Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
+34
Afmæli dv
Kristín Á. Johansen
s
Kristín Asgeirsdóttir Johansen
húsmóðir, Laugarásvegi 46,
Reykjavík, er sextug í dag.
Starfsferill
Rristín fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hún lauk prófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík 1957.
Kristín hefur lengst af verið hús-
móðir.
Fjölskylda
Kristín giftist 2.8. 1958 Rolf Jo-
hansen, f. 10.3. 1933, stórkaup-
manni. Hann er sonur J. Thulins
Johansens, f. 7.6. 1907, d. 21.6. 1975,
fulltrúa, og Svövu Þorgerðar Jo-
hansen, f. 29.6. 1912, húsmóður.
Börn Kristínar og Rolf eru Agn-
es Johansen, f. 27.9.1958, dagskrár-
gerðarmaður, búsett í Reykjavík,
en dætur hennar eru Kristín Una
Friðjónsdóttir, f. 3.12. 1981, og
Tanja Marín Friðjónsdóttir, f. 10.3.
1984; Johan Thulin Johansen, f.
23.11. 1959, viðskiptafræðingur í
Reykjavík, en kona hans er Guð-
rún Þorleifsdóttir, f. 26.3. 1962;
vSvava Þorgerður Johansen, f. 7.1.
1964, verslunarmaður, búsett í
Reykjavík en maður hennar er Ás-
geir Bolli Kristinsson, f.
15.1. 1951, og er sonur
þeirra Ásgeir Frank Ás-
geirsson, f. 2.8. 1996;
Berglind Johansen, f.
14.5. 1966, sölustjóri, bú-
sett I Reykjavík, en mað-
ur hennar er Pétur Al-
bert Haraldsson, f. 1.7.
1963, og eru dætur þeirra
Kristjana Pétursdóttir, f.
14.3. 1992, og Karólína
Pétursdóttir, f. 30.3. 1995;
Ásgeir Johansen, f. 3.3.
1971, framkvæmdastjóri
í Reykjavik, en kona
hans er Aki Isishe Johansen, f.
20.9. 1971, og eru böm þeirra
Nicole Hanna, f. 6.8. 1994, Rolf, f.
29.1. 1996, og Sebastian, f. 3.3. 1997;
Kristín Johansen, f. 3.3. 1971, sölu-
maður í Reykjavík, en maður
hennar er Friðrik Kaldal Ágústs-
son, f. 20.3. 1970.
Alsystkini Kristínar eru Matthí-
as Ásgeirsson, f. 14.4. 1938, at-
vinnurekandi í Reykjavík; Hrafn-
hildur Ásgeirsdóttir, f. 18.11. 1944,
fulltrúi í Stjómarráðinu, búsett i
Reykjavík.
Hálfsystkini Kristinar, sam-
feðra, eru Guðbjörg Ásgeirsdóttir,
f. 21.11.1922, húsmóðir í Reykjavík;
Sólveig Ásgeirsdóttir, f.
2.8. 1926, biskupsfrú, bú-
sett í Reykjavík; Ásgeir
Ásgeirsson, f. 6.5. 1931,
verslunamaður á Akra-
nesi.
Foreldrar Kristínar voru
Ásgeir Ásgeirsson, f.
11.8. 1885, d. 25.5. 1972,
kaupmanns í Ásgeirsbúð
við Þingholtsstræti í
Reykjavík, og Agnes
Matthíasdóttir, f. 25.4.
1912, d. 13.2. 1994, hús-
móðir.
Ætt
Ásgeir var sonur Ásgeirs, hrepp-
stjóra, b. og póstafgreiðslumanns á
Stað í Hrútafirði, Jónssonar,
hreppstjóra á Skriðnesenni í
Bitrufirði, Jónssonar.
Móðir Ásgeirs hreppstjóra var
Hallfríður Brynjólfsdóttir, b. á
Kárastöðum á Vatnsnesi, Brynj-
ólfssonar.
Móðir Ásgeirs kaupmanns var
Sólveig Guðmundsdóttir, b. á
Kollsá, Einarssonar.
Agnes var dóttir Matthisar, pr. I
Grímsey, Eggertssonar, barna-
kennara og sýsluskrifara á ísafirði,
bróður Matthíasar skálds
Jochumssonar. Eggert var sonur
Jochums, b. í Skógum í Þorska-
firði, Magnússonar. Móðir
Jochums var Sigríður, systir
Guðrúnar, langömmu Áslaugar,
móður Geirs Hallgrímssonar.
