Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Síða 18
26
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000
Sviðsljós
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farió fram útdráttur húsbréfa 1
eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1991
3. flokki 1991
1. flokki 1992
2. flokki 1992
1. flokki 1993
3. flokki 1993
1. flokki 1994
1. flokki 1995
1. flokki 1996
2. flokki 1996
3. flokki 1996
- 33. útdráttur
- 30. útdráttur
- 29. útdráttur
- 28. útdráttur
- 24. útdráttur
-22. útdráttur
- 21. útdráttur
- 18. útdráttur
- 15. útdráttur
- 15. útdráttur
- 15. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 2000.
Öll númerin veróa birt í Lögbirtingablaðinu.
Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum
birt hér i blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin
húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóði, i bönkum,
sparisjóóum og veróbréfafýrirtækjum.
íbúðalánasjóður
| Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800
Nei, þetta er ekki loödýr með kvenmannshöfuö. Hér er á ferðinni fyrirsæta í múnderingu eftir tískuhönnuöinn
Michiko Koshino. Þessu eiga konur aö klæöast á hausti og vetri komanda. Flíkin var sýnd viö upphaf hinnar umtöl-
uöu og sívinsælu tískuviku í London þar sem fram kemur margt þaö skemmtilegasta í tískuheiminum.
Amman bjargaði barni Noels
Tengdamóöir Oasisrokkarans
Noels Gallaghers sýndi snarræði á
dögunum og bjargaði lifi nýfæddrar
dóttur Noels og eiginkonu hans,
Meg Matthews, þegar sú stutta
hætti allt í einu að anda.
Tengdamamman, sem heitir
Chris, fylgdi simaleiðbeiningum
sjúkraflutningamanna og opnaði
öndunarveg bamsins. Noel og Meg
stóðu sem lömuð hjá og fylgdust
með.
Bamapía litlu stúlkunnar Anais
var í fríi þennan dag. Stúlkan fór
allt í einu að blána í framan þegar
móðir hennar hélt á henni. Meg
skipaði Noel að hringja á sjúkrabíl
en mamma hennar hélt ró sinni og
tók við stjóminni.
Chris gerði bara eins og henni
var sagt, lagði bamið á bakið og
sveigði höfuðið aftur. Eftir heila ei-
lifð, að foreldrunum fannst, fór
barnið svo að hósta og hrökk í gang,
ef svo má að orði komast.
Eins og nærri má geta er Meg af-
skaplega stolt af mömmu sinni fyrir
festuna. Og eins og tO aö halda upp
á þetta fór plata Oasis í fyrsta sæti
vinsældalistanna.
Gwyneth kynnir
á óskarshátíð
Gwyneth Paltrow varð sér til
skammar á óskarsverðlaunahá-
tiðinni í fyrra þegar hún fór að
væla frammi fyrir viðstöddum og
milljónum sjónvarpsáhorfenda.
Vonandi fáum við ekki endur-
tekningu á því á þessu ári. Eitt er
þó alveg víst, Gwyneth verður
einn af kynnunum á hátíðinni
sem verður undir lok næsta mán-
aðar. Hún hefur aldrei kynnt
óskarinn fyrr en ferst það áreið-
anlega vel úr hendi.
Annars ku leikkonan fræga
vera að íhuga að leika í raðmorð-
ingjamynd undir stjórn leikstjór-
ans Tonys Scotts.
Lou Reed aflýsir
tónleikum í
landi Haiders
Bandaríski rokkarinn Lou
Reed hefur aflýst fyrirhuguðum
tónleikum sinimi í Vinarborg.
Ástæðan er einföld: Hann kærir
sig ekki um að leika þar á meðan
flokkur hægriöfgamannsins Jörgs
Haiders er í ríkisstjóm.
Austurríkismenn geta kosiö
hverja sem þeir vilja, segir Reed.
„Það þýðir þó ekki að maður
verði að hafa eitthvert samneyti
við þá,“ segir kappinn í viðtali
við austurríska ríkisútvarpið.
Sorrí Stína.
Eiginkona tísku-
kóngs hleraði
starfsfólkið
Michele Azzaro, eiginkona tísku-
kóngsins Loris Azzaro, hefur verið
ákærð fyrir að hafa hlerað starfs-
fólk eiginmanns síns. Michele, sem
er framkvæmdastjóri Azzarotísku-
hússins í París, þar sem Soffia Lor-
en og Raquel Welch kaupa sér fót,
er sökuð um að hafa sett upp faldar
myndavélar og hljóðnema til að geta
fylgst með starfsfólki tískuhússins
úr svefnherbergi sínu.
Michele, sem býr í íbúð fyrir ofan
fyrirtækið, vísar sakargiftum á bug.
Hún kveöst einungis hafa komið
búnaðinum fyrir til þess að koma í
veg fyrir þjófnað. Þegar fyrrverandi
talskona fyrirtækisins fann hljóð-
nema í skrifboröi sínu fór hún með
hann til lögreglunnar sem sönnun-
argagn. Michele kærði talskonuna
fyrir þjófnað á hljóðnema.
Bowie og Iman
eiga von á barni
Söngvarinn David Bowie og ofur-
fyrirsætan Iman eiga nú von á sínu
fyrsta bami saman. David, sem er
54 ára, og Iman, 44 ára, voru í skýj-
unum þegar þau tilkynntu að þau
ættu von á erfingja í ágúst næst-
komandi.
David, sem á 28 ára gamlan son
með fyrrverandi eiginkonu sinni,
sagði þau hafa beðið lengi þolinmóð
eftir baminu. Þau hefðu hins vegar
ekki viljað vera í of mikilli vinnu
fyrstu ár bamsins og því væri tím-
inn núna sá rétti. „Ég er að reyna
að átta mig á því að ég þurfi að fara
snemma á fætur á morgnana á ný,“
sagði David Bowie í blaðaviðtali.
David Bowie er f skýjunum yfir því
aö veröa pabbi á ný.
Iman á 23 ára gamla dóttur sem hún
eignaðist er hún var gift banda-
rískri körfuboltastjörnu.
Iman og David hittust fyrst í
kvöldverðarboði í Los Angeles. Dag-
inn eftir hringdi David í Iman og
spurði hvort hún vildi drekka með
honum te. Ást kviknaði og það var
mikið um dýrðir þegar þau gengu í
hjónaband á Ítalíu árið 1992.
Iman telur sig miklu hæfari tU að
verða móðir nú en í fyrra skiptið.
„Ég var svo barnaleg. Ég skUdi ekki
af hverju dóttir mín hagaði sér ekki
eins og Barbiedúkka og sofnaði
strax um leið og ég lagði hana í
rúrnið."
Nicholson býð-
ur forsetanum á
golfvöllinn sinn
Stórleikarinn Jack Nicholson
sá aumur á forsetanum sínum,
sjálfum Bill
Clinton, um
daginn og bauð
honum að leika
með sér golf í
Lakeside
heldrimanna-
klúbbinum í
Burbank í Kali-
forníu. Clinton
lét bara fara vel um sig, setti
lappimar upp á mælaborð golf-
bílsins og lét leikarann um að
keyra. Enda forsetinn sjálfsagt
vanur þvi að vera bara farþegi.
Annars er BUl dálítið einmana í
Hvíta húsinu um þessar mundir.
Dóttirin Chelsea er i skóla í Kali-
fomíu og HUlary forsetafrú dvel-
ur langdvölum á nýju heimUi
þeirra hjóna í einum af útbæjum
New York.