Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
5
Fréttir
Hækkanir á matvörumarkaönum:
Miklar verðhækkanir
á stuttum tíma
Matur er mannsins megin og víst
er að útgjöld vegna matarinnkaupa
létta pyngjur flestra landsmanna
mikið allt árið um kring. Talsvert
hefur verið rætt um hækkanir á
matvörum sem átt hafa sér stað að
undanfórnu og finnst sumum þær
skjóta skökku við þær góðu aðstæð-
ur sem nú ríkja í þjóðfélaginu. Að-
stæður til innflutnings hafa verið
hagstæðar, meðal annars vegna
lækkandi gengis evrunnar á síðasta
ári, en samt sem áður hafa matvör-
ur og þar með taldar innfluttar vör-
ur, sem eru stór hluti af neysluvör-
um landsmanna, hækkað.
Miklar hækkanir á stuttum
tíma
Neytendasamtökin og fleiri aðil-
ar hafa gagnrýnt þessar hækkanir
og talið þær óeðlilegar. Samkvæmt
tölum frá Hagstofu íslands hafa
matvörur hækkað um tæp 13% á
tæpum þremur árum eða síðan í
mars 1997 er svokölluð grunnskipti
á neysluvisitölunni voru gerð. Vísi-
tala neysluverðs í heild hefur hins
vegar ekki hækkað nema um tæp
10% á sama tímabili.
Athygli vekur að stór hluti þess-
ara hækkana hefur átt sér stað á
stuttu tímabili því samkvæmt út-
reikningum Hagstofunnar hafa mat-
vörur hækkað um 6% að meðaltali
frá því í júli á síðasta ári til dagsins
í dag eða um 1% í mánuði hverjum.
Ef bara er litið til síðasta árs
kemur í ljós (samkvæmt flokkun og
útreikningum hagdeildar ASÍ) að
innfluttar matar- og drykkjarvörur
hafa hækkað mest af matvörum eða
um 7,8%, því næst svokallaðar aðr-
ar innlendar matar- og drykkjarvör-
ur um 7,4%, búvörur án grænmetis
um 2,8% og grænmeti um 2,4%.
Mikil samþjöppun
Er skýringa hefur verið leitað á
þessum hækkunum vilja sumir
meina, meðal annars Neytendasam-
tökin, að aukin samþjöppun á mat-
vörumarkaðnum hafi mikil áhrif
því í stað virkrar samkeppni sé fá-
keppni nú ríkjandi.
Nú er svo komið að segja má aö
tveir aðilar bítist um markaðinn á
höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt
lauslegum útreikningum Samtaka
verslunarinnar er Baugur
langstærsti aðilinn á matvörur-
markaðnum með um 50% markaðs-
hlutdeild á höfuðborgarsvæðinu.
Baugur rekur alls 35 matvöruversl-
anir þar, flmm Nýkaupsverslanir,
fjórar Hagkaupsverslanir, sextán
10-11 verslanir og tíu Bónusverslan-
ir.
Næststærsti aðilinn, samkvæmt
útreikingum Samtaka verslunarinn-
ar, er síðan Kaupás með um 30-35%
markaðshlutdeild á höfuðborgar-
svæðinu. Kaupás rekur alls 26 mat-
vöruverslanir á höfuðborgarsvæð-
inu, þar af níu Nóatúnsverslanir,
fjórtán ll-ll verslanir, eina Spar-
kaupsverslun og tvær Samkaups-
verslanir.
Fréttaljós
Gunnhildur L. Magnúsdóttir
Aðrir aðilar á matvörumarkaðn-
um komast því ekki með tærnar þar
sem þessir tveir risar hafa hælana.
Fjarðarkaup í Hafnarfirði er talið
hafa um 5% markaðshlutdeild og
aðrir aðilar, þ. á m. KEA-Nettó, Þín
verslun o.fl, skipta afgangnum á
milli sín.
