Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Qupperneq 50
58 myndbönd LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 -J- yndbanda GAGNRÝNI Allt um móöur mína: Hlutverk móðurinnar Fyrir átján árum flúði Manuela (Cecilia Roth) Barcelona en sakir voveiflegs atburðar snýr hún þangað á ný. Þar glímir hún bæði við fortíð sína og samtima i senn. Sá sem hún leitar að er horfmn, aðra hitt- ir hún á ný og enn öðrum kynnist hún. Hún var móðir, er móðir og verður móðir. Hún hittir aðrar mæður en svo að segja enga feður. Almodóvar er líkt og titill myndarinnar gefúr til kynna fyrst og fremst að vinna með móðurhlutverkið - í margvíslegum skilningi. í kringum það spinnur hann áhugaverða frásögn þar sem tragedían er ávailt kómedíunni yfirsterkari. Þeir sem þekkja til höfundareinkenna leikstjórans vita að hverju þeir ganga. Persónugalleríð, með konur í öndvegi, er mikið og fjölbreytt. Litadýrð- in er með ólíkindum, næmnin fyrir umhverfinu mikil og flestallar ögranir knúnar áfram af væntumþykju. Þrátt fyrir það mikla lof sem hlaðið hefur verið á Allt um móður mína er hún í sjálfu sér hvorki merkilegri né betri en aðrar helstu myndir Almodóvars. Það er þó ágætt hrós út af fyrir sig. Útgefandi: Bergvik. Leikstjóri: Pedro Almodóvar. Aðalhlutverk: Cecilia Roth, Eloy Azorín, Marisa Paredes, Penélope Cruz og Candela Pena. Spænsk/frönsk, 1999. Lengd: 97 mín. Bönnuð innan 12 ára. -bæn Dick: Nixon grátt leikinn ★ ★á Allt frá upphafi hefur Hollywood tekið bandariska forseta afskaplega alvarlega. Nýlegt dæmi um það er mynd Olivers Stones Nixon (1995) en þar túlkaði Anthony Hopkins Richard M. Nixon af miklum þunga. Hann er sömuleiðis aðalpersóna Dick en nálg- unin eru á fúllkomnlega öndverðum meiði. Hér er skopast að Nixon af slíkum mætti að liklega er óhætt að fullyrða að enginn forseti hafi áður fengið sambærilega útreið á hvíta tjald- inu. Búin er til saga af tveimur táningsstúlkum (Kirsten Dunst og Michelle Williams) sem fyrir röð ólíklegustu tilviljana verða Nixon að falli, sem Dan Hedaya túlkar af þvílíku virðingarleysi að afbökunin á forsetanum illræmda nær á köflum kómedískri unun. Bob Woodward (Will Ferrell) og Carl Bem- stein (Bmce McCulloch) em einnig leiknir grátt, þótt eflaust beinist háðið ekki síður að Robert Redford og Dustin Hoffman sem léku þá í All the Pres- identís Men (1976). Annars byggist grín myndarinnar ekki á útúrsnúningi eldri mynda heldur Watergate-hneykslinu og persónu Nixons. Hætta er á að grínið fari að nokkm leyti fram hjá þeim sem þar þekkja lítið til. Sem sérstak- ur aðdáandi forsetamynda get ég ekki annað en litið á þessa vitleysu sem tímamótaverk þótt eflaust deili fáir þeirri skoðun með mér. Útgefandl: Skífan. Leikstjóri: Andrew Fleming. Aðalhlutverk: Kirsten Dunst, Michelle Williams og Dan Hedaya. Bandarísk, 1999. Lengd: 91 min. Öllum leyfð. -bæn Tinseltown: Sönn sakamál ^ Ofúrást Kanans á „sönnum" sakamálum hef- ur skapað efnivið í nokkrar háðsádeilur á und- anfómum árum, sbr. t.d. Natural Bom Killers. Hér er boginn ekki spenntur jafii hátt, en þó svolítið nuddað í þennan allt að því sjúklega áhuga á raunverulegum hryllingi. Tveir handritshöfúndar koma slyppir