Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 Fréttir Deilt um olíuflutninga um Reykjanesbraut: Snúast um hags- muni Helguvíkur - aö mati forstjóra Olíufélagsins - Esso fær flutningsstyrk, segir Kristján Pálsson Þingmenn, undir forystu Hjálm- ars Árnasonar, hafa lagt fram þings- ályktunartillögu þar sem því er beint til umhverfisráðherra að láta fara fram athugun á áhrifum olíu- flutninga um Reykjanesbraut. Forstjóri Olíufélagsins hf., Geir Magnússon, sagði í ijölmiðlum á þriðjudag að áhyggjur þingmanna nú af hugsanlegri mengun vegna aksturs olíubíla um Reykjanesbraut stafaði fyrst og fremst af áhuga Suð- urnesjamanna um að flytja olíum- svif frá Reykjavíkurhöfn til Helgu- víkur. Hann kvaðst ekki sjá að meiri hætta stafaði af olíuflutning- um um Reykjanesbraut en annars staðar þar sem slíkir flutningar færu fram. Fá fiutningsstyrk Kristján Pálsson er meðflutnings- maður að tillögu þingmanna. Hann segir að í sínum huga sé ekki verið að leggja til að þessir oliuflutningar verði bannaðir. „Menn eru fyrst og fremst að velta fyrir sér mengunarhættu sem stafar af miklum olíuflutningum á þessum vegi. Mestu vatnsból svæðisins eru þama við veg- kantinn. Það er svo sem ekkert óeðlilegt að menn hafi áhyggjur af því. Búið er að koma upp kerfi gríðarmikils bíla- flota Esso sem eingöngu er í því að flytja eldneyti á milli Hvalijarð- ar og Keflavíkur. Út á þessa flutninga hafa þeir svo fengið niðurgreiðslur, sérstakan flutningsstyrk. Það er því eðlilegt að menn komi þessum flutningum sem næst not- andanum sem er á flugvellinum í Keflavík. í Helguvík er gríðarmikið tankapláss á vegum Vamarliðsins og það hefur boðið fram þann mögu- leika að við notum þessa tanka. Geir Magnús- son, forstjóri Olíufélagsins hf.: „Suöurnesja- menn vilja flytja olíuumsvif til Helguvíkur. “ Þetta er bara spurningin um samkomulag og samvinnu við að nýta þá kosti sem eru suður frá. Þetta eru mál sem allir aðilar þurfa að komast að sameiginlegri niðurstöðu um,“ segir Kristján Pálsson. Ekki veriö aö beita þrýst- ingi Ellert Eiríks- Reykjanesbæjar, sagði við DV að þeir hefðu auðvitað áhuga á því að auka umsvif hafnar- innar í Helguvík. „Það er hins veg- ar alveg óskylt flutningi á eldsneyti um Reykjanesbraut. Að draga úr þeim flutningum er fyrst og fremt til að draga úr umferð þungaflutn- inga sem slíta veginum mun hraðar en önnur umferð. Hins vegar eru Kristján Pálsson alþingismaður: „Eölilegt aö menn komi þessum flutning- um sem næst notandanum. “ son, bæjarstjóri það áhyggjur manna vegna mengunar. Það eldsneyti sem fer niður í hraun- flákana á þessu svæði getur ekki gert annað en að fara beint niður I grunnvatnið." - Eruð þið ekki að beita þing- mönnum fyrir ykkur. í þessu máli? „Ég held að þingmennimir séu það sjálfstæð- ir og hugmyndaríkir í sínum mál- flutningi, að þeir þurfi ekki mikinn þrýsting. Þeir eru þó margir búsett- ir hér, eins og Kristján Pálsson, Hjálmar Árnason, Sigríður Jóhann- esdóttir og fleiri þingmenn. Þeir keyra daglega þarna á milli og gera sér örugglega mjög góða grein fyrir um hvað málið snýst.“ -Hkr. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar: „Þingmenn eru sjáifstæöir og hugmyndaríkir og þurfa ekki mik- inn þrýsting. “ DV-MYND GVA Niðursokknir í DV Þessir menn tóku sér hlé frá annasamri vinnu til aö líta í DV í gær enda ágætt að glugga í blaöiö í góöu tómi þegar kalt er í veöri og lítt eftirsóknarvert aö vera úti viö í kaffitímanum. Hjól atvinnulífsins snúast vel á Akureyri: Minnsta atvinnuleysi um árabil - og útlit fyrir gott atvinnuástand næstu árin DV, AKUREYRI:______________________ „Það er oft marktækt að horfa beint til byggingariðnaðarins þegar menn eru að meta ástandið í at- vinnulífinu almennt. 1 þeim iðnaði er mikil þensla hér í bæ og hefur verið og ég sé ekki fyrir mér neina breytingu á næstu árum, það verður mikið byggt hér á næstunni," segir Ásgeir Magnússon, formaður bæjar- ráðs Akureyrar, um atvinnuástand- ið í bænum sem er nú betra en það hefur verið um nokkurt árabil. Ef horft er á atvinnuleysistölur nokkur ár aftur í tímann var verið að glíma við atvinnuleysi á Akur- eyri sem var frá um þrjú hundruð og allt upp í á flmmta hundrað manns, misjafnt eftir árstíma. Þessi tala fór i um 160 á siðasta hausti og reis ekki nema í um 200 á því tíma- bili í vetur þegar atvinnuleysi er yf- irleitt mest. „Ég held að þessar tölur endur- spegli þá miklu bjartsýni