Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 lennmg 11 Hannes Sigurðsson, listfræðing- ur og forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, hefur ekki áhuga á fíla- beinstumum. Hann vill að mynd- listin taki virkan þátt í umræðu dagsins. Og snúist hún um súlu- dans, kynlífsuppboð og mansal þá setur hann upp sýningu sem hann kallar Losta 2000 og fjallar um kyn- lífshliðina á lifi íslendinga í sam- tímanum. Þetta er í takt við stefnu sem nefnd hefur verið samfélagslist og hefur verið áberandi víða í grannlöndum okkar undanfarinn áratug, en sýningin hefúr valdið töluverðum titringi i hinum góða bæ Akureyri. Tvö verkanna hafa þegar verið fjarlægð og fleiri em öryggislaus á sýningunni. Gerður upptækur í tolli „Því miður fara margir straum- ar og stefnur í listinni fram hjá ís- landi,“ segir Hannes. „Ég hef oft sagt að ákveðinn listrænn hugsun- arháttur hafi verið gerður upptæk- ur í tollinum. Ef við horfum á ís- Hannes Sigurðsson, listfræðingur og forstöðumaður Listasafnins á Akur- eyri: „Myndlistin er fjölbreyttust allra listgreina og ef spurt er hvaða tilgangi hún eigi að þjóna væri allt eins hægt að spyrja hver sé tilgangur lífsins! DV-mynd Teitur Myndlist er leit, annars vegar að fagurfræðilegum markmiðum í víðasta skilningi þeirra orða, hins vegar að tengingum við samfélag- ið.“ - Nú svarar þú frá sjónarhóli myndlistarmanna, en hvað með sjónarmið neytandans? Að hverju leitar hinn almenni áhorfandi i nútímamyndlist? „Þar held ég að þjóðin sé tvístr- uð. Losti höfðar til dæmis mikið til ungs fólks - fólks undir fertugu. Enda hafa aldrei sést fleiri ný andlit 1 safhinu. Góðborgarar á efri ámm segjast eingöngu vilja sjá þessi hefðbundnu mál- verk og graflk og allt í kunn- uglegum gír. En þessi hópur gerir engar athugasemdir við neðanbeltishúmor manna eins og Ómars Ragnarssonar. Fyrir yngra fólk snýst málið ekki ein- faldlega um fagurfræðileg mark- mið og ekki heldur pólitískt rétt- læti heldur leik - það vill að myndlistin sé spennandi viðburð- ur eins og leikhús, popptónleikar eða bíó.“ Sjónlistin eins og beljandi fljót lenska listasögu frá aldamótunum 1900 og fram yflr SÚMmarana sjáum við að það vantar alveg heilu og hálfu stefnumar. Hvar er súrrealisminn? Hvar er dada? Hvar er pólitísk list? Hvar er líkamslisfin sem er enn svo fyrirferðarmikil í grannlöndum okkar? Það rétt bólar á henni hér heima en ég hef staðið fyrir mörgum slíkum sýn- ingum gagngert til að kynna þessa hluti. Sam- félagsleg list var áberandi í Bandaríkjunum þegar ég var þar í byrjun 10. áratugarins. Hópur sem kallaði sig Group Material fjallaði i máli og mynd- um um afnæmi, homma og lesbíur og utangarðs- fólk á sýningum í virtum söfnum eins og Whitn- ey-safninu í New York. Sjónræni þátturinn hafði auðvitað mikið vægi en líka sú gagnrýna umræða sem efnt var til. Þetta er hluti af arfleifð módem- ismans - að reyna að bæta samfélagið og espa smáborgarann um leið. Þessa vídd vantar alveg í íslenskt myndlistarumhverfi nema þá í staka listamenn; og þó að einstakir listamenn hafi nokk- uð sterka samfélagslega skírskotun - ég nefni sem dæmi Þorvald Þorsteinsson - hefur enginn þá pólitísku hörku sem maður sá hjá Group Materi- aL“ - En var Akureyri réttur vettvangur fyrir svo ögrandi sýningu? „Losti er aðeins einn þáttur í starfsemi Lista- safnsins á Akureyri sem þarf að vera mjög fjöl- breytt og höfða til ólíkra markhópa. Þama er tek- ið á heitu máli og reynt að efna til umræðu um kynlíf Islendinga við aldahvörf. Ég vissi auðvitað líka að allt svona vekur athygli og vildi beina henni að safninu. Margir Akureyringar vissu því miður varla að safnið væri til. En ég átti ekki von á að viðbrögðin yrðu eins sterk og raun ber vitni - þótt þau hafi bara komið frá örfáum einstakling- um og stundum þeim sem sist hefðu átt að bregð- ast öndverðir við. Miklu fleiri hafa verið hæst- ánægðir með sýninguna." Tvístruð þjóð - TO hvers finnst þér nútímalist vera? „Það eru margar tegundir af nútímalist," svar- ar Hannes nokkuð þreytulega á svo einfeldnings- legri