Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000
7
Viðskipti________________________________________________________________________________________x>v
Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ alls 1.688 m.kr. ... Mest með spariskírteini, fyrir 725 m.kr. ... Hlutabréf 288
m.kr. ... Mest með bréf Eimskips, 46 m.kr. og 0,6% hækkun ... Landsbankinn hækkaði um 3,5% ... Opin
kerfi um 4,7% ... Skagstrendingur hækkaði um 9,1% ... íslenska járnblendifélagið lækkaði um 6,4% ...
Stefnubreyting í
efnahagsmálum
- vikmörkum krónunnar breytt og vextir hækkaðir
Aö höíðu samráöi viö ríkisstjóm
hefur bankastjóm Seðlabanka íslands
ákveðið að víkka vikmörk gengisstefn-
unnar um 3% í hvora átt frá og með
deginum í gær. Þau verða því hér eftir
9% í hvora átt frá miðgildi í stað 6%
áður. Breytingin skapar skilyrði til
frekara aðhalds í peningamálum í því
skyni að draga úr verðbólgu. Hér er
um mikla steöiubreytingu að ræða og
er þessi ráðstöfun að miklu leyti í sam-
ræmi við efiiahagstillögur OECD frá
því í desember sL
Bankastjóm Seðlabanka íslands hef-
ur einnig ákveðið að hækka vexti
bankans um 0,3 prósentustig. Vaxta-
hækkunin hefur þann tviþætta tilgang
að auka vaxtamuninn gagnvart útlönd-
um á ný eftir nýlegar vaxtahækkanir í
mikilvægum viðskiptalöndum og að
undirstrika enn frekar ásetning bank-
ans um að nýta aukið svigrúm gengis-
stefnunnar tO þess að draga úr verð-
bólgu.
Aukinn sveigjanleiki
Víkkun vikmarkanna felur í sér við-
bótarskref til þess að auka sveigjan-
leika gengisstefnunnar. í september
1995 vom vikmörkin víkkuð úr 2°% í
hvora átt í 6%. Sú ráðstöfún var fyrst
og fremst gerð í varúðarskyni sakir
þess að í upphafi þess árs var síðustu
hömlum á skammtímahreyfmgum
fjármagns til og frá landinu aflétt.
Gengi krónunnar hélst innan gömlu
markanna þar til i maí 1998. í kjölfar
kjarasamninga í apríl 1997 stuðlaði að-
haldssöm peningastefha að hækkun
gengis krónunnar innan vikmarkanna
og átti það sinn þátt í að halda aftur af
verðbólgu. Á síðasta ári jókst verð-
bólga mjög. Peningastefhunni var beitt
gegn henni og vaxtahækkanir Seðla-
bankans stuðluðu að hækkim á gengi
krónunnar á seinni hluta ársins. Það
varð hæst 28. desember sL, 4,9% yfir
miðgengi, þ.e. rúmlega 1% innan vik-
markanna. Bankinn hefur hins vegar
engin viðskipti átt á millibankamark-
aði fyrir gjaldeyri síðan 14. júní á síð-
asta ári og hefur því ekki haft áhrif á
gengi krónunnar með beinum hætti
siðan þá. Eftir breytinguna verða vik-
mörk gengisskráningarvísitölunnar
104,66 og 125,36 en miðgildið verður
áfram óbreytt, þ.e. 115,01.
Veröbólgan fær forgang
Seðlabanki íslands telur við ríkj-
andi aðstæður nauðsynlegt að veita
baráttunni gegn verðbólgu forgang.
Sem fyrr segir varð gengi krónunnar
hærra innan vikmarkanna undir lok
desember sl. en áður hafði þekkst. Við
þær aðstæður virtist sem vikmörkin
hömluðu frekari hækkun gengisins,
jafnvel þótt enn væri nokkurt rými
innan þeirra. Með því að vikka vik-
mörkin er komið í veg fyrir að gengis-
stefnan hamli frekara aðhaldi í pen-
ingamálum. Víkkun vikmarkanna nú
og hækkun vaxta Seðlabankans fela
þvi í sér skýran ásetning um að pen-
ingastefnan skuli öðru fremur stuðla
að lítilli verðbólgu.
