Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Qupperneq 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 Afmæli__________________ Margeir Pétursson Margeir Pétursson framkvæmda- stjóri, Mávahlíð 47, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Margeir fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MH 1979, lögfræðiprófi frá HÍ1984, öðlaðist hdl.-réttindi 1987 og varð löggiltur verðbréfamiðlari * 1998. Margeir var lögfræðingur hjá Búnaðarbanka íslands 1984-88, gerðist þá atvinnumaður í skák og stundaði jafnframt málflutnings- störf til 1997. Margeir stofnaði eigið fjárfest- ingarfyrirtæki 1995 og er fram- kvæmdastjóri MP Verðbréfa hf. frá 1999. Margeir situr í stjórn Jarðborana hf., í stjóm Íslandssíma hf., Lyfjaverslunar ís- lands hf., Oz hf. MP-Verð- bréfa hf. og Iceland Drill- ing UK Ltd. Hann situr í varastjóm Skeljungs hf. og Delta hf. Margeir hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er nú formaður Varðar - fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík. Margeir varð alþjóðleg- ur skákmeistari 1978, stórmeistari í skák 1986, íslandsmeistari í skák 1986 og 1987, Norðurlandameistari 1987, hefur sigrað á fjölda alþjóða- móta, þ. á m. í Hastings 1986 og teflt á ellefu Ólympíumótum í skák frá 1976. Hann hefur ritað skákþætti í Morgunblaðið frá 1976 og er höfund- ur bókarinnar Kings Indian Defence, Aver- baku Variation, útg. í London 1996. Fjölskylda Margeir kvæntist 25.8. 1984 Sigríði Indriðadótt- ur, f. 13.2. 1956, kennara. Hún er dóttir Indriða Pálssonar, fyrrv. for- stjóra, og Elísabetar Her- mannsdóttur húsmóður. Dóttir Margeirs og Sigríðar er El- ísabet Margeirsdóttir, f. 31.1. 1985, nemi. Systkini Margeirs eru Sigríður Pétursdóttir, f. 2.10. 1953, kennari, gift Hreini Hákonarsyni; Haraldur Pétursson, f. 14.1. 1955, d. 2.12. 1972; Vigdís Pétursdóttir, f. 22.3. 1962, læknir, gift Ævari Aðalsteinssyni múrara. Foreldrar Margeirs: Pétur Har- aldsson, f. 3.7. 1925, d. 28.7. 1993, kaupmaður í Reykjavík, og Hall- dóra Hermannsdóttir, f. 23.2. 1929, húsfreyja og kaupkona. Ætt Pétur var sonur Haralds Axels Péturssonar, b. í Borgarholti, í Stekkholti í Biskupstungum og loks húsvarðar við Safnahúsið í Reykja- vík, og Margrétar Þormóðsdóttur. Halldóra er dóttir Hermanns Ein- arssonar, bifreiðarstjóra á Siglu- flrði, og Sigríðar Þorleifsdóttur saumakonu. Margeir Pétursson. Sigurður Sæmundsson Sigurður Sæmundsson, hrossa- bóndi í Holtsmúla i Landsveit, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist i Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann gekk þar í skóla, lauk gagnfræðaprófl frá Flensborg 1966, stundaði nám við Bændaskól- ann á Hvanneyri og lauk þaðan bú- fræðiprófi 1969, stundaði nám við Dýralæknaháskólann í Stokkhólmi og lauk þaðan meistaraprófi í jám- ingum 1970. Sigurður kenndi jámingar við Dýralæknaháskólann í Stokkhólmi í eitt ár en flutti aftur heim til Is- lands 1972. Hann var bústjóri hjá Sigurbimi Eiríkssyni í Álfsnesi í eitt ár, ílutti þá til Hafnarfjarðar og vann við jámingar og tamningar. Sigurður keypti jörðina Holts- múla í Landsveit 1982 og stundar þar tamningar og hrossarækt. Þá var hann nokkuð til sjós um skeið með fóður sínum, á Ársæli Sigurðs- syni GK, og á Svaninum RE, með bróður sínum. Sigurður var einn af stofnendum íþróttadeildar Hestamannafélagsins Sörla og fyrsti formaður þess. Hann sat í stjóm íþróttaráðs LH og var formaður þess í eitt ár, var formað- ur íþróttadeildar Hestamannafélags- ins Geysis í nokkur ár, er félagi í Félagi tamningamanna og situr í stjórn íþróttanefndar FEIF. Sigurður hefur haldið mörg nám- skeið, einkum í jámingum. Hann hefur verið knapi eða liðstjóri á öll- um heimsmeistaramótum íslenskra hesta frá 1972. Hann varð Evrópu- meistari í samanlögðu og skeiði í hestaíþróttum í Danmörku 1977. Fjölskylda Sigurður hóf sambúð 1970 með Lísbeth Gerestig Sæmundsson, f. 23.6. 1949, hrossabónda, en þau giftu sig 2.12. 