spurningu. „FVrir utan stefnumar em að- ferðimar margar og ólíkar - málverk, ljósmyndir, textíl, tölvugrafik, þrívídd af öllu tagi og fjöltækni. Myndlistin er opnasta listsviðið á okkar dögum. Bókmenntir renna eftir bókmenntafarvegi, tónlist eftir tónlistarfarvegi en sjónlistin flæðir út um allt eins og beljandi fljót. Tónverk geta jafnvel verið myndlist og sum myndverk grundvallast á texta. Á annan bóginn em myndlistarskólar, söfii og gallerí og á hinn bóginn ýmiss konar hönnun, auglýsingar, arkitektúr og jafnvel kvikmyndir. Myndlistin er því fjölbreyttust allra listgreina og ef spurt er hvaða tilgangi hún eigi að þjóna væri allt eins hægt að spyrja hver sé tilgangur lffsins! - En ef Losti 2000 er fyrir ungt fólk og eldra fólk vill eitthvað annað er þá ekki fullkomlega eðlilegt að sumir séu ánægðir með sýninguna og aðrir ergilegir yfir henni. Verst er kúgun umburðar- lyndisins, sagði Marcuse! Þú lagðir ekki af stað með Losta til að gera öllum til geðs, eða hvað? „Nei, enda er það ekki hægt,“ segir Hannes. „í svona tilvikum verða menn að hugsa dálítið lýð- ræðislega; 80% fylgjandi, 10% mótfallnir og restin hlutlaus. Það heyrist bara mest í hinum neikvæða minnihluta. En fæstir gera sér grein fyrir því að hér er um samfélagslega innsetningu eða gjörning að ræða - upplýsingabrögð sem myndlist. Losta- sýningin fer aðallega fram úti í sjálfu samfélag- inu, í fjölmiðlum og ekki síst umræðunni sem hún skapar hjá almenningi. Hér fyrir utan safnið er blákaldur veruleikinn, þrir eða fjórir nektardans- staðir á Akureyri og einn á Dalvík! Kannski Snorri Ásmundsson, einn listamannanna á sýn- ingunni, hafi rétt fyrir sér þegar hann fullyrðir að klámiðnaðurinn á Akureyri sé sá stærsti í heimi miðað við höfðatölu. Um þennan iðnað geisa heit- ar umræður, en í stað þess að tengja þær við sam- félagið beinist reiðin að safninu!" Enn er tími til að tengja því Losti 2000 stendur til 19. mars. Listasafnið á Akureyri er opið þrið.-fim. kl. 14-18, fós. og laug. kl. 14-22 og sun. kl. 14-18. Nýlunda er að hafa safnið opið til kl. 10 tvö kvöld og gert til að koma til móts við hinn vinnandi mann. Listrænt innsæi Erns konar samloka var á efnisskránni á tónleikum Peters Maté í Salnum í Kópavogi síðastliðið sunnudagskvöld. Brauðsneið- amar tvær voru sónatína og sónata eftir Béla Bartók, og á milli þeirra var álegg í sónötuformi eftir þau Mist Þorkelsdóttur og John A. Speight. T eftirrétt var svo nammi eftir Franz Liszt. Tónleikarnir hófust á sónatínu eftir Bartók, lit- ríku og fjörugu verki sem Peter lék af mikilli mýkt og galsafengnum léttleika. Þvi næst tók við tónsmíð eftir Mist Þorkelsdóttur, Sónata til lífsins (1996), sem hófst á stormasömum hlaupum neðst í hassan- um, og minntu þau dálít- ið á upphaf h-moll ballöðu Liszts. Eftir nokkur átök birtist stefbrot sem minnti á „hann á afmæli í dag“ og heyrðist stefið nokkrum sinnum Peter Maté. í verkinu. Inn á milli voru fremur yfirborðslegir fingrafimleikar og klisjur úr ýmsum áttum, og þó góðar hugmyndir kæmu fyrir hér og þar leið verkið í heild fyrir að vera klaufalega skrifað fyrir píanó. Það er eins og Mist þekki ekki möguleika hljóðfærisins, því sumt hljómaöi eins og hvert annað glamur, og var þetta ekki sannfær- andi tónsmíð. í Sónötu per pianoforte eftir John A. Speight, sem var frumflutt á þessum tónleik- um, var meira samræmi í hljómi píanósins. Maður heyrði strax að verkið er afar hnitmiðað og einfalt í formi, kannski mn of, því í megindráttum samanstóð það af óm- stríðum hljómiun sem voru endurteknir aftm- og aftur, oftar en ekki ægilega sterkt, og var það leiðigjarnt til lengd- ar. Kannski hefðu Ijóð- rænni kaflar hér og þar skapað andstæður og gert tónlistina meira spennandi, einnig hefði djarfari úrvinnsla grunn- hugmyndanna ekki sakað. Síðast fyrir hlé lék Peter Sónötuna frá 1926 eftir Bartók, tónsmíð sem er þrungin spennu frá upphafi til enda. Stemningin er villi- mannsleg og hin óteljandi heljarstökk upp og niður hljómborðið krefjast ofurmannlegrar tækni. Hér sýndi Peter hvað í honum býr, því leikur