sem nú er í bæjarfélaginu eftir nokkuð langan tíma þar sem frekar var á brattann að sækja og mér er t.d. til efs að það hafi áður verið byggt jafnmikið og nú er verið að gera. Við úthlutuðum t.d. lóðum fyrir 179 íbúðir á síðasta ári en á árunum á undan voru þetta ekki nema 60-70 íbúðir árlega," seg- ir Ásgeir. Þá hefur verið byggt geysflega mikið, bæði á vegum bæjarins og ríkisins. Má í því sambandi nefna skólabyggingar og íþróttamann- virki, framkvæmdir við Háskólann og Fjórðungssjúkrahúsið. Miklar framkvæmdir eru á vegum fyr- irtækja og m.a. eru að hefjast framkvæmdir við stærstu versl- unarmiðstöðvar utan höfuðborg- arsvæðisins þar sem reiknað er með að verði 20-30 verslanir og þjónustufyrir- tæki. Víðar í at- vinnulíflnu á Ak- gróska, útgerðar- risamir báðir, Samherji og Útgerð- arfélag Akureyringa hafa verið að skila mjög góðri afkomu og áfram mætti telja. Hins vegar gerist ekki það, sem menn hafa verið að bíða eftir, að íbúum bæjarins fjölgi veru- lega. Þeim hefur þó ekki fækkað en ekki hefur verið meira gert en rétt að halda í horfinu. „Ef við sjáum ekki verulega fjölgun á yfirstandandi ári er varla um ann- að að ræða en að senda bæjarstjórann í leiðangur og láta hann telja í öllum húsum. En að öllu gamni slepptu þá held ég að þetta eigi sér sínar skýr- ingar og þær eflaust fleiri en eina. Ég á hins vegar von á þvi að við munum sjá það í nánustu framtíð að íbúa- fjöldinn aukist og fylgi þannig eftir þeim miklu framkvæmdum sem hér hafa verið og munu verða næstu árin,“ segir Ásgeir Magnússon, for- maður bæjarráðs. -gk Asgeir Magnússon: „ Viö förum aö sjá áhrifm í auknum fólks- fjölda. “ ureyri er mikil I>V Sandkorn Sf ' Umsjón: Haukur L, Hauksson nctfang: sandkorn@ff.is Enga leiðindaskarfa Formannsslagurinn í Samfylk- ingunni er loks að fara á fullt en Össur Skarphéð- insson varð fyrstur til að gefa kost á sér. Þegar þetta er skrifað er enn beð- ið ákvörðunar Guðmundar Árai Stefánssonar og Jóhönnu Sigurð- ardóttur en þau hafa helst verið nefnd sem keppi- nautar Össurar. Nokkrir sérfræð- ingar í ímyndarfræðum voru að stinga saman nefjum um framboð Össurar. Varð niðurstaðan af þeim fundi að hann þætti helst til of kátur og yrði að draga úr húmornum til að öðlast landsföð- urlegt yfirbragð. Þegar þessar pælingar bárust til eyrna nokkrum almennum kjósendum hváðu þeir og sögðu að það sem síst vantaði í framlínu íslenskra stjómmála væri enn einn leiö- indaskarfurinn ... Hjarðmenn í umfjöllun um Heklugos sagði Stöð 2 frá því að huga þyrfti að hrossum vegna öskufalls. í því sambandi var sí- fellt talað um hross I hjörðum og hjarðir hrossa. Einhverjir álíta hjörð sjálfsagt gott og gilt orð þegar tala á um marga hesta saman í hóp. En sú orðnotkun fór hins vegar fyrir hjartað á hestamönnum og unn- endum „ástkæra ylhýra". Var á það bent að venjulega eru hross í stóði og þá talað um hestastóð. En það getur fleirum fipast. Þannig skrifaði náinn samstarfs- maður ritara einu sinni um sels- unga þegar verið var að skrifa texta undir mynd af kópi... Fangar aftur? KR-ingar ætla að kynna nýjan búning á næstu dögum sem hann- aður er af sport- vörurisanum Ree- bok. Magnús Orri Scrham, fram- kvæmdastjóri rekstrardeildar KR, vildi lítið láta uppi um nýja búninginn í DV í gær, sagði ein- imgis að KR-ingar yrðu ekki eins röndóttir. Þessar fréttir leggjast misjafnlega vel í KR-inga og líst mörgum beinlínis illa á að hrófla við hinum klassisku KR-treyjum. Einn gamalgróinn KR-ingur, sem er fullur efasemda um breyting- arnar nú, rifjaði upp breytingar sem gerðar voru á búningnum fyrir langalöngu þegar rendurnar voru hafðar tvöfalt breiðari. Sagði KR-ingurinn að þá hefði liðið ver- ið eins og fangahópur og spilið í hálfgerðum fjötrum ... Fleiri slást Það slást fleiri en „stóru strák- arnir" í pólitik. Stofnfundur sam- takanna Ungir jafnaðarmenn verður haldinn i Iðnó um helgina. Nýju samtökin eru bræðingur úr Grósku, Verðandi og fleiri ungliða- félögum á vinstrikantinum. Á stofnfundinum er búist við hörðum formannsslag og ýmsir nefndir til sögunnar í því sam- bandi. Þar á meöal eru Vilhjálm- ur Vilhjálmsson, laganemi og Þróttari, Björgvin G. Sigurðsson, framtíðarstjama Samfylkingar á Suðurlandi, og Finnur Beck, for- maður Stúdentaráðs. Engin kona hefur enn verið nefnd til sögunn- ar en lítill, ólyginn fugl hvíslaði nafni Katrínar Júlíusdóttur ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.