1978. Lísbeth er fædd og uppalin i Svíþjóð. Foreldrar hennar: Otto Gerestig, f. 1.1.1912, d. 2.6.1996, vélstjóri og Helmi Gerestig, f. 9.8. 1907, í Stokkhólmi. Dætur Sigurðar og Lísbethar eru Petra, f. 21.5.1968, búsett í Uppsala í Svíþjóð en dætur hennar eru Am- anda, f. 25.5.1994, Elín Louise, f. 8.9. 1996;Katrín Ólína, f. 22.3. 1973, en sonur hennar er Sigurður Smári, f. 4.2. 1998; Elín Hrönn, f. 17.3. 1987, nemi. Systkini Sigurðar eru Hafdís, f. 27.9. 1942, húsmóðir í Hafnarfirði, en maður hennar er Eiríkur Ólafs- son, f. 12.12. 1943, skipstjóri og eiga þau þrjú böm; Viðar Sæmundsson, f. 12.2. 1946, skipstjóri í Hafnarfírði; Aðalsteinn Sæmundsson, f. 26.6. 1947, flskverkandi í Hafnarfirði. Foreldrar Sigurðar voru Elías Sæmundur Sigurðsson, f. 7.12. 1916, d. 16.12. 1978, skipstjóri í Hafnarfírði, og k.h., Hall- dóra Lilja Aðalsteinsdótt- ir, f. 4.12. 1913, d. 25.6. 1991, húsmóðir. Ætt Sæmundur var sonur Sigurðar, b. i Hvassa- hrauni, Sæmundssonar, b. á Vindheimum í Ölf- usi, Eiríkssonar, b. á Litlalandi, Ólafssonar, á Galtafelli og Tjörvastöð- um á Landi, Sæmundssonar. Móðir Eiríks var Sigríður, systir Helga á Grafarbakka, fóður Guðmundar, b. þar, langafa Einars Kristjánssonar óperusöngvara. Helgi var einnig faðir Gísla í Vatnsholti, afa Ásgríms Jónssonar málara. Sigriður var dóttir Einars, lrm. á Galtafelli, Ólafssonar. Móðir Sæmundar á Vindheimum var Helga Jónsdóttir, b. í Vindási á Landi, Jónssonar, hreppstjóra í Neðra-Seli, Bjamason- ar, ættfoður Víkingslækjarættar, Halldórssonar, forföður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hestamanns. Móðir Helgu var Vilborg Stefáns- dóttir, b. á Bjalla, Filippussonar. Móðir Sigurðar var Elín Magnús- dóttir, hreppstjóra á Efri-Grund undir Eyjafjöllum, Einarssonar, b. þar, Símonarsonar. Móðir Sæmundar skipstjóra var Kristrún Þórðardóttir, b. á Vindheimum og í Vogsósum í Selvogi, Eyj- ólfssonar, b. á Efri-Gríms- læk í Ölfusi, Eyjólfssonar, b. á Ytri-Grímslæk, Guð- mundssonar. Móðir Eyj- ólfs á Efri-Grímslæk var Eydís, systir Gríms á Nesjavöllum, afa Krist- geirs, afa Ólafs Ragnars örímssonar forseta. Ey- dis var dóttir Þorleifs, ættföður Nesjavallaættar, Guðmundssonar. Móðir Kristrúnar var Guðrún Jónsdóttir, í Einkofa á Eyrarbakka, Jónssonar og Kristínar Ölafsdóttur, b. í Eystra- Geldingaholti, Nikulássonar. Halldóra Lilja var dóttir Aðal- steins, b. á ísólfsstöðum á Tjömesi, Halldórssonar, b. á Geldingsá, Hall- dórssonar eldra, b. þar, Halldórs- sonar. Móðir Aðalsteins var Lilja, dóttir Sæmundar Sigfússonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Móðir Halldóru Lilju var Ólína Guðrún Ólafsdóttir, b. á Isólfsstöðum á Tjömesi, Magnússonar, b. á Tind- riðastöðum í Fjörðum, Jóakimsson- ar, b. á Kussungsstöðum, Björnsson- ar. Móðir Ólínu var Katrín Ámadótt- ir, vinnumanns í Svaðbæli undir Eyjafjöllum, Einarssonar. Sigurður og Lísbeth taka á móti gestum eftir landsmót hestamanna á komandi sumri. Hl hamingju með afmælið 15. febrúar 95 ára Valgerður Magnúsdóttir, Syðri-Steinsmýri, Kirkjubæjar- klaustur. 80 ára Katrín I. Amdal, Engjavegi 19, ísafirði. Þorvaldur Magnússon, Furugnmd 66, Kópavogi. 75 ára Jóhannes Sævar Magnússon, Suðurvangi 23b, Hafnarfirði. 70 ára Jóhannes Jósefsson, Flétturima 35, Reykjavík. 50 ára___________________ Ármann Björnsson, Hringbraut 1, Hafnarfirði. Ásthildur Hilmarsdóttir, Veghúsum 31, Reykjavík. Jóhann Sverrisson, Einholti 16g, Akureyri. Regula Brem, Stóra-Kroppi, Reykholti. Svandís Ingibjartsdóttir, Hólabergi 20, Reykjavík. Þórunn Kristjónsdóttir, Lágholtsvegi 9, Reykjavík. 40 ára________________________ Birgir Ólafsson, Sóleyjargötu 5, Vestmannaeyjum. Eiríkur Benediktsson, Selsvöllum 3, Grindavík. Gréta Lind Sigurðardóttir, Frostafold 6, Reykjavik. Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, Hrefnugötu 2, Reykjavik. Jóna Kristín Freysteinsdóttir, Hlíðartúni 3, Höfn. Lára Sigrún Helgadóttir, Rifkelsstöðum III, Akureyri. Páll Sigvaldason, Sunnufelli 5, Egilsstöðum. Steinþóra Þorsteinsdóttir, Álfholti 2c, Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.