Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 13
var t.d. Itrekað valinn besti dj í heimi af bresku danspressunni. Hann hefur spilað út um allt, t.d. mjög mikið í Bretlandi, en frægastur er hann samt fyrir laugardagskvöldin í Rex-klúbbn- um i París. Þar á hann það til að spila stanslaust í sjö klukkutíma og settun- um hans þar hefur verið lýst sem ein- stakri upplifun. Undanfarin þrjú ár hefur hann hins vegar dregið töluvert úr plötu-þeytingi til þess að einbeita sér að nýju plöt- unni. „Var ekki Miles Davies teknó?“ Unreasonable Behaviour er mjög fjölbreytt. Á henni má finna ekta dans- smelli, teknó og breakbeat, en líka lög með rólegra tempói. Gamier lýsir henni svona: „Platan mín er teknó- plata því að þetta em mest rafhljóð. Var ekki Miles Davies teknó? Ég sé ekki mikinn mun á house, teknói, Miles Davies, Innerzone Orchestra, dram & bass, minni plötu og Aphex Twin. Það er eitthvað sem tengir alla þessa tónlist. Það er erfitt að setja eitt- hvað nafn á tónlist, en fyrir mér snýst teknó um að finna nýjar leiðir til þess að þróa raftónlist í nýjar áttir. Ég er enn að reyna það“. „Það var hrækt á þessa tónlist á þeim tíma“ Gamier er mjög ákveðinn í skoðun- um sínum á danstónlist. Honum finnst sorglegt þegar tónlist sem hann hefur mætur á fær ekki þá athygli sem hún á skilið. Menn eins og Luke Slater og Ashley Beedle eru t.d. ekki metnir að verðleikum að hans mati. Hann er hins vegar ómyrkur í máli út í sölu- mennskuna á bresku senunni. „Það er alltaf verið að keppast við að koma með eitthvað nýtt. Sumt af því sem er að slá í gegn í dag er ótrúlegt rusl.“ Hann er að tala um þýsku transbylgj- una sem kollreið öll í London á síðasta ári. „Þessi tónlist var spiluð á Spáni fyrir 10 árum. Þetta er smákrakka músik Euro pop. Þetta er tónlist sem Bretar hræktu á á þeim tíma“. Paul van Dyk þekktasti trans-plötusnúður- inn svaraði fyrir sig með því að segja Screamin’ Jay Hawkins, einn af goðsagnakennd- ustu rokkurum sögunnar, lést sl. laugardag, sjötugur að aldri. Ferill hans er áhugaverður og hans verður lengi minnst fyrir lagið „I Put a Spell on You“. Óhefluð framkoma hans og leikrænir tilburðir höfðu mikil áhrif á fjölmarga rokkara sem á eftir komu. Dr. Gunni tékkaði á hinum öskrandi rokkmeistara. Bassaleikarinn Stuart David er hættur í hljómsveitinni Belle and Sebastian sem hann stofnaði með söngvaranum Stuart Murdoch 1996 til að helga tíma sinum eigin sveit, Looper og til að fást við skriftir. Fyrsta skáldsaga hans, „Nalda Said“, er nýkomin út og von er á nýrri plötu með Looper. Stuart mun þó eitthvað hjálpa til á fjórðu plötu Belle and Sebastian, sem talið er að komi út næsta sumar. Sjöunda mars nk. kemur svo út platan „Lazy Line Painter Jane“ sem safnar á einn disk þrem fyrstu e.p.