Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Page 3
DV LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 lar 33 Bati hjá Saab eftir mögru árin Opel reisir nýja verksmiðju í Riisselsheim - óvenjulegt að ný verksmiðja rísi á sama stað og sú gamla Saab er nú sem óðast að rísa úr öskustónni aftur eftir mögur ár sem leiddu til þess að bílaframleiðslan var seld General Motors. Batinn hófst á síðari hluta árs 1998 og hélt áfram næsta ár, 1999, með 11% sölu- aukningu miðað við söluna 1998. Alls voru seldir 118.581 Saab-bilar í fyrra. Mikilvægustu markaðir Saab eru Bandaríkin, Svíþjóð og Bretland en söluaukningin i fyrra varð i pró- sentum mest í Bretlandi, 41%. Þá kom Svíþjóð með 35% aukningu, en aukningin varð „aðeins“ 29% í Bandaríkjunum. Norðmenn keyptu 23% fleiri Saaba í fyrra en árið þar áður. Það sem dregur þessar fallegu sölutölur niður eru mörg markaðs- svæði með innan við 10% aukn- ingu, en þó allra helst ástralski Saab 9-3 - í heiidarsölutölum hefur hann vinninginn yfir stóra bróður, Saab 9-5. markaðurinn þar sem salan fór nið- ur um 11%. Það er að vísu ekkert einsdæmi með Saab heldur á það al- mennt við um sölu nýrra bíla í Ástralíu. Ástæðan: 1. júlí í ár taka gildi nýjar tollareglur í Ástralíu sem eiga að lækka verð nýrra bíla um 6-7% og þess vegna hafa margir tilvonandi bílakaupendur í þeirri heimsálfu setið á sér um bílakaup þessa mánuðina. -SHH í vikunni var lagður homsteinn að nýrri verksmiðju Opel í Rússels- heim í Þýskalandi, miili Frankfurt am Main og Mainz, þar sem Evr- ópumiðstöð Opel hefur um langan aldur verið til húsa. Margt stór- menna var viðstatt þennan viðburð, m.a. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, Roland Koch forsætis- ráðherra Hesse, Stefan Gieltowski, borgarstjóri Rússelsheim, Robert W. Hendry, aðaiforstjóri Adam Opel AG, og Michael J. Wolf, verksmiðju- stjóri Opel í Rússelsheim. Þessi nýja verksmiðja þykir áhugaverð í fyrsta lagi fyrir það að óvenjulegt er að bílaframleiðendur hafi vilja og svigrúm til að reisa nýja og stóra verksmiðju þar sem aðalstöðvamar voru fyrir. í annan stað er þetta upphafið að gríðarlega fjárfreku verki. Kostnaðaráætlun er upp á 820 milljónir þýskra marka - nærri 6 biiljónir íslenskra króna, en það er stærsti einstaki þátturinn í áætlaðri fjárfestingu i Þýskalandi sem spáð er að verði 9 billjónir marka - 333 biiljónir íslenskra króna - næstu fjögur árin. Áætlað er að nýja verksmiðjan muni skila 270 þúsund Vectra- og n ZusíntmtnbaU' btríkh ■ Komponínltn- bcrtich f Enlwieklungs- btrtich Sundort □ ftti e Endzusiand neues Werk Russelsheim | Yfirlit yfir athafnasvæði Opel í Rússelsheim á bökkum Main. Rauðu húsin tákna nýbygg- ingarnar sem eiga að vera fullgerðar árið 2005. Omega-fólksbílum á sameiginlegu færi- bandi þar sem unnið verður á þrískiptum vöktum. Uppsetningin byggist á reynslu Opel frá verksmiðjunni í Eisenach þannig að samsetningarferlið verði sem sveigjanleg- ast. Um 6000 manns verða að störfum i verksmiðjunni í Rússelsheim þegar allt er komið heim og sam- an. Framleiðslu- og samsetningarskálarn- ir eiga að vera komnir undir þak í september í haust og fyrstu bíl- amir eiga að koma út úr nýju verksmiðunni þegar árið 2002, þó að heildarverkinu verði ekki lokið fyrr en 2005. Gamla verksmiðjan verður í notkun þar til sú nýja getur að fullu tekið við hlutverki hennar. -SHH Ný námskrá til B-réttinda - æfingarsvæði vantar Eins og sjá má er mikið pláss notað þarna undir stæöi sem aðeins eru notuð þegar eitthvað stendur til. Út er komin í samvinnu Umferð- arráðs, dómsmálaráðuneytis og ökukennarafélagsins fyrsta heildar- námskrá til B-réttinda eða hins al- menna bílprófs á mannamáli. Út- gáfa hennar var orðin löngu tíma- bær enda hefur eftirlit með gæðum í ökukennslu verið lítið. Með þess- ari nýju námskrá, sem tekur á öllu því eftii sem ökuneminn þarf að læra, bæði í ökuskóla og hjá öku- kennara, verður auðveldara að halda uppi gæðum í kennslu. í námskránni eru líka í fyrsta skipti talað um áætlaðan námstíma nem- anda í akstri og er þar miðað við 16-24 tíma þannig að meðaltal tíma verður um 20. í