Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Side 28
28 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 ifréttaskýring___________________________________________ Leikfélag Reykjavíkur skelfur: - Páll Baldvin Baldvinsson, formaður LR, og Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri takast á um stól Þórhildar Þaö er bylting fram undan í Borgarleikhúsinu. Staöa leikhússtjóra var auglýst laus til umsóknar í vetur og síöastliöinn mánudag rann umsóknarfresturinn út. Nú- verandi leikhússtjóri, Þór- hildur Þorleifsdóttir, var ráðin til fjögurra ára og samningur hennar rennur út 1. september á þessu ári. í lögum Leikfélags Reykjavík- ur er ekki kveðiö á um aö skylt sé að auglýsa stööu leikhússtjóra með ákveönu millibili. Eina ákvœöiö tekur til þess aö leikhússtjóri skuli ekki sitja lengur en tvö ráön- ingartímabil sem hvort er fjögur ár. Þaö var engu aö síöur einróma samþykkt í leikhúsráöi aö auglýsa stöö- una og mun hafa veriö vísaö til þess aö staöa þjóöleikhús- stjóra var auglýst laus til umsóknar og rétt vœri aö fylgja slíku fordæmi. Níu umsóknir hafa borist um stöðu leikhússtjóra. Núverandi formaður stjómar leikfélagsins, Páll Baldvin Baldvinsson, hefur vikið sæti við um- fjöllun um umsóknimar og falið Ellert Ingimundarsyni, varaformanni félags- ins, að sitja í sinn stað. Þetta gerir Páll vegna þess að hann hefúr sótt um stöðu leikhússtjóra og því augljós hagsmunaárekstur. Þetta mun hafa komið mörgum í leikhúsinu á óvart því það var ekki fyrr en á fóstudags- morgni sem Páll tilkynnti að hann myndi víkja sæti og gaf þannig til kynna að hann væri meðal umsækj- enda. Þetta er ekkert leyndarmál Páll staðfesti þetta í samtali við DV og sagði: „Ég sé ekki að þetta sé neitt leyndar- mál. Ég tek fram að ekkert samkomu- lag hefur verið gert um þessa stöðu og umfjöllun um allar umsóknir og af- greiðsla málsins verður án efa mjög málefnaleg." Því er ekki að leyna að mörgum kom þessi staða i opna skjöldu og fannst jaðra við siðleysi af hálfu Páls að vinna að því fyrst innan leikhús- ráðs og stjómar LR að staðan yrði aug- lýst án þess að þess þyrfti og sækja síð- an um hana sjálfúr. Um þá hlið máls- ins sagði Páll Baldvin eftirfarandi: „Eftir langar og málefhalegar um- ræður um stöðu leikhússins á þessum tímamótum varð það sameiginleg nið- urstaöa að auglýsa starflð. Ég tók ákvörðun fyrir stuttu síðan um að sækja um en hef lengi haft áhuga á leikhúsrekstri og hef ágætan feril á því sviði. Störf min í stjóm LR hafa sann- fært mig um að þetta sé spennandi starfsvettvangur. Ég hef um fimm ára skeið sinnt starfl dagskrárstjóra á Stöð 2 sem hefúr verið strangur og góður skóli og þykist hafa náð þar flestum markmiðum sem ég hafði áhuga á að koma fram og tilbúinn til að takast á við ný verkefni." Þórhildur sækir líka um starfið Þórhildur Þorleifsdóttir, núverandi leikhússtjóri, er einnig meðal umsækj- enda þannig að ljóst er að hún ætlar ekki að láta deigan síga þótt túlka hefði mátt einróma ákvörðun leikhús- ráðs um að auglýsa stöðu hennar sem Borgarleikhúsið hefur oft verið vettvangur átaka síðan það var opnað fyrir tíu árum. Nú er skollið á stríð enn einu sinni. Örnólfur Thorsson situr í leikhús- ráði Borgarleikhússins fyrir hönd borgarstjóra. Hann mun hafa lagt fram