Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
7
DV
Fréttir
Neytendasamtökin fagna ódýrari olíuvörum:
Vil sjá fyrstu
bensínstöðina
- segir Jóhannes Gunnarsson
„Ef þessi aðili ikemur inn á mark-
að hér með lægra verð heldur en nú
er þá er það ljóst að það verður neyt-
endum til hagsbóta. En áður en ég
fagna þessu vil ég sjá fyrstu stöðina,"
sagði Jóhannes Gunnarsson, forstjóri
Neytendasamtakanna, um þau tíðindi
að boðaður sé innilutningur á bensíni
hins nýstofnaða fyrirtækis Irvin-olíur
á íslandi. Þegar er hafinn innflutning-
ur á olíuvörum Irving Oil í samvinnu
við Austnes ehf. og eru þær, að sögn,
20-25 prósent ódýrari en þær oliuvör-
ur sem fyrir voru á
markaðinum.
Jóhannes sagðist
fagna þeirri sam-
keppni sem komin
væri í sölu á olíu-
vörum. „Þetta hefur
verið dæmigerður
geiri með fákeppni.
Núna virðist hreyt-
ing verða þar á. Ég
minni á að neytend-
ur njóta í þeim geirum þar sem sam-
keppni er mikil. Þar sem er fákeppni
tapa neytendur. Það er mjög einfalt."
Jóhannes sagði, að oftar hefðu
breytingar á heimsmarkaðsverði leitt
til hækkunar á bensíni og olíu. „Um-
ræðan um breytingar á bensínverði er
mjög hávær þegar markaðsverð er á
leið upp. Oliufélögin sjá til þess. Hins
vegar hefur skort á þegar það er í
hina áttina. Þá eru uppi ýmsar skýr-
ingar sem eru oft á tíðum afskaplega
hæpnar, miðað við áherslu á að ná
hækkunum strax inn.“ -JSS
Jóhannes
Gunnarsson.
Áhöfnin á Blika RE hefur mokfiskaö ýsu inni í Hvalfiröi að undanförnu. Gott verö fæst fyrir matfiskinn og eru sjó-
menn alsælir. Hér er háseti af Blika aö landa þeim tveimur tonnum sem fengust þann daginn. DV-mynd Sveinn
Morgunmatur gefur
gull í munn i#
Þegar hugað er að leiðum til
betra lífs skiptir miklu máli hvaða
fæða er innbyrt því að líkaminn
vinnur úr fæðunni næringu til að
halda sér gangandi. Það skiptir
máli hvað er borðað og hvenær.
Morgunmaturinn er sá máls-
verður sem skiptir miklu
máli fyrir daginn því að þá
hefur maðurinn ekki borðað
í 10-12 klukkustundir og
orkuforði likamans er upp-
urinn. Það kemur samt á
daginn að margir gefa sér
ekki tíma til að fá sér
staðgóðan morgunverð.
Sumir eiga erfitt með að
innbyrða mat stuttu eft-
ir að þeir vakna en þá
er mikilvægt fyrir þá
að borða vel við fyrsta
tækifæri.
„Næringin er á ábyrgð
hvers einasta einstaklings og
skiptir morgunmaturinn þar
miklu fyrir afköst dagsins," segir
Stefanía Valdis Stefánsdóttir heim-
ilisfræðikennari. Hún segir að
æskilegast sé að morgunmaturinn
samanstandi af sem flestum fæðu-
flokkum og helst öllum en þeir eru
kom, mjólk, ávextir og grænmeti,
og kjöt, egg og fiskflokkur. Stefan-
ía segir gott að fá sér gróft brauð
með áleggi og osti og setja græn-
metissneið ofan á. Þannig er kom-
inn ágætur morgunverður með lít-
illi fyrirhöfn. Þá má ekki gleyma
lýsinu sem eykur heilbrigði allra
aldurshópa
en lýsi
er sér-
lega auðugt af a- og d-
vítamínum.
Neysluvenjur úr bernsku
lærast
Bömum er ekki síður ráðlagt að
vakna tímanlega til að hafa tíma á
morgnana fyrir morgunmatinn.