Sigríður var dóttir Ara Jónssonar,
b. á Reykhólum, og konu hans,
Helgu Árnadóttur, prests i
Gufudal, Ólafssonar, lögsagnara á
Eyri, Jónssonar, langafa Jóns
forseta og Jens rektors, langafa
Jóhannesar Nordals. Móðir Egg-
erts var Þóra Einarsdóttir frá Skál-
eyjum á Breiðafirði, systir
Guðrúnar, ömmu skáldanna
Herdísar og Ólínu Andrésdætra.
Þóra var einnig systir Guðmundar,
pr. og alþm. á Kvennabrekku,
föður Theodóru skáldkonu, móður
Guðmundar Thoroddsens,
læknaprófessors og yfirlæknis.
Móðir Matthiasar var Guðbjörg
Ólafsdóttir, b. á Rauðumýri á
Langadalsströnd, Bjamasonar.
Móðir Agnesar var Guðný Guð-
mundsdóttir, b. á Svertingsstöðum
í Kaupangssveit, Guðmundssonar.
Kristín og Rolf taka á móti
gestum á Hótel Sögu, Súlnasal, á
afmælisdaginn milli kl. 17.00 og
20.00.
Kristín Ásgeirsdóttir
Johansen.
Laufey S. Valdimarsdóttir
Laufey S. Valdimarsdóttir hús-
' móðir, Þelamörk 40, Hveragerði, er
sextug í dag.
Starfsferill
Laufey fæddist i Hreiðri í Holt-
um og ólst þar upp. Hún stundaöi
almennt skyldunám að Laugalandi
í Holtum og stundaði síðar nám
við Húsmæðraskóla Suðurlands á
Laugarvatni 1957-58.
Laufey starfaði á ýmsum stöðum
þar til hún hóf búskap. Eftir það
starfaði hún að uppbyggingu fyrir-
tækja þeirra hjóna, fyrst Ostagerð-
inni í Hveragerði, síðan Kjörís í
Hveragerði, samhliða húsmóður-
störfum.
Laufey hefur tekið virkan þátt í
félagslifi Hvergerðinga. Hún hefur
m.a. setið í stjóm Félags eldri
borgara, verið formaður sóknar-
nefndar Hveragerðissóknar og set-
ið í stjóm Skógræktarfélags Hvera-
gerðis. Hún er nú stjómarformað-
ur Kjörís.
Fjölskylda
Laufey giftist 9.3. 1963 Hafsteini
Kristinssyni, f. 11.8. 1933, d. 18.4.
1993, mjólkurtæknifræðingi og
framkvæmdastjóra Kjöríss í
Hveragerði. Hann var sonur Krist-
ins H. Vigfússonar, f. 1893, d. 1982,
húsasmíðameistara á Selfossi, og
k.h., Aldísar Guðmundsdóttur, f.
1902, d. 1966, húsmóður.
Böm Laufeyjar og Hafsteins eru
Aldís Hafsteinsdóttir, f. 1964, kerf-
isfræðingur og bæjarfulltrúi í
Hveragerði, en maður hennar er
Láms Ingi Friðfinnsson, f. 1962,
matreiðslumeistari, og eiga þau
þrjú böm; Valdimar Hafsteinsson,
f. 1966, iðnaðartæknifræðingur og
framkvæmdastjóri Kjöríss, en
kona hans er Sigrún Kristjánsdótt-
ir, f. 1968, hjúkrunarfræðingur, og
eiga þau þrjú börn; Guðrún Haf-
steinsdóttir, f. 1970, húsmóðir í
Dorum í Þýskalandi, en maður
hennar er Davíð Jóhann Davíðs-
son, f. 1968, iðnrekstarfræðingur,
og eiga þau tvö böm; Sigurbjörg
Hafsteinsdóttir, f. 1975, nemi við
KHÍ.
Systkini Laufeyjar eru Sigurjón
Valdimarsson, bóndi á Glitstöðum
í Norðurárdal í Borgarflrði; Albert
Hólmsteinn Norðdal Valdimars-
son, framhaldsskólakennari i
Hafnarfirði; Jóna Heiðbjört Valdi-
mEU'sdóttir, bóndi i Raftholti i Holt-
um í Rangárvallasýslu; Valgerður
Valdimarsdóttir, verslunarmaður
á Egilsstöðum.
Foreldrar Laufeyjar voru Valdi-
mar Sigurjónsson, f. 9.8. 1900, d.
1986, bóndi í Hreiðri í Holtum, og
Guðrún Margrét Albertsdóttir frá
Neðsta-Bæ i Húnavatnssýslu, hús-
freyja og bóndi.
Ætt
Valdimar var sonur Sigurjóns,
b. í Hreiðri í Holtum, Jónssonar.
