Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Síða 43
UV LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 51 mm Hálfs árs undirbún- ingur fyrir maraþon Nánast allir við sæmilega heilsu eiga að geta hlaupið maraþon að undangengnum æfmgum og tilsögn. Þúsundir skokkara á öllum aldri bætast árlega í hóp þeirra sem leggja að baki maraþon. Skiptir þá engu máli hvort menn eru komnir á miðjan aldur eða jafnvel nokkuð yfir það. Aðalatriðið til að afreka að hlaupa maraþon er að gefa sér góð- an tima til undirbúnings. Flestir skokkarar, jafnvel þeir sem teljast í góðri þjálfun, þurfa að minnsta kosti 6 mánuði í undirbún- ing fyrir maraþonhlaup til þess að viðunandi árangur náist. Ef skokk- ari er á byrjunarreit og ætlar sér 6 mánuði til undirbúnings fyrir heilt maraþon ætti hann að ráðfæra sig við sérfræðinga ef hann er kominn yfir miðjan aldur eða hefur ekki stundað neina hreyfingu að ráði. Það má ekki ofhjóða líkamanum svo heilsunni sé stefnt í voða. Nú er rúmlega hálft ár í næstu maraþon- hlaup á íslandi, Reykjavíkurmara- þon og Mývatnsmaraþon. Þeim sem ætla að verða þar meðal þátttak- enda veitir ekkert af því að hefja undirbúning. Skokkarar sem æfa fyrir mara- þon verða að gera sér grein fyrir að hvíldin er nánast jafn mikilvægur þáttur og vegalengdin sem lögð er að baki á æfingum. Allir skokkarar þurfa góða hvíld áður en haldið er í erfiðar æfingar og mikilvægt er að neyta kolvetnaríkrar fæðu til að nauðsynleg orka sé til staðar i æf- ingunum. Sex mánaða æfing ætti að innihalda fiögurra þrepa áætlun. Fyrsta þrepið er að byggja upp út- hald. Skynsamlegt er að eyða um 8 vikum í fyrsta þrepið. Byrjendur ættu að leggja að baki að minnsta kosti 20 km á fyrstu vikunum og allt að 30 km. í öðru þrepinu ætti að leggja áherslu á aukinn styrk líkamans samfara auknu úthaldi. Bæta þarf við kílómetrafiöldann á nánast hverri æfingu næstu 8 vikumar og hlaupa einu sinni í viku lengri Umsjón ísak Örn Sigurðsson spretti, a.m.k. 10 km í hvert sinn. Gott er að taka 20 km æfingu einu sinni í viku. Þegar komið er á þriðja þrep æfmgaáætlunarinnar er upp- lagt að taka þátt í styttri almenn- ingshlaupum, til dæmis 5 eða 10 km hlaupum. Ef allt gengur samkvæmt áætlun ætti þar að nást viðunandi árangur og hlaupin ættu ekki að valda mikilli áreynslu. Æskilegt er að taka langhlaup einu sinni í viku, 20-30 km að lengd. Á fiórða og síðasta stigi þjálfunar- innar, síðustu þrjár vikurnar fyrir maraþon, ætti að stytta æfingarnar smám saman aftur. Nokkrum dög- um fyrir maraþonhlaupið sjálft ætti að taka algera hvild og gæta vel að samsetningu fæðunnar. Kolvetnarík fæða er sérlega mikilvæg á síðustu dögum þjálfunarinnar. Það er engin tilviljun að skokkarar vilja helst borða pasta fyrir langhlaup. Hvíla sig á meiðslum Ýmis atriði ber að varast. Byrj- endur eru mjög gjarnir á að æfa of stíft, reyna að leiða hjá sér verki í liðum eða jafnvel meiðsli. Mikil- vægt er að sýna þolinmæði og leyfa líkamanum að jafna sig á meiðslum. Of mikil harka við æfingamar getur gert það að verkum að menn glíma við álagsmeiðsli þegar stóri dagur- inn rennur