Skref t átt afnáms
Með þvi að víkka vikmörk gengis-
stefnunnar á fóstudag hefur verið stig-
ið skref í þá átt að afnema fastgengis-
stefiiu Seðlabankans. Þetta er a.m.k.
mat flestra fjármálafyrirtækja sem
tjáðu sig um málið í gær. FBA segir að
það sé ljósara nú en áður að stöðugt
verðlag er aðalmarkmið bankans og
gengisstefnan verður látin víkja fyrir
því ef þess gerist þörf.
íslandsbanki F&M gerir ráð fyrir að
sveiflur í gengi krónunnar geti aukist.
„Þrátt fyrir mikinn viðskiptahalla og
auknar fjárfestingar í erlendum hluta-
bréfum má búast við nokkurri styrk-
ingu krónunnar á næstu vikum og
mánuðum," segir í Morgunfréttum ís-
landsbanka F&M í gær. Fram kemur
að til lengri tíma litið gætu því sveifl-
ur í gengi krónunnar aukist.
íslandsbanki F&M gerir ráð fyrir að
næsta sumar verði töluvert innstreymi
á gjaldeyri ef af fyrirhuguðum virkj-
ana- og stóriðjuframkvæmdum verður.
„Einnig er möguleiki á nokkru inn-
streymi fjármagns ef útboð deCode
gengur vel. Takist að koma böndum á
verðbólguna gefur aukið innstreymi
ríkinu færi á að greiða niður erlendar
skuldir," segir íslandsbanki F&M.
NetDoktor 50 milljarða virði
Danska intemetfyrirtæk-
ið NetDoktor hefur slegið
í gegn víða í Evrópu. Fyr-
irtækið opnaði fyrsta vef-
inn, netdoktor.dk, í Dan-
mörku árið 1998 og á síðasta
ári voru opnaðir NetDoktor-
veflr í Svíþjóð, Þýskalandi,
Austurríki og Noregi. Þá
hefur netdoktor.is verið
starfræktur hér á
landi frá því síðla á
síðasta ári. Viðskipta-
vefurinn á Vísi.is
greindi frá.
í danska við-
skiptablaðinu Borsen er sagt
frá því að síðasta stóra skref
NetDoktors hafi verið að
opna vef í Bretlandi. Fjár-
festar og fjármálafyrirtæki
hafa itrekað sýnt því
áhuga að
fyrirtæk-
ið verði
skráð á
hluta-
bréfa-
markað
Heilsuupplýsingar
og vefir helgaðir
á vefnum eru vinsælar
þeim eru verömætir.
og 1
Borsen
kemur
fram að einn stærsti fjárfestingar-
banki Bretlands hefur metið Net-
Doktor á um 50 milljarða íslenskra
króna. Stofnendur og aðaleigendur
fyrirtækisins hafa þó enn ekki tekið
ákvörðun um að ráðast í skráningu.
Sem stendur starfa 85 manns hjá
fyrirtækinu, mest læknar og aðrir
sérfræðingar í heilbrigðismálum,
auk blaðamanna og hugbúnaðarsér-
fræðinga. Auk þess eru um 350 laus-
ráðnir pennar hjá NetDoktor sem
stofnað var af þremur ungum mönn-
um í Danmörku fyrir rúmum tveim-
ur árum.
