Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 17
Ekki eins og að afgreiða í búð Steinbergur Finnbogason, 25 ára fasteignasali „Öll sölumennska er hrein og bein veiðimennska. Þetta er samt ekki eins og að vinna í búð. Starf mitt gengur út á það að ná kúnnanum, ná eignunum og vera miiligöngumaður þar á milli,“ segir Steinbergur Finnbogasort sem vinnur sem fasteignasali hjá Fasteigna- miðluninni í Siðumúla 11. Steinbergur verður heldur betur að nota veiði- mannataktana í vinnunni því eins og flestir í fasteignabransanum þá er hann á prósentum. „Auðvitað er maður með Laun fasteignasalans Steinbergs eru prósentu- tengd þannig að hann verður að standa sig ætli hann að koma heim með fisk í soðið. fullt af trixum en engin óheiðarleg," seg- ir Steinbergur og brosir tvírætt. Það V' * Mjf sem hann segir að skipti mestu máli í sínu starfi er að hafa áhuga og þekk- ingu á því sem maður er að fást við og koma vel fyrir. Einbeitingin þarf að vera 100%, ekkert má koma honum á óvart og hann þarf alltaf að vera skrefi á undan þeim aðila sem að málinu kemur. „Það er ákveðinn thriller að loka samningum sem örugglega má líkja við það þegar veiðimaður nær bráðinni," segir Steinbergur sem segist samt fá miklu meira út úr fasteignasölunni heldur en hefðbundinni veiðimennsku. Hann segist þó hafa gert mistök í samn- ingum vegna fljótfæmi og græðgi en hefur að sjálfsögðu lært af þeirri reynslu. > , ÉÉ'' Minnir mikið á sjómennskuna Ragnar Már Gunnarsson, 28 ára verðbréfamiðlari „Að gera góðan díl er eins og að setja í góðan lax,“ segir verðbréfamiðl- arinn Ragnar Már Gunnar- son sem hefúr siðustu tvö árin unnið hjá fyrirtækinu Burnham. „Þetta starf minnir mikið á sjómennsk- una en ég var sjómaður í mörg sumur. Verðbréfasal- an er ekki ósvipuð því að vera að vinna á færum. Þetta er tamavinna. Mað- ur finnúr góðan blett og rífur upp 400-500 tonn. Þá er allt brjálað en þess á milli koma rólegir tímar,“ segir Ragnar sem hefur mikið veiðieðli í sér. Fyrir utan að hafa verið á sjón- um þá er hann mikið í sil- ungi og laxi og fer líka á fuglaveiðar. „Ef marka má umræðuna sem hefur verið undanfarið í fjölmiðlum þá eru vinnubrögðin ansi mis- jöfn í verðbréfageiranum. Hér hjá okkur erum við með óskrifuð lög sem ganga út á það að við vinn- um við að ná sem bestum kjömm fyrir kúnnann en erum ekki í samkeppni við kúnnann með þvi að vera að fjárfesta fyrir okkur,“ segir Ragnar og segist um- gangast sína kúnna með frjálslegri framkomu og á vinabasis. „Myndir þú treysta manni í gallabuxum og hippamussu fyrir nokkrum milljónum?" spyr veröbréfamiölarinn Ragnar sem mætir í jakkafötum í vinnuna, einkennis- fötum veröbréfamiölara víöa um heim. 4,, V % viðmot virkar langbest Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, 25 ára fréttamaður Ef það er eitthvert starf sem maður þarf að sýna veiðimannatakta í þá er það tvímælalaust frétta- mennskan. „Það er reynd- ar meira um það að frétta- menn sem starfa á inn- lendum fréttum þurfi að leggja beitu fyrir viðmæl- endur sína,“ segir Aðal- heiður Inga Þorsteinsdótt- ir sem sjálf vinnur á er- lendum fréttum á frétta- stofu Ríkissjónvarpsins. „Ég hef nokkrum sinnum farið í laxveiði en einung- is veitt einn silung á æv- Fréttakonan Aöalheiöur hefur einungis veitt einn silung á ævi sinni en landaö þeim mun fleiri fréttum. inni. Ég er nú ekki meira fiskin en það,“ segir Aðal- heiður, en áður en hún fór á skjáinn starfaði hún um árabil sem blaðamað- ur á Morgunblaðinu og veiddi þó nokkrar frétt- imar þar. „Ég á nú samt langt í land með að vera fullnuma í þeirri list að lokka fréttir upp úr fólki og þó svo væri myndi ég örugglega ekki gefa að- ferðina upp. Það sem mér finnst virka best er bara að vera ég sjálf,“ segir Að- alheiður og er ekkert að reyta af sér brandarana til þess að fá meira upp úr viðmælendum sínum. „Eðlilegt viðmót virkar eflaust langbest til að landa fréttinni,“ segir Að- alheiður og bætir við að starfið sé fjölbreytt og spennandi. „Stressið og hraðinn eru líka alveg ör- ugglega ávanabindandi.“ 18. febrúar 2000 f Ókus 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.