkur annar, gerði
Þýskaland að mikilvægum þætti i uppbyggingu nútíma-
legs ESB.“ Úr forystugrein Aktuelt 20. janúar.
Laumuspil með launin
„Áður en við áfellumst franska atvinnurekendur
fyrir laumuspil sitt vegna launanna sem þeir fá frá
fýrirtækjunum sem þeir stjóma, verðum viö að
muna eftir þvi að ekki eru nema fáeinig dagar síðan
við fréttum aö sama leynd væri viðhöfð í sjálfu fjár-
málaráðuneytinu. í raun er þama um að ræða sömu
frönsku siðvenjuna, sambland fyrirlitningar og tor-
tryggni í garð almenningsálitsins sem háaðallinn í
bæði opinbera og einkageiranum deila.“
Úr forystugrein Libération 21. janúar.
Kúgun í Malasíu
„Forsætisráðherra Malasíu, sem lét fangelsa að-
stoðarráðherra sinn sökum umdeildrar sakargiftar
og tryggði síðan endurkjör stjómarflokks síns með
því að beita fyrir sig jafn umdeildum lögum og að-
ferðum, eflir nú andlýðræðislega herferð sína. I síð-
ustu viku dró stjórn hans fyrir rétt ritstjóra stjóm-
arandstöðublaðs, lögmann aðstoöarforsætisráðherr-
ans, sem situr inni, og ýmsa aðra stjómarandstöðu-
leiðtoga. Þeir voru ákærðir fyrir ýmiss konar upp-
reisnaráróður, það er að segja fyrir að hafa gefið yf-
irlýsingar sem Mahathir bin Mohama forsætisráð-
herra féll ekki í geð.“
Úr foi'ystugrein Washington Post 18. janúar.