Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Page 30
38 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 íslendingar ættu aö komast til Kaupmannahafnar i sumar en farmiöar þangaö fást á góöum kjörum á fleiri en einum staö. DV-mynd GVA Harönandi samkeppni tveggja stærstu ferðaskrifstofa landsins hef- ur verið áberandi í vikunni sem leið og svo virðist sem verðstríð sé haf- ið. Margir hafa sjálfsagt tekið þeim tíðindum fagnandi og hugsa sér gott til glóðarinnar á komandi sumri. DV-Ferðir kynnti sér helstu tilboð á fargjöldum til Evrópu í sumar. Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn kom mörgum á óvart um siðustu helgi þegar kynnt voru lág fargjöld til tíu borga í Evrópu. Áður höfðu Flugleiðir auglýst kvöld- og næturflug til Kaupmannahafnar og London á sérstöku tilboðsverði. Far- gjöld SL eru seld undir hatti svo- nefnds Flugfrelsis sem að sögn ferðaskrifstofunnar er ný tegund flugþjónustu hér á landi. Hægt er að kaupa fyrirvarafaust ódýra farseðla til tíu áfangastaða, en auk þess gefst fólki kostur á aö kaupa miða til einnar borgar og fljúga síðan heim frá annarri. Áfangastaðir SL í Fiug- frelsinu eru Kaupmannahöfn, London, Rimini, Benidorm, Mall- orca, Berlín, Frankfurt, Múnchen, Zúrich og Basel. Flugfrelsið er liður í samningum ferðaskrifstofunnar við flugfélagið Atlanta og Islands- flug. Kaupmannahafnarflugið kostar svipað og hjá Flugleiðum, eða 14.400 báðar leiðir. Aðeins dýrara er að fljúga til London, önnur leiðin kost- ar 8.100 eða 16.200 báðar leiðir. Verðin eru án flugvallarskatts. Vilji fólk baða sig i sól býður Flugfrelsið upp á fargjöld til Mallorca, 14.900 aðra leið, Benidorm eöa Rimini á 17.900 aðra leið svo eitthvað sé nefnt. Tilboð SL eru ekki óþrjótandi en ferðaskrifstofan áætlar að selja 25 þúsund sæti meö þessum hætti, sem hlýtur að teljast gott. Flugfrelsi er nýtt hugtak hjá SL og boðar ferða- skrifstofan nýja hugsun og hug- myndafræði í uppbyggingu verðs. Eitt af því er að því fyrr sem fólk bókar ferðir sínar, því lægri eru far- gjöldin. Staðgreiða verður miðana hjá SL en hægt er að breyta þeim gegn gjaldi. Byrjað var að selja fargjöld Flug- frelsis SL á miðvikudag en sama dag auglýsti ferðaskrifstofan Úrval Útsýn lág verö til átta borga í Evr- ópu auk Boston í Bandarikjunum. Þar ber hæst tilboð á Kaupmanna- hafnar- og Lundúnaflugi sem hvort um sig kostar 14.900 báðar leiðir. Auk þess býður ferðaskrifstofan til- boðsverð í sumar til borganna Amsterdam, Berlinar, Ósló, Frank- furt, Parísar og Stokkhólms sem hvert um sig er 24.900 krónur báðar leiðir. Þá er ótalið tilboö til Boston í Bandaríkjunum sem hljóðar upp á 29.700. Skilmálarnir maravís- legir Mönnum hefur verið tíðrætt um skilmála fyrmefndra tilboða og SL hafa lagt mikla áherslu á aö fólki sé frjálst að fljúga til einnar borgar og heim frá annarri. Engu skipti hvenær heimferðamiðinn er keypt- ur og að um morgunflug sé að ræða. Úrval Útsýn setur hins vegar skil- mála á flugið til Kaupmannahafnar og London þar sem tilboðið gildir aðeins báöar leiðir og til og frá sama flugvelli. Hvað hinar Evrópu- borgirnar varðar