Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 14
* > j* > * > f Ó k U S 18. febrúar 2000 Jón Elís Guðmundsson gengur dags daglega undir nafninu Jón massi. Frá því hann setti á stofn sitt eigið skellinöðru- verkstæði í Breiðholtinu á unglingsaldri hefur hann verið viðloðandi alls kyns rekstur. Hann hefur starfað sem einka- þjálfari í mörg ár, komið sjálfum forsetanum og öðrum valinkunnum íslendingum í gott form og á nokkur íslandsmet í kraftlyftingum. Nú er hann hins vegar búinn að trappa niður þjálfunina, segist hafa fundið sjálfan sig og er farinn að selja barnaföt víða um land. Snæfríður Ingadóttir hitti massann. Voðvabunt í barnafötum Þegar maður rennir augunum yfir Jón massa þá stoppar maður ósjálfrátt við hendumar á honum. Þær eru, eins og aðrir hlutar líkamans, kubbslegar og kraftalegar, með óvenju stuttum nöglum. „Ég hef alla tíð nagað mikið á mér neglumar og kem ekki til með að breyta því,“ segir Jón ákveðinn og skammast sín ekkert fyrir að það sjá- ist i kvikuna á honum enda er það ekki margt sem Jón skammast sín fyr- ir eða horfir á með eftirsjá. „Maður tekur alltaf rétta ákvörðim á þeim tíma sem maður tekur hana, hversu vitlaus sem hún kannski virð- ist vera í dag,“ segir Jón sem hefur fengið ýmsar kjaftasögur á sig í gegn- um árin og kannski ekki nema von þar sem ekki hefur beint farið lítið fyr- ir honum. „Ég hef fengið alls konar kjaftasög- ur á mig, hvort sem það eru sterar, eit- urlyf eða annað. Landinn er bara svona. Ég hef líka kannski gefið góðan höggstað á mér. Mér fmnst voða gam- an að vera til en í rauninni spennti ég bogann of hátt. Ég var búinn að fjár- festa grimmt, bæði í bílum og fasteign- um, og það varð mér að falli, þannig komu miklar kjaftasögur. Svo fór mað- ur náttúrlega líka mikið í djammið þegar illa gekk,“ segir Jón þar sem hann situr dálítið stressaður með hendurnar spenntar um stólarmana og bætir við: „Það er ekki svo langt síðan ég vaknaði til lífsins og fann mig endanlega og vildi fara að takast á við það sem stendur mér næst.“ Skeliinöðrugæi úr Breiðholtinu Jón Elís er 27 ára gamall. Hann er fæddur og uppalinn í Fellunum og á tvö systkini. Hann hafði strax mikinn áhuga á tækjum og tólum og opnaði sitt eigið skellinöðruverkstæði 13 ára gamall. Fjórtán ára tók hann þátt í sínu fyrsta kraftlyftingamóti. „Ég kynntist strák í Kópavoginum sem var einu ári eldri en ég og var að æfa kraftlyftingar og þannig æxlaðist það að ég byrjaði að æfa. Þessi strák- ur heitir Auðunn Jónsson og er ein skærasta stjaman i kraftlyftingaheim- inum í dag,“ segir Jón sem segist alltaf hafa verið sterkur og fundist gaman að taka á. Að loknum grunnskóla lá leiðin beint út á vinnumarkaðinn og Jón hefur ekki sest á skólabekk síðan hurðin í Fellaskóla skelltist á eftir honum, að frátöldum nokkrum einka- þjálfaranámskeiðum í Köln. Hann byrjaði að vinna hjá Rafmagnsveit- unni og þegar hann var 17 ára gamall kaupir hann sér loftpressu og byrjar að hamra á verktakalaunum sem trylltur maður. Á sama tíma flytur hann einnig að heiman. Ári seinna, þegar Jón Páll opnar líkamræktarstöð- ina Gym 80, fer Jón að vinna hjá hon- um. Rúmlega tveimur árum seinna deyr Jón Páll og Jón Elís kaupir stöð- ina ásamt fleirum. Þá er Jón 21 árs gamall og er á stöðinni í tvö ár í við- bót en dregur sig þá út úr rekstrinum vegna samstarfsörðugleika. Næsta hálfa árið þjálfar Jón í Ræktinni en flytur sig svo yfir i World Class þar sem hann hefur verið æ síðan og tek- iö margan mætan íslendinginn í gegn - allt þar til fyrir 9 mánuðum þegar hann ákveður að trappa þjálfunina niður. Barnaföt frá Donnu Karan Jón hefur alla tið verið viðloðandi alls konar viðskipti, svo sem fasteigna- sölu og bílabrask. Og það eru einmitt hans nýjustu viðskipti sem eru ástæð- an fyrir því að hann hefur tekið sér hlé frá þjálfuninni í bili. „Ég vann í þessu frá kl. 8 á morgn- ana til kl. 20 á kvöldin þannig að þjálfunin tók alla mina orku og maður var bara gjörsamlega útkeyrður. Ég titla mig enn sem einkaþjálfara þvi ég er alls ekki búinn að syngja mitt sið- asta í þessu starfi og um næstu mán- aðamót þarf ég t.d. að fara að þjálfa nokkra aðila. Mér finnst þetta líka skemmtilegt og rosalega gefandi starf en ég verð bara að fá smátíma til að sinna mínu nýja fyrirtæki," segir Jón og er þá að tala um bamafatakeðjuna Fídus sem hann, ásamt Söm Regins- dóttur, konu sinni, er eigandi að. Það var fyrir rúmum þremur árum að Jón byrjaði í bamafatabransanum þegar