Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Page 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000
Spurningin
Helduröu Valentínusar
daginn hátíölegan?
Ingvar Már Konráösson sjómaö-
ur: Nei, ég hef aldrei hugsað út í
hann, ég hef nóg annað að gera.
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, í
fæðingarorlofl: Nei, ég er svo
órómantísk.
Magnús Freyr Hlynsson bílasali:
Nei, ég á enga kærustu til að gefa
gjöf.
íris Erla Thorarensen nemi: Já,
t.d. í ár gaf ég öllum bestu vinkon-
um mínum lítinn pakka.
Regína Diljá Jónsdóttir nemi: Já,
á þeim degi er ég góð við þá sem
mér þykir vænt um.
Sigríður Heiða Guðmundsdóttir
nemi: Já, ég gef sjálfri mér smá-
pakka og svo kannski einhverjum
sem mér þykir vænt um.
Lesendur
Maður er skemmdur
- áhugalaus, metnaðarlaus og leiðinleg dagskrá Sjónvarpsins
Jón Birgir
Pétursson.
Jón Birgir Pétursson skrifar:
Lágkúra ríkissjónvarpsins sem
þvingað er upp á almenning ríður
vart við einteym-
ing. Dagskrár-
gerð stofnunar-
innar virðist í
flestum greinum í
molum og metn-
aðarlaus. Eftir að
hafa gefist upp á
að skoða þáttinn
Maður er nefndur
ofbýður mér. For-
múla þáttagerðar-
innar er einföld:
Tveir stólar og sófaborð, spyrjandi
og spurður í stólunum. Síðan er
myndavélin látin reika um andlit
þeirra meðan þátturinn varir.
Haustið 1966 hóf sjónvarpið störf
með svona þætti um nóbelsskáldið.
Þetta þótti í lagi þá. En tímamir
hafa breyst. Gaman hefði t.d. verið
að sjá Úlfar Þórðarson, þann ágæta
lækni, í starfi og leik. Bregða hefði
mátt upp myndum frá Ólympíuleik-
um 1936 þar sem Hitler kom við
sögu, og sýna Úlfar í starfi sínu sem
augnlækni, einnig í starfi að Hlíðar-
enda sem formaður Vals, og benda
hefði mátt á Úlfar er fuglavinur og
hefur starfað að fuglavemdarmál-
um. Þannig má lengi telja. En Úlfar
sat og svaraöi og síðan var þættin-
um lokið i miðju kafi. - Þátturinn
var í besta falli þokkalegt útvarps-
efni.
Fyrir hvern er þetta efni? Er
þetta arfur fyrir komandi kynslóð-
ir? Varla. Þessi hraðfrosni þáttur,
Dagskrárgerð stofnunarinnar virðist í flestum greinum i molum og metnað-
ariaus," segir m.a. í bréfinu. - Þátturinn Maður er nefndur í besta falli þokka-
legt útvarpsefni.
Maður er nefndur, sem gárungar
kalla Maður er skemmdur, er ömur-
leg og átakalaus framleiðsla sem
virðist miðuð við þarfir Hannesar
Hólmsteins, Kolbrúnar, Marðar og
Jónínu, sem skipta fólkinu á milli
sín eftir pólitískum lit að því er
virðist.
Ekki ætla ég að áfellast spyrlana.
Þeir mæta bara meö sínar heima-
gerðu spumingar, setjast í stólinn
og lesa þær átakalaust á stuttum
tíma. Það er við yfirstjórn Ríkisút-
varpsins að sakast. Stofnunin hefur
misst flestar sínar skrautfjaðrir á
skömmum tíma, en einbeitir sér að
því að framleiða lítt undirbúna og
lítt hugsaða þætti, sem kosta sem
minnst. Þessi framleiðsla er til há-
borinnar skammar og hvetur yfir-
völd enn á ný að skoða það hvort
það er boölegt að skattleggja fólk í
þágu þessa fyrirtækis, sem ofan í
kaupið bregst oftar en ekki.
Listamenn á förnum vegi
Helgi Ásmundsson skrifar:
Fyrir stuttu sat ég og drakk kaffi
á veitingahúsinu Sóloni íslandus,
þegar maður kom inn og tók að
kynna og bjóða til kaups ljóðabók
sína er hann kallaði Dróttkvæða-
pésa, og virtist hinn áhugaverðasti
kveðskapur. Skipti þá engum tog-
um að þjónustustúlka vatt sér að
manninum og sagðist kalla til lög-
reglu ef maðurinn hyrfi ekki af
vettvangi.
