Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 Fréttir Hjonakornin Hafliöi Helga- son og Barbara Helgason. Vegír þcírro lágu saman eltir aö Haflifti haföi samband viö hana i Póllímdi eftír smáauglýsingu t DV. Maö þelm á myndinni «ru dartur þcirro, Dagbjbrf Eva, 11 ára, og Heiga Anna, ö óra. DV-mynd S Kynntust í gegnum smáauglýsingu í DV: Mitt mesta lán í lífinu - í dag er ég hamingjusamur fjölskyldufaðir „Þannig kynntist ég konunni minni, keypti bílinn minn og fékk vinnuna mína. Ég hef fengið svo margt í gegnum DV en besta gjöfln var konan mín,“ segir Hafliði Helga- son öryggisvörður. „Fyrir þrettán árum starfaði ég einmitt í DV-húsinu við viðgerðir og þess háttar. Á þeim tíma var ég búinn að vera í óreglu í nokkurn tíma, hafði verið á sjónum og drukkið stundum ótæpilega í landi. Mig langaði bara að breyta til og festa ráð mitt. Einn daginn fletti ég upp á smáauglýsingasíðunum og skoðaði einkamáladálkinn. Þar sá ég auglýsta kynningarlista fyrir ein- hleypt fólk og pantaði einn slíkan. Þegar ég hafði fengið listann lokaði ég augunum og bað frelsara minn að leiðbeina mér að finna réttu kon- una fyrir mig. Þegar ég opnaði aug- un hafði fingur minn staðnæmst við mynd af hinni pólskættuðu Bar- böru. í dag höfum við verið ham- ingjusamlega gift í 12 ár og eigum tvær dætur saman,“ segir Hafliði. Varö strax ástfanginn Hafliði segist strax hafa orðið ást- fanginn eftir að hafa fengiö fyrsta bréfið frá henni. Eftir bréfaskriftir í nokkra mánuði fór hann utan en þar kynntist hann ömurlegum hlið- um á mannlífinu. Fátæktin var gíf- urleg. Barbara hefur t.d. aldrei vilj- að fara í heimsókn til heimalands síns og vill helst ekki heyra minnst á stríðshrjáð lönd. Og þaö gekk á ýmsu áður en hún komst í faðm Hafliða. „Hún var alger himnasending. Ég lagði flöskuna á hilluna og lifi mjög góðu fjölskyldulífi í dag. Ég var kominn með svo mörg djúp sár í hjartanu að ég hefði ekki þolað eitt í viðbót,“ segir Hafliði. Barbara er heimavinnandi en hún varð öryrki eftir að hafa lent í slæmu umferðarslysi í fyrravetur. Hún er menntuð sem garðyrkju- fræðingur en starfaði m.a. sem kvenfangavörður í Varsjá á skólaár- um sínum. Hér á landi hefur hún unnið við geðdeild Landspítalans en draumur hennar er að læra snyrtifræði. Að sögn Hafliða sér hún um öll fjármál heimilisins og hafa þau aldrei staðið betur. “Hún er bara svo hrein og bein. Svo hefur hún m.a. bjargað manns- lifi í sundi en það er bara eitt af hennar góðverkum hér á landi,“ segir Hafliði. Sendum hvort öðru hugskeyti Hafliði er rómantískur maður og gefur garðyrkjufræðingnum iðulega blóm. En eru þau hjón lík? „Við höfum oft verið spurð hvort við séum tvíburasystkin. Við erum svo samrýnd að viö hugsum sama hlutinn á sama tíma,“ segir Hafliði. Hann sagði vegi guðs órannsakan- lega en hann, og DV, hefðu sannar- lega leitt þau tvö saman. -hól ...... ipTSPTiI Skipstjóri á vaktinni Tækninni er ætlað að létta okk- ur mannverunum lífið á flestum sviðum en oftar en ekki stöndum við frammi fyrir því að tæknin leggur stein i götu okkar og svik- ur okkur þegar mest á reynir. Þannig var um tölvukerfi Veður- stofunnar fyrir helgina. Upp úr hádegi á föstudag var rjómablíða á höfuðborgarsvæðinu en suður í hafi bandvitlaust veður sem óð í áttina að saklausum borgarbúum og veðurfræðingum. Hefði skip ekki verið statt í miðjum veður- hamnum suöur af landinu og skipstjórinn ekki haft rænu á að hringja i land og láta veðurfræð- ingana vita að blíðan i tölvukerf- inu þeirra væri svikalogn hefði orðið fátt um viðvaranir og ugg- laust hefðu enn fleiri lent í vand- ræðum en raun varð á. Þessi uppákoma hefur orðið til þess að Dagfari treystir ekki orðiö neinu af því sem frá Veðurstof- unni kemur. Spái hún blíðviðri er eins gott að hafa regnstakkinn eða kuldagallann innan seiling- ar og spái hún skítviðri liggur við að óhætt sé að kveikja upp í grillinu og skjótast eftir safaríkri steik. Er svo komið að enginn veit lengur upp né niður þegar veðrið er annars vegar, hvorki leik- menn né lærðir. Og menn eru litlu nær eftir út- skýringar veðurstofustjóra. Hann sagði að tölvuút- ar vissu ekkert í sinn haus og urðu að reikna allt upp á nýtt. Það var ekki fyrr en raunir skipstjórans höfðu verið slegnar inn í tölvukerfi Veðurstofunn- ar að tölvumar fóru að makka rétt og spá því sem síðar varð. Skipstjórinn góði hefði betur verið suður í hafi milli jóla