Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 T*>V theygarðshornið Þegar maður horfir á nýju Lottóauglýsinguna líður manni eins og urmuU af geitungum í feiknarlega góðu skapi sé á sveimi oní andlitinu á manni. Allar aug- lýsingar eru áreiti í þeim skiln- ingi að heilabúinu berast úr þeim margvísleg og misjafnlega lúmsk boð: vertu glaður, vertu örugg, vertu hungraður, vertu óviss, vertu viss. Auglýsingar eru boð- háttur samfélagsins - geyma þau boð og bönn sem kirkjan hafði með höndum þegar samfélagið var kristið. Þær kitla mann á ýmsum stöðum. Nýja Lottóauglýsingin er hins vegar eitthvað annað en venjulegt áreiti: hún er áreitni. Hún er svo ágeng. Hún er svo há- vær. Hún er svo óþægileg. Hún er svo vitfírringsleg. * * * Auglýsingar eru huggun. Þær geyma fegraðar myndir af lífsmáta okkar; þar er hann eins og hann ætti að vera og ýmsir ósiðir eru þar réttlættir. Kókþamb jafngildir lífsgleði og heilbrigði, þó það í raun hafi eyðilagt glerung í tönn- um hellar kynslóðar. Hámark ein- semdarinnar hlýtur að vera þegar maður rolast einn yfir þeirri sorg- legu eftirlíkingu af mat sem sett er úr pakka í örbylgjuofn en auglýs- ingarnar um sjálfstæða íslendinga hafa gert þessa kraftbirtingu nær- ingarleysisins sem pakkamaturinn er beinlínis eftirsóknarverða - og sé til vitnis um velgengni í starfi og viðburðaríkt einkalíf. Gegndar- laus bílakaup landsmanna vitna ekki um bruðl heldur er bíllinn eins og vinalegt húsdýr. ímyndir eru dúkkulísur sjálfs- ins. Þetta eru nokkurs konar til- sniðin spariföt sem við getum mát- að við okkur. Og auglýsingamar eru vettvangurinn fyrir imyndir samfélagsins. Þar eru allir til fyrir- myndar: fjölskyldurnar eru ósplundraðar og meira að segja tengslin virk við afa og ömmur. Þar á fólk sér drauma sem rætast. Þar stritar enginn nema afreksfólk i íþróttum - allt er í blíðlegri sátt. Eiginlega er í auglýsingunum hálf- gert Himnaríki. Það er ekki tilviljun að sjón- varpið sé eins og nokkurs konar altari á flestum heimilum; rétt eins og indverskir hindúar fremja daglega messugjörð í híbýlum sín- um sjálflr þá notum við auglýsing- arnar til að tigna okkar Guð. Aug- lýsingar eru messur okkar daga. Að horfa á auglýsingar er nokkurs konar altarisganga; eftir stríðan og erfiðan fréttatíma sækjum við i auglýsingarnar á ný jafnvægi hug- ans sem kunnuglegt ritúalið veitir okkur og þá eftirsóknarverðu kennd að líf okkar hafl merkingu, tilgang, rími við eitthvað. Því að ef Markaðurinn er þríeinn Guð okk- ar daga (Markaðurinn/ Hagvöxt- urinn/Neyslan) þá eru auglýsinga- frömuðimir prestarnir og Gunnar Þórðarson gegnir hlutverki Johans Sebastians Bach í að búa til kan- tötumar með gítargutlinu sem alltaf ómar á bak við og Björgvin Halldórsson er í hlutverki Guð- spjallamannsins í tilfinninga- þrungnu ákalli sínu til pakkamat- arins. í þessu indæla sálarnuddi sem auglýsingatíminn alla jafnan er kemur nýja Lottóauglýsingin eins og pönkhljómsveit í kirkju. Hún er guðlast. Yfirleitt er fjölskyldan sýnd í auglýsingunum sem kjöl- festan í lífi okkar, þar er röð og reglusemi og ró og friður og ást - pabbinn kann að vera svolítill ær- ingi þegar það á við og stundum er brugðið á léttan en þó fágaðan leik yfir seríóspökkunum en samt sem áður er hóf á öllu og sprellið jafn- vel haft svolítið þvingað, eins og á við, glaðværðin tempruð á