henni er líka fjallað um verklegar æfingar, bæði í kennslu og prófi, og þá vaknar spurningin hvar aðstaðan sé til þeirra athafna. Ný bílastæði við Laug- ardalsvöll Undanfarnar vikur og mánuði hafa verktakar unnið við að klára að malbika bílastæði við Laugar- dalsvöll þar sem áður voru malar- brekkur, varla nothæfar sem slík. Bygging stæðanna leysir að miklu leyti þann vanda sem oft vill skap- ast við íþróttakappleiki á þessum stað, auk þess að vera varastæði fyr- ir Laugardalshöll þegar stórar sýn- ingar standa þar yfir. Þar fyrir utan, á virkum dögum, mun þetta mikla mannvirki standa autt að mestu leyti. Á sama tíma á stofnun í næsta nágrenni í mestu vandræð- um með svæði til að æfa fyrir próf, nefnilega Umferðarráð. Til skamms tíma voru menn þar vel settir með þá iðju, eða þar til gamla Þróttar- svæðið var lagt undir nýbyggingar. Það er aðallega meirapróf, eftir- vagnapróf og mótorhjólapróf sem þarf pláss fyrir verklegar æfingar og með nýju námskránni bætast fólksbílarnir líka við. Á þessum nýju bílastæðum hefði með litlum aukakostnaði mátt út- búa svæðið á þann veg að hægt væri að halda þessi próf þarna. Skipulagsbreytingamar hefðu í raun og veru orðið sáralitlar, stæð- ið hefði þurft að vera samfellt í stað þess að vera hólfað niður með kant- steinum, auk þess sem gera hefði þurft smábreytingar á flóðlýsingu. Þar með hefðu menn getað slegið tvær flugur í einu höggi og komið með varanlega lausn á þessum vanda. Erlendis er mun betur búið að þessum þáttum og jafnvel þyggð sérstök svæði undir próf af þessu tagi eða notuð svæði sem einnig eru notuð til almennrar kennslu. -NG Bílabúð Rabba pantar líka Eigendur Chrysler/Jeep-bíla eru síður en svo á flæðiskeri staddir þó ekkert umboð sé á ís- landi fyrir bíla þeirra sem stend- ur. Um síðustu helgi sögðum við frá fréttatilkynningu sem DV-bíl- um hafði borist frá Bíljöfri og Bilabúðinni H. Jónssyni um að þau tvö fyrirtæki væru þess albú- in að þjóna Chryslereigendum með viðgerðir og varahluti. I kjöl- farið hafa DV-bílar fengið tilkynn- ingu frá Bílabúð Rabba þar sem segir að Bílabúð Rabba hafi ann- ast, allt frá 1969, „innflutning á nýjum, notuðum og eftirmarkaðs- hlutum í alla ameriska bíla, þar með talda Chrysler. Við tökum tvær til þrjár flugsendingar frá New York á viku, eingöngu með sérpöntunum. Afgreiðslufrestur á „orginal“-hlutum er því yfirleitt tveir til þrír dagar (eftir lager- stöðu á austurströnd Bandaríkj- anna) og á eftirmarkaðshlutum getur afgreiðslufrestur orðið 24 tímar. Verð á varahlutum hjá okkur er með því besta sem gerist á landinu og í öllum tilfellum samkeppnishæft. BUabúð Rabba sérpantar líka í evrópska og asíska bUa en þaðan er meðalafgreiðslufrestur í kring- um viku. Það er mjög sennilegt að við höfum hvað mesta reynslu af sér- pöntunum vlðs vegar úr heimin- um og erum llklega stærsti sér- pöntunaraðUi landsins." -SHH Honda Civic 1,5 LSi,3 d. 1994, hvítur, ek. 61 þ. 760.000 Nissan Terrano II, 5 g. 1995, rauður, ek. 98 þ. 1.490.000 Honda Acconl coupð, VO, 2d. ‘98 3 þ. 3.540 8- Honda Accord EX 2,0,5 g., *d.‘87 190 þ. 280 8. HondaCMc1.5LSI.5g., 3 d. ‘98 48 b. 1.270 8. Honda Clvlc 1,5 LSI *d. ‘88 2*8. U508- Honda CMc AeroDeck 5d.‘88 23p. 1.680 8. Honda Clvic LSI 5b., 5 d. '88 22 þ. 1.5708. Honda Clvlc AeroDeck, 5 d.'08 18 p. 1.580 8. Honda CR-V RVI, ssk., 5 d. '08 65 p. 1.850 8. HondaClwic1.3DX.5g., 3d. '90 130p. 380 8. i £ i S 5 d. '91 153 8. 880 8. MNIC Carisma GDI, ssk., 5d.'88 528. 1.500 8. MMC Lancer GLX, 5 g., 5d.’97 48 8. 1.05011. MMC Pajero disli, ssk., 5 tí. '97 84 D- 2.4508. MMC Lancer GL 5 0-. 4d. '93 1158. 5808. MMC Lancer sL, 4x4, 5d. '83 888. 788 8. MMC Spacewagon, ssk., 5d.'83 137 8. 880 8. Suzuki Vllara VS. ssk., 5d.'86 45 8. 1.880 8. Suzukl Vltara JLX, 5 g., 5d.'86 538. 1.250 8. Toyoio Corolla ssk., 4d.'88 568. 850 8. Toyota Corolla ssk,. 4 d. '82 117 8. 730 8. Toyoia Corolla ssk., 4d. '88 6 8. 1.250 8. Toyola Corolla GL 5 g., 4 d. '82 113 8. 670 8. Volvo S40 ssk., 4d.'86 21 8- 1.820 8. VW Golf Manhatlan 2,0, 5 d. '88 41 8. 1.280 8. VijHONDA NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.