Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Side 23
JLj\- LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000
iflháloftunum *
www.evropa.is
legur maður sem var einnig sterk-
efnaður og naut umtalsverðrar
kvenhylli. Þegar hann var orðinn
þekktur fyrir dirfsku sína í loftinu
varð vinsælt að læra til flugs hjá
honum. Það var síðan í nóvember
1916 að þekkt samkvæmisdama í
New York, frú Polk, ákvað að læra
að fljúga hjá meistara Sperry.
Sperry var þá nýlega búinn að flnna
upp sjálfstýringu fyrir flugvélar
(autopilot) og í einum flugtímanum
með frú Polk var hann einmitt að
reyna þann búnað á flugvél sinni.
Eitthvað bilaði og flugvélin sveif til
jarðar og steyptist í sjóinn rétt við
borgarmörkin. Sperry og frú Polk
sluppu ómeidd en það vakti athygli
björgunarmanna að þau voru bæði
allsnakin þegar vélin lenti í sjónum.
Þó hvorugt þeirra vildi skýra kring-
umstæður þessar nánar tókst mönn-
um að leggja saman tvo og tvo og
skildu nú mun betur til hvers
Sperry hafði fundið upp sjálfstýr-
inguna. Þó menn viðurkenni Sperry
sem brautryðjanda á þessu sviði ef-
ast margir um að hann hafi verið í
tilskilinni hæð í nóvember 1916 en
látum það kyrrt liggja.
Sperry hrapaði í Ermarsund og
lést árið 1923 tæplega þrítugur að
aldri. Þegar hann lést voru 24 einka-
leyfi skráð á hans nafn, flest tengd
flugi með einhverjum hætti. Frú
Polk lauk flugnámi og fékk réttindi
til einkaflugs.
Gera íslendingar svona?
Samræður við starfsfólk ís-
lenskra flugfélaga leiddu i ljós að
án efa er nokkur fjöldi
íslendinga félagi í téðum
klúbbi. Löng næturflug
á heimleið af sólar-
ströndu eru sögð vinsæll
vettvangur til þess að
gerast félagi. Einnig eru
uppákomur af þessu tagi
tíðar í flugi frá Ameríku
enda fátt annað við að
vera um lágnættið. Flug-
stjóri sem blaðamaður
ræddi við sagði að
a.m.k. einu sinni í mán-
uði yrðu flugáhafnir var-
ar við athæfl af þessu
tagi en það væri án efa
miklu algengara og
hann taldi að í mörgum tilvikum
væri um að ræða samskipti fólks
sem hefði ekki þekkst áður en það
deildi saman flugvélasætum.
Engan rak minni til þess að hafa
orðið var við slíkt i innanlands-
flugi á íslandi enda flugleiðir stutt-
ar og Fokker Friendship vélar
Flugfélags íslands ekki fallnar til
náinna kynna þrátt fyrir nafnið.
Á heimasíðu Mile High Club og
reyndar víðar á Netinu má flnna
skrautlegar reynslusögur. Þar
kemur fram að margt frægt fólk er
félagar í umræddum klúbbi og
nægir að nefna fólk eins og Juliu
Roberts, Jason Patric, Jodie Fost-
er, Kelly MacGillis, Bono, Robert
DeNiro, Tori Spelling og marga
marga fleiri.
-PÁÁ
Það er margt hægt aö gera sér til skemmtunar á löngum flugferðum. Eitt af því er aö gerast félagi í The Mile High
Club eöa Félagi 1609.
,TAKN UM TRAUST '
Faxafen 8
Sími 581 1560
Fax 581 1566
Ford F 150 XLT Ford F 250 X-CAB
8 cyl., skr. 1997, ekinn 64. þ. km, 6 manna, spil,
Ijóskastarar, torkkubbur, tölvukubbur,
33“ dekk.cruisecontrol, hleðslujafnariog m.fl.
Verð kr 2.690.000.
8 cyl. , skr. 1997, dísill, turbo, 7,3, skr. 1998,
ekinn 30 þ. km - off road pakki, tregðulæsing,
hitari á vél, 35“ dekk, plasthús.
Verð 3.990,000.
Það er leiðinlegt að fljúga. Ekki
misskilja þessa staðhæfmgu svo að
það sé álltaf leiðinlegt. Það er gam-
an að fljúga eins og fugl i fallegu
veðri með gott útsýni yfir land og líf
en að sitja klukkustundum saman
samankrepptur í málmhylki, borða
dularfullan mat sem bragðast allur
eins og pappamassi, horfa annað-
hvort á ský út um gluggann eða
rýna með hálsríg á gamla B-mynd
er ekki gaman.
