Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 6
tIs k a n kl- 1E á hádegi og ókeypis smokkar Forvarnarstarf gegn kynsjúkdómum, alnæmi og ótímabærum þungunum er heitið á fyrir- iestraherferö sem læknanemar eru að fara af stað með i framhaldsskólum og hefst hún í febrúar. „Það verður svona jafningjafræöslu- snið á þessu, við reynum að virkja krakkana með í umræðuna. Annars og þriðja árs nemar eru enn svo ungir að þeir muna hvernig það var að vera unglingur og eiga þess vegna að eiga auðveldara með að ná til krakkanna. Auk þess hafa læknanemargóða þekkingu á þess- um málum. Það er stefnan að reyna að sam- eina þetta tvennt til betri árangurs," segir Brynja Ragnarsdóttir læknanemi. Markmiðið segir Brynja vera að „kynna ung- lingum þær raunhæfu lausnir sem í boöi eru og sem henta þessum aldursflokki betur." Brynja bendir í sambandi við þetta á morgun- inn-eftir-pilluna en hún kemur í veg fyr- ir þungun og þar af leiöandi líka þá raun að takast á viö mál eins og fóstureyðingu. Ekki er bara ein- blínt á þunganir heldur líka kyn- sjúkdóma og sagði Brynja að þar væri ein hug- myndin sú að dreifa mætti smokkum fritt til unglinga. Samkvæmt opin- berum tölum frá árinu 1997 urðu 464 stúlkur, 19 ára og yngri, ðléttar og þar af fóru 228 f fóst- ureyðingu. Ef skoðaðar eru tölur um kyn- sjúkdóma hjá sama aldurs- **** flokki, og þá sérstaklega klamydíu, sem er langalgengasti kynsjúkdómurinn, sést að árið 1997 voru ný tilfelli skráð 382. Þessar tölur sýna það að þetta framtak læknanema er mjög þarft. Þetta er þriggja ára verkefni sem unnið er í samvinnu viö Alnæmissamtökin og Fræðslu- samtök um kynlíf og barneignir og er það styrkt af menntamálaráöuneytinu og Lækna- deild Háskóla íslands, auk einkafyrirtækja. Pál 1 óskar A («** f' # 15 ara i Bréf til Dr. Love: Kærl Dr. Lovel Ég hélt fyrst að ég væri me6 flensuna en nú er ég ólétt. Ég veit aö stráknum er alveg sama, hann mun aldrei tala viö mig aftur. Hann er byrj- aöur meö annarri stelpu. Ég þori ekki aö segja mömmu þetta af því aö hún veröur brjáluö, af því aö ég er bara 15 ára. Plís, þú veröur aö hjálpa mér ég hef aldrei veriö svona hrædd á ævi minni. Mér hefur aldrei liöiö svona illa. Ég er komin 4 vikur á leiö. Takk fyrirgóöa þætti. B. Svar Dr. Love: Elsku besta B. Hvers vegna nota unglingar ekki smokka? Þú ættir nú aö geta sagt mér þaö, því þú og þinn fýrr- verandi notuðuð þá ekki. Og hann gerði þig ólétta. Og þú borgar reikninginn. Honum er alveg skítsama. Hann er byrjaður með nýrri píu! Vissuð þið ekki að smokkar eru pottþétt vörn gegn ótímabærri óléttu? Auk þess sem þeir koma í veg fyrir allt hitt drasliö sem getur pirrað mann eftir hættulegt kynlíf, eins og klamedíu og HIV? Eöa eruð þið að segja mér að smokkar séu svona ógeðslega dýrir, að unglingar hafa ekki efni á þeim? Ja.. þá er nú eins gott aö byrja aö dreifa smokkum GEFINS í alla grunn- og franv Leðurnærföt Leðrið klikkar ekki, hvorki yst né innst. Fyrir þá sem eru gjörsamlega fallnir fyrir leðr- inu. Ég og þú, kr. 7560. Leður og leðurllki er það sem koma skal, ef marka má búðareigendur i Reykjavík. Litlir sætir jakkar