og nýárs þegar tölvur Veðurstofunnar spáðu bandvit- lausu áramótveðri, flugeldasalar nög- uðu neglur og þjóðin kvaldist i angist yfir að árþúsundamótin væru ónýt. Strax upp úr jólum spáðu veðurfræð- ingar gjörningaveðri um áramótin. Þá yröi ekkert rakettuveður. Þar sem tölv- umar urðu sjálfar að spá í veðurútlitið ' á stóru svæði sunnan af landinu og enginn skipstjóri var á vaktinni var ekki nema von að spáin brygðist. Það er ljóst að tölvumar eru ekki vandanum vaxnar og vont að þurfa að treysta á veðurfræðinga sem treysta á tölvur sem ekki vita neitt í sinn haus þar sem enginn skipstjóri er til að hjálpa þeim. Til að veð- urfræðingamir geti treyst tölvunum og fólkið veðurfræðingunum þurfa tölvurnar að hafa veð- urglögga jaxla sér til halds og trausts, fólk sem enn kann að gá til veðurs með þeim skynfærum og verkfærum sem tiltæk eru hverju sinni, skip- stjóra, bændur, kerlingar sem spá í garnir eða Veðurklúbbinn á Dalvík. Dagfari reikningar næðu ekki alltaf því sem er að gerast þar sem ekkert er um veðurathuganir á stóru svæði fyrir sunnan ökkur. Því verði menn að treysta alfarið á tölvumar. Raunveruleiki með vindhraða upp á 30 metra á sekúndu var hins veg- ar víðsfjarri öllum tölvuspám sem gerðu ráð fýrir venjulegum strekkingi upp á 15-20 metra á sek- úndu. En sá raunveruleiki gerði skipstjóra suður í hafi lífið leitt og deildi hann þjáningum sínum með veðurfræðingunum sem sáu strax að tölvum- jvarar í skafli Forséti vor, Ólafur Ragnar Grimsson, er jafhan gamansamur og í mikilli veislu á Bessastöðum, þegar stórviðri skók húsið, til- kynnti hann seinkun á skemmtikröftum. Þeir sætu fastir einhvers staðar úti í skafli. Þetta skipti þó engu máh því stórsöngvar- ar og píanistar væm í salnum og gleðin því tryggð. Fór þá að fara um meinta snillinga en menn þóttust vita að þar ætti hann við Davíð Oddsson forsætisráðherra og Birgi ísleif Gunnarsson seðlabankastjóra. En í því svifú skemmtikraftamir inn og andaði margur léttar. Af skemmti- kröftunum öflugu, Bergþór Pálssyni og Agli Ólafssyni, er það að frétta að þeir fletta nú bflablöðum í gríð og erg í leit að svo öflugum jeppa að snjór hamli ekki fór... Votlendisverndun Endurheimt votlendis heitir bæk- lingur sem póstsendur verður á öll heimfli í dreifbýli á næstunni, auk annarra sem málið varðar. í bæk- llngnum er greint frá þvi hvað votlendi sefji mikinn svip á íslenska náttúm. Rætt er um hnignum votlendis og þá ógn sem m.a. fuglalífi stafar af þeirri hnignun. Út- gefandi er Nefnd um endurheimt votlendis en Fuglavemd- arfélag íslands kemur einnig að mál- inu. Ritari veit ekki betur en að eitt umdeildasta landsvæði á Fróni um þessar mundir, Eyjabakkar, sé vot- lendi. En Eyjabakkar em ekki í hættu vegna þomunar heldur fara þeir undir vatn ef fram fer sem horf- ir. Flestir framsóknarmenn em ákaf: ir talsmenn þess að sökkva Eyja- bökkum undir miðlunarlón og því vekur athygli að formaður nefhdar- innar er framsóknarmaður, Níels Ámi Lund... Tilfinningar Ofsi var ofarlega í umræðu manna á meðal um helgina, ofsi veðurguða og upphlaup sem varð þegar Ámi Mathiesen sjávarútvegsráðherra gekk út af fundi um tvöfóldun Reykjanesbrautar, þá sem starfandi samgönguráðherra í fjar- vem Sturlu Böðvars- sonar. Ámi ítrekaði í fjölmiðlum um helgina að hann missti sjaldan stjóm á skapi sínu en ef hann yrði reiður þá yrði hann reiður. Ástæða þess að Ámi gekk út af títtnefhdum fundi var að umræðan leiddist inn á tilfmninga- legar nótur - hann hefði ekki mætt á fundinn á þeim forsendum. Ófáir fundargestir glottu hins vegar út í annað því þeim fannst framganga Áma tilfmningahlaðin i meira lagi... Hugsar að heiman Skessuhom var valið fyrirtæki Borgarbyggðar árið 1999 af atvinnu- málanefhd Borgarbyggðar. Gísli Ein- arsson, ritstjóri Skessuhoms, þykir hafa gert ótrúlega hluti á tveimur ámm með því að allir Vestlend- ingar telja þetta blað- ið sitt en áður höfðu menn brotlent i blaðaútgáfu á þessu svæði. Sandkorni var tjáð að diplómatískum hæffleikum Gísla sé m.a. að þakka árangurinn en hann sé alinn upp í hrepparíg. Ritstjómarskrifstofur em bæði á Akranesi og í Borgamesi. Þegar Gísli talar í RÚV er hann fréttaritari RÚV á Vesturlandi og tal- ar frá Akranesi. Borgfirðingar þykj- ast hins vegar vita betur - að hann hugsi, tali og skrifi fréttimar í Borg- amesi... Umsjón Haukur Lórus Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.