Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 TIV fjölskyldumál Vítamín fyrir ástina „Hvað eigum við að gera til að bæta sambandið heima? „ spurðu hjón mig um daginn sem fannst þau vera orðin leiðanum að bráð. Við þessu er auðvitað ekkert eitt svar til því við erum öll svo mis- munandi. En mig langar til að benda þeim og öðrum á nokkrar leiðir til að „vítamínbæta" sam- bandið, leiðir sem þið getið skoðað yfir morgunkaffinu. Kannski eru þær eitthvað fyrir ykkur. Hver veit? Húmor: Það er erfitt að elska þann sem ekki er hægt að hlæja með. Húmorinn er stór og mikil- vægur hluti af sameiginlegri til- veru okkar. Tökum ekki hvort ann- að of alvarlega og hátíðlega . Sjáum til þess aö húmorinn og leikurinn fái næringu til þess að vaxa og dafna. Snerting: Að snerta hvort annað mikið og oft styrkir sambandið. Það er hægt að gefa af sér margar hlýjar tilfinningar og mikla vænt- umþykju með því að strjúka hvort öðru, taka utan um hvort annað og sýna hvort öðru blíðu án þess að markmiðiö sé alltaf kynlíf. Þannig opnast farvegur fyrir þær sterku tilfinningar sem líkaminn býr yfir. Snerting er þögul samskipti, hljóð en hlý rödd er lendir ekki í þeim gildrum sem orðin geta leitt okkur i. Nú er það oft þannig að hlýjan og innileikinn í snertingunni á það á hættu aö hverfa eftir því sem árin líða í sambandinu. Sumir strjúka maka sínum á sama hátt eins og maður strýkur hundinum sínum. Með því að ákveða t.d. að upplifa maka sinn upp á nýtt í gegnum snertingu fingurgómanna einna er hægt að opna fyrir nýjar leiðir og endurnýjað samfélag. *** „Augun mín og augun þín“. Hjón sem eiga í baráttu forðast oft að horfa hvort í augu annars. Þau hafa hvorki kjark né mátt til að mæta augnatilliti maka síns. En þaö er líka hægt aö nota augna- tillitið á jákvæðan hátt! Hvemig væri til dæmis að búa til nýjan flöt á ástarlífinu með því að segja ekk- ert en taka utan um hvort annað og horfa bara á hvort annað? Takið þið bara eftir nýástfóngnu pörun- um næst þegar þið farið út, t.d. að borða á veitingahúsi. Tilfmning- amar flæða fram og aftur á milli augnanna, í þögninni. Og þetta er list sem allir aldurshópar eiga sam- eiginlega! Samtal: Þögnin getur bæði verið jákvæð og neikvæð. Það er sameig- inlegt einkenni hjá flestum pörum sem hafa lent í gildru vanans og leiðans að þau segja: „Við erum hætt að tala saman.“ Það er stað- reynd að par sem viðheldur ástinni talar mikið saman. Samtalið er fyr- ir sambúðina eins og blóðið fyrir líkamann. Án samtals getur sam- búðin ekki lifað af, eins og líkam- inn lifir ekki án blóðsins. *** Kynlíf: Gott kynlíf er homsteinn- inn í hverju sambandi. Kynlífið getur viðhaldið sambandinu þó að margt annað bregðist. Og á sama hátt getur gott samband lent í erf- iðleikum ef kynlífið dofnar. Það eru líka margir sem nota rúmið til að gera út um málin, svona rétt fyr- ir svefninn. Afleiðingin verður sú að kynlífinu hrakar, vandamálin leysast ekki og andvökunætur auka á erfiðleikana í sambúðinni. Því ættu pör að reyna að sættast fyrir nóttina í stað þess að breyta Þórhallur Heimisson hjónarúminu í dómsal. Gjafir: Að gefa hvort öðru litlar og stórar gjafir er ein aðferðin sem nota má til að sýna að maður taki eftir og sé að hugsa til maka síns. Gjafir gefnar með jákvæðu hugar- fari, sem tákn ástar og umhyggju, styrkja sambandið og efla, sama hversu árin verða mörg. Það er hœgt að gefa af sér margar hlýjar tilfinningar og mikla vœntumþykju með því að strjúka hvort öðru, taka utan um hvort annað og sýna hvort öðru blíðu án þess að markmiðið sé alltaf kynlíf Tími: En umfram allt skulum við gefa hvort öðru tíma. Því með því að „gefa“ tíma látum við maka okk- ar vita að það erum „við“ sem höf- um forgang. Því oft er það tíminn sem flýgur frá okkur með ástina í farteskinu. Qfimni breytingar Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefúr funm atriðum ver- iö breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1 1. verðlaun: United-sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiöstöðinni, Sfðumúla 2, að verömæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veróa sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 549 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 549 BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Rainbow Six. 2. Danielle Steel: The Klone and I. 3. Dick Francis: Field of Thirteen. 4. Ruth Rendell: A Sight for Sore Eyes. 5. Sebastian Faulks: Charlotte Grey. 6. James Patterson: When the Wind Blows, 7. Elvi Rhodes: Spring Music. 8. Charlotte Bingham: The Kissing Garden. 9. Nicholas Evans: The Loop. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Chris Stewart: Driving over Lemons. 3. Tony Adams o.fl.: Addicted. 4. Anthony Beevor: Stalingrad. 5. Frank McCourt: Angela's Ashes. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 8. Richard Branson: Losing My Virginity. 9. Simon Winchester: The Surgeon of Crowthorne. 10. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dick Francis: Second Wind. 2. Thomas Harrls: Hannibal. 3. Danielle Steel: Granny Dan. 4. Roddy Doyle: A Star Called Henry. 5. Penny Vincenzi: Almost a Crime. 6. Ruth Rendell: Harm Done. 7. lain Banks: The Business. 8. Jill Cooper: Score! 9. Kathy Reichs: Death Du Jour. 10. Elizabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. John Humphrys: Devil's Advocate. 3. Simon Singh: The Code Book. 4. Bob Howitt: Graham Henry; Supercoach. 5. Brian Keenan o.fl.: Between Extremes. 6. Lenny McLean: The Guv'nor. ( Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot's Wife. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Penelope Fitzgerald: The Blue Rower. 4. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 5 Judy Blume: Summer Sisters. 6. Patricla Cornwell: Point of Origin. 7. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 8. Margaret Truman: Murder at Watergate. 9. Sidney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 10. Tami Hoag: Still Waters. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atklns: Dr. Atkins' New Diet Revolution. 2. Frank McCourt: Angela's Ashes. 3. John Berendt: Midnight In the Garden of Good and Evil. 4. Michael R. Eades o.fl.: Protein Power. 5. John E. Sarno: Healing Back Pain. 6. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 7. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves 9. Willlam L. Ury: Getting Past No. 10. Gary Zukav: The Seat of the Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patricia Cornwell: Black Notice 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Meilssa Bank: The Girl's Guide to Hunting and Rshing 4. Jeffery Deaver: The Devil's Teardrop. 5. Tim F. LaHaye: Assasins. 6. Catherine Coulter: The Edge. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzanne Somers: Suzanne Somers'Get Skinny on Fabulous Food. 2. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Christopher Andersen: Bill and Hillary: The Marriage. 4. Blll Phillps: Body for Life. 5. H. Leighton Steward o.fl: Sugar Busters. 6. Sally Bedell Smlth: Diana, in Search of Herself. (Byggt ð The Washlngton Post)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.