Til þess að vega á móti leiðindun-
um af því að fljúga hafa farþegar
gert sér ýmislegt til dundurs. Þeir
lesa sérstök tímarit sem eru gefin út
í þessum tilgangi, þeir lesa þykka
reyfara sem eru í laginu eins og
múrsteinar og eru seldir á flugvöll-
um, þeim eru sýndar kvikmyndir og
borinn í þá matur og drykkur eins
og þeir hafa lyst á. Sumum farþég-
um, sem leiðist lestur eða kvik-
myndir og geta ekki sofið, getur
jafnvel dottið í hug að stunda kynlíf.
Þá þarf tvennt til. Annaðhvort
áhugasaman samferðamann/konu
eða viljugan farþega sem er staddur
í sömu flugvél og vill svo til að er í
sömu hugleiðingum. Þegar félagi er
fundinn halda mönnum engin bönd
sem gætu skapast af erfiðum að-
stæðum, þrengslum eða óheppilegri
tímasetningu.
Þeir sem fremja þessa vinsælu
iðju í hefðbundinni ferðahæð flug-
véla eru þar með orðnir félagar í
sérstökum og óvenjulegum klúbbi
sem snýst nákvæmlega um þetta og
ekkert annað. Þetta er hinn frægi
Mile High Club eins og hann er
nefndur á ensku. Ein míla eins og
þær sem klúbburinn er kenndur við
Ástalíf ofar skýjum
-The Mile High Club (Félag 1609) og hvernig á að gerast fálagi
er 5280 fet eða 1609 metrar. Það ligg-
ur því beinast við að snara heiti fé-
lagsins í Félagið 1609 eða Sextán-
hundruð og níu samtökin.
5280 fet eru sama og
1609 metrar
Þessi klúbbur hefur starfað lengi
og hefur eins og fleiri virt samtök
komið sér upp opinberri heimasíðu
á Netinu, www.milehighclub.com,
þar sem menn geta fræðst um tilurð
klúbbsins, pantað boli, peysur, húf-
ur og jakka með merki félagins og
lesið sögur frá klúbbfélögum sem yf-
irleitt fialla um þá atburði sem
leiddu tÚ inngöngu þeirra í selskap-
inn. Ekki þarf að sanna afrek sin á
þessu sviði til þess að fá að kaupa
minjagripi merkta félaginu en til
þess að fá þar til gert skírteini sem
sannar að maður sé félagi þarf að
senda höfuðstöðvunum lýsingu á at-
vikum ásamt undirskrift og vottun
þess sem tók þátt í leiknum eða
undirskrift flugstarfsmanns.
Reglumar eru' annars afar ein-
faldar og taka í rauninni aðeins til
flughæðarinnar sem þarf að vera
meiri en téð 5.280 fet sem er um það
bil lágmarksflughæð. Á heimasíð-
unni er þeim sem vilja gerast félag-
ar ráðlagt að taka næturflug, taka
með sér teppi, hafa augun hjá sér
eftir farþegum sem ferðast einir og
fá að færa sig til þeirra þegar vélin
er komin á loft í þeirri von að þeir
séu sama sinnis. Það er fullyrt að
gott geti verið að hafa fest kaup á
bol merktum klúbbnum og vera í
honum. Það leiðir til samræðna sem
síðan leiða menn áfram.
Kandídötum er ráðlagt að bíða
þar til kvikmyndasýningar hefiast
almennt en láta það ráðast af að-
stæðum og áhuga hvort sætið er lát-
ið duga eða hvort væntanlegir
klúbbfélagar leita á náðir klósetts
flugvélanna. Þeir sem eru stórvaxn-
ir geta þurft að beita hugmyndaflugi
félagar í Mile High Club.
Julia Roberts, Jodie Foster og Robert De Niro eru dæmi um frægt fólk sem eru
við þessar aðstæður en flest flug-
vélasalemi rúma varla einn fullorð-
inn hvað þá tvo. En hér dregur vilj-
inn ríflega hálft hlass.
Hver varð fyrstur til að
gera þetta?
Svo skemmtilega vill til að vitað
er hver getur gert tilkall til þess að
vera fyrsti félaginn í þessum
skrýtna klúbbi og þarf kannski ekki
að koma á óvart að þessi iðja er
næstum því jafngömul fluginu.
Upphafsmaðurinn hét Lawrence
Sperry og fæddist í Bandaríkjunum
árið 1892. Hann var sérlega vel gef-
inn og mikill uppfmningamaðúr.
Hann fékk snemma áhuga á flugi og
smíðaði fyrstu sviffluguna sína að-
eins 18 ára gamall árið 1910 og eign-
aðist fljótlega flugvél. Sperry var
mikill glæfraflugmaður og sýndi oft
kúnstir sínar meðal annars með því
að fljúga undir brýr og þess háttar
sem þótti ekki góð latína þá frekar
en nú.
Sperry var lífsglaður og myndar-