Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Page 5
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 5 Fréttir Norsk mor til fíre bliver udvist fra Danmark VOOKLAKD-FJtKQLLAKD'.I)ri iknlic v«rdp«l(. nnti l>Ut laklisk ski.il Skuldir Borgarbyggöar: 190 þúsund krónur á íbúa Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyr- ir árið 2000 var samþykkt á fundi bæj- arstjórnar. Hún gerir ráð fyrir að skatttekjur nemi 460 milljónum króna á árinu, sem er um 7% hækkun milli ára. Þjónustutekjur eru áætlaðar um 120 milljónir króna. Rekstrarkostnað- ur bæjarsjóðs að frádregnum þjón- ustutekjum nemur 414 milljónum króna. Þar af eru 204 milljónir króna ætlaðar til skóla- og fræðslumála, en það er stærsti málaflokkurinn. Til reksturs félagsþjónustu eru áætlaðar 66 milljónir lu-óna og til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála eru áætlaðar um 40 milljónir króna. Fjár- festingar og framkvæmdir bæjarsjóðs eru áætlaðar um 100 miOjónir króna. Tæplega helmingur fer til gatnagerð- ar. Gert er ráð fyrir að verja um 25 miOjónum króna til framkvæmda og hönnunar við grunnskólann í Borgar- nesi. Áformað er að einsetja skólann fyrir haustið 2001. Fjárfestingum fylgja nýjar lántökur upp á 85 miOj- ónir króna en afborganir eldri lána nema um 35 miOjónum. Skuldaaukn- ing bæjarsjóðs verður því um 50 miOj- ónir króna. Skuldir bæjarsjóðs á íbúa verður um 190 þús. í árslok. -DVÓ Sólarpönnukökugerð hjá Kvenfélagi Ólafsvfkur. Á myndinni eru Jó- hanna Scheving, Unnur Óladóttir, Margrét Jónasdóttir formaður og Alda Vilhjálmsdóttir. DV-mynd PSJ Ólafsvík: Fimmtán hund- ruð pönnukökur Þaö var mikið um að vera hjá kvenfélagskonum í Ólafsvík í sl. viku. Þá risu þær úr rekkju fyrir aOar aldir og fóru að baka pönnu- kökur í tUefni af því að sólin var komin á Snoppuna. Þær fyrstu fóru að baka kl. fjögur um morg- uninn þar sem búið var að selja pönnukökur sem neyta átti með morgunkafFmu. Kvenfélagskonur, en aOs tóku 57 konur þátt í bakstr- inum, höfðu þann háttinn á að far- ið var I söluherferð nokkrum dög- um áður og farið í öll fyrirtæki í Ólafsvík og víðar og teknar niður pantanir. Árangurinn af því var sá að aOs seldust um 1500 stk. Þeg- ar búið var að baka var eftir að skipta pönsunum i tvo flokka, þ.e. með sykri og rjóma og síðan voru þær allar keyrðar út tO kaupenda. Að sögn Margrétar Jónasdóttur, formanns Kvenfélags Ólafsvikur, er þetta árlegur siður hjá félaginu og góð fjáröflun fyrir félagið og síðast en ekki síst voru þetta frá- bærar pönnukökur. Auk Margrét- ar í stjórn Kvenfélagsins eru þær Guðrún Karlsdóttir ritari og Krist- ín Vigfúsdóttir gjaldkeri. Þá er í fyrirhugað í mars nk. að konurnar komi saman og baki kleinur og ekki eru þær síður vinsælar. Allur ágóðinn fer til góðgerðar- og menningarmála en þær kvenfé- lagskonur hafa í gegnum tíðina ávallt hugsað m.a. vel um Ólafs- víkurkirkju. -PSJ Vantrauststillaga kennara Iönskólans í Reykjavík: Veldur mér vonbrigðum - segir formaður stýrihóps menntamálaráöherra Danir rétta íslending- um hiklaust farseðla - telja ísland ekki með Norðurlöndunum „Þetta veldur mér vonbrigð- um,“ sagði Jón Gauti Jónsson, formaður stýrihóps sem mennta- málaráðherra skipaði á sínum tíma í kjölfar langvarandi sam- skipta- og stjórnunarvanda í Iðn- skólanum í Reykjavík. Eins og DV greindi frá hefur aðalfundur kennarafélags skólans samþykkt vantraust á formann stýrihópsins vegna ófullnægjandi vinnubragða sem leitt hafl tO þess að enn hafi engar umbætur átt sér stað. Enn fremur samþykktu kennararnir að halda sig til hlés frá þátttöku í starfl umbótahópa þeirra sem stýrihópurinn hafði sett á laggirn- ar. Þá krefjast kennarar þess að menntamálaráðherra, skólanefnd og skólameistari axli ábyrgð á þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin. Umræddur