Vöruskiptahallinn 22,8 milljarðar árið 1999
- minnkaði um 10 prósent frá árinu 1998
Verðmæti útflutninqs oq innflutninas í ianúar-desember 1998 oa 1999
1998 1999 Br. í % 1998 1999 Br. í %
Jan.-des Jan.-des Jan.-des. Jan.-des Jan.-des Jan.-des-
Útflutningur alls fob 136.592,0 144.957,3 6,1% Innflutningur alls fob 162.061,6 167.798,5 3,5%
Sjávarafurðir 99.233,1 97.711,1 -1,5% Matvörur og drykkjarvörur 14.221,5 15.636,7 10,0%
Saltaður o/e þurr. fiskur 18.295,8 20.373,4 11,4% Hrá- og rekstrarvörur, ót.a. 41.237,8 39.078,3 -5,2%
Ferskur fiskur 8.058,7 10.186,5 26,4% Óunnið eldsneyti 320,4 243,3 -24,1%
Frystur heill fiskur 10.846,8 9.091,5 -16,2% Bensín, þ.m.t. flugvélab. 1.619,5 1.792,5 10,7%
Fryst flök 28.454,4 31.316,1 10,1% Annað u. eldsneyti og smurol. 6.108,7 6.888,1 12,8%
Fryst rækja 13.182,4 11.318,3 -14,1% Fjárfestingarvörur 27.649,1 26.918,6 -2,6%
Fiskimjöl 11.791,9 8.575,5 -27,3% Hlutar til þeirra 14.692,8 14.554,0 -0,9%
Lýsi 4.633,9 2.446,0 -47,2% Flutningatæki alls 26.018,2 29.370,1 12,9%
Aðrar sjávarafurðir 3.969,3 4.403,7 10,9% Fólksb. (þó ekki almenningsv.) 10.923,3 13.260,2 21,4%
Flutnt. til atvrek. (ekki sk., flugv.) 3.220,4 3.566,6 10,8%
Landbúnaðarafuröir 1.966,2 2.140,4 8,9% Önnur flutningatæki, til einkan. 313,5 472,0 50,6%
Hlutar til flutningatækja 3.723,4 4.023,0 8,0%
Iðnaðarvörur 31.496,0 37.098,6 17,8% Skip 4.329,0 4.644,9 7,3%
Ál 18.416,9 22.539,1 22,4% Flugvélar 3.508,6 3.403,4 -3,0%
Kísiljárn 3.211,9 3.128,7 -2,6% Neysluvörur almennt 29.895,4 33.096,2 10,7%
Aðrar iðnaðarvörur 9.867,3 11.430,8 15,8% Varanlegar (t.d. heimilistæki) 7.192,6 8.216,0 14,2%
Hálf-varanlegar (t.d. fatnað) 11.351,4 12.242,5 7,9%
Skip og flugvélar 2.245,4 6.389,8 184,6% Óvaranlegar (t.d. tóbak, lyf) 11.351,4 12.637,6 11,3%
Aðrar vörur 1.651,3 1.617,4 -2,0% Vöruskiptajöfnuður -25.469,6 -22.841,2 -10,3%
Allt árið 1999 voru fluttar út vörur
fyrir 145,0 milljarða króna en inn fyrir
167.8 milljarða króna fob. Halli var því
á vöruskiptum við útlönd sem nam
22.8 milljörðum króna en á sama tíma
árið áður voru þau óhagstæð um 25,5
milljarða á fóstu gengi. Vöruskipta-
jöfnuðurinn var því 2,7 milljörðum
króna betri árið 1999 en árið 1998 á
fóstu gengi. Þetta kemur fram i frétt
frá Hagstofu íslands.
í desembermánuði voru fluttar út
vörur fyrir 11,6 milljarða króna og inn
fyrir 13,1 milljarð króna fob. Vöru-
skiptin í desember voru því óhagstæð
um 1,5 milljarða en í desember í fyrra
voru þau hagstæð um 0,9 milljarða á
fóstu gengi.
Útflutningur eykst um 6%
Allt árið 1999 var heildarverðmæti
vöruútflutnings 6% meira á fóstu
gengi en árið áður, eða sem nam 8,6
milljörðum króna. Sjávarafurðir voru
67% alls útflutnings og var verðmæti
þeirra 1% minna en árið áður, eða sem
nam 1,4 milljörðum. Stærstu liðir út-
fluttra sjávarafurða voru fryst fiskflök
og saltaður og/eða þurrkaður fiskur.
Samdrátt útfluttra sjávarafúrða má
einna helst rekja til minna verðmætis
útflutnings á fiskimjöli og á lýsi. Á
móti kom aukning í útflutningi á fryst-
um flökum, ferskum fiski og á söltuð-
um og/eða þurrkuðum fiski. Útfluttar
iðnaðarvörur voru 26% alls útflutn-
ings og var verðmæti þeirra 18%
meira en árið áður, eða sem nam 5,7
milljörðum. Á1 átti stærstu hlutdeild í
útflutningi iðnaðarvöru, svo og í aukn-
ingu hans. Útflutningur á öðrum vör-
um jókst um 4,1 milljarð, aðallega
vegna sölu á skipum og flugvélum.
