Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
9
Utlönd
Elian fær að hitta
ömmur sínar í dag
Ættingjar kúbska drengsins
Elians Gonzalez hafa lofað að fara
að skipun bandaríska dóms-
málaráðuneytisins um að leyfa
honum að hitta ömmur sinar á
hlutlausum stað í dag.
„Þeir hafa staðfest að þeir ætli að
hlýða skipuninni," sagði Carole
Florman, talsmaður dómsmála-
ráðuneytisins, i gærkvöld.
Bandarisk innflytjendayflrvöld
höfðu áður ákveðið að senda skyldi
Elian til fóður síns, Juans Miguels
Gonzalez, á Kúbu. Elian litli fannst
á reki á slöngu undan strönd
Bandaríkjanna eftir að móðir hans
og stjúpi höfðu drukknað er bát
þeirra og fleiri flóttamanna frá
Kúbu hvolfdi.
Ömmur Elians, Mariela Quintana
og Raquel Rodriguez, komu til New
York á fóstudaginn í síðustu viku.
Síðan hafa þær árangurslaust reynt
að fá að taka litla drenginn með sér
heim. Síðastliðinn mánudag flugu
Ömmur Elians, Mariela Quintana og Raquel Rodriguez, við komuna til
Bandaríkjanna í síðustu viku. Símamynd Reuter
þær til Miami á Flórída en fengu
ekki að hitta Elian. Vonsviknar
flugu þær til Washington þar sem
þær hittu að máli hóp
stjórnmálamanna i gær.
Útlagar frá Kúbu og íhaldsöfl í
Bandaríkjunum hafa krafist þess að
Elian verði um kyrrt í
Bandaríkjunum. Bandarísk
innflytjendayfirvöld og
dómsmálaráðherra Bandaríkjanna,
Janet Reno, hafa hins vegar lýst því
yfir að drengurinn eigi að fá að
snúa aftur heim til föður síns á
Kúbu hið fyrsta.
Gert var ráð fyrir að ættingjar
Elians í Miami kæmu með Elian til
fundar við ömmumar á heimili
rómversk-kaþólskrar nunnu,
Jeanne O’Laughlin, við Miami í
dag. Ættingjamir höfðu áður sagt
að Elian fengi hvergi að hitta
ömmur sínar nema heima hjá þeim
þar sem drengurinn hefur dvalið
síðan honum var bjargað.
Tony Blair seg-
ist róttækari en
Magga Thatcher
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, lýsti því yfir í gær að
hann væri umbótasinnaðasti leið-
toginn sem Bretland hefði átt og
sagðist hafa verið róttækari en
Margaret Thatcher á fyrstu 1000
dögum sínum í embætti. Margir
höfðu verið þeirrar skoðunar að
stjóm Thatcher hefði verið síð-
asta róttæka ríkisstjórnin.
William Hague var ekki par
hrifinn af samanburðinum og lá
ekki á skoðunum sínum.
„Stjórn Margaretar Thatcher
umbylti stöðu landsins," sagði
Hague. „Þessi rikisstjóm gerir
hins vegar ekki annað en blaðra
og stendur ekki við neitt.“
Hua Mei, fimm mánaða gamall pandabjörn sem á heima í dýragaröinum í San Diego f Kaliforníu, fékk aö æfa sig aö
klifra í trjám í gær. Starfsmenn dýragarösins eru byrjaöir aö venja bangsann við mannfjöldann sem á eftir aö flykkj-
ast aö búri hans í sumar meö því aö hleypa útvöldum gestum nálægt honum.
Rússneskar öryggissveitir í Moskvu við öllu búnar:
Óttast árásir hryðjuverkamanna
Rússnesk stjómvöld hafa sett ör-
yggissveitir 1 Moskvu í viðbragðs-
stöðu af ótta við hefndarárásir
hryðjuverkamanna vegna fram-
sóknar hersins í baráttunni við upp-
reisnarmenn í Tsjetsjeníu.
Stjómvöld í Moskvu segja að ráð-
ist hafi verið á Tsjetsjeníu á sinum
thna í kjölfar sprengjutilræða upp-
reisnarmanna í Moskvu og öðrum
borgum. Uppreisnarmenn neita
allri aðild.
Vladímír Pútin, starfandi forseti
Rússlands, sagði í fyrri viku að
stjómvöld hefðu upplýsingar um að
frekari hryðjuverk væru áformuð.
Interfax fréttastofan hafði eftir lög-
reglunni í Moskvu í gær að búið
væri að herða eftirlit í borginni
vegna nýrra hótana.
Rússneskir hermenn áttu í hörð-
um bardögum við uppreisnarmenn í
miðborg Grozní, höfuðborgar
Tsjetsjeníu, í gær. Stjómvöld viður-
kenndu þá að meira en þúsund her-
menn hefðu týnt lífi í bardögum síð-
ustu sex mánuðina.
Margir fjölmiðlar í Rússlandi
hafa sakað herinn um að leyna
fjölda látinna hermanna.
Lífvörður Danadrottningar
var lúxusvændiskona
Fyrsta konan í lífverði Margrétar
Danadrottningar auglýsti lúx-
usvændisþjónustu í Ekstra Bladet.
Konan stundaði vændið í frítíma
sínum en tók einnig við samtölum
frá viðskiptavinum á vmnutima.
Hún gortaði af aukavinnu sinni við
starfsfélagana og bað þá um að aka
sér þegar hún fór á fund viðskipta-
vina.
Starfsfélagamir sögðu að lokum
yfirmönnum frá vændiskonunni.
Danska hirðin hefur neitað að tjá
sig um málið.
STJORNUNAR
SOOAVCGI 69 > 100 Rl YRJAVÍK - SIMI