Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Side 46
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 L>V
» tefmæli
----------------
Indíana Svala
r
Olafsdóttir
Indíana Svala Ólafsdóttir, starfs-
stúlka og bústjóri, Hellisbraut 16,
Reykhólum, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Indíana fæddist í Reykjavík en
ólst upp í Bakkakoti við Hólmsá í
landi Hólms, austan við Rauðavatn.
Hún gekk á bamaskóla i Árbæjar-
skóla og Miðbæjarkólann í Reykja-
vík, lauk prófl frá Kvennaskólanum
að Staðarfelli í Dölum 1966 og tók
meirapróf bifreiðarstjóra 1979.
Indíana starfaði eftir kvenna-
skólapróf í Kaupfélagi Króksíjarðar
og var síðan talsimakona á símstöð-
inni í Króksfjaröamesi nokkur
misseri. Eftir það húsmóðir á Reyk-
hólum. Hún starfaði að vegarlagn-
ingu á Lágadal í ísafjarðarsýslu
1987, ók vörubifreið og var matráðs-
kona um nokkurra ára skeið við
Reykhólaskóla á vetrum. Þá var
hún starfsstúlka á Dval-
arheimilinu Barmahlíð
og hefur verið bústjóri á
Grund í Reykhólasveit
undanfarin ár.
Starfsferill
Indíana giftist 5.12.
1972 Erlingi Jónssyni, f.
12.6. 1938, bifreiðar-
stjóra. Hann er sonur
Jóns Einars Jónssonar,
f. 9.11. 1900, d. 31.1. 1997,
og Ingibjargar Jónsdótt-
ur, f. 9.1. 1902, d. 2.3.
1989, bænda á Skálanesi
i Gufudalssveit.
Börn Indíönu og Erlings eru
Bima Erlingsdóttir Norðdahl, f.
17.3. 1967, húsmóðir í Reykjavík, en
maður hennar er Stefán Steinsson
læknir og eru böm þeirra Elísabet
Ýr, Jón Erlingur og Róbert Valur;
Ólafur Þór Erlingsson, f.
23.7.1969, bifreiðarstjór i
Reykjavík, en kona hans
er Brynja Haraldsdóttir
sjúkraþjálfari og eru
böm þeirra Indíana
Svala Ólafsdóttir og Har-
aldur Ólafsson; Ingibjörg
Erlingsdóttir, f. 18.6.
1977, nemi í Reykjavík,
en maður hennar er
Bjöm Magnús Magnús-
son nemi.
Hálfsystkini Indíönu,
samfeðra, eru Indíana
Svala Ólafsdóttir f. 11.6.
1924, d. 29.12. 1942; Auð-
ur Ólafsdóttir, f. 1.8. 1925; Katla
Ólafsdóttir, f. 28.4. 1929.
Hálfbróðir Indiönu, sammæðra,
er Eggert Bjamason Norðdahl, f.
25.7. 1937, rannsóknarlögreglumað-
ur, búsettur í Vogum á Vatnsleysu-
strönd.
Alsystkini Indíönu eru Inga Vala
Ólafsdóttir, f. 7.5. 1944, verslunar-
stjóri, búsett i Svíþjóð, en maður
hennar er Hörður Garðarsson bif-
reiðarstjóri; Þórarinn Ólafsson, f.
3.9. 1948, steypubifreiðarstjóri og
sagnaþulur i Reykjavík, en kona
hans er Ann Andersen söngkona;
Anna Maria Ólafsdóttir, f. 1.4. 1951,
bóndi og húsfreyja á Maríubakka í
Fljótshverfi, en maður hennar er
Guðni Sigurðsson bóndi; Vaka
Helga Ólafsdóttir, f. 13.8.1958, kokk-
ur á ms. Karlsey frá Reykhólum.
Foreldrar Indíönu: Ólafur Þórar-
insson, f. 18.3. 1904, d. 28.2. 1987,
bakari i Reykjavík, og Bima Egg-
ertsdóttir Norðdahl, f. 30.3. 1919,
bóndi í Bakkakoti, listmálari, tré-
listakona og íslandsmeistari kvenna
í skák á áttunda áratugnum, lengst
af búsett í Bakkakoti en dvelur nú á
Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reyk-
hólum.
Indíana Svala
Ólafsdottir.
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson málari, Blá-
hönuurn 2, Reykjavík, verður átt-
ræður á morgun.
Starfsferill
Sigurður fæddist á Einarsstöðum
í Reykjadal í Suöur-Þingeyjarsýslu
og ólst þar upp í foreldrahúsum.
Hann stundaði nám við Héraðsskól-
ann að Laugum og lærði síðar húsa-
málun hjá Óskari Sigurðssyni, mál-
arameistara í Vancouver í Kanada.
Sigurður var leigubílstjóri hjá
Litlu bilastöðinni í Reykjavík
1941-48 og bílstjóri hjá Olíufélaginu
Essó 1948-52. Hann flutti með fjöl-
skyldu sinni til Vancouver árið 1952
þar sem Sigurður stundaði húsa-
málun.