Innfluttar vörur hækka óeðli-
lega
Inntur eftir skýringum á þessum
hækkunum segir Jóhannes Gunn-
arsson, formaður Neytendsamtak-
anna: „Það liggur fyrir að matvörur
hafa hækkað hérlendis á síðustu
misserum og þá sérstaklega inn-
fluttar matvörur. Þróun gengis í
Evrópu, þaðan sem mikill hlutr inn-
fluttra matvara kemur, gefur hins
vegar ekki tilefni til hækkunar á
þessum vörum og því eru þessar
hækkanir óeðlilegar. Ég hef ekki
fengið neinar haldbærar skýringar
frá smásölum eða heildsölum á því
af hverju þessar hækkanir stafa.
Sjálfsagt má skýra einhvem hluta
þeirra með því að skoða launaþróun
í landinu en ekki allan. Það liggur
hins vegar fyrir að samþjöppun á
þessum markaði er orðin griðarlega
mikil. Við liðum líka fyrir smæð
markaðarins þar sem fáir aðilar
ráða og aðstæður hafa skapast til fá-
keppni.“
Rannveig Sigurðardóttir, hag-
fræðingur hjá ASÍ, tekur í sama
streng og Jóhannes og telur að hag-
stæðar aðstæður til innflutnings
matvara frá Evrópu hafi ekki geflð
tilefni til hækkana á innfluttum
matvörum. „Að okkar mati er það í
raun heildsala og stjómenda stór-
markaða að svara því af hverju
Neytendur ættu að vera vel á verði gagnvart verðhækkunum á matvörum
sem og á öðrum vörum.
Hækkániráinatvoruverðí: I »1U
Heimild: Hagstofan
112
uo
108
106
104
102
100
13% hækkun ð
ð tvoimur ðrum
hækkun ð einu ðri
= viðmibunarpunktur
—I----------------1---------------1 I
Mars '97 Mars '98 Mars '99 Jan '00
þessar hækkanir stafa en við höfum
ekki séð neinar skýringar frá þeim
varðandi þær hingað til.“
Fákeppni í heildsölu
Stjómendur stórmarkaðanna eru
að sjálfsögðu ekki á sama máli og
segja að skýringa sé meðal annars
að leita í hækkandi heildsöluverði
matvara: „Matvara hefur ekki
hækkað meira en annað. Það ríkir
mikil samkeppni á þessum markaði
og þótt aðilarnir á markaðnum
verði færri og stærri þarf það ekki
að þýða minni samkeppni. Verðið á
matvörum hækkar ekki samtímis á
öllum markaðnum eins og hjá olíu-
félögunum og við gerum verðkann-
anir í öðrum verslunum og fylgj-
umst því vel með. Það er fráleitt að
matvöruverslun á íslandi hafl feng-
ið þessa 7% hækkun sem orðið hef-
ur á matvörum beint í vasann. Það
er hreint og beint sorglegt að vel
upplýstir menn segi svo og kenni
matvöruhækkunum um verðbólgu.
Þær hækkanir sem orðið hafa á
matvöru stafa fyrst og fremst af því
að aðfóng frá birgjum hafa hækkað.
Mjólkurvörur hafa hækkað um rúm
7% á einu ári, gosdrykkir um 12%,
brauð um 12% og amerískar vörur
um 7-10%. Það ríkir fákeppni í
heildsölu þar sem t.d. aðeins einn
aðili er ráðandi í sölu mjólkurvara,
tveir í gosdrykkjaframleiðslu og
einn í sölu pakkaðra brauða en það
er af og frá að það ríki fákeppni á
smásölumarkaðnum," segir Jón Ás-
geir Jóhannesson, forstjóri Baugs.
Skýringar á hækkunum matvara
eru greinilega mismunandi en það
er a.m.k. ljóst að neytendur verða
að vera vel á verði í matarinnkaup-
um sínum og fylgjast vel með hækk-
un á þessum markaði sem og ann-
ars staðar.
-GLM
r
Símasl<rá 2000
ianviar
Síðasti skiladagur
nýskráninga og/eða
breytinga vegna
símaskrár 2000 er
mánudaginn 31. janúar.
Nánarí upplýsingar veitir
skrífstofa símaskrár,
Síðumúla 15, í síma 550 7050.