Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Side 14
14 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjórn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsíngastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Samspil náttúru og mannvirkja Menningarverðlaun DV voru afhent í 22. sinn á Hótel Holti í gær. Þau eru veitt í sjö listgreinum, bókmenntum, tónlist, byggingarlist, leiklist, myndlist, kvikmyndagerð og listhönnun. Menningarverðlaunin eru uppskeruhátíð fyrir listræn afrek liðins árs, hátíð sem blaðið heldur stolt vegna þess að vel hefur til tekist í vali verðlaunahafa allt frá upphafi. Dómnefndir hafa að vanda skilað erfiðu starfi með sóma. Á liðnu ári var úr miklu að moða og verðlaunahaf- amir sjö, sem getið er annars staðar í blaðinu, vel að við- urkenningunni komnir. Þeim fylgja árnaðaróskir DV i þeirri von að menningarverðlaunin verði hvatning til enn frekari dáða. Menn ganga bjartsýnir til verka enda er menningu gert hærra undir höfði nú en endranær. Mikið stendur til, höfuðborgin er ein af menningarborgum Evr- ópu í ár. Þar leggja innlendir listamenn sitt fram og von er á góðum gestum að utan. Sú menningarveisla er nýhaf- in og stendur út árið. Með verkum sínum minna góðir listamenn okkur á og leiða aðra. Verk þeirra, þegar best tekst til, em sem hug- ljómun, næring sálarinnar. Listamennimir vekja um leið til umhugsunar um viðkvæmt samspil manns og náttúm. Á þessu vakti Maggi Jónsson, formaður dómnefndar í byggingarlist, athygli í gær um leið og hann afhenti Sig- ríði Sigþórsdóttur arkitekt verðlaun fyrir hönnun Bláa lónsins við Svartsengi. Hið nýja lón og baðstaðir þykja falla mjög vel að umhverfmu og mynda sterka listræna heild. Mikilúðleg náttúra og manngert umhverfi mætast þannig, eins og Maggi sagði í rökstuðningi dómnefndar, að úr verður áhrifamikil samstaða óbeislaðrar náttúm og bygginga sem mótaðar em eftir hugsaðri skipan og regl- um. Umgengni við náttúruna og náttúmvemd er það mál sem einna hæst hefur borið hér á landi undanfarin miss- eri vegna áforma um Fljótsdalsvirkjun og byggingu álvers við Reyðaríjörð. Er skemmst að minnast áskomnar til stjórnvalda frá um 45 þúsund íslendinum um að fram fari umhverfismat vegna virkjunarframkvæmdanna. Að því gefna tilefni, að vel tókst til i samspili náttúru og mannvirkja við Svartsengi, minnti Maggi Jónsson á það við afhendingu Menningarverðlauna DV í gær að náttúmöflin hefðu mótað það sem við köllum ósnortna náttúm en maðurinn hefði með vitund og hugsun mótað manngerða hluta umhverfisins. Maðurinn er vörslumaður náttúmnnar og því ábyrgur fyrir velferð hennar. í ágætu ávarpi sínu benti Maggi á það að maður og nátt- úra væm ekki eðlislægar andstæður þótt auðfundin séu mannvirki sem skaða samræmið. Alvarlegur misskilning- ur sé að í vitund og hugsun mannsins sé innbyggt tortím- ingarforrit ósnortinnar náttúm. í deilum samtimans er kallað eftir þvi að áhrif mann- virkjagerðar á umhverfið séu metin. Þar með er ekki sagt að þeir sem það gera leggist gegn framkvæmdum. Svo enn sé vitnað í menningarverðlaunaávarp Magga skiptir öllu hvemig hlutir em gerðir. Ekkert hindri að maðurinn geti breytt náttúrulegu umhverfi til hins betra. Með sama hætti og Menningarverðlaun DV em hvatn- ing til listamannanna sem þau hljóta og viðurkenning á verkum annarra sem tilnefndir vom fyrir ágæt verk vekja þau einnig upp þarfa þjóðfélagsumræðu. Með þeim hætti þjóna þau margþættum tilgangi og sanna tilverurétt sinn. Þess vegna em þau langlífustu verðlaun sinnar tegundar hér á landi. Jónas Haraldsson + FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000_______________________________________ DV Skoðun