tillögu um að auglýsa starf Þórhildar án þess að hafa til þess samþykki borgarstjóra. vantraustsyfirlýsingu. Meðal annarra umsækjenda er sagt að séu eftirtaldir: Hávar Sigurjónsson, leiklistargagnrýnandi á Morgunblað- inu, Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi, Guðjón Pedersen leikstjóri og Hafliði Amgrímsson leikhúsfræðingur en einnig hafa heyrst nefnd nööi eins og María Kristjánsdóttir, Elísabet Brekk- an, Halldóra Friðjónsdóttir og Sveinn Einarsson. Ellert Ingimundarson, varaformað- ur Leikfélags Reykjavíkur, sagði I sam- tali við DV að listi yfir umsækjendur yrði formlega gefinn upp næsta mið- vikudag og í framhaldi af því myndi stjómin ræða við umsækjendur. Stjóm félagsins er nokkur vandi á höndum. Þórhildur er, eins og fyrr seg- ir, samningsbundin til 1. september á þessu ári en verði hún ekki ráðin aft- ur þarf arftaki hennar að hefja störf fljótlega því hans fyrsta verkefhi yrði væntanlega að skipuleggja næsta leik- ár. Inn i þetta blandast sá vandi að Þórhildur er í þann veginn að hefja æf- ingar á söngleiknum Kysstu mig, Kata sem hún ætlar að leikstýra og á að fhimsýna í lok mars. Þetta er sýning sem miklar vonir em bundnar við sem mikið kassastykki. Innan leikhússins óttast menn að Þórhildur gangi út strax verði annar ráðinn og þá er sýn- ingin á Kötu í uppnámi og þar með hugsanlega fjárhagsleg afkoma félags- ins á þessu ári. Eróhrædd því árangurínn er góður Þórhildur Þorleifsdóttú-, núverandi leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu, sagði í samtali við DV að hún sæktist eftir að gegna stöðunni áfram vegna þess að hún teldi sig eiga mörgu ólokið á þessu sviði. „Menn skulu ekki gleyma því að ég kom hér að rústum í listrænu, fjár- hagslegu og félagslegu tilliti. Fyrsta árið eftir að ég tók við var eitt það versta í sögu félagsins en síðastliðið ár komu fleiri áhorfendur í Borgarleik- húsið en nokkm sinni áður í sögu Leikfélags Reykjavíkur. Hingað hafa komið til staría fjölmargir listamenn, bæði innlendir og erlendir, og er liður í þeirri uppbyggingarstarfsemi hér hefur átt sér stað með þeim árangri að áhorfendur em komnir aflur til okkar fleiri en nokkm sinni fyrr en þeir vom sannarlega famir þegar ég kom að þessu. Ég tel að ég sé ekki búin að ljúka því starfi sem ég hóf og sæki þess vegna um á ný. Ég tel aö meirihluti félagsmanna geri sér ljóst að við erum á réttri leið eftir erfiðan kafla í sögu félagsins og það er engin ástæða til þess aö fara setja allt í bál og brand aftur. Ég er óhrædd við mat manna því tölumar sýna svo ekki verður um villst á hvaða leið við erum. Ég hef litið á aukinn fjárstuðning borgarinnar sem staðfest- ingu á þessari velgengni." Bnkennileg vinnubrögð Þórhildur vissi ekki um umsókn Páls Baldvins, síns nánasta samstarfs- maims, fyrr en á fostudag. Um það vill hún segja eftirfarandi: „Mér fmnast það í meira lagi ein- kennilega vinnubrögð ef minn nánasti samstarfsmaður til þriggja ára hefur lengi haft það í huga að sækjast eftir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri studdi Þórhildi til starfsins fyr- ir fjórum árum. Sagt er að hún sé ekki alveg ánægð með framgang Örnólfs Thorssonar í leikhúsráðinu. starímu. Ég lít á umsókn hans sem vantraust á mig og mín störf.