-plötum sveitarinnar, sem hingað til hafa verið gjörsamlega ófáanlegar. Hljómsveitin BeOe and Sebastian er skosk og varð eftir- minnilega fræg á einni nóttu þegar hún fékk öllum að óvömm titilinn „besti nýliðinn" á síðustu Brits-verð- launrnn og sló út lið eins og Steps og 5ive. Sveitin var þó langt í frá ein- hver nýliði og hafði gefið út þriðju plötu sína, „The Boy With the Arab Strap“, árið 1998. kviknaði í honum á tónleikum. Karl- inn hitaði upp fyrir Rolling Stones (sem era miklir aðdáendur) í New York 1980 og Keith Richards hjálp- aði honum í framhaldi af því við plötugerð. Screamin’ Jay hafði legið alllengi í gleymskunnar dái þegar leikstjórinn Jim Jarmusch kynnti hann fyrir nýrri kynslóð tónlistaráhugafólks í myndum sínum, fyrst með því að láta lagið „I Put a Spell on You“ hljóma í tima og ótíma í myndinni „Stranger Than Paradise" frá 1984 og svo með því að láta karlinn leika hótelstjóra í „Mystery Train“. Þá komst Screamin’ Jay á kortið aftur og gerði það jafnvel svo gott að syngja gamla Tom Waits- lagið „Heart Attack & Wine“ í Levis- auglýsingu. Á tíunda áratugnum komu út nokkrar ágætar plötur með Scream- in’ Jay, sú besta var „Black Music for White People", sem kom út 1991 og hafði að geyma slagara tileinkaðann leikkonunni Sherilyn Fenn, en Jay lék með henni í myndinni „Two Moon Junction". “It was me and Sherilyn Fenn / I had nightmares what it would be like to get in!“ Scr- eamin’ Jay sást síöast í ofbeldis- myndinni „Perdita Durango“ en bjó síðustu árin í úthverfi í París, enda höfðu Frakkar lengi haft gaman af geggjaðri tónlist hans. í síðustu viku gekkst hann undir uppskurð sem mistókst með þeim afleiðingum að gamla mannætan lést á laugardaginn. Hann sagði oft í viðtölum: “Ég vil ekki láta grafa mig. Ég hefþegar leg- ið í nógu mörgum fjandans líkkist- um." Við skulum því vona að Screa- min’ Jay Hawkins verði brenndur. „Jú, jú, ég spila kannski 7 ára gamalt trans, en ég spila ekki 12 ára gamalt Detroit-teknó eins og Garnier. 12 ára gamalt Detroit-teknó er kúl, en ekki 7 ára gamalt trans. Af hverju?” „Alltaf tónlistin“ En hvað sem öllum slíkum vanga- veltum líður þá em flestir sammála um það að „Unreasonable Behaviour" sé besta Laurent Gamier platan til þessa. Garnier heldur áfram að fram- leiða tónlist sem örvar hann. Hann gæti sjálfsagt búið til söluvænna efni, en það kemur ekki til mála: „Mér er skítsama um peninga. Peningar eru rugl. Það sem heldur mér gangandi er tónlistin. Alltaf tónlistin" David Bowie og konan hans, súpermódelið Iman, eiga von á ^"■rni í sumar. Þau giftu sig 1992 og létu hafa eftir sér um tíðindin: „Þetta er stórkostlegur tími í lífi okkar”. Bowie, sem er 54 ra, bætti við: „Við höfum beðið lengi eftir barni en vild- um bæði að aðstæðumar yrðu al- gjörlega réttar. Við vildum hvorugt vera önnum kafin fyrstu ár bams- ins.“ Þó þetta sé fyrsta barn þeirra saman eiga þau bæði börn af fyrra hjónabandi. Sonur Bowie með Angie Bowie er nú 28 ára og heitir Zowie. Af einhverjum ástæðum vill hann þó láta kalla sig Joe. Iman er 44 ára og á 23 ára dóttur, Zulukha. Það verð- ur gaman að sjá hvaða fríknafn verður klesst á nýja barnið. Eminem Groddarapparinn Eminem, sem varð frægur í fyrra fyrir „My Name Is“ og fyrir að kalla móður sína krakkhóru, gefur út nýja plötu í maí. Þetta verður þriðja plata kappans og heitir eftir rapparanum; „The Marshall Mathers LP“. Meðal þeirra sem koma við sögu á plötunni er rapparinn Dr. Dre. Það hefur verið