Þykir mér hér komið talandi
dæmi um hvaða augum listamenn
eru litnir hér og má segja að hafa
náð hámarki þegar strætisvagna-
stjórar gera menningu og listir að
tylliástæðu til vinnustöðvunar í
kjarabaráttu sinni og sögðu sem
svo að Reykjavíkurborg bruðlaði
með fé í stað þess að greiða þeim
mannsæmandi laun.
Það má flestum vera ljóst, að
listamenn á íslandi lepja flestir
dauðann úr skel og mættu sín meir
fyrir framlag sitt til menningar í
landinu sem og strætisvagnastjórar
sem ég styð af heilum hug í baráttu
sinni fyrir bættum kjörum.
En þeir, sem og þjónustustúlkan
áðumefnda, ættu að gæta hvar þau
mála skrattann á vegginn og hver
er gerður af fjandanum því það eru
ekki listamenn sem velta sér í
vellystingum og munaði á Islandi í
dag.
Málstaður barna með
geðræna sjúkdóma
- veröur ekki pláss á nýjum barnaspítala?
Ástu Ragnheiöi Jóhannesdóttur alþm. er þakkað fyrir aö taka upp málstaö
barna meö geðræna sjúkdóma meö fyrirspurn á Alþingi svo og í grein í DV.
Páll Tryggvason, yfirlæknir
barna- og xmglingageðlækninga
við FSA, skrifar:
Ég þakka Ástu Ragnheiði Jóhann-
esdóttur alþingismanni fyrir að taka
upp málstað bama
með geðræna sjúk-
dóma með fyrir-
spurn á Alþingi og
grein i DV mið-
vikudaginn 9. febr-
úar. Eins ber að
þakka þeim sem
tóku þátt umræð-
unum á Alþingi.
Svör ráðherra tóku
af öll tvímæli um
að börn með geðræna sjúkdóma á að
útiloka úr nýjum bamaspítala þrátt
fyrir álit fagfólks um hið gagnstæða.
Viðtökur fólks við bók Einars Más
og kvikmynd Friðriks Þórs sýna
glöggt að málefni geðsjúkra snerta
streng í brjósti þjóðarinnar. Við-
brögð viö átaki landlæknis ásamt ný-
legum fréttum um tvöföldun sjáifs-
bJónusta
allan sólarhringinn
Lesondur gata sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
blrt verða á lesendasíðu
víga í Reykjavík sýna þörfina á þjón-
ustu við geðsjúka. Fordómar í garð
geðsjúkra virðast á undanhaldi með-
al almennings en því miður verður
ekki sama sagt um stjórnvöld. Þau
ætla að úthýsa bömum með geðsjúk-
dóma og andlega vanlíðan úr nýjum
bamaspítala. Samtímis þessu verður
skert verulega þjónusta við geðsjúka
á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. í þessu
samhengi virðist gæta, hjá stjóm-
völdum, fordóma i garð geðsjúkra og
tómlætis um hag þeirra.
Læknisfræðileg rök og reynsla
mæla fyrir um að ekki beri aö skilja
að líkamlega og andlega sjúka. Þaö er
raunalegt að ofurkapp skuli lagt á að
byggja barnaspítala sem útilokar
börn með geðsjúkdóma, í stað þess að
stefna að uppbyggingu alhliða heil-
brigðisþjónustu fyrir böm. Ég tel að
vinna beri að sameiningu þjónustu
við öll veik börn. Aðskilnaðarstefna
gagnvart geðsjúkum börnum, með
því að úthýsa þeim úr nýjum barna-
spítala, er tímaskekkja.
Páll
Tryggvason.