Eftir heimkomuna 1960 starfrækti
Sigurður Tískuskólann hf. í Reykja-
vík ásamt konu sinni 1961-65. Hann
var búsettur á Akureyri 1965-70 þar
sem hann stundaði ýmis störf, var
m.a. barþjónn á Hótel KEA og
stundaði síðan verslunarstörf hjá
herradeild JMJ. Eftir að hann kom
aftur til Reykjavíkur starfaði hann
við gestamóttökuna á Hótel Sögu í
þrjú ár, var verslunarmaður við
Herratískuna í Reykjavík í þrjú ár,
starfaði um skeið við húsamálun í
Reykjavík og var sundlaugavörður í
Breiðholti í þrjú ár. Hann starfaði
hjá Frjálsri fjölmiðlun um skeið og
var síðan starfsmaður hjá Banda-
lagi íslenskra skáta 1984-96.
Sigurður hefur málað myndir í
frístundum.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 3.8. 1947 Sig-
ríði Gunnarsdóttur, f. 26.9. 1926,
snyrtifræðingi. Hún er dóttir Gunn-
ars Sigurðssonar, kaupmanns í Von
í Reykjavík, og Margrétar Gunnars-
dóttur húsmóður. Sigurður og Sig-
ríður slitu samvistmn.
Böm Sigurðar og Sigríðar eru
Lilja, f. 28.3. 1949, tækniteiknari á
Akureyri, en maður hennar er Óli
G. Jóhannsson og eiga þau fjögur
böm; Jón Gunnar, f. 11.4.1955, tann-
smíðameistari í Vancouver í
Kanada, og á hann tvö böm og eitt
fósturbam en kona hans er Elsa
Óskarsdóttir.
Systkini Sigurðar: Haraldur, Sig-
fús, Einar, Ásrún, Jón,
Kristinn, Bjöm, Aðal-
steinn, Sigríður, og Rósa.
Hálfbróðir Sigurðar:
Ingimar.
Foreldrar Sigurðar
voru Jón Haraldsson, f.
6.9.1888, d. 1958, b. á Ein-
arsstöðum í Reykjadal,
og k.h., Þóra Sigfúsdótt-
ir, f. 15.10. 1893, d. 1979,
húsfreyja.
Ætt
Jón var sonur Har-
alds, oddvita á Einarsstöðum, Sigur-
jónssonar, b. á Einarsstöðum, Jóns-
sonar, b. á Einarsstöðum, Jónsson-
ar, lamba, b. á Breiðumýri og um-
boðsmanns konungsjarða. Móðir
Haralds var Margrét, systir Krist-
jáns, afa Stefáns Karlssonar hand-
ritafræðings. Margrét var dóttir
Ingjalds, b. á Mýri í Bárðardal,
Jónssonar, b. á Mýri, bróður Sig-
urðar, föður Jóns, alþingisforseta á
Gautlöndum. Móðir Jóns Haralds-
sonar var Ásrún, systir Kristínar,
móður Arnórs Sigurjónssonar rit-
höfundar og Halldóru,
fyrrv. skólastýru. Ásrún
var dóttir Jóns, b. á Rif-
kelsstöðum, Ólafssonar
og Halldóru, systur Ein-
ars, alþm. i Nesi.
Þóra var dóttir Sig-
fúsar, b. á Halldórsstöð-
um í Reykjadal, Jóns-
sonar, b. og smiðs á
Sveinsstöðum, Jónsson-
ar, b. á Skútustöðum,
Helgasonar, ættföður
Skútustaðaættarinnar,
Ásmundssonar. Móðir
Sigfúsar var Marja, hálf-
systir, sammæðra, Þorgils gjallandi.
Móðir Þóru var Sigríður, systir
Sigurðar, skálds á Arnarvatni, og
Jóns, alþm. í Múla, fóður Áma,
alþm. frá Múla, foður Jónasar, rit-
höfundar og alþm., og Jóns Múla
tónskálds. Sigríður var dóttir Jóns,
skálds á Helluvaði, Hinrikssonar af
Harðabóndaætt. Móðir Sigríðar var
Friðrika Helgadóttir, ættföður
Skútustaðaættarinnar Ásmundsson-
ar.
Sigurður Jónsson.
Grétar Róbert Haraldsson
Grétar Róbert Haralds-
son vélstjóri, Hátúni 10 b,
Reykjavík, verður sex-
tugur á morgun.
Starfsferill
Grétar fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp
auk þess sem hann var í
sveit á sumrin á árunum
1947-55.
Grétar var í Austur-
bæjarskólanum 1947-52,
Gagnfræðaskóla Austur-
Grétar Róbert
Haraldsson.
bæjar 1952-53,
Héraðsskólanum á
Núpi 1955-56, stundaði
nám við Iðnskólann á
Seyðisfirði og lauk það-
an prófum 1962, stund-
aði nám við Vélskóla Is-
lands frá 1962, lauk vél-
stjóraprófi 1964 og frá
rafmagnsdeild 1965,
stundaði vélvirkjanám
við Vélsmiðju Seyðis-
flarðar 1960-64 og Vél-
smiðju Sigurðar Svein-
bjömssonar í Reykja-
vík, lauk sveinsprófi í vélvirkjun
1967 og öðlaðist meistararéttindi
1970.