hans var snilldarlegur. Túlkunin var ógnandi og óhamin, enda engin tækni- vandamál sem þurfti að breiða yflr með óhóf- legri pedalnotkun og hraða- breytingum niður á við. Stíg- andin var mögnuð, hápunktur- inn i lokin ærandi og var þetta einn glæsilegasti flutningur sem undirritaður hefur heyrt á þessu verki. Eftir hlé lék Peter nokkra fingurbrjóta eftir Liszt, Fantasíu og fúgu mn stefið BACH, Gosbrunnar í Villa díeste, Sursum Corda og Ungverska rapsódíu nr. 2. Þess má geta að Fantasían er upphaflega orgelverk Nútímaævintýri Það var virkilega gaman að Sunnu- dagsleikhúsi Sjónvarpsins síðast, Úr öskunni í eldinn eftir Kristófer Dignus og Óskar Jónasson. Auglýsingaræman kynnti gripinn sem hörku ofbeldismynd en þegar heildin var komin reyndist þetta vera frábært ævintýri með öllu sem við á að éta. Þarna var karlssonur (ræstitæknirinn hjá Reykjavíkurborg sem Ólafur Darri lék snilldar- lega), prinsessa (hin fagra frilla bófans sem Nanna Kristín Magnúsdóttir fór leikandi létt með) og vondur risi/dreki (bófinn sem Þorsteinn Bachman lék afar sannfær- andi). Sagan gekk svo að sjálf- sögðu út á það hvernig karls- sonur bjargar prinsessunni úr klóm vonda risans með hjálp Lítils, Trítils og fuglanna (fleiri ræstitæknar Reykjavíkurborgar sem leiknir voru af friðu liði ungra karlleikara). Þarna er meira að segja virkur töfragripur: Haukur Morthens sem kemur til bjarg- ar þegar öll nótt virðist úti (sjá mynd). Þetta var yndi og skemmtun sem mætti endursýna (í einu lagi) fljótlega af því hve margir misstu af vegna áunn- innar tortryggni í garð Sunnudagsleik- hússins. Örlátur milljónamæringur „Þetta voru peningar sem ég var hættur að nota,“ sagði Örn Amar, ræð- ismaður íslands í Minnesota í Banda- ríkjunum, af hrífandi lítillæti þegar blaðamaður saup hveljur yfir upphæð- inni sem hann greiddi fyrir Melsteðs-Eddu (sjá mynd). Örn afhenti _______________________ Vésteini Ólasyni, forstöðumanni Stofn- unar Áma Magnússonar, Eddu við há- tíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni á sunnudaginn og umsjónarmaður menn- ingarsíðu fékk að þukla gripinn á eftir, sér til mikillar ánægju. Þó að viö eigum fleiri handrit meö myndskreytingum af sama tagi er efnissamsetningin í þessu handiti önnur og gefur merkilegar vís- bendingar um hugsunarhátt fólks á 18. öld, eins og Gísli Sigurðsson gat í erindi sínu um handritið. Öm Arnar hafði lengi falast eftir handritinu hjá Melsteðs-fjölskyldunni í Kanada áður en 'samningar tókust um kaupin. Hann greiddi 33 þúsund Kanadadali fyrir það og sömu upphæð fyrir einstaklega vel með farið eintak af Guðbrandsbibliu í upprunalegu bandi sem hann gefur Skálholtsstað. Saman- lagt em þetta um það bil 3.3 milljónir ís- lenskra króna - fyrir utan öll ferðalögin og fyrirhöfnina. Svona fólk er mikils virði. Heimskór æskunnar til Spánar Tónlist Jónas Sen eftir Liszt, eitt hið draugalegasta sem hefur verið samið og myndi hæfa vampýranum í gömlu hryllingsmyndunum ágætlega. Peter flutti verkið af miklum krafti og var túlkun hans mjög sannfærandi. Sama má segja um hinar tónsmíðamar eftir Liszt, Peter sýndi í hvívetna að hann hefur yfirburðatækni, fal- legan tón og djúpt listrænt innsæi sem un- aðslegt var að njóta. Heimskór æskunnar (World Youth Choir) hefur starfað einn mánuð á hverju sumri siðan 1989 og alltaf á ólík- um stöðum í heiminum. Kórfélagar eru 96 á aldrinum 17-26 ára og eru valdir úr þúsundum umsækjenda um allan heim. Nú stendur fyrir dyrum val í kórinn hér heima fyrir sumarið þegar dvalist verður í Altea á Spáni. Umsækjendur þurfa að hafa mjög góöa kunnáttu í nótnalestri og raddbeitingu ásamt reynslu í kórsöng og kór- starfi. Kórfélag- ar þurfa sjálfir að bera kostnað af ferðinni til og frá Alicante á Spáni. Æfingar veröa í Altea í tvær vikur frá 15. júlí undir stjórn Peters Erdel og Paul Smith. Siðan tekur við tónleika- ferð um Spán og Baleareyjar i tvær vik- ur. íslenskir kórsöngvarar geta þreytt inntökupróf í kórinn í byrjun mars. Nánari upplýsingar veitir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.