Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 3
ýmsar persónur, finnur ákveðna hluti og leysir þrautir til að komast að settu marki,“ útskýrir höfund- urinn og viðurkennir að tölvuleik- urinn kalli á miklar skriftir: „Þetta er töluvert flóknara en að skrifa hefðbundið kvikmyndahandrit því eitt og sama samtalið getur farið út og suður. Það eru kannski sex - sjö útgáfur af hverju samtali. Þú getur valið úr mörgum setningum sem geta ýmist leitt þig á villigötur eða á rétta leið.“ Á meðan marga jafnaldra Elísabetar Valdimarsdóttur dreymir um sumarfrí á sólarströnd og liggja yfir bæklingum ferðaskrifstofanna er hún löngu búin að plana sitt sumarfrí. Hún ætlar að eta hýðishrísgrjón og hugleiða í búddaklaustri á Bretlandi ásamt syni sínum Loga. Fólk sem veiðir í vinnunni: 16-17 '-lcso Jakob Bjarnar Grétarsson er aö skrifa handrit fyrir tölvuleik sem Qallar um goðheima. Jakob Bjarnar Grétarsson hefur m.a. skrifað og flutt útvarps þættina Górillu, King Kong og Sleggjuna ásamt Radíus- bræðrum. Hann hefur einnig starfað um árabil sem blaðamaður en réðst nýlega í nýstárlegt starf. Jakob er að skrifa handrit að tölvuleik sem byggir á goðafræðinni. Þú ert Loki í tölvuleikjum á launum Jakob talar af reynslu því þegar hann vann við útvarp með Radíus- bræðrum lágu oft heilu handritin að baki hverjum þætti. Að hans mati er tölvuleikjagerð öllu marg- slungnari því leikurinn kallar einnig á þrautir og lausnir þeirra. Þess vegna var hann spurður af hverju hann var valinn tÚ verksins fremur en einhver þrautasérfræð- ingur. „Þekkirðu einhverja þrautasér- fræðinga? Nú, er það vinan. Jæja, ef þú ert að leita að klíkunni í þessu þá hef ég unnið, með hléum, til margra ára með Jóni Óskari Hafsteinssyni myndlistarmanni og snillingi en hann er einn eigandi fyrirtækisins. Ætli hann hafi ekki potað mér inn,“ segir Jakob kampakátur þvi hann telur sig öf- undsverðan mann. „Sjáðu til, þeir eru ófáir sem öfunda mig af þessum starfa, því það eru ekki margir á ís- landi sem geta ver- ið að leika sér í tölvuleikjum á launum. Ja, eða í það minnsta ekki með góðri samvisku.“ -AJ „Ég er að skrifa handrit að tölvu- leik sem ber vinnutitilinn Yggdras- ill og margmiðlunarfyrirtækið Gagarin framleiðir," svarar Jakob Bjamar Grétarsson þegar blaða- maður spyr hvort hann sé að gera teiknimynd. Gagarin? „Ha? Já, samanber Júríj, sá frægi sovéski geimfari," útskýrir Jakob. Að hans sögn koma fjöl- margir að gerð tölvuleiksins og ætlunin er að gefa hann fyrst út á íslenskum markaði en svo verður stefnan tekin á Þýskaland og Norð- urlöndin. Það eru nefnilega mestar líkur á að fólk í þeim löndum þekki sögusviðið sem er goðafræðin. Flóknara en kvikmynda- handrit „Sko, plottið byggir á Þrymskviðu sem, eins og margir vita, fjallar um þegar Þrymur laumast í Ásgarð og stelur Mjölni, hamri Þórs. Leikurinn fjallar svo um leitina að hamrinum - þú ert í raun Loki og stýrir honum í gegnum þennan heim, talar við Ofurgellan Maríkó: Japani á íslands- ströndum Nýjasta tíska: Löðrandi r leður Röskva og Vaka mætast Myndln er af Loka en teiknarl myndanna í Yggdrasll heltlr Jón Hámundur. Ferðabæklingur Fókuss: ísland, martröð ferðalangs- ins Popp: Screamin’ Jay leysir álögin 12-13 Vöðvabúntið Jón. Á meira en 20 bíla 1? assi: Veiðimenn nútímans Hýdishrísgrjón og hugleiðsla sem gengur út á það að þú haldir trúnni einungis fyrir sjálfan þig. Börn velkomin Það verður einimgis boðið upp á lifrænt grænmetisfæði á staðnum og telur Elísabet að hún muni borða mikið af hýðishrísgrjónum. Klaustrið er víst alveg guödómlegt í útliti og allt mnhverfið mjög fal- legt. „Ég var að skoða bæklinginn og á myndunum er að finna alls konar fólk með böm á öllum aldri enda eru foreldrar sérstaklega hvattir til þess að taka bömin með,“ segir Elisabet sem er greini- lega oröin spennt. „Maður þarf ekki að vera neinn búddi til þess að fara í þetta klaustur, enda er búddatrúin þannig að hún býður manni upp á að taka það sem manni hentar best og skilja hitt eft- ir.“ En heldurðu aö sonur þinn hafi þolinmœði í það aö taka þátt í hug- leiðslu og kyrji? „Ef ekki þá bara fer ég og sinni honum en einnig held ég að um einhverja barnapössun verði að ræða á staðnum," segir hin 21 árs gamla Elísabet sem lætur sig dreyma um hið gyllta búddaklaust- ur yflr skólabókunum. Kyrja saman á kvöldin „Það eru fleiri íslenskar stelpur sem eru að fara og mér finnst þetta miklu meira spennandi sumarfrí heldur en að fara á fyllirí á Mall- orca,“ segir Elísabet sem segist samt ekki vera neitt trúaðri en gengur og gerist. Hún segist trúa jafnmikið á Búdda og Jesú og lítur á veruna i búddaklaustrinu fyrst og fremst sem afslöppun. Dagurinn mun vera notaður til hugleiðslu, bænahalds og fræðslu og svo er kyrjað saman á kvöldin. Elísabet er ekki alveg græn hvað búddisma og hugleiðslu varðar en hún hefur stundað hugleiðslu hér á landi tun nokkurt skeið. „Þetta klaustur heitir Kadamta Elísabet og sonur hennar Logi ætla aó borða hýðishrísgrjón og drekka jurtate í búddamiðstöð á Bretlandi í sumarfríinu. Það eru margir sem eru famir að hugsa með spenningi til stunarsins og ein þeirra er Elísabet Valdi- marsdóttir. Sumarfríið hennar er nú þegar planað og það er i hæsta máta óvanalegt. „Ég er á leið í búddaklaustur á Bretlandi og ég ætla að vera þar í 2 vikur. Ég mun annaðhvort gista í tjaldi eða inni i klaustrinu og borga 1000 krónur á sólarhring og í þeim peningi eru 3 máltíðir innifaldar á dag,“ segir El- ísabet sem mun taka eins árs gaml- an son sinn með sér. Buddish temple og er Mahayana- klaustur,“ segir Elísabet og útskýr- ir að búddismi skiptist eiginlega i tvennt, annars vegar í Mayhayana sem gengur út á það að maður upp- ljómist og hjálpi einnig öðriun án þess þó að ganga í hús og hreinlega boða trúna og hins vegar Mahayna iverjir voru hvar Blaðauki meðf ókus Forsíðumyndlna tók Teitur af Maríkó Ragnarsdóttur. 18. febrúar 2000 f Ókus 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.