úr þessum efnum eru farnir að dúkka upp í sýningargluggum eft- ir útsölumar og bíða bara eftir því að veðr- ið batni aðeins. Leður er nefnilega ekki beint hlýtt heldur miklu frekar einangrandi og er því ekki góður kostur á vetuma nema maður sé í góðri peysu innan undir. Jakk- amir sem famir eru að sjást á herðatrjám í verslunum Reykjavikur eru hins vegar flestir svo þröngir að ekki er gert ráð fyrir því að maður sé í flíspeysu innan undir þeim þannig að þetta eru ekta sumarflíkur. Jakkar þessir eru til í öllum regnbogans lit- um og sniðum og það eina sem er sameigin- legt með þeim er efnið. í stíl við þessar yfír- hafnir eru svo sums staðar seldar buxur eða pils eða jafnvel kjólar úr sama efni. Leður og líki verður sem sagt það feitasta í sumartískunni svo það er bara að byrja að spara. Sérstakur litur Þröngur og stuttur jakki g* úr PVC-efni. Sérstakur blár litur. Einnig til í furðulega bleikum lit. Babýlon, kr. 49.000. Buxur úr leðurlíki MDL-buxur með skemmtileg- um saumum á vösum og hnjám. Mótor, kr. 6900. prjónaefni á kraga, vös- um og ermum. Vero Moda, kr. 11.900. ítalskt leður Þessi grái jakki er frek- ar klassískur í sniö- inu, finn fyrir stráka sem eru hrifnir af leðr- inu en vilja samt ekki fara í stutta og þrönga jakka. ítalskt I Master Code. Sautján, kr. 29.900. Eiturgrænn Ófóðraður jakki úr frá Tark'l. Rott sniö og góöur litur. Til í fleiri litum Sautján, kr. 5500. Leðurkjóli Kjóll úr leöurlfki, með klauf. ís- lensk hönnun. Frikki og dýriö, kr. 12.800. Síður grænn jakki Löðrandi oglíki Dr. Love er sjálfskipaður kynlífsfræðingur götunnar. Hann leysir úr tilfínningaflækjum lesenda Fókuss og gesta Fókusvefsins á Vísi.is. Einungis er hægt að svara völdum bréfum en þeir sem eru virkilega þurfandi geta leitað á náðir Dr. Love í síma 908 1717. haldsskóla á landinu, og það strax! Þaö gengur ekki að aðeins þeir sem eru meö yfir 150.000 kr. í laun á mánuði hafi efni á því aö riöa áhyggju- laust. Ég sá nú i fréttunum um daginn að nú er búið að slá íslandsmet: Rúmlega 100 fóstureyö- ingar bara i janúar 2000. Hingaö til hafa þetta veriö svona um 700 fóstureyðingar á heilu ári! Eða eruð þiö að segja mér að þið hafiö ekki VIT- AÐ hvað þið voruð aö gera? Eða er það vegna þess að „þaö-skortir-fræðslu-í-skólum"? Hmm.. hver var ekki aö standa sig núna í foreldrahlut- verkinu? Hvar brann grauturinn við? Jæja, nú ætla ég að hætta að skamma þig. Ég veit að þú skammast þín og þú ert skíthrædd í ofanálag. Best að byija aö ráðlegöa! „Viltu eignast barn?" Ef svariö er JÁ, að þá ert þú að fara að undirbúa sjálfa þig, og allt þitt nánasta umhverfi undir komu krílsins. Mamma þín mun hjálpa til viö pössun og aðra þætti uppeldisins, og jafn- vel veita þér og barn- inu húsaskjól - allavega til að byrja með. Þú þarft að kosta uppeldiö sjálf. Strákurinn sem gerði þig ólétta mun vissulega borga meölög, en að öðru leyti skaltu ekki gera ráð fyrir þvi að hann komi á neinn annan hátt ná- lægt uppeldinu. Hvursu margar einstæðar mæö- ur eru til á íslandi, anyway? (Vigdís Rnnbogadótt- ir er einstæö móöir - pældu í þvíl) „Viltu eignast barn?" Ef svariö er NEI, þá lítur allt út fyrir það aö þú sért aö fara i fóstureyðingu. Fóstueyðing er einföld aðgerð, en henni getur fylgt mikið andlegt álag. Stelpur fara aldrei i fóst- ureyðingar aö gamni sínu. Það er ekki of seint fyr- ir þig að fara núna, því fóstureyðingu má fram- kvæma allt þangað til fóstrið er 8-10 vikna gam- alt. Plís, segðu mömmu þinni frá þessu! Mamma þín kannski trompast í smá stund, en hún verður ekki brjáluð „af því aö þú ert 15 ára!