Innflutningur bíla eykst mest
Heildarverðmæti vöruinnflutnings
árið 1999 var 4% meira á fostu gengi en
árið áður, eða sem nam 6,0 milljörðum
króna á fóstu gengi. Stærstu liðir inn-
flutnings 1999 voru fjárfestingarvörur
með 25% hlutdeild, hrávörur og rekstr-
arvörur með 23% hlutdeild og neyslu-
vörur (aðrar en mat- og drykkjarvörur)
með 20% hlutdeild. Af einstökum liðum
varð mest aukning í innflutningi á
flutningatækjum, 13% (3,4 milljarðar),
aðallega fólksbílum, og nam innflutn-
ingur flutningatækja 18% alls innflutn-
ings á árinu 1999. Innflutningur á
neysluvörum, öðrum en mat- og drykkj-
arvörum, jókst um 11% (3,2 milljarðar).
Á móti dróst innflutningur á hrávörum
og rekstarvörum saman um 5% (2,1
milljarður).
Auðveldar kjarasamninga
Þetta útspil ríkisstjómarinnar er
mikilvægt fyrir þær kjaraviðræður
sem nú standa yfir. Ef aðilar vinnu-
markaðar treysta þessum efnahagsað-
gerðum ríkisstjómarinnar þá ætti að
vera hægt að semja um eitthvað lægri
nafnlaunahækkanir en ella og það ætti
að tryggja og veija þá miklu kaupmátt-
araukningu sem verið hefúr undanfar-
in ár. Verðlagsstöðugleiki er ein helsta
forsenda þess að niðurstaða kjaravið-
ræðna verði skynsamleg og því verður
að segja að þessi stefnubreyting sé af
hinu góða fyrir vinnumarkaðinn, sem
og hagkerfið í heild sinni.
Minni hagnaöur hjá Norsk
Hydro
Fyrirtækið Norsk Hydro, sem
áætlar að reisa álver á Reyðar-
firði, skilaði um 30 milljarða
króna hagnaði eftir skatta á síð-
asta ári, eða um 3.100 milljónum
norskra króna. Þetta er 666 millj-
ónum norska króna minni hagnað-
ur en árið 1998. Hlutabréf fyrir-
tækisins hækkuðu um 2,2 prósent
eftir að tilkynning um hagnað fyr-
irtækisins birtist.
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs
var hagnaður Norsk Hydro 485
milljónir norskra króna en var 643
milljónir á sama tíma árið áður.
Á sama tíma og rekstrartölur
fyrirtækisins vora kynntar tóku
forsvarsmenn Norsk Hydro á móti
undirskriftalista frá íslenskum
Umhverfisvinum. Listinn innihélt
nöfn 45.000 íslendinga sem kröfð-
ust umhverfismats áður en lagt
væri í byggingu.
UPS fyrirtæki mánaöarins
SPH - Fyrirtæki og fjárfestar
hafa valið Únited Parcel Services
sem fyrirtæki mánaðarins. United
Parcel Service, eða UPS eins og
það er iðulega kallað, er stærsta
hraðflutningaþjónusta í heimi.
Hægt er að fiárfesta í fyrirtæki
mánaðarins hverju sinni fyrir að-
eins 0,5% þóknun í stað 0,75%
þóknunar. Lágmarkskaup eru
fimmtíu bréf í hverju fyrirtæki og
lágmarksþóknun er 2.000 krónur.
Hlutafjáraukningu í HSC hf.
lokiö
Gengið hefur verið frá kaupum
Eignarhaldsfélagsins Alþýðubank-
inn (17,5%), FBA (8,8%) og ís-
lenska hugbúnaðarsjóðsins
(17,5%) á viðbótarhlutafé í HSC hf.
Auk þessara aðila er HSC hf. í eigu
Einars Skúla Hafberg, Engilberts
Þórðarsonar og Aflvaka. HSC hf.
er hugbúnaðarhús sem hlotið hef-
ur vottun Navision Software sem
fullgildur sölu- og þjónustuaðili
Navision.
270 þúsund hafa skráö sig
á Bepaid.com
Ríflega 270 þúsund einstakling-
ar um heim allan hafa nú skráð
sig á vefinn Bepaid.com og lýst sig
reiðubúna að horfa á auglýsingar
gegn greiðslu. Fyrirtækið, sem er í
eigu nokkurra íslendinga, opnaði
vef sinn í lok nóvember á síðasta
ári. Það skiptir miklu máli fyrir
fyrirtækið að fá sem flesta til að
skrá sig á vefmn til þess að ná
sterkri stöðu meðal auglýsenda.