Besta fiskveiðikerfi í heimi? Utanríkisráðherra og jafn- vel forsetinn sjálfur hafa haldið því fram að íslenska fiskveiðistjómarkerfið sé það besta í heimi og aðrar þjóðir eigi að taka upp eins kerfi. í mínum huga er verið að reyna að segja fólki að svart sé hvítt, og af hverju segi ég það, vegna þess að hvorugt af upphaflegu mark- miðunum hefur náðst, við höfum ekki byggt upp fisk- stofnana eða aukið hagræð- ingu sem hægt er að þakka fiskveiðistjórnunarkerfinu. Mesti ríkisstyrkurinn Allir fiskstofnar eru verr á sig komnir í dag heldur en þeir voru 1983, sumar tegundir í hrikalegu ástandi eins og rækja, humar og allur flatfiskur, sérstaklega rauð- spretta, sandkoli og langlúra. Botn- fisktegundir eins og ýsa, ufsi og karfi eru í sögulegu lágmarki í út- hlutuðum kvótum. Reyndar er karfinn kapítuli út af fyrir sig. Grá- lúðukvóti er í lágmarki en þó má segja um grálúðu og ufsa að þær tegundir má auka strax um 50% í grálúðu og 100% í ufsa en það er nú út- úrdúr. Síldin náðist ekki á þessu ári og hefur ekki náðst síð- ustu ár. Loðna er stórt spumingar- merki og hefur sjald- an náðst allur útgef- inn kvóti. Það eru ekki hags- munir þjóðarinnar að viðhalda þessu kerfi, það eru bara hags- munir sægreifa og eða kvótakónga, hvort heldur sem fólk vill kalla þessa ríkis- styrktu aðila sem hafa notið þeirrar sérumhyggju stjórn- valda að þurfa að vinna eftir gjafakvótakerfinu. Sægreifar hafa fengið mestan ríkisstyrk sem sögur fara af í heiminum. Það er ekki skrítið að erlendir útgerðarmenn vilji gjafakvóta þegar þeir átta sig á því hvern- ig hlutimir hafa orðið til hjá fyrirmyndarþjóðinni á íslandi. Hroöalegar afleiöingar Flotinn hefur stækkað síð- Grétar Mar Jónsson forseti Farmanna- og fískmannasambandsins „Hrœðsluáróður sægreifa er með ólíkindum, þeir hóta að koma með fullt af skipum inn í landhelgina. Menn mega ekki fara á taugum þó einhverjar breytingar verði á kerfinu. “ ustu 15 ár og eyðir meira en helmingi meiri olíu nú heldur en hann gerði 1983, fyrir daga gjafakvótans. Ég og fleiri höf- um varað við þessum lögum i 17 ár, og afleiðingar þessa kerf- is eru hroðalegar, flótti fólks af landsbyggðinni. Leiguliðakerfi er í algleymingi, launum sjó- manna og fiskvinnslufólks er haldið niðri, sjómenn taka þátt í kvótaleigu og kvótakaupum og inn á hráefniskaup fisk- vinnslunnar kemur leiga á veiðiheimildum sem gerir auð- vitað fiskvinnslufólki erfiðara að sækja kjarabætur til sinna viðsemjenda. Hræðsluáróður sægreifa er með ólíkindum, þeir hóta að koma með fullt af skipum inn í landhelgina. Menn mega ekki fara á taugum þó einhverjar breytingar verði á kerfinu. Eignarhaldið er versti ókostur kerfisins. Brottkast er hroða- legt, ca 20% að mínu mati. Byggðaþróunin er dýrkeypt fyrir þjóðfélagið. Grétar Mar Jónsson Allt í járnum í forkosningunum Tvennt er ljóst eftir forkosningar repúblikana í Suður-Karólínu og Michigan: Bush hefur yfirgnæfandi fylgi meðal flokksmanna, en McCain höfðar til allra kjósenda. I þessu felst að Bush er eftir sem áður líklegri til að hljóta útnefningu, en McCain væri líklegri til að vinna A1 Gore í kosn- ingunum sjálfum í nóvember. Flokks- bönd hafa riðlast mjög í Bandaríkjun- um á seinni árum. Repúblikanar eru miklu færri meðal kjósenda en demókratar, en á móti kemur að þeir eru harðari flokksmenn og kjörsókn er meiri meðal þeirra. 