ein- hverja viðsættanlega úthverfavísu. Éinhver ábyrgðartilfmning liggur í loftinu, skynsemi, en umfram allt titrar allt af gagnkvæmum kær- leika sem sýndur er með ástúðleg- um augnatillitinum. Nýja Lottó- auglýsingin er póstmódernískt dár um allar þessar væmnu auglýsing- ar. Þar er ekki glaðværð heldur tryllingur. Þetta er skrípamynd af ímynd fjölskyld- unnar. Dóttir min sem er á þeim aldri að vilja alltaf vera einhver í öllum myndum sem hún sér sagðist í þessari auglýs- ingu vilja vera hundurinn. Það var ekki skrýtið - hann er sá eini þarna sem ekki er eins og hann hafl verið að úða í sig amfetamíni. Myndatakan öll minnir á atriði í bíómyndum sem eiga að lýsa Guðmundur Andri Thorsson martröð - fólkið kemur alveg ofan í gleiða myndavélina með ískyggi- legum glennum og stjörfu augna- ráði. Þama er græðgin ekki göfguð eins og í gömlu auglýsingunum þar sem þjóðþekkt fólk - fyrir- myndir okkar, dúkkulísur sjálfsins - sagð- ist spila með: hér er græðgin sýnd. Hér er sýnt hvernig fer fyrir því vesalings fólki sem verður fyr- ir því óláni að vinna lottó- vinning: það ærist. Þetta gerir nýju Lottóaug- lýsinguna svo ískyggilega. Hún er spádómur um að draumurinn um góðærið sé að snúast upp í martröð. Og að okkar bíði einhver hryllingur. Hámark einsemdarinnar hlýtur að vera þegar maður rolast einn yfir þeirri sorg- legu eftirlíkingu af mat sem sett er úr pakka í örbylgju- ofn en auglýsingarnar um sjálfstœöa Islendinga hafa gert þessa kraftbirtingu nœr- ingarleysisins sem pakkamat- urinn er beinlínis eftirsókn- arverða - og sé til vitnis um velgengni í starfi og við- burðaríkt einkalíf dagur í lífí Börn, skáld, blaðamenn og náttúran r -Arni Finnsson lýsir einum degi í lífi sínu Árni Finnsson er í forsvari fyrir Náttúruverndarsamtök íslands sem meðal annars standa í málaferlum við ríkið vegna Fljótsdalsvirkjunar. Líkt og aðrir dagar hófst þessi með samningum við dóttur mína, Karitas Sumati, um hvort ekki sé kominn tími til að vakna, hvaða fót sé nú heppilegt að fara í i dag o.s.frv. Galli og kuldastígvél eru hins vegar ekki samningsatriði. Síðan fara mæðgurnar af stað. Ég sit eftir með Moggann og morgunfrétt- irnar. Gróðurhúsaáhrifin gera vart við sig Veðrið býður upp á gönguferð vestan úr bæ upp í Þverholt þar sem skrifstofa Náttúruverndar- samtaka íslands er til húsa. Það er eiginlega of heitt til að labba þetta í vetrarbúningi líkt og tímaskynið segir til um. Veður- far hefur verið undarlegt að undanfómu með hitametum og miklum veðurofsa bæði hér á landi og erlendis. Ofsaveður í Frakklandi á dögunum knúði frönsku ríkisstjórnina til að grípa til óvæntra og róttækra ráðstafana til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og danski umhverfisráðherrann hefur varað við óvæntum veðra- fyrirbrigðum af völdum gróðurhúsa- áhrifa enda dundi ofsaveður á Dön- um í desember. Hættulegustu aíleiðingar gróður- húsaáhrifa á norðlægum breidd- argráðum ku ekki vera hitamet á Dalatanga eða annars staðar heldur ofsaveður sem valda stórfelldu tjóni. Á 5. þingi Rammasamnings S.