Samfylkingin:
„Nýtt andlit"
verði formaður
Stefán Ólafsson hringdi:
Ég var höndum seinni að kippa til
baka stuttum pistli sem ég sendi DV um
formannsefni hjá Samfylkingunni.þar
sem ég mælti sterklega með þvi að Mar-
grét Frímannsdóttir yrði kosin, jafnvel
boðið að gegna formannsstöðu í nýjum
flokki Samfylkingarinnar, því ég sá að
Margrét dró sig sig til baka sem hugsan-
legt formannsefni, en sagðist gefa kost á
sér sem varaformaður. Þarna vanmetur
Margrét sig hrapallega eftir að hafa ver-
ið talsmaður og ígildi formanns Sam-
fylkingarinnar frá upphafi. Hún gerir
lítið úr sjálfri sér að óska sér tröppu
neðar. Margrét óskaði þess hins vegar
að næsti formaður yrði „nýtt andlit"
eða „nýtt blóð“, hvað sem það svo þýð-
ir. En tveir gamlir vinstrimenn stukku
samstundis upp til að keppa um for-
mannsstólinn og tvær þingkonur fundu
„blóðlyktina" og eru „volgar“ í varafor-
mannsslaginn á móti Margréti. Héðan
af er Samfýlkingin búin að vera sem
stjómmálaafl, hvernig sem á þaö er lit-
ið, og þar á Margrét stóran hlut að máli.
Því miður.
Skammtímasamn-
ingur eftir allt?
Björn Bjömsson skrifar:
Ég var að lesa frétt um að fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
útOokaði nú ekki skammtímasamning
eftir allt. Var ekki aðalmálið fyrir
vinnuveitendur sem og forsvarsmenn
launþega að reyna að ná þriggja ára
samningi með það fyrir augum að við-
halda stöðugleikanum? Verði stefnt að
gerð skammtímasamnings, t.d. til eins
árs, mun allt hlaupa af stað; verðhækk-
anir í smáskömmtum hér og þar á vöru
og þjónustu bæði hjá hinu opinbera og
annars staðar. Mér sýnist einfaldlega
aö Samtök atvinnulífsins eða forsvars-
menn þar á bæ séu ekki á neinn hátt
tilbúnir eða hafi til þess mannskap við
hæfi til að standa í samningum af
neinu tagi. Þetta er breytt frá því sem
áður var. Besta ráðið nú er að ríkis-
stjórnin setji lög um vinnustaðasamn-
inga í öllum greinum atvinnulífsins.
Líka fyrir hið opinbera. Annað verður
klúður sem ekki sér fyrir endann á.
Erótíkin í gler-
augnasöluna?
Elín Guðmundsdóttir skrifar:
Mér finnst erótíkin vera orðin fyrir-
ferðarmikil í íslensku þjóðfélagi. Allt
er að verða háð erótik eða mismund-
andi grófu klámi í viðskiptalífinu sem
annars staðar. Þetta skaðar mig svo
sem ekki, maður lítur bara af þessum
ódýru og ósmekklegu auglýsingum í
sjónvarpi eða blöðum. En mér brá þeg-
ar ég rakst á auglýsingu frá verslun-
inni Linsunni í Mbl. fyrir helgina. Hún
var stuttorð, Katharine Hamnett
Eyewear, og mynd af konuflikki í rúmi
í einhvers konar náttfataflik og með út-
glennta fætur svo að sem best sæist
upp undir hana - með gleraugu að sjálf-
sögðu, sem rétt mátti þó greina. Erótík-
in var í fyrirrúmi. En afskaplega er
þetta nú að verða ómerkilegt allt sam-
an. Ég verð að segja það.
Útrýmingarsala BT
Ragnar skrifar:
Bæklingur frá BT með ofangreindri
yfirskrift var borinn til mín, áreiðanlega
líka tO hundaða eða þúsunda annarra.
Þama voru m.a. auglýstar heimOistölv-
ur á gimOegu verði, kr. 49.900 og með
fylgdi „mjög öflugur hugbúnaður". Ég
mætti á staðinn sl. fóstudag, daginn sem
salan hófst kl. 10.07 (búðin var opnuð kl.
10). Mér var svarað af afgreiðslumönn-
um að viðkomandi tölva væri „bara upp-
seld“! Ég spurði þá, svona í einhverju
fáti, hvað hinn „mjög öflugi hugbúnaðar-
pakki“ með tölvunni hefði innOialdið.
Svarið var einfalt: Aðeins „Works". Ég
átti engin orð, þakkaði fyrir mig og yfir-
gaf verslunina eftir að hafa þóst sjá að
hér væri einfaldlega um gabb að ræða og
varasama viðskiptahætti. Mér er næst
að halda að hér sé um að ræða auglýs-
ingabrellu tO að draga að viðskiptavini.
Það skal tekið fram að fleira var auglýst
í bæklingnum, og vonandi hefur ein-
hverjum orðið gott af þessari umræddu
„útrýmingarsölu".