þá er farþegum ÚÚ frjálst að fljúga til einnar borgar og heim frá annarri. Skilmálar ÚÚ eru strangari, ekki er hægt að breyta miðanum eftir að hann er keyptur. Þá eru engir vildarpunktar veittir í þessu flugi. Flugtíðnin er mismunandi eftir ferðaskrifstofum; Úrval Útsýn býður daglegt flug til Kaupmannahafnar og vikulegt til London. Hjá SL verður flogið tvisvar í viku til Kaupmannahafnar en einu sinni í viku til London. Flest tilboðin sem nefnd hafa veriö hér að ofan taka gildi um og upp úr 20. maí næstkomandi. Fleiri tilboð Ferðaskrifstofan Heimsferðir hóf nýverið forsölu á farmiðum til London í sumar. Flogið verður út á fimmtudögum og heim á mánudög- um. Alls eru 400 sæti í boði á tilboðs- verði, 14.300 krónur án skatta. Sam- kvæmt skilmálum eru m.a. þeir að gist sé í fjórar nætur en gegn 800 króna gjaldi má losna undan þeim skilmálum. Ferðaskrifstofan Terra Nova, sem áður gekk undir nafninu Ferðamið- stöð Austurlands, hefur undanfarin ár boðið ódýrar ferðir til Evrópu. Verðskrá ferðaskrifstofunnar hefur enn ekki verið lögð fram en meðal nýjunga í sumar má nefna vikulegt flug til Barcelóna og Rómar. Flogið verður með flugfélaginu Corsair sem flutt hefur farþega ferðaskrifstofunn- ar reglulega til Parísar síðan 1998. Þá verður í fyrsta sinn boðið upp á áætl- unarflug með þýska flugfélaginu LTU til Hamborgar en undanfarin ár hefur flugfélagið flogið til og frá Múnchen og Dússeldorf. Hvort fargjaldaslagur ferðaskrif- stofanna mun enn harðna skal ósagt látið. Viðbrögð almennings létu ekki á sér standa og skiptu þeir þúsund- um sem bókuðu ferðir með ferða- skrifstofunum. Samanburður á fargjöldum stærstu ferðaskrifsofunna í sumar Fargjöldln gllda fyrir fer&ir fram og til baka en eru ðn flugvallarskatts j Samvlnnuferðlr-Landsýn Úrval-Útsýn Áfangastaður Krónur Gildlr frá Krónur Glldir frá London 16200 26.maí 14.900 28. júni Kaupmamuhöfn 14.800 25. maí 14.900 28. júní Frankfurt 18200 i6. m 24.900 Lmai Bertin 18200 16. m 24.900 Lmaí Paris Míinchtn 18200 16. júnc 24.900 Lmaí Osié 24.900 Lmaí Stokkhölmur 24.900 Lmaí Böston 27.900 Lmaí ZBrich 18200 lljnni Basel 12200 2. júní Mallorca 14.900 29.maí Bonidonn Rimini, ttalia 17.900 24. maí 17.900 20. mai Hjð SL er um 25 þúsund sæti aö tefla en 15 þúsund hjá 00. Þess ber áb gæta áft skilmáiar (eráaskrifstofanna eru mlsmunandi.___________________________________________________________________________________________ Vetrarferðir hjá ferðaþjónustubændum að Bakkaflöt Dorgveiði og útigrill á fjöllum Bakkaflöt f Skagafiröi Ferðamannaárið er alltaf að lengjast hér á landi og æ fleiri ferðaþjónustubændur með opið yflr vetrartímann. Meðal þeirra eru hjónin Sigurður Friðriksson og Klara Jónsdóttir sem hafa rek- ið ferðaþjónustu á Bakkaflöt í Skagafirði síðustu þrettán árin. „Við erum að gera klárt fyrir vetraropnun en reiknum ekki með að þetta fari í fullan gang fyrr en um mánaðamótin. Desember og janúar vilja vera svolítið rysjóttir en strax í febrúar er birtan orðin meiri og betra að athafna sig,“ sagði Sigurður í samtali við DV. Ýmis afþreying er i boði á Bakkaflöt, hvort sem menn koma