Þ. um loftslagsbreytingar, sem haldið var í Bonn í nóvember, var minnst hund- mða fórnarlamba fellibyls sem gekk yfir Indland í haust með einnar mín- útu þögn. Fátækustu þjóðir heims verða verst úti þegar loftslagsbreyt- ingar segja til sín. Barnauppeldi í stað náttúrufræði Ég kem við á Náttúrufræðistofn- un til að spjalla við Kristin Hauk. Hann þekkir manna gerst náttúru- verndarmál á íslandi í nútíð og þá- tíð. Ég þarf sífellt að fylla i eyðurnar til að skilja forsendur atburða líð- andi stundar enda bjó ég mörg ár er- lendis. í dag ræddum við þó mest um barnauppeldi og leikskóla. Þegar á skrifstofuna er komið er mitt fyrsta verk að gá að nýjum pósti. Náttúruverndarsamtök ís- lands era aðili að alþjóðlegum regn- hlífarsamtökum sem vinna að því að eíla Rammasamninginn um lofts- lagsbreytingar og hvern dag er að finna nýjar upplýsingar á net- inu um þetta stærsta umhverf- ismál samtímans. Svo er það mál mála - Fljótsdalsvirkjun. Baráttan gegn Fljótsdalsvirkjun Hilmar Malmquist, félagi minn í náttúruverndarbarátt- unni, hringdi til að segja mér að hann hefði lokið við að þýða gagnrýni Náttúruvemd- arsamtaka íslands á skýrslu Landsvirkjunar um umhverf- isáhrif Fljótsdalsvirkjunar. Skjalið lengist við hverja yfir- ferð hjá Hilmari og nú fæ ég tækifæri til að fara yfir enska textann áður en við sendum það til ráðgjafa Norsk Hydro sem ráðinn var til að yfirfara skýrslu Landsvirkjunar. „Hilmar er svo skemmtilega gagnrýninn í hugsun," eins og Karl Skímisson dýrafræðing- ur sagði eitt sinn við mig. Barátta fyrir verndun um- hverfisins felst fyrst og fremst í að dreifa upplýsingum; að ná athygli almennings og stjóm- enda; að vekja fólk til umhugs- unar. í þessu felst sterk mark- aðshyggja enda er markaður safn- heiti fyrir fólk sem sífellt er að velja í samræmi við bestu fáanlegu upp- lýsingar. Þess vegna eru fjölmiðlar mikilvægir og netið er fjölmiðill sem verður æ mikilvægari. Upp úr Framsóknarbókinni Helsta frétt dagsins er stjórnsýslu- kæra Hrauns ehf. vegna úrskurðar Skipulagsstjóra ríkisins þess efnis að fram skuli fara frekara mat á um- hverfisáhrifum 480 þúsund tonna ál- vers. í mig hringdi Birgir Sigurðs- son rithöfundur og spurði umsvifa- laust hvort ekki mætti ganga út frá því sem vísu að umhverfisráðherra hefði þegar veitt álversmönnum vil- yrði fyrir því að úrskurða að hefja megi framkvæmdir við 120 þúsund tonna álver á Reyðarfirði? „Það væri eftir framsóknarbókinni," bætti skáldið við. Ég hreyfi engum and- mælum enda eru flestir á því að um- hverfisráðherrann muni hafna nið- urstöðu Skipulagsstjóra og uppfylla óskir álversmanna. Fram undan er Náttúruverndar- þing og fleiri stór mál. Frá því síð- asta þing var haldið í janúar 1997 hafa umhverfismál færst nær þunga- miðju stjórnmálaumræðunnar. BBC og börnin Svo hringir í mig blaðamaður frá BBC. Áhugi alþjóðlegra fjölmiðla á deilunni vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda við Eyjabakka fer vaxandi. Þessi blaðamaður vildi komast í samband við Pál Steingrímsson þar eð hann hafði séð myndband sem Páll hefur gert um líf á Eyjabökkum. Ég næ í Karitas á leikskólann. Eins og oft áður bíður mín ný teikn- ing og málverk eftir hana til að skoða enda er myndmennt í háveg- um höfö í hennar leikskóla. Karitas segir mér frá gangi mála á leið heim. Ég mundi eftir að hlusta á Egil Helgason kl. hálfsex á Rás 2. Hann er „infotainer” af Guðs náð en það hugtak þori ég ekki að þýða á ís- lensku. Hrafnhildur, kona min, kemur úr vinnu klukkan átta og þá fer ég aft- ur í vinnuna til að klára ýmis mál sem bíða úrlausnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.