hljótt um meðlimi The Verve eftir að bandið hætti í apríl í fyrra. Nú er von á fyrstu smáskífunni frá söngvaranum Ric- hard Ashcroft, lagið „A Song for the Lovers”, sem þykir líkjast sýrurokki Ver- ve. Smáskífan kemur út í Englandi 3. apríl. Laginu verður fylgt eftir með stórri sólóplötu og er stefnt að því að gefa hana út í júní. o The i A Netinu Ein snarfríkaðasta heimasíða rokkbands á Netinu er síðan www.radiohead.com sem Thom Yorke og fé- lagar sjá sjálfir um. Þar er allt yfirfúllt af djúpspökum þönkum og samsæriskenningum, en þess minna um upplýsingar um hljóm- sveitina. Stundum slá meðlimir Radi- ohead upp veislu á Netinu og frum- flytja þá jafnvel lög. Þannig hafa tvö ný lög heyrst á heimasíðunni, „Ev- erything In It’s Right Place“ og „Kni- ves Out“ og er talið að þau verði á næstu plötu bandcins sem stefnt er að að komi út seinni hluta þessa árs. „OK Computer" kom ut 1997 og tryggði sveitina í sessi sem eitt besta rokkband samtímans. Nýrri plötu hljóta því flestar rokkspírar að bíða eftir með öndina í hálsinum. Jalacy Hawkins fæddist í Cleveland, Ohio, 18. júlí 1929 og ólst upp hjá fósturforeldrum. Hann hreifst snemma af baríton-söngvaran- um Paul Robeson og fór í píanótíma sem bam. Á unglingsaldri var hann farinn að spila og syngja á börum. Karlinn fór snemma á flakk og lagði stund á hnefaleika með fram spilirí- inu. í boxinu náði hann m.a.s. svo langt að verða Alaskameistari í milli- þungavigt 1949. Ári seinna fékk hann gælunafnið „Screamin"'. “Ég var á bar í bœnum Nitro í V- Virginíu. Viö barinn var rosalega feit kerling sem sturtaði til skiptis í sig skota og Jack Daniels. í hvert sinn sem hún leit upp og sá mig æpti hún: „Öskraðu beibí, öskraðu“.“ Hristandi mjólkurflöskur Einhvern tímann árið 1951 var Jay á klúbbi þar sem band Tiny Grimes lék fyrir dansi. Bandið hafði gefið út plötur hjá Atlanta og Gotham og var vinsælt. Jay gekk því að Tiny og bauð þjónustu sína. “Ég varð persónulegur þjónn hans, lífvörður, píanóleikari og söngvari og fór þar aö auki út að labba með hund- inn hans. Allt þetta fyrir 30$ á viku! Ég kom fram í Skotapilsi og hengdi tvœr mjólkurflöskur á mig. Ég söng og flöskurnar hristust eins og brjóst framan á mér. Þegar Ruth Brown sá mig troða upp sagði hún: „Þessi tík getur næstum því sungið jafn vel og ég“.“ SöngstíU Jays varð strax ofsafeng- inn. Hann æpti eins og hann ætti líf- ið að leysa og söngstíll hans sætti furðu á plötum sem komu út með Tiny Grimes-bandinu á fyrri hluta 6. áratugarins. En hvað ætli hafi fengið hann til að öskra svona? “Aö vera svartur. Fordómar. Aó giftast stelpu sem sagöist vera ólétt eft- ir mig þegar ég hafði verið í Alaska í tvö ár og var of vitlaus til að vita bet- ur.