“ Skv. lögum Leikfélagsins þyrfti nýr leikhússtjóri að hefjast handa nú þeg- ar við að skipuleggja næsta leikár. Munt þú geta starfa við hlið Páls út leikárið fari svo að hann hljóti starfið? „Það er fúllsnemmt að svara því en á þessari stundu held ég að ég myndi eiga erfitt með það.“ Hver er vandinn? Á þessu ári verða liðin tíu ár frá því að Leikfélag Reykjavíkur flutti upp í Kringlumýri úr gamla Iðnó. Síðan hef- ur mikið verið rætt og ritað um „vanda“ Borgarleikhússins og Leikfé- lagsins. Skuldir LR eru nú um 80 millj- ónir og hafa aukist jafnt og þétt síðan flutningamir fóru fram. Með flutning- unum rættist gamall draumur sem hef- ur síðan snúist upp í hálfgerða martröð. Þórhildur er fjórði leikhús- stjórinn í Borgarleikhúsi eftir flutning- Jón Viöar Jónsson er frægur gagnrýnandi. Hann er sagður meðal umsækjenda. ana. Hallmar Sigurðsson var fyrstur, þá Sigurður Hróarsson, þá Viðar Egg- ertsson og síðast Þórhildur. Þessi tiðu skipti segja sína sögu um það í hveiju vandinn felst. Stjómsýslulegur vandi félagsins felst því fýrst og fremst í of miklu lýð- ræði. Leikhússtjórinn á allt sitt undir þriggja manna stjóm félagsins en al- mennur félagsfúndur getur reyndar rekið ákvarðanir stjómar til baka. Al- mennir félagsmenn ráða of miklu. Þetta hefúr leitt af sér mikið valdatafl innan veggja hússins þar sem hver leikhússtjóri reynir að koma „sínu“ fólki í hlutverk og embætti en ýtir fót- gönguliðum „hinna“ út í staðinn. Ákveðnir leikarar og leikstjórar njóta góðs af þessu og em atvinnulausir eða á kafi í verkefnum eftir því hver situr við völd. Fjárhagsvandi félagsins er síðan allt Hafliði Arngrímsson starfaði meö Þórhildi um tíma en hætti síðastlið- ið vor. Hann er sagður meðal þeirra sem sækjast eftir starfinu. önnur saga. Reykjavíkurborg hefur alltaf lagt félaginu til styrki og vom þeir lengst af bundnir við ákveðinn fjölda starfsmanna á ákveðnum laun- um. Fyrst eftir flutninginn í nýja hús- ið vom borgaryfirvöld treg til að hækka styrkina til samræmis við stærra húsnæði og mjög aukin umsvif. Þetta hefúr gerst hægt og rólega og á þessu leikári leggur borgin Leikfélagi Reykjavíkur til 170 milljónir en styrk- ur þessi var 120-140 milljónir árlega áður. Hvaðvarþað sem gerðist? Aðdragandinn að því að staða Þór- hildar var auglýst er talirrn í nokkrum mánuðum. Vorið 1999 var fjallað um það í blöðum að nokkrir starfsmenn hefðu horfið frá Borgarleikhúsinu, sumir vegna samstarfsörðugleika við hana. Þeir sem þama vom nefndir til leiks vora Ingibjörg Elfa Bjamadóttir sýningarstjóri, Hafliði Amgrímsson leiklistarráðunautur, Jóna Finnsdóttir framkvæmdastjóri og Valdís Gunnars- dóttir leikhúsritari. Af þessum starfs- mönnum tjáðu tveir, Hafliði og Ingi- björg, óánægju sina með störf Þórhild- ar. Fljótlega komst á kreik umræða um að rétt væri að auglýsa stöðu leikhús- stjóra og þyrfti að gera það eigi síðar en í byrjun september. Um þetta var fjallað á fundum í leikhúsráði sem Þór- hildur var ekki boðuð á þótt leikhús- stjóri eigi að eiga sæti í ráðinu. Ekki var alger samstaða um þessa framvindu í fyrstu og lagðist Þorsteinn Gunnarsson, ritari stjómar LR, gegn því að staðan yrði auglýst og vildi gera áframhaldandi samning við Þórhildi þegar núverandi samningi lyki. Máhð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.