“ Þegar hún hefur sjálf jafnaö sig á fréttunum mun hún veita þér alla þá hjálp sem þú mögulega vilt. Þannig eru mömmur. Henni á virkilega eftir að sárna ef þú segir ekki neitt. (Pældu i því!) Ákvörðunin um það hvort þú sért að fara að eign- ast barn eða ekki, verður að vera þín - OG BARA ÞlN EIGIN! Þú mátt bú- ir 4,**. ast við því að ALLIR sem þú þekkir munu reyna aö hafa áhrif á þína ákvaö- anatöku, líka vinkonur þínar, amma þín og strák- urinn sem gerði þig ólétta. En þú sjálf veist alveg innst inni hvort þú viljir eignast barn núna eða ekki. Þegar pilian var fundin upp, og fóstureyðingar voru lögleiddar (víða um heim), var brotið blað i sögu kvenna og kvenfrelsisbaráttu. I fýrsta sinn í mannkynssögunni gátu konur loksins farið að ráöa lífshlaupi slnu sjálfar! Þær gátu loksins ráö- ið því hvort þær ætluöu að klára framhaldsnám og hlúa að sínum eigin „karríer" ef þær langaði, komið sér þangað sem þær vildu, og SVO að eignast börn! Eins og Madonna, sem kaus aö verða valdamesta poppstjarna heims, og eignað- ist síðan sitt fýrsta barn um fertugt. (Madonna hefur fariö í fóstureyðingu, oftar en einu sinni.) Margir hata tilhugsunina um fóstureyðingar, og þær eru ennþá ólöglegar i mörgum heittrúuðum og einkum kaþólskum ríkjum (t.d. í Argentínu, Brasilíu, Nígeríu, Portúgal og á írlandi.) - And- stæöingar þeirra segja aö þarna sé veriö að DREPA BÖRN! Djísös kræst. Afsakið hlé! FÓSTUR ERU EKKI BÖRN! Á meöan fóstrið er svona ungt, þá gæti þaö engan veginn lifað sjálfstæðu lífi utan likama konunnar. Þess vegna er það hluti af líkama hennar, og hún á að fá aö ráða yfir líkama sínum SJÁLR Dæmin sanna, að sú kona sem vill láta eyða fóstri sínu, GERIR ÞAÐ, hvort sem fóst- ureyöingar eru ólöglegar eða ekki i heimalandi hennar. Ef þær væru ólöglegar, myndi hún reyna að eyða þvi sjálf, oft með hrikalegum afleiðingum. Kæra B. - Ef þú ert meö heimilislækni, talaðu þá við hann strax. Ef ekki, farðu þá á næstu heilsu- gæslustöö sem tilheyrir hverfinu þinu, og pant- aðu viötal hjá lækni. Báðir þessir aðilar koma þér í allan skilning um út á hvað aðgerðin sjálf geng- ur, og þú ert i öruggum höndum. Lofaðu mér samt einu; fóstureyðing eöa ekki - sama hvað þú gerir - ekki gera neitt sem þú gætir fariö að sjá eftir seinna! Boltinn er núna þín megin, því það er hluti af sjálfsögðum mannréttindum þínum. Nýttu þér þau, haltu svo áfram aö vera skotin í strákum og stunda kynlíf - en vertu klár og not- aðu smokka næst. Segðu við gæjann; „Be a good boy and put this on - or else it's gonna be a party for one!" ÞINN SAFE SEX GÚRÚ, DR. LOVE! 6 f Ó k U S 18. febrúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.