upp. Skokkari sem vaknar að morgni æfingadags og fmnst hann vera þreyttur eða fmn- ur fyrir verkjum ætti helst að taka sér algjöra hvíld yfir daginn. Að missa úr einstaka æfingardag gerir ekki mikinn skaða og getur jafnvel hjálpað til að forðast erfið meiðsli. Þegar sjálfur maraþondagurinn rennur upp er nauðsynlegt að vera vel undirbúinn á andlega sviðinu. Hlaupabúnaður á að vera tiltækur, hlaupaáætlun gerð í huganum og um að gera að líta jákvæðum aug- um fram á við. Kvíði fyrir hlaupið kemur engum að gagni. Það hefur hjálpað mörgum byrjendum að brjóta upp vegalengdina í huganum, í 5 eða 10 km áfanga. Það getur hjálpað til þess að minnka heildar- vegalengdina i huganum og auð- veldar skokkaranum að ná réttum takti í hlaupinu. -ÍS Flestir skokkarar, jafnvel þeir sem teljast í góðri þjálfun, þurfa að minnsta kosti 6 mánuði í undirbúning fyrir maraþonhlaup til þess að viðunandi ár- angur náist. __________________________________ brídge Molar Koffín ekki ráðlegt Margir skokkarar telja að koffin geti bætt árangur í hlaupum en þeir eru fleiri sem telja að það sé skað- legt. Vitað er að koffin getur bætt einbeitingu fólks en aðrar verkanir koffins eru neikvæðar. Inntaka koff- íns (t.d. í kaffi eða kólagosdrykkj- um) hefur neikvæð áhrif á þvag- blöðruna og eykur álag á hana. Það vill enginn skokkari láta það henda sig í miðju hlaupi að þurfa að stansa til að létta á sér og missa þannig niður meðalhraðann. Nærist aðeins svangir Þeir eru margir sem telja að nart á milli mála minnki matarlystina þegar neytt er hádegis- eða kvöld- matar. Nýjustu rannsóknir benda hins vegar til þess að svo sé alls ekki. Gerð var könnun á nokkrum hundruðum_ karlmanna í Frakk- landi nýverið. Hópnum var skipt í tvennt. Annar hlutinn borðaði að- eins á matmálstímum en hinn nartaði í ýmiss konar fæðu milli málsverða. í ljós kom að þeir sem nörtuðu á milli mála borðuðu ekkert minna á matmálstímum en hinir sem létu nartið vera. Vel gæti hugsast að einhverj- ir fyndu þar ástæðu fyrir offituvandamáli sinu. Forðist vegina Það er alkunn staðreynd að skokk nálægt akbrautum er heilsuspillandi. Yfirleitt hefur verið talið að carbon- mónoxíð-mengun frá bifreið- um og óson séu skaðvaldam- ir. Það er vissulega rétt en fleiri efnasambönd nálægt akbrautum geta einnig verið skaðleg heilsunni. Bifreiðar þyrla upp miklu ryki, meðal annars frjói. Það eru niðurstöður rannsólma „California Institute of Technology" sem birtar voru í tímaritinu Runn- ers World. Fjölmargir skokkarar sem æfa sig með fram akbrautum þjást af asma eða heymæði og skýr- inganna er einmitt að leita til þessa. Þrefaldur sigur Sjaldgæft er að sömu afreksmenn- irnir vinni mörg maraþonhlaup í röð. Um síðustu helgi var haldið borgar-maraþonhlaup í Houston í Bandaríkjunum. Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki voru þar að vinna sinn þriðja sigur í þessu hlaupi. Keníumaðurinn Stephen Ndungu vann í karlaflokki á tíman- um 2:11:28 en hann sigraði einnig á árunum 1999 og 1998. Tatyana Pozdnyakova kom fyrst í mark í kvennaflokki á 2:23:25 klst. en hún vann einnig sigur í Houston-borgar- hlaupinu árin 1999 og 1995. Það er alkunn staöreynd aö skokk nálægt ak- brautum er heilsuspillandi. ORBIS-heimsmeistarakeppnin á Bermuda: Bandaríkjamenn með gott forskot eftir 64 spil Að loknum 64 spilum í úrslitaleik Bandarikjanna og Brasilíu hafa þeir fyrrnefndu gott forskot eða 192 impa gegn 113. Óneitanlega eru miklar likur á því að þetta mikið forskot muni duga Bandaríkjamönnum til þess að klófesta Bermúdaskálina en samt eru mörg spil eftir þegar þetta er skrifað og ástæðu- laust að telja Brasilíumennina út. Leiðir þessara beggja þjóða voru þyrnum stráðar inn í úrslitin en Bandaríkjamennimir bám sigurorð af hinni bandarísku sveitinni í öðrum undanúrslitaleiknum, 226-135, meðan Brasilíumenn náðu að vinna Norð- menn eftir æsispennandi leik með 137-125. I keppni um Feneyjabikarinn í kvennaflokki tapaði danska sveitin fyr- ir þeirri bandarísku, 219-153, meðan sú hollenska sigraði þá austurrísku með 211-175. Hollendingarnir hafa síðan byrjað úrslitaleikinn af krafti og em með gott forskot eftir fyrstu 64 spilin. í heimsmeistarakeppni fiölþjóða- sveita hefur Búlgaría nauma forystu að 14 umferðum loknum. í öðm sæti er bandarísk sveit og í þriðja sæti er ensk sveit. Ekki munar nema einu vinnings- stigi á þessum þremur sveitum og óger- legt að spá um úrslitin. Reyndar em að- eins 12 stig milli sjöttu og efstu sveitar. Við skulum skoða eitt spil frá undan- úrslitaleik bandarísku sveitanna. N/O 4 D5 4» G5 ♦ KD9632 * ÁG9 4 ÁK42 4» 9764 4 Á4 * 642 4 G63 «4 KD10 4 G87 * KD53 4 10987 «4 Á832 4 105 * 1087 í opna salnum sátu n-s Rosenberg og Zia en a-v Meckstroth og Rodwell. Ros- enberg og Zia spila veikt grand og regl- an er sú hjá þeim að segja tvö lauf á all- ar hendur á móti grandinu með veik spil áður en andstæðingamir dobla. Það skýrir þessa sagnröð: Norður Austur Suður Vestur 1 grand pass 2 4 2 4 pass 2 grönd pass 3 grönd pass pass pass Umsjón Stefán Guðjohnsen Þetta er heldur þunnt geim hjá stjörnunum og ekki óvanalegt. Nú reið aUt á útspili Zia. Með spaðaútspili er spilið tapað en Zia fylgdi gamalli reglu í útspilinu: Spilaðu alltaf út í þínum lengsta og besta lit. Hann spilaði því út hjarta og Meck- stroth var þannig kominn með tíu slagi og 430. í lokaða salnum sátu n-s Hamman og Soloway en a-v Martel og Stansby. Þar var annað upp á teningnum: Norður Austur Suður Vestur 14 pass 2 4 3 4 pass pass pass Þessi samningur var gulltryggur, sagn- hafi gaf aðeins fióra slagi. En það er ekki í fyrsta sinn sem góður samningur gefur minna af sér en verri og Zia og félagar töpuðu 8 impum, í stað þess að græða 5. Síðustu fréttir: Holland vann Bandaríkin og heimsmeistaratitilinn í kvennaflokki á broti úr impa, 249,7-249,3. Þegar 32 spil eru eftir í keppni um Bermudaskálina er staðan USA 443- Brasilía 204 •Í EVRÓPA BILASALÁ ,TÁKN UM TRAUST' Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 JEEP GRAND CHEROKEE LTD skr. 1993, ekinn 148 þ. km,8 cyl., 5,2, allt rafdr., Ieðurklæddur,fjarstart og fl. Bíll í sérflokki. Ásett verð 2.160 þ. Tilboð 1.790 þ. ÁHVÍLANDI HAGSTÆTT LÁN. www.evropa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.