Reyndin er sú að þau verða síður úr-
ill og eirðarlaus ef þau hafa fengið
morgunmat og eiga auk þess mun
betra með að einbeita sér. Blóðsykur-
inn minnkar og orkuforðinn fer
þverrandi ef þau era svöng.
Stefanía sagði áberandi mikinn
sykur vera í mörgum mjólkurvör-
um og tilbúnu morgunkorni og
því væri vert að lesa utan á
pakkningar en viðbætt syk-
urmagn og hitaeiningar er
í flestum tilfellum gefið
upp. Rannsóknir hafa
sýnt að neysluvenjur
lærast í æsku og því er
mikilvægt að huga að
þeim því þær fylgja
fólki um ókomna ævi.
Það er nægilegt að
vakna 5-10 mínútum
fyrr en venjan er til að
hafa tíma til að huga að
þessari mikilvægu máltíð
fyrir daginn. Reynslan hefur
sýnt að þau böm sem sleppa
morgunmat sækja mun frekar i sæl-
gæti eða eitthvað annað sætt þegar
líða tekur á daginn.
Máltækið að morgunstimd gefi gull
í mund getur þannig orðið hliðstætt
því að morgunmatur gefi gull í munn
því að á morgnana fögnum við nýjum
degi og maginn æpir á okkur um nær-
ingu. Því má ekki gleyma að smyrja
vélina fyrir átök dagsins því að án
smurningar verður okkur erfiðara
um vik að nýta daginn. -hól
Seltjarnarnes:
Kynjarugl í sundlaug
„Ég óð inn í gamla klefann minn
og þar var ekkert annað en bert
kvenfólk. Maður verður að vara
sig,“ sagði Jakob Þór Einarsson,
leikari og fastagestur í sundlauginni
á Seltjarnarnesi. Þar hafa forráða-
menn laugarinnar gripið til þess
ráðs að skipta á búningsklefum og
látið konunum eftir karlaklefana
því þeir þóttu rúmbetri og reynslan
sýnir að konur verja lengri tíma í
búningsklefum en karlar. Þrátt fyrir
kirfilegar merkingar á klefunum
eru gestir sífellt að ruglast á þeim og
er það algengara meðal karlmanna.
Kvenkyns sundlaugargestir segjast
oftlega rekast á karlmenn í kvenna-
klefunum og eigi það jafnt við um þá
sem eru að fara ofan í og hina sem
eru að fara upp úr.
„Karlamir eru svo vanafastir að
þeir ganga hugsunarlaust á sinn
gamla bás en bregður svo voðalega
þegar þeir rekast á beran kven-
mann,“ sagði kona sem hefur stund-
að sundlaugina á Seltjarnarnesi um
árabil. „Ég hef séð margan þekktan
Tvístígandi kona fyrir framan
búningsklefana í Sundlaug Sel-
tjarnarness.
manninn taka á rás héðan út með
roða í vöngum."
Við klefaskiptinguna gleymdist
að flytja salernisskál karlmanna
sem fest var á vegg yfir í gömlu
kvennaklefana en á því hefur nú
verið ráðin bót. Þrengra er um karl-
menn í búningsklefunum eftir breyt-
inguna en engar kvartanir hafa
borist vegna þess. Kvenfólkið er
hins vegar alsælt. -EIR
I BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
I BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur
Sundahöfn/Klettasvæði
í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og
byggingarlaga er hér með auglýst breyting á Aðal-
skipulagi Reykjavíkur 1996-2016.
Skipulagsbreytingin felur í sér að Skarfagarður í
Sundahöfn lengist, Skarfabakki er færður út, aðkoma
Viðeyjarferju færð að Skarfagarði, fylling er dregin inn
í kringum Skarfaklett og göngustíg breytt í samræmi
við það.
Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags- og
Byggingarfulltrúa, Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl.
10:00 - 16:00 frá 26. janúar til 23. febrúar 2000.
Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til
Borgarskipulags eigi síðar en 10. mars 2000.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan
tilskilins frests, teljast samþykkir.
ÞINA?
ICYNNINGARFUNDUR FIMfWTUDAGSKVÖLD
KL.20.30
IST 581 2411
STJORNUNAR
SKÖLINN
SOGAVEGI 69 * 108 REYKJAVlK * SfMI 58 1 24 1 I