og snauðir til Hollywood og fá atvinnutækifæri era í aug- sýn. Þeir telja sig því hafa himin höndum tekið þegar þeir komast í kynni við raunverulegan raðmorðingja og telja að þar með séu þeir komnir með efhi sem tryllt gæti framleiðendur og síðan áhorfendur. Það er óvitlaus kaldhæðni í þessari ádeilu, en myndin líður nokkuð fyrir viðvaningsleg vinnubrögð. Takt- urinn í framvindunni er fremur óreglulegur, virðist ekki alveg í jafnvægi milli gríns og spennu, og myndin leysist af og til upp í myglaðan leikhús-“slapstick“. Þar á ofan em leikaramir í aðalhlutverkunum fremur ómerkilegir og ágæt- isnöfn í aukahlutverkum (Joe Pantoliano, Ron Perlman) ná ekki að lífga al- mennilega upp á leikhópinn. Þrátt fyrir vankantana má þó með þolinmæði og umburðarlyndi hafa nokkurt gaman af sögunni. Skífan. Leikstjóri: Tony Spiridakis. Aðalhlutverk: Arye Gross, Tom Wood, Ron Perlm- an, Joe Pantoliano og Kristy Swanson. Bandarísk, 1998. Lengd: 90 mín. Bönnuð inn- an 16 ára. -PJ Susan’s Plan: © Skemmtilegar persónur Það er of litið grin i þessari mynd til að hún geti beinlínis kallast grinmynd og of mikiö grín til að hún geti kallast spennumynd. Varla er hægt að stimpla hana sem drama eða hasarmynd heldur. Þessi tegund myndar gerir út á að stytta áhorfendum stund- ir með sniðugri sögufléttu, góðum leikurum og skemmtilegri persónusköpun. Myndin nær varla háifa leið með sögufléttuna, en leikaramir standa sig ágæt- lega og persónusköpunin er i finu lagi. Myndin segir frá Susan, sem hyggst koma sínum fyrrverandi fyrir kattar- nef og fá líftryggingu hans greidda. Með í ráðabmggi hennar er elskhugi henn- ar, hárgreiðslukona hennar, tveir seinheppnir smákrimmar og einn ofbeldis- fullur mddi. Helsti gallinn við söguna er sá að fátt kemur á óvart og hún fuðr- ar bara upp i lokin. Hins vegar em persónumar skrautlegar og mikið af góð- um leikurum í myndinni. Skemmtilegust em Lara Flynn Boyle sem lausláta * hárgreiðslukonan, Michael Biehn sem heimski smákrimminn og loks Dan Aykroyd, sem virðist vera farinn að sérhæfa sig í kaldrifjuðum morðingjum eftir langan feril í ljúflingshlutverkum í grínmyndum. Þegar allt kemur til alls er þessi mynd vel þess virði að sjá. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: John Landis. Aöalhlutverk: Nastassja Kinski, Billy Zane, Michael Biehn, Rob Schneider, Lara Flynn Boyle og Dan Aykroyd. Bandarísk, 1998. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Pedro Almodóvar viö tökur á Allt um móður mína. Pedro Almodóvar: Burðarás spænskrar kvikmyndagerðar Frakkar, ítalir og Þjóðverjar eiga óneitanlega glæsta kvikmyndasögu og veldur því heldur takmarkaður kvikmyndaarfur Spánverja nokk- urri furðu. Meira að segja jöfurinn Luis Bunuel vann flestar myndir sínar erlendis. Carlos Saura tók síð- an að vekja athygli á sjöunda ára- tugnum og var stærsta nafnið í Kvikmyndaferill Er á leið áttunda áratuginn tók Pedro að vekja æ meiri athygli með- al róttækra listunnenda í Madrid og árið 1980 gerði hann sína fyrstu mynd í fullri lengd Pepi, Luci, Bom y otras chicas del montón (Pepi, Luci, Bom and Other Girls on the Heap). Það var síðan árið 1987 sem hann sló í gegn fyrir alvöru á