hann kom inn í Do re mí-keðj- una. „Það var aðili sem ég treysti algjör- lega í blindni og skrifað upp á mikið af pappírum fyrir án þess að fylgjast nán- ar með fjárhagnum. Ég er svona gæi sem framkvæmir en það endaði bara með ósköpum og ég fór úr þessum rekstri fyrir fjórum mánuðum en verð líklega næstu 3 árin að súpa seyðið af þvi rugli. Þetta hefur verið alveg hrikalega dýr skóli, örugglega dýrari en Harvard, en ég hef líka alveg örugg- lega lært meira en í Harvard," segir Jón, dæsir og heldur áfram: „Við konan mín erum nýbúin að stofna okkar eigin heildsölu og emm með nokkrar búðir úti á landi, undir merkinu Fídus, og svo tvær búðir uppi í Kringlu sem heita Morane og Zele. Do re mí var meö ódýrari varn- ing en við verðum með meiri tísku- fatnað og flottari merki, eins og Mex og Donnu Karen. Þetta verða bama- fatabúðir með klassa." Heldurðu virkilega að fólk vilji kaupa svona dýr og flott fót á krakk- ana sína? „Já, við íslendingar erum svo hrika- lega snobbaðir. Kaupmátturinn hefur aukist alveg gríðarlega og við eyðum meira bæði í bömin okkar og útlitið," segir Jón og er viss um að það verði góð sala í barnafötunum. Á meira en 20 bíla Bílar hafa óumdeilanlega verið stór hluti af lífi Jóns. „Ég er með sjúklega dellu og á í kringum tuttugu og eitthvað bíla. Ég á hvem bíl aldrei mjög lengi og er alltaf að selja og kaupa. Einhvem tímann fékk ég þá hugmynd að ég ætlaði að eiga þrjátíu og eitthvað bíla svo ég gæti skipt um bíl á hveijum degi alla daga mánaðarins," segir Jón sem er með bílaplan sem lítur út eins og besta bílasala. Akkúrat núna er James Bond-bíllinn Z-3 í miklu uppáhaldi hjá Jóni og hann segist líka hafa mjög gaman af mótorhjólinu sínu, Hondu CBR 900. Þó að bílamir skipti Jón miklu máli þá er það samt fjölskyldan sem er númer eitt. „Margt fólk á mínum aldri sinnir ekki fjölskyldunni sem skyldi. Auðvit- að skipta allir hlutir einhverju máli en kjaminn er og verður fjölskyldan. í dag eru endalausir skilnaðir og fram- hjáhöld og eitthvert bull út um allt. að fara að Ekki það að maður hafí ekki einhvem tímann tekið þátt í þessu sjálfur en einhvers staðar verð- ur maður stoppa og hugsa. í dag legg ég metnað minn í það að sinna fjölskyldunni. Ég er búinn að reyna mikið um ævina en þetta er það sem skipt- ir mig mestu máli í dag,“ segir Jón sem á hálfs annars árs gamlan son með sinni núverandi konu. Lærdómur á Balí Þrátt fyrir að líf- ið hafi farið ágæt- lega með Jón og hann segist vera hamingjusamur maður í dag er ekki hægt að sleppa honum án þess að spyija: Hefurðu aldrei séó eftir því að hafa ekki gengið menntaveginn? „Vegna fjár- hags- og fjölskylduaðstæðna var menntun bara ekki til umræðu hjá mér. Ég þurfti bara að fara að vinna. Ég er mjög fljótur að læra og skynja hluti en það að maður er ekki mennt- aður hefur óneitanlega tafið mann of- boðslega mikið,“ segir Jón sem er þó alls ekki bitur. Nú brennur margt ungt fólk í skinn- inu eftir því að komast út í viðskiptalíf- ið og er að spá í hvort það eigi aö klára skólann fyrst eóa bara hrinda þessari frábœru bisnesshugmynd, sem það er með í kollinum, í framkvœmd. Meö hverju mœlir þú? „Þeir sem hafa tækifæri til þess að mennta sig ættu að gera það. Áður en 25 ára aldri er náð sér maður ekki eft- ir þvi að vera ekki menntaður en fer svo allt í einu að fatta hvað þetta er mikilvægt. Það er ekkert mál að vera héma og vinna fyrir nýjum bíl, leig- unni og vera á Skuggabamum um helgar. Svo tekur bara allt annað við,“ segir Jón sem sér sjálfan sig fyrir sér í trékofa á Balí eftir 20 ár.“ Ég hef aldrei farið til Balí en það hefur lengi verið draumur minn að fara þangað og vera þar á sumrin og lesa og læra. Ég myndi kaupa mér minn eigin kenn- ara og segja honum hvað mig langar til að læra,“ segir Jón dreyminn. Hvaö er þaö sem þú myndir svo vilja lœra? „Ég hef mjög gaman af trúmálum og andlegum málefnum. Mér finnst mik- ilvægt að skilja hvers vegna maður gerir þennan hlut en ekki hinn. Auð- vitað getur maður kannski aldrei skil- ið sjálfan sig til fullnustu en maður getur þó allavega orðiö enn betri manneskja," segir Jón sem ömggt er að enginn efast um að sé góð mann- eskja nú þegar. „Eg ætla að taka kg í samanlögðum ár- angri i kraftlyftingum. Ég vil ekki deyja án þess að það sé búlð,“ segir kraftlyftingamað- urinn og einkaþjálfarfnn Jón massi sem hefur þjálfað margar okkar þekktustu poppstjörnur og þingmenn. i 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.