1 Bandaríkjunum skrá menn sig á kjörskrá sem flokksmenn eða óháðir, og óháðir eru orðnir mikilvægasti kjósendahópurinn. Styrkur McCains felst í því að hann höfðar mjög til óháðra, sem og íhaldssamra demókrata, ekki ósvipað og Ronald Reagan gerði. í kosningunum i Suö- ur-Karólinu fékk Bush tvöfalt fleiri atkvæði meðal flokksmanna en McCain og það dugði til sigurs, enda þótt óháðir hafi flykkst til McCains. í Michigan fékk Bush aftur 68% at- kvæða flokksmanna, en óháðir og demókratar voru fleiri en repúblikan- ar sjálfir og þeir tryggðu McCain sig- ur. Þetta voru opin prófkjör, en ekki er vafi á því að meðal flokksbundinna repúblikana er Bush miklu sterkari og hefur flokksvélina með sér. Flokksvélin Allir helstu forystumenn repúblik- www.mccain2000.com „Framboð McCains hefur klofið Repúblikanaflokkinn og mun leiða til mestu uppstokkunar í honum síðan Reagan var og hét. “ Meöogámóti Vel að verki staðið „Nú hefur gengið yfir eitt versta og lengsta hret sem gert hefur í borg- inni í 25 til 30 ár og að mínu mati höfum við gert allt sem í okkar valdi hefur staðið til að halda göt- um borgarinnar eins greið- færum og kostur er. í hverfa- bækistöðvum er einnig unnið eins langan, og jafnvel örlítið lengri, vinnutíma en okkar reglur segja til um, en stöðvamar annast hreinsun gönguleiða bifreiða- stæöa og lóða dagheimila og skóla. Vinnan hjá þeim sem stjóma snjó- ruðningstækjum hefur verið meira og minna samfelld sið- ustu þijár vikur, þó svo að hún sé i lágmarki frá miö- nætti og fram til 3 til 4 á næt- urnar. Klukkan 4 er hins veg- ar komið út fullt lið manna á allt að 80 snjóraðningstækj- um og flutningabílum sem vinna oft við mjög erfiðar að- stæður, sérstaklega í mið- bænum þar sem þrengsli eru mikil. Þegar í það heila er lit- ið tel ég því að við höfum staðið vel að snjómokstrinum við þessar óvenjulegu aðstæður þó alltaf megi að sjálfsögðu gera betur.“ Sigurður I. Skarp- héðinsson gatnamálastjórí. ana hafa bundið trúss sitt við Bush. Þar kemur til tryggð við foður hans, en ekki síst vinsældir hans sem ríkisstjóra í Texas. Strax í fyrra var Bush allt að því viss með útnefningu, og framboð McCains er vægast sagt óvelkomið með- al flokkseigenda. Nú fara í hönd prófkjör þar sem flokksmenn einir mega kjósa, auk þess sem demókratar og repúblikan- ar halda forkosningar eða skoðanakönnun sama daginn. Þau prófkjör verða með allt ööram brag en þau sem búin era, óháðir og demókratar munu ekki geta kosið í flestum þeirra. Þriðjudagurinn 7. mars ræður þó úrslitum, þegar báðir flokkar efha til forvals í alls 16 ríkjum, og á mið- vikudag eftir hálfan mánuð er nærri fullvíst að frambjóðendur beggja flokka hafi í raun verið valdir, þótt að nafninu til gerist það ekki fyrr en á flokksþinginu í júlí. Frambjóðend- ur safna fulltrúum á flokksþingin í prófkjörum, og enda þótt McCain hafi núna fleiri fulltrúa en Bush, breytist það þegar stærstu ríkin, Kalifomía, New York, Texas og fleiri velja sína fulltrúa í lokuðum kosn- ingum 7. mars. íhaldsstefna Frambjóðendur hafa rifist mest um það hvor væri sannari íhalds- maður, stefnumál eru ekki ýkja mikið rædd, heldur er persónuleiki frambjóðenda það sem dregur kjós- endur að. Þar hefur McCain vinn- inginn. Meðal óháðra, sem era lyk- illinn að kosningasigri í haust, þykir Bush heldur lítill bógur, pabbadrengur, sem er að drukkna í pen- ingum flokkseigenda, óreyndur með öllu á lands- vísu sem hefur ekki nægi- lega sterka persónu til að verða trúverðugur forseti. Ekkert af þessu gildir um McCain. Framboð hans hefur klofið Repúblikana- flokkinn og mun leiða til mestu uppstokkunar í hon- um síðan Reagan var og hét. En það væri mikill misskilning- ur að halda að McCain væri einhver krati. Þvert á móti er hann einn af römmustu íhaldsmönnum öldunga- deildarinnar. Hins vegar hefur hann aðrar áherslur en Bush, eink- um vill hann minnka áhrif sérhags- munahópa á löggjafann. Bush hefur hið kristilega og öfluga bandalag í suður- og suðvesturrikjunum með sér. Þess sá stað í