“ Mannætan verður „költ“ Eftir að hafa spilað með Tiny Grimes í nokkur ár spilaði Jay um tíma í bandi Fats Domino. Sú sæla stóð stutt og Jay var rekinn fyrir að klæðast pardusdýrsjakka og túrban og reyna með því að stela athyglinni frá Fats. Árið 1955 ákvað Jay að hefja sóló- feril. Rokkið var enn að slíta bams- skónum þegar Jay tók upp hið klass- íska lag „I Put a Spell on You“ ári síð- ar. Lagið, sem upprunalega var ball- aða, hafði Jay samið mörgum árum áður, að hans sögn til að fá fyrrver- andi kærustu til lags við sig aftur. Þegar kom að því að taka það upp stakk upptökumaðurinn upp á því að Jay og hljómsveitin færu á ærlegt fyÚirí í stúd- íóinu. Það var gert og Screamin’ Jay stóð und- ir nafni með góli og blóð- h 1 a u p n u jarmi sem minnti á glorsoltna mannætu að rífa í sig inn- yfli. Flestar ú t v a r p s - stöðvar bönnuðu lagið því það þótti hreinlega ekki bjóðandi óhörnuðum unglingum og laginu var tekið fálega þegar það var gefið út án hrikaleg- ustu öskranna. Upprunalega útgáfan varð þó á komandi ámm mikið „költ“ hjá upprennandi rokkurum, það hef- ur lifað í gegnum árin og fjölmargir hafa spreytt sig á því, m.a. Nina Simone, Creedence Clearwater Revi- val, The Animals, Them og Nick Cave. Árið 1957 fékk Jay inni í pakkasjói útvarpsmannsins Alan Freed. Hann skoraði á Jay að hefia uppákomur sínar með því að láta bera sig inn I líkkistu, sem söngvarinn stökk síðan út úr klæddur í svartan satínkufl. Fleiri leikmuni hafði meistarinn með sér; gúmmíeiturslöngu sem hann handlék, gúmmíkrókódU sem hann slóst við og spýtu með hauskúpu á. Jay kallaði hauskúpuna Henry og hún og brjáluð sviðsframkoman urðu vörumerki hans. Þessir leikrænu tU- b u r ð i r höfðu síð- ar áhrif á A 1 i c e Cooper og David Bowie og bönd eins og Kiss og Black Sabbath. The Drifters buffaðir Hjátrúarfullum róturunum leist illa á að burðast með líkkistu á hverju kvöldi svo Jay sá um sig sjálf- ur. Hann keypti sér líkbU tfi að róta líkkistunni í með zebramunstruöum innviðum í stað hefðbundinnar hvítr- ar klæðningar. TU að læsast ekki inni í líkkistunni fékk Jay menn tU að setja eldspýtu í lásinn á kistunni. Eitt kvöld á ApoUo-klúbbnum tróð hann upp með The Drifters og bað þá að hjálpa sér á leiðinni upp á svið. “Helvítis flflin gleymdu því svo ég var læstur inni í líkkistunni uppi á sviði. Ég vissi aö ég hafði bara súrefni fyrir fjórar mínútur og trylltist úr hrœðslu. Ég grenj- aði, blótaði og fór með bœnir. Þaó varð mér til happs aó ég byrjaói aö sparka og þá datt kistan á gólfiö og lokið hrökk af. Áhorfendur héldu að þetta vœri partur af sjóinu og byrjuöu aö klappa, en ég trylltist og hljóp á eft- ir The Drifters og náði aö kýla þrjá þeirra kalda en var stoppaður af áður en ég náði að rota Ben E. King. Þeir mættu ekki á þau sjó sem eftir vom og það liðu sjö ár áður en við töluð- umst aftur við.“ Jim Jarmusch kemur til hjálpar Næstu áratugir vom magrir fyrir Screamin’ Jay. Á sjöunda áratugnum hélt hann sig mestmegnis á Hawaii þar sem hann bjó og tróð upp fyrir ferðamenn á klúbbum. Hann tók ann- að slagið upp plötur og sú hrikaleg- asta kom út 1969, „What That Is“. Þar er m.a. mannætugeðveikin „The Fe- ast of Mau Mau“ og næstfrægasta lag Jays, klósetthúmorsklassíkin „Con- stipation Blues“ (Harðlífisblús) með viðeigandi óhljóðum. Áttundi áratugurinn var tíðinda- laus, nema hvað Jay tók sér tveggja ára hlé frá spilamennsku eftir að það Oskur rokk- mannætunnar þagnar 18. febrúar 2000 f ó k u s 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.