Móðir Valdimars var Margrét,
systir Ólafar, ömmu Eiðs Guðna-
sonar sendiherra. Margrét var
dóttir Áma, b. á Skammbeinsstöð-
um, bróður Jóns yngra, langafa
Ingu, móður Þorgerðar söngstjóra
og Rutar fiðluleikara. Annar bróð-
ir Áma var Jón á Skarði, langafl
Guðna Kristinssonar á Skarði og
Guðnýjar, móður Guðlaugs
Tryggva Karlssonar. Ámi er sonur
Áma, b. á Galtalæk, Finnbogason-
ar, ættfoður Reynifellsættar, Þor-
gilssonar.
Guðrún Margrét var dóttir Al-
berts Gottskáls, b. í Neðstabæ í
Norðurárdal í Austur-Húnavatns-
sýslu, Bjömssonar, b. á Kolgröf,
Gottskálkssonar. Móðir Alberts
var Jóhanna Jóhannsdóttir, b. á
Stekkjarflötum, Hrólfssonar.
Móðir Guðrúnar Margrétar var
Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir,
b. í Áshildarholti, Jónssonar, eldri,
b. í Bitrugerði í Kræklingahlíð,
Ólafssonar. Móðir Guðjóns var
Guðrún Jónsdóttir. Móðir
Hólmfríðar Margrétar var Sæunn
Bjömsdóttir.
Afmæli
Til hamingju
með afmælið
26. janúar
80 ára
Sveinsína Traustadóttir,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði.
75 ára
Bjöm Jónatan Björnsson,
Brunnum 9, Patreksflrði.
Jón Ingimundarson,
Holtsgötu 1, Reykjavík.
70 ára
Baldur Sigurbaldursson,
Heiðarhrauni 21, Grindavík.
Hjalti Gíslason,
Kárastig 7, Hofsósi.
60 ára
Hjálmar Hjálmarsson,
Hábergi 3, Reykjavík.
Ólafur Guðmimdsson,
Grundarvegi 1, Njarðvík.
Rósa Guðmundsdóttir,
Goðdölum, Skagafirði.
Sigrún Björgvinsdóttir,
Jörundarholti 16, Akranesi.
50 ára
Sigurbjörg
Sigurðardóttir
húsmóðir,
Tjarnarmýri 4,
Seltjamamesi.
Eiginmaður hennar
er Kristinn Hraunfjörð Hugason.
Þau munu taka á móti gestum i
safnaðarheimili
Seltjamarneskirkju í dag milli
kl. 17.00 og 21.00.
Sveinn Ágúst Guðmimdsson,
Þórunnargötu 9, Borgarnesi.
40 ára
Egill Þórarinsson,
Narfastöðum, Sauðárkróki.
Halla Sif Svavarsdóttir,
Brekkusíðu 5, Akureyri.
Helga Kristín Árnadóttir,
Svarfaðarbraut 22, Dalvík.
Magnús Viðar Arnarsson,
Múlasíðu 24, Akureyri.
Margrét R. Þorvaldsdóttir,
Grettisgötu 92, Reykjavík.
Nanna Baldursdóttir,
Hafnarbraut 20, Neskaupstað.
Sigriður Ingólfsdóttir,
Bárustíg 16, Sauðárkróki.
Sigurlaug S. Einarsdóttir,
Furubyggð 21, Mosfellsbæ.
Blaðberar óskast
í eftirtalin hverfi:
Njálsgötu
Grettisgötu
Síðumúla
Háaleitisbraut
Álfhólsveg 70-115
Melaheiði
Tunguheiði
Ahugasamir hafi samband við
afgreiðslu blaðsins
í síma 550 5777.
Heilsárshótel að Laugum
- breytingarnar kosta Dalabyggð 50-60 milljónir króna
DV, Dalabyggð:
Vinna er hafin við breytingar á
eldri heimavistinni að Laugum í
heilsárshótel, að sögn Gunnólfs Lár-
ussonar, aðstoðarmanns sveitar-
stjóra Dalabyggðar.
„Eftir breytingarnar verður á
Laugum hótel með 22 tveggja
manna herbergi með baði og öllum
nýtískulegustu þægindum og ætlun-
in er að reka þama heilsárshótel,“
sagði Gunnólfur.
Kostnaðurinn við breytingamar
verður á bilinu 50-60 milljónir
króna og ekki er ákveðið hverjir
muni reka hótelið. Menn eru enn þá
í viðræðum við hugsanlega rekstr-
araðila og það hlýtur að skýrast á
næstu vikum hvað út úr þeim kem-
ur. -DVÓ
Sundlaugin að Laugum er ein sú albesta á landinu og ekki spillir að hún er
rétt viö hótelið. DV-mynd Meikorka