Suður-Karólínu. En í mikilvægustu ríkjunum eiga slíkir heilagsandahopparar ekki upp á pallborðið. í Kalifomíu og New York bendir allt til að Bush sigri í umboði flokkseigenda i lok- uðum kosningum. Því benda allar líkur til þess, þrátt fyrir sigur McCains í Michigan, að repúblikan- ar velji frambjóðanda sem höfðar til flokksins sjálfs, en hafni þeim fram- bjóðanda sem væri mun sigur- stranglegri í sjálfu forsetakjörinu. Þetta er góð þróun fyrir Bill Clint- on, sem getur nú gert sér vonir um að arfleifð hans og stefna verði tryggð í höndum A1 Gore sem næsta forseta. Gimnar Eyþórsson Mjömokstur ÍReykjavík Ryðja þarf á næturnar r„Ég tel alveg ljóst að ekki sé rétt staðið að snjó- ruðningi hér í bænum þegar veður era válynd eins og þau hafa verið að undan- fömu. Þegar óveður skellur á seint að kvöldi er ekki mokað eða rutt fýrr en að morgni, sem þýðir að þeir sem eru í miðbænum að kvöldi verða þar stranda- glópar. Það virðist sem þeir sem stjóma þessum málum séu ennþá í gamla tímanum og hugsi sem svo að fólk hreinlega eigi ekki að vera Guðjón Andrésson leigubílstjóri. verið fomu. að skemmta sér niðri í bæ og það sé næstum því sjálfu að kenna ef veður versnar á þessum tíma sólarhrings. Síðan lendir það á okkur leigubílstjórum að reyna að koma fólkinu heim og keyra um á óruddum götum þar sem menn festa sig hverjir um aðra þvera. Það hrein- lega verður að ryðja götur á nætumar til að ekki skapist þetta ófremdarástand sem hefur að skapast að undan- -KJA Veöurfar síöustu daga hefur leitt til þess aö óvenju snjóþungt hefur veriö í borginni. Færö hefur veriö slæm af þeim sökum og vilja sumir meina aö ekki hafi verið rétt staðið aö snjómokstri viö þær aöstæöur sem hafa skapast. Ummæli Smekkur fyrir fólki og verkefnum „Listræn stefna mótast af smekk viðkom- andi leikhús- stjóra. Smekk fyrir fólki og smekk fyrir verkefnum. Vandinn í Borg- arleikhúsinu er óleystur en kemur ekki upp á yfir- borðið nema leikhússtjórinn gangi gegn vilja meirihluta félagsins. Hæfileikinn til að vera leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu virðist fara eftir því hversu vel leikhússtjórinn kann að haga seglum eftir vindi.“ Hávar Sigurjónsson, í Mbl.-grein sinni. Aðeins opið fyrir Reyk j anesbraut „Ég er að sjálfsögðu reiðu- búinn til þess að skoða alla mögu- leika sem upp kunna að koma og gætu orðið til þess að hraða framkvæmd en til þess að svo geti orðið yrði það að vera á for- sendum opins útboðs, þannig að all- ir eigi sama rétt og sömu möguleika til þess að leggja sitt af mörkum svo hraða mætti viðkomandi fram- kvæmd. Þaö era fjölmargir verktak- ar sem hafa áhuga á þessu verkefni og það er vel.“ Sturla Böövarsson samgönguráðherra, í Degi. Tollfrjáls aðgangur að Kanadamarkaði? „Um þessar mundir er verið að reka smiðs- höggið á samn- inga milli Kanda og EFTA um frí- verslun ... EFTA semur nú í fyrsta skipti sið- an í samningun- um um EES við þjóð úr hópi iðn- ríkja í fremstu röð ... Eftir fall Berlinarmúrsins hefst nýtt skeið, annars vegar með EES-samningun- um og hins vegar gerð fríverslunar- samninga við lönd utan ESB ... Samningamir við Kanada marka upphaf enn nýs áfanga, þar sem landfræðileg nálægð ræður ekki lengur ferðinni." Kjartan Jóhannsson, framkv.stj. EFTA, í Morgunblaöinu. Er kapítalisminn að verða vinstristefna? Við höfum alltaf talið kapítalismann til hægri í pólitík og andstæðu sósíal- isma til vinstri. Að vísu gerðist það víða í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld að sósíaldemókratar tóku kapítalismann í sátt, að minnsta kosti til bráða- birgða, og sögðu að verka- lýðshreyfingin sæi um að alþýða manna fengi stærri skerf í hlutaskiptum kapít- alismans en