Grétar var verkamaður til sjós og
lands til 1960, var vélstjóri á hval-
veiðibátnum Hval 7 1965, vélstjóri á
farskipum með hléum 1965-73, vann
við hafnarframkvæmdir í Straums-
vík 1967-68, við niðursetningu á
túrbínum i Búrfellsvirkjun 1968-69,
við stækkun Kísilgúrverksmiðjunn-
ar við Mývatn 1970, við stækkun
Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi
1971-72, var við vélgæslu hjá ísfé-
lagi Vestmannaeyja á Kirkjusandi
1973-74, var auk þess bifreiðarstjóri
hjá Steindóri 1973 og vagnstjóri hjá
SVR 1976 en starfaði hjá ÁTVR,
Reykjalundi, Hilmari Helgasyni
heildverslun og Örtækni á árunum
1975-89. Loks hefur hann verið
starfsmaður hjá Múlalundi.
Fjölskylda
Kona Grétars frá 2.3.1988 er Guð-
björg Albertsdóttir, f. 1.7. 1947, hús-
móðir.
Fóstursystkini Grétars vora Ólaf-
ur Haraldsson, f. 1922, d. 1944; Hulda
Haraldsdóttir, f. 1927, d. 1993.
Hálfsystkini Grétars, samfeðra,
eru Lilja Magnúsdóttir, f. 1943; Páll
Magnússon, f. 1944.
Hálfsystir Grétars, sammæðra, er
Hulda Ingvarsdóttir, f. 1937.
Kjörforeldrar Grétars voru Har-
aldur Ólafsson, f. 1895, d. 1978, skip-
stjóri í Reykjavík, og Ásta Ólafsson
Smith, f. 1899, d. 1979, húsmóðir.
Foreldrar Grétars voru Magnús
Þórðarson, f. 1915, d. 1967, og Guð-
rún Runólfsdóttir, f. 1911, d. 1992.
Ætt
Magnús var sonur Þórðar Magn-
ússonar og Guðrúnar Magnúsdótt-
ur.
Guðrún var dóttir Runólfs Guð-
mundssonar og Þóreyjar Eyjólfs-
dóttur.
Til hamingju
með afmælið
22. janúar
95 ára
Guðlaugur Stefánsson,
Hrafnistu, Reykjavík.
90 ára
Gyða Helgadóttir,
Víðihlíð, Grindavík.
85 ára__________________
Jón Valgeir Ólafsson,
Búðarstíg lOb, Eyrarbakka.
80 ára
Auður Sigurjónsdóttir,
Grænumörk 5, Selfossi.
Jón Þ. Sigurðsson,
Brekkugötu 24, Þingeyri.
Ólöf Ólafsdóttir,
Hafnarstræti 47, Akureyri.
75 ára_____________________
Ásgeir Bjömsson,
'Hafnargötu 22, Siglufirði.
Hjördís Helgadóttir,
Smyrlahrauni 24, Hafnarfirði.
70 ára_______________
Ólöf Friðjónsdóttir,
Eystri-Leirárgörðum I,
Akranesi.
60 ára
María Ingibjörg
Hagalínsdóttir,
Dalbraut 3, Hnífsdal.
Sigurður Oddsson,
Vesturströnd 5, Seltjamamesi.
50 ára_________________
Amdís Erla Ólafsdóttir,
Ásgarði, Búðardal.
Hallveig Guðný Kolsöe,
Hraunbæ 20, Reykjavik.
Jakob Guðnason,
Fögrukinn 16, Hafnarfirði.
Kristbjörg Magnúsdóttir,
Smárarima 82, Reykjavík.
40 ára
Anna Alfreðsdóttir,
Möðrufelli 9, Reykjavík.
Bryndís Guðmundsdóttir,
Engihjalla 9, Kópavogi.
DóróHiea Dagný Tómasdóttir,
Skálagerði 4, Akureyri.
Guðbjörg Jóna Tómasdóttir,
Hlaðhömrum 15, Reykjavík.
Hafdis Vilhjálmsdóttir,
Sólvallagötu 54, Reykjavík.
Hjörleifur H. Guðmundsson,
Hjallabraut 2, Hafnarfirði.
Magni Ólafsson,
Maríubakka 22, Reykjavík.
Pálmi Haraldsson,
Brekkutúni 13, Kópavogi.
Sigurður Ingimundarson,
Hnappavöllum V,
Fagurhólsmýri.
Svanur Steinarsson,
Höfðaholti 10, Borgamesi.
Unnur Ema Óskarsdóttir,
Hörgatúni 9, Garðabæ.
7
TJrval
- 960 síður á ári -
fróðleikur og skemmtun
semlifirmánuðumog
árumsaman