Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 9
Oskir þú eftir að komast í kynni við virkilega sérstaka konu þá er heimasíðan www.womenbehindbars.com eitthvað fyrir þig. Þar er hægt að komast í samband við spólgraðar glæpakonur sem sitja í bandarískum fangelsum og óska eftir hjásvæfum eða jafnvel eiginmönnum til að eiga Ijúfar stundir með þegar þær sleppa út. Glæpakvendi óska eftir kynlífsfélögum „Ég elska ferðalög og allskyns útiveru. Er hrifin að rómantísk- um og sexí kvöldstundum og kvöldverðum við kertaljós.“ Þetta segir hin 27 ára gamla Barbara um sjálfa sig á heimasíðunni www.womenbehindbars.com en þar óskar hún eftir að komast í samband við skemmtilegan mann yfir flmmtugt með framtíðarsam- band í huga. Þeir sem kveikja á þessari auglýsingu verða hins vegar að bíða aðeins eftir Barböru því hún losnar ekki úr kvenna- fangelsinu fyrr en í janúar á næsta ári. Biðin eftir Barböru er samt frekar stutt miðað við marg- ar þær stúlkur sem lagt hafa út auglýsingar á þessari heimasíðu því margar þehra sleppa ekki út fyrr en eftir mörg ár. Vilja breyta lífi sínu Fyrirtækið sem stendur á bak við heimsíðuna hefur verið á Net- inu síðan 1997. Hugmyndin á bak við siðuna er kominn frá manni að nafni Frank Muniz. Hann ákvað að hjálpa vinkonu sinni „Ég er hvers manns hugljúfl. Ástríðu- full, hugulsöm og skemmtllegur fé- lagsskapur," segir Helen sem er eln þelrra kvenna sem auglýsa eftlr maka á síðunni www. womanbehlnd- bars.com. Helen sleppur úr fanga- klefanum í ágúst. sem sat í fangelsi til að komast í samband við umheiminn og setti auglýsingu fyrir hana á Netið. Þegar hún var sett inn hafði kærastinn yflrgefið hana, fundið sér nýja ástmey og sú sem sat í fangelsinu var mjög einmana og algjörlega niðurbrotin. Síðan þá hefur starfsemi Franks undið upp á sig og í dag er hann með tvær manneskjur í vinnu við að slá inn auglýsingar á síðuna. Hann segir að það sé mikil þörf á síðu sem þessari því konurnar sem auglýsa á síðunni hjá honum viiji gjarnan fá annað tækifæri og séu virkilega tilbúnar að breyta lífl sínu til hins betra þegar þær sleppa út. Ekki upplýsingar um glæpinn í dag eru um 1600 konur sem eru á skrá á síðunni og er þeim skipt niður í flokka eftir aldri og húðlit. Að sögn forsvarsmanna síðunnar er tilgangur hennar sá að gefa konum sem sitja í banda- rískum fangelsum tækifæri til að lifa eðlilegu lífl þegar þær sleppa út. Margar þeirra hafa misst allt samband við vini sína og kunn- ingja og verið útskúfað úr fjöl- skyldunni. í auglýsingum kvenn- Barbara er 27 ára gömul og hefur gaman af allri útlvist. anna stendur ekki hvað þær eru dæmdar fyrir heldur er þar ein- ungis sagt frá í hvaða fangelsi þær sitja og einnig eru gefnar upplýs- ingar um hæð, háralit og þyngd. Að auki hafa margar þeirra skrif- að nokkur orð um sjálfar sig og látið skanna inn mynd af sér. Konumar sem hafa sett nafn sitt á síðuna eru sumar að auglýsa eftir góðum eiginmönnum meðan aðr- ar óska einungis eftir heitu kyn- lifl. Vilji maður komast í samband við eitthvert af glæpakvendunum þá verður maður að borga um 250 íslenskar krónur fyrir að fá hvert heimilisfang uppgeflð. Konudagur Gefð'enni blóm. Gefðu henni blðmavönd og sólin brosir við þér. Hún er konan þín, mann- andskoti. Móðir barnanna þinna og því er það minnsta sem þú getur gert að gefa henni blóm. Já, konudagurinn er á sunnudaginn. Þá krjúpa feöur og synir þessa lands og virða konuna. í þeirra augum er konan ekki minnihlutahópur. Hún er helmingur mannskyns og upphafiö af mannlegri jarövist. En þvi miður hef- ur henni ekki gengið vel aö aðlagast nútímanum og á síðustu öld stökk hún ofan í skotgrafirnar og gerði sig að minnihluta- hópi. Gefið henni launahækkun. Það er það sem konan á skilið. Gommu af peningum. í það minnsta jafnmikla peninga og karlar fá fyrir aö vera karlar. Því ættu atvinnurekendur að gefa öllum konum launahækkun á mánudaginn. Síðan geturðu auðvitað boðið henni út að borða, sent henni skeyti eða bara sagt henni að þú kunnir að meta hvaö hún hefur gert fyrir mannskyniö. I það minnsta verð- uröu að sýna móður þinni, systur og dóttur þá virðingu sem hún á skiliö. Lestu að lokum kvennabókmenntir. Þær munu bæta þinn innri mann. InWear Kringlunni 18. febrúar 2000 f ó k u s 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.