kvik- myndahátíðinni í Berlín með mynd- inni La Ley del deseo (Law of Des- ire). í kjölfarið fylgdi síðan hver smellurinn á fætur öðrum: Mujeres al borde de un ataque de nervios (Women on the Verge of a Nervous Breakdown, 1988), Átame! (Tie Me Up! Tie Me Down!, 1990), Tacones lejanos (High Heels, 1991) og Kika (1993). Sameiginlegar eiga þær ærslafullan fitonskraft og söguper- sónur á jaðrinum. Þótt hættulegt sé að lesa of mikið í kynhneigð leik- stjórans (sem er samkynhneigður) eru hommar og reyndar sérstaklega konur honum hugleiknar sem eru aldrei þessu vant í brennidepli á tjaldinu. Það hefur ekki breyst meö síðustu myndum Almodóvars: La Flor de mi secreto (The Flower of My Secret, 1995), Carne trémula (Live Flesh, 1997) og Todo sobre mi madre (All About My Mother, 1999). Þær eru aftur á móti orðnar yfirveg- aðri og jafnvel eilítiö tragískari. Konumar eru þó sem fyrr í aðal- hlutverki og karlpersónur þeirrar siðastnefndu reyndar orðnar ansi brjóstgóðar. -Bjöm Æ. Norðfjörð Carné tremula eða Live Flesh frá ár- inu 1997. spænski kvikmyndagerð allt þar til Álmodóvar sló í gegn á níunda ára- tugnum. Þessi umdeildi leikstjóri hefur notið sívaxandi hylli, jafnt heima fyrir sem á alþjóðavettvangi, allar götur síðan. Og gott ef hann átti ekki á síðasta áratug fleiri myndir í kvikmyndahúsum hér heima en nokkur annar leikstjóri handan Hollywood. Upphafsár Pedro Almodóvar Caballero fædd- ist 25. september árið 1951 í smá- borginni Calzada de Calatrava sem er í héraðina La Mancha. Hugur hans lá snemma til kvikmyndagerð- ar og sextán ára gamafl hélt hann til Madrid. Þaö var þó hægara sagt en gert fyrir ungan og djarfan lista- mann að koma sér á framfæri i kvikmyndabransanum sem var í heljargreipum menningarfasisma Francos. Þess í stað fékk Pedro sér vinnu hjá Símanum en birti efni í neðanjarðarblöðum og teikni- myndasögum. Á endanum tókst honum að spara sér fyrir einfaldri tökuvél og árið 1974 gerði hann sína fyrstu mynd, Dos Putas. Á næstu árum gerði hann fjölda ódýrra stutt- mynda auk þess sem hann söng í rokkhljómsveit, lék i avant-garde leikritum og tók að skrifa játningar klámdrottningarinnar Patty Dip- husa sem var hans eigið hugarfóst- ur. Myndbandalisti vikunnar ..Tl FYRRI 1 VIKUR ■■ VIKA Á LISTA • 1 l 1 TITIll ÚTGEF. J TEG. 1 ] 1 4 | Entrament sr*. Sp«u 2 3 1 3 ! The out-of-towners CIC Myndbðod Cioun J 3 1 2 1 4 1 Notting hill J Hátktfafrtf Gaman 4 ] HÝ I i J 1 1 Instinct j Myndform Spema 5 { NÝ ! 1 ! Office spacc Skifan Caman 6 9 2 Go J Skítan 7 1 5 ! 7 1 EdTv J CIC Myndböod taman 8 4 5 10 things 1 hate about you SAM klyndbönd ; - J ' Gaman 9 J 6 3 J Virus Spuna 10 7 3 1 l The Asironauts wife ) Myndfonn Spmma 11 J 20 1 2 Octobersky j CIC Myndbönd Drama 12 HÝ 1 Ringmaster HfcMahtf Gaman 13 13 4 Mod squad 1 Wamer Myndir Spetma 1 14 8 7 1 j Matrix WamerMyndir Sperma 15 j 10 8 Cruel intentions Skífan Spetma 16 HÝ 1 Goodbey lover Wamer Myndir Spetma 17 1 11 J 9 Truecrime WarnerMynfir Spetma 18 12 10 Foreesof nature j OCMyndböod Spetma 19 18 5 Svartur köthsr, hvftur köttnr Háskólabíó Gaman 20 HÝ 1 Mktsmnnsers night's dreasn \ Skían Speona

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.