nokkur von væri um að hún fengi í annarri samfélagsgerð. En þessi stefnubreyting krata var tæpast skoðuð sem merki þess að kapítalisminn hefði færst til vinstri, heldur að kratamir heföu færst til hægri. Allra helst leit það þannig út hér á landi þar sem sögu- leg sætt krata og kapítalisma varð í Viðreisnarstjómarsamstarfi Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í kringum 1960, undir efnahagspóli- tískri stjóm Gylfa Þ. Gíslasonar. - Slíkt hlaut að líta út sem herleiðing Alþýðuflokksins til hægri. Undanhald markaðshugsunar Því er ég að hugsa um þetta núna að mér finnst vera vaxandi tilhneiging á hægri kanti stjórnmál- anna til að hafna markað- inum og grundvelli hans einkaeignarréttinum. Sum merki þess hef ég nefnt hér í DV í vetur: áform ríkisins um að þjóð- nýta hálendi landsins; ákvörðun menntamálaráð- herra að taka óreynt en yf- irlýst pólitískt, „borgaralegt“ út- gáfuforlag fram yfir gömul og traust fyrirtæki og styrkja það til aö búa til námsbækur fyrir skóla- kerfið. Meðal framsóknarmanna era há- værar raddir um að breyta fisk- veiðiréttinum að verulegu leyti í byggðakvóta sem hlyti að kippa honum út af markaðnum. Ekkert kerfi yrði þá að verki til að stuðla að því að þeir fengju að veiða fisk- inn sem gætu gert það á hagkvæm- astan hátt, enda hætt við að byggða- kvótinn yröi fljótt að pólitískum kvóta, líkt og lánsfé var meðan vextir voru neikvæðir. Ekkert sýnir eins andúð sjálf- stæðismanna á raunverulegu mark- aðskerfi og hvernig þeir hafna því að setja fiskveiðiréttinn á opinn markað. í umræðum sem hafa sprottið upp af Vatneyrardómnum svokallaða hafa ráðherrar flokksins talað eins og þeir hefðu ekki hug- mynd um þann möguleika að leigja veiðiheimfldimar hæstbjóðcmda. Ég heyrði sjávarútvegsráðherra rökstyðja það í útvarpsviðtali hvers vegna Hæstiréttur hlyti að hafna Vatneyrardómnum. Það væri nefni- lega óhjákvæmUegt að takmarka sóknina í fiskstofnana, og slík tak- mörkim fæli óhjákvæmUega í sér einhveija mismunun, gjafakvótinn væri ekki meiri mismunun en hver önnur. Svona getur sá einn talað sem hefur aldrei heyrt um markað eða telur hann óhjákvæmUega fela í sér óþolandi mismunun. - Fyrir nokkrum árum hefði það verið kaU- að kommúnismi. Gunnar Karlsson Gunnar Karlsson prófessor íhaldiö til hægri viö kapítalismann En hið pólitíska íhald, málsvari forréttinda í samfélaginu, sem feU- ur að nokkru leyti saman við Sjálf- stæðisflokkinn, hefur í rauninni aldrei sýnt kapítalismanum fuUan trúnað. I upphafi Viðreisnar heföi Gylfi Þ. sjálfsagt verið tUbúinn aö standa að því að hrinda íslenska landbúnaðinum út á eyðihjarn markaðarins. Þess í stað var Rangæingurinn Ingólfur Jónsson, fuUtrúi landbúnaðarkjördæmis og dæmigerður fyrirgreiðslumaður, gerður að landbúnaðarráðherra tU að halda landbúnaðarkerfinu óbreyttu. Þannig hefur ihaldið aUtaf farið varlega í að heUa sér út í óheft og ófyrirsjáanlegt markaðskerfi. Uppá- haldsfyrirtæki Sjálfstæðisflokksins hafa ævinlega verið þau sem hafa einokun eða mjög ráðandi markaðs- stöðu, fyrirtæki eins og Eimskip, Flugleiðir og íslenskir aðalverktak- ar, kannski einkum fyrirtæki sem hafa ráðandi stöðu vegna aðgerða ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur áUtaf verið mikUl ríkiseignar- flokkur, ekki af því að hann vUji að ríkið eigi mikið, heldur af því að hann vUl eiga voldugt ríki. „Meðal framsóknarmanna eru hávœrar raddir um að breyta fiskveiðiréttinum að verulegu leyti í byggða- kvóta sem hlyti að kippa honum út af markaðnum. Ekkert kerfi yrði þá að verki til að stuðla að því að þeir fengju að veiða fiskinn sem gœtu gert það á hagkvœmastan hátt. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.