í hópum eöa bara með nánustu fjöl- skyldumeðlimum. „Við erum bæði með vélsleða- og jeppaferðir. Við erum þægilega staðsett hér og hægt að bjóða upp á margar spennandi dagsferöir. Það fer svo- lítið eftir veðri og færð hvert farið er hverju sinni en sem dæmi þá erum við ekki nema þrjá tíma að keyra á Hveravelli. Það er líka vinsælt að fara á öxnadalsheiðina, fram í Laugarfell og Nýjadal," seg- ir Sigurður. Veiðiáhugamenn geta líka haft nóg fyrir stafni á Bakkaflöt því hægt er að komast í dorgveiði í Vatnshlíðarvatni og þá segir Sig- urður að menn geti einnig stundað netaveiði í gegnum ís. „Við bjóðum líka fólki að draga það á skíðum og stundum forum við með útigrillið á fjall og mat- reiðum ofan í mannskapinn úti í náttúrunni. Á kvöldin slaka menn svo gjarna á í setustofunum hjá okkur eða skelia sér í heitu pott- ana og láta líða úr sér,“ segir Sig- urður Friðriksson. -aþ Þúsundkall til Eyja Eftir metþátttöku í 2000-til- 1 boðum íslandsflugs á undan- I fömum tveimur vikum hefur félagið ákveðið að halda áfram og nú er komið að Vestmanna- eyjum. Tilboðið hljóðar upp á Iflug á milli Reykjavíkur og Eyja á þúsund krónur aðra leið- ina eða 2000 krónur báðar leið- ir. Tilboð íslandsflug stendur frá næstkomandi mánudegi, 24. janúar, og lýkur sunnudaginn 30. janúar. Einungis er hægt að bóka i þetta flug á heimasíðu ís- landsflugs og gildir aðeins fyrir þá sem eru á póstlista íslands- flugs. Skæð tölvuvilla á Netinu Þeir ijölmörgu sem undanfar- ið hafa fest kaup á farmiðum hjá bandaríska flugfélaginu Northwest Airlines gætu lent í vandræðum. Það er nefnilega komið upp úr dúmum aö tölvu- villa varð þess valdandi að | greiðslukortanúmer og aðrar persónulegar upplýsingar við- | skiptavina voru ekki varðar sem skyldi. Ekki er ljóst hversu I lengi heimasíöan var án þessa öryggisnets en að sögn for- svarsmanna flugfélagsins eru möguleikarnir á að nethakkar- ar nái að nýta sér upplýsing- amar harla litlar. Minni mengun Loftmengun hefur löngiun verið mikil í borginni Mexíkó I en þau góðu tíðindi bárust nú upp úr áramótum að mengun þar hefði ekki mælst minni í | heilan áratug. Að sögn borgar- I þar skapaðist neyðarástand vegna mengunar aðeins þrisvar á síðasta ári og stóð í samtals í fimm daga. Til samanburðar | var 27 sinnum lýst yfir neyðar- ástandi árið 1991 og stóð ails 177 daga af árinu. Kynlífsiðnaður laðar ao ferðamenn Ferðamálaráðið í Höfðaborg í Suður-Afríku gerði nýlega allt : vitlaust með nýrri skýrslu þar sem m.a. er bent á leiðir til að þróa frekar kynlífsiðnaðinn í borginni í þeim tilgangi að laða | að fleiri ferðamenn. Borgar- | stjómin er víst æf vegna máls- ins og segir ekkert slíkt á döf ; inni. Fulltrúi ferðamálaráðsins tekur í annan streng og segir 1 það staðreynd að fjölmargir ferðamenn sem sæki borgina heim séu einmitt að leita að þjónustu portkvenna. Ferða- málaráðið viil ganga skrefinu lengra, ekki síst í ljósi þess j hversu HlV-smit er útbreitt í borginni, og setja kynlífsiðnað- inn í fastar skorður og láta vændiskonur og -menn vinna | að settum starfsreglum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.