Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
IIT"(0f'* ’w®! rm
Mikill fjöldi fólks nýtur útiveru í
Bláfjöllum.
Bláfjöll:
Bjartsýnn
á að aftur
snjói
- segir Císli Páll jóns-
son sem er enn ekki
farinn að örvænta
Þó rigning og hlýviðri hafa
saxað verulega á snjóalög þá eru
ekki allir skíðamenn famir að ör-
vænta með að úr rætist. Gísli Páll
Jónsson á skíðasvæðinu í Bláfjöll-
um segist vonast til að senn fari
að snjóa.
„Snjórinn hefur minnkað tölu-
vert héma upp frá en það er enn
ein og ein lyfta sem við höfum get-
að haldiö úti að hluta. Við getum
t.d. enn hleypt í Borgarlyftuna
miöja og Kóngsgilið sjálft er fært
en samt ekki norðurleiöin.
Þetta er svo sem ekkert óvenju-
legt á þessum árstíma. Við höfum
oft lent í slíku og stundum verið
minni snjór en þetta, jafnvel misst
aUan snjó. Við fengum hins vegar
engan svona hlákukaíla í fyrra og
skíðafæriö var þá yfir höfuð mjög
gott.“
Gísli segir mikla aukningu á
hlutfalli snjóbrettafólks í skíða-
brekkunum og mikið sjáist af nýju
brettafólki. Hins vegar er akstur
vélsleða bannaður á svæðinu.
„Það má segja aö þeir vélsleðar
sem við notum við okkar störf séu
hér á undanþágu. Allur annar
akstur vélsleða hér utan vega er
stranglega bannaður.“
- Hvemig gengur að framfylgja
vélsleðabanni?
„Við getum ekkert framfylgt
því. Við höfum ekkert lögreglu-
vald og erum auk þess á mjög litl-
um sleðum. Við getum því ekki
staðið í að elta fólk. Ef við sjáum
fólk hins vegar gera sig líklegt til
að taka niður sleða hér á bílaplan-
inu þá bendum við því á þetta. I
fyrra settum við upp skilti hér og
þar um bann við akstri vélsleða."
-HKr.
Snjobrettamenningm
skipulögð
- mót í deiglunni bæði hérlendis og erlendis
Snjóbrettamenn jafnt sem aðrir
snjóunnendur horfa nú örvæntingar-
augum til fjalla og vona að hlýindum
og rigningu fari senn að linna. Bretta-
menn sem hingað til hafa iðkað sitt
sport hver i sínu homi hyggjast nú
skipuleggja starfsemina.
Hlutfall brettafólks í skíðalöndum
Reykjavíkur hefur vaxið ört á undan-
fómum ámm svo að á venjulegum
virkum dögum er jafnvel talað um að
80% vetrarsportiðkenda i brekkunum
sé brettafólk. Færst hefur í vöxt að ís-
lenskir snjóbrettakappar reyni fyrir
sér í keppnum erlendis. Það hefur þó
staðið greininni nokkuð fyrir þrifum
að ekki em til nein samtök snjóbretta-
fólks hérlendis og því verða menn að
baslast áfram á eigin spýtur.
Nokkrir snjóbrettamenn munu þó
vera komnir með styrktarsamninga
við erlend fyrirtæki sem gefa dagpen-
inga og annað sem til þarf vegna uppi-
halds og keppni erlendis. Ef snjórinn
lætur sjá sig að nýju er fyrirhugað að
vera með brettamót í Skálafelli og á
Akureyri. Hugmyndin er að reyna að
drifa þá út til keppni sem standa sig
best á þessum mótum. Þar er verið að
tala um ferð til Sviss á stærsta bretta-
mót sem haldið er i heiminum. Þar er
um að ræða opið mót en þeir aðilar
sem styrktir em af ISF, alþjóðasamtök-
um snjóbrettamanna, þuifa að safna
sér punktum til að komast áfram í
keppni. Þá verða menn líka að tilheyra
einhverjum félögum til að komast inn
í ISF-mót. Islenskir snjóbrettamenn
hafa því í hyggju að koma skipulagi á
sína starfsemi og stofna félag eða deild-
ir innan þeirra skíðafélaga sem fyrir
em. -HKr
Skálafell:
Lokað
vegna
snjóleysis
Undanfarið hefur lítið sést til
skíðamanna í Skálafelli og á sím-
svaranum voru einungis ein skila-
boð: Lokað vegna snjóleysis.
í hlákutíð eins og verið hefur að
undanfómu hreinsast skíðasvæðið í
Skálafell fyrr
af snjó en
Bláfjöllin.