stýrihópur skOaði af sér skýrslu tO menntamála- ráðuneytisins í gær um stöðu mála í Iðnskólanum. „Okkur hefur miðað fram á veginn,“ sagði Jón Gauti við DV í gær. Hann sagði að menntamála- ráðuneytið myndi ákveða á næst- unni hvort stýrihópurinn muni halda áfram störfum í Iðnskólan- um. „Starfið er búið að vera í gangi síðan í lok mars i fyrra samkvæmt áætlun sem ráðuneyt- ið lagði tO fyrir hópinn. Undir- hópar hafa verið skipaðir í sam- ræmi við það. Þeir hafa verið að störfum og nokkrir þeirra eru að skOa þessa dagana hugmyndum um framvindu. Það hefur enginn stoppað umbótastarflð. En upp- bygging tekur langan tlma, það er löng reynsla fyrir því.“ -JSS Enn hefur blossað upp ófriður í Iðnskólanum í Reykjavík. Kennarar hafa samþykkt vantraust á formann stýrihóps sem á að vinna að umbótum í skól- anum. Peir segja umbótastarfið hafa „einkennst af mjög fámennum og í ýmsum tilvikum ósamstiga hópum fulltrúa kennara og skólameistara". „Þeir ganga svo langt að rétta manni flugfarseðil heim og ekki ein- göngu okkur íslendingunum heldur öðrum Norðurlandabúum," segir Sigrún Haraldsdóttir sem búsett hefur verið í Danmörku undanfarin fimm ár með manni sínum og syni. Sigrún skrifaði grein í Nordjyske Stiftstidende í Danmörku i síðasta mánuði um fákunnáttu Dana í garð íslendinga. TOefni greinarinnar voru greinaskrif um norska ein- stæða fjögurra barna móður sem var bókstaflega gerð útlæg frá Dan- mörku en sú kona hafði flutt búferl- um eftir erfiðan skOnað og vOdi hefja nýtt líf. Systir hennar býr i Vra og hafði látið vel af félagslegri þjónustu. Landið sem átti að vera svo vinalegt vafð í skyndingu fjand- samlegt í hennar garð. „Þegar við lásum greinina um konuna, sem hafði fengið mjög óréttláta meðferð, urðum við að láta í okkur heyra. Raunin er sú að ef um Norðurlandabúa er að ræða er bara hægt að senda þá heim og eng- inn segir neitt," segir Sigrún. „ís- lenskri konu var boðinn farseðiO heim þegar hún sótti um stuðning félagslega kerfisins eftir að hún og danskur maður hennar höfðu slitið samvistum en þau eiga tvö böm saman,“ segir Sigrún jafnframt, en þau fengu margar símhringingar frá Dönum sem voru á sama máli um ósanngirnina í garð annarra Norðurlandabúa. „Þegar ég var í skóla hér í Dan- mörku talaði kennarinn minn um Norðurlöndin fjögur, þ.e.a.s. Dan- mörku, Svíþjóð, Finnland og Noreg. Þegar ég leiðrétti hann og sagði hann hafa gleymt að minnast á ís- land varð hann aOur eitt spuming- armerki. Svo sagði hann það varla taka því að minnast á ísland, í það minnsta ekki í markaðsfræði- kennslu. Þá er vankunnáttan gífur- leg og sumir telja Margréti drottn- ingu drottna yfir íslandi og þar fram eftir götunum. Það er náttúr- lega af hreinu áhugaleysi að dönsk yfirvöld hafa brugðist þeirri skyldu að kenna sögu Norðurlandabúa og þá sérstaklega íslands. Svo eru Dan- ir að styrkja dönskukennslu á ís- landi en þeim væri nær að huga bet- ur að sinni kennslu," segir Sigrún. -hól www.bnmborg.is brimborgar Nissan Micra 1,3 10/96 5 g., 5 d., rauður, ek. 58 þús. km, framdr. Verð 650.000 Hyundai Accent 1,3 06/96 5 g., 3 d., grænn, ek. 63 þús. km, framdr. Verð 570.000 Ford Mondeo 2,0 12/97 5 g., 4 d., hvítur, ek. 94 þús. km, framdr. Verð 1.250.000 Daewoo Nubira 1,6 03/99 5 g., 4 d., grænn, ek. 10 þús. km, framdr. Verð 1.130.000 Volvo 460 2,0 10/95 5 g., 4 d., grænn, framdr. Verð 690.000 Renault Laguna 2,0 02/96 ssk., 5 d., blár, ek. 58 þús. km, framdr. Verð 950.000 Isuzu crew cab 2,3 10/92 5 g., 4 d., ek. 91 þús. km, 4x4. Verð 850.000 Nissan Pathfinder 3,0 02/92 ssk., 4 d., hvítur, ek. 144 þús. km, 4x4. Verð 830.000 Opið laugardaga 11-16 brimborg Reykjavik • Akureyri Brimborg Reykjavík, Bíldshöfða 6, sími: 51 5 7000 Brimborg Akureyri, Tryggvabraut 5, sími. 462 2700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.