Það þarf því
engan að
undra að inn
á símsvarann
hafl menn
neyðst til að
setja þau
sorglegu
skilaboö að
lokað sé vegna snjóleysis. íslenskt
veðurfar lætur þó ekki að sér hæða
og víst er að veturinn er ekki enn
úti. Alla vega vonast menn enn eftir
snjó í Skálafellinu, enda er fyrirhug-
að að halda þar Sklðalandsmót ís-
lands.
A^kið að gerast í skautaíþróttum:
Eg ætla að halda áfram
— segir hin 15 ára Sigurlaug Árnadóttir sem er annar
íslendingurinn til að taka þátt í einstaklingskeppni á alþjóðlegu skautamóti
Ungu skautafólki á íslandi hefur
fjölgað mjög í kjölfar þess að Skauta-
höll var opnuð í Reykjavík. Sigurlaug
Ámadóttir, 15 ára að aldri, er annar
íslendingurinn sem þátt hefur tekið í
einstaklingsgrein á alþjóðlegu skauta-
móti en fyrstur var Niels Finsen fyrir
um 100 árum.
Sigurlaug fór nú fyrir áramótin til
keppni í alþjóðlegu opnu móti í Finn-
landi. Þar tók hún þátt í einstak-
lingskeppni í listhlaupi. Þó hún lenti
ekki í efstu sætum er árangur hennar
talinn góður miðað við að hún hefur
nær enga keppnisreynslu að baki og
hefur aldrei farið á svona mót áður.
Sigurlaug mun að sögn Þorsteins Ein-
arssonar, fyrrverandi íþróttafulltrúa,
vera annar íslendingurinn sem tekur
þátt i alþjóðlegum mótum. Sá fyrsti
sem fór héðan á alþjóðlegt mót var
Niels Finsen. Það mun hafa verið rétt
fyrir aldamótin 1900 er hann tók þátt
í móti i Gautaborg. Niels æföi sig á
skautum á Reykjavíkurtjöm og þótti
laginn skautamaður og einnig góður
skotmaður.
Anna Kristin Einarsson hjá Skauta-
félagi Reykjavíkur segir að íslands-
mót barna og unglinga verði haldið
núna á laugardaginn 28. janúar. Það
er í fyrsta skiptið sem þetta mót er
haldið eftir að skipulaginu var breytt.
Reykjavíkurmót var haldið í nóvem-
ber, þá verður áðumefnt bama- og
unglingamót og síðan íslandsmeist-
aramót í mars. Þar mæta aðeins þeir
bestu til leiks.
„Þá hafa þrír hópar skautadansara
verið að æfa og elsti hópurinn fer til
Frakklands að keppa í apríl. Sá hópur
fór á síðasta ári til Bretlands. Nú
eram við komin með rússneskan
þjálfarara, Olgu Baranovu, og það era
ótrúlegar framfarir í greininni,“ segir
Anna Kristín.
Byrjaði á skautum 8 ára gömul
„Ég er búin að æfa mig á skautum
síðan ég var 8 ára og æfi nú listhlaup
á skautum," segir Sigurlaug. „Mér
gekk mjög vel í Finnlandi en ég hef
ekki keppt áður á svona alþjóðlegu
móti og „standardinn" var miklu
hærri en ég hef áður keppt í.“
í æfingar klukkan
6 á morgnana
„Ég var i sameinuðum skautadans-
hópi og fór til Bretlands í fyrra en er
hætt í honum núna. Ég æfi þrjá
morgna i viku frá klukkan 6 til 8 og
tvisvar á kvöldin."
- Er ekkert erfitt að rífa sig upp fyr-
ir klukkan sex til aða æfa skauta-
hlaup?
„Þú getur rétt ímyndað þér hvemig
það er þegar allir aðrir eru sofandi.
Svo tekur skólinn við á eftir. Þetta er
samt eini tíminn sem hægt var að fá
því seinna er opið fyrir almenning og
síðan er það hokkl líka.“
- Er Skautahöllin þá að verða of lítil?
„Það væri auðvitað best að fá aðra
en ég veit ekki hvort það gengur. Ég
ætla að halda áfram á fullu og ég er
aðalega í þessu vegna þess hvað mér
þykir þetta skemmtilegt. Svo er ég
llka í jazzballett og saxafónnámi. Það
er því meira en nóg að gera,“ segir
þessi bráðefnilegi brautryðjandi í
skautaíþróttinni. -HKr.
Sigurlaug Árnadóttir ásamt Olgu Baranovu, aðalskautaþjálfara sinum.