Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 Hagsýni DV Húsráð, þjónustumiðstöð fyrir húsfélög þar sem allt er á einum stað: Ráðgjöf og hlunnindi fyrir 75 krónur á mánuði DV-MYND E.ÓL. Fanny Kristin Tryggvadóttir: Húseigendur sem áöur þurftu aö eyöa dýrmætum tíma og fyrirhöfn í aö leita eftir ráöum og iausnum varöandi eignir sínar og málefni húsfélagsins hjá einstökum aöilum úti um allan bæ geta nú fengiö þær á einum staö. „Aö Húsráðum standa aðilar sem höfðu á sinni könnu þjónustu við húsfélög á ýmsum sviðum og þekkja mjög vel starfsemi húsfélaga og þær þarfir sem þar eru. Áður sinntu þeir þessari þjónustu hver í sínu horni en sáu fljótt aö það væri best og hag- kvæmast fyrir alla aðila aö sameina kraftana. Húseigendur sem áður þurftu að eyða dýrmætum tíma og fyrirhöfn í að leita eftir ráðum og lausnum varðandi eignir sínar og málefni húsfélagsins hjá einstökum aðilum úti um allan bæ geta nú fengið þær á einum stað,“ segir Fanny Kristín Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri Húsráða, þjónustu- miðstöðvar fyrir húsfélög, sem sett var á stofn í fyrravetur. Hjá Húsráðum er veitt þjónusta og ráðgjöf varðandi alla þætti sem snerta rekstur húsfélaga, viðhald og viðgerðir, bókhald og ársuppgjör, lögfræðileg málefni, innheimtu van- skilagjalda o.s.frv. Húsráð starf- rækja upplýsingaþjónustu þar sem með einu símtali er hægt að fá upp- lýsingar um óliklegustu hluti á þessu sviði. Húsráðum tengjast Hús- eigendafélagið, verkfræðistofan Verkvangur, húsfélagaþjónusta ís- landsbanka, Þema-löggiltir endur- skoðendur og GÁJ-lögfræðistofa. Með samvinnunni varð til upplýs- ingabanki sem aiitaf er að stækka og meðlimir geta sótt í. Fljótt að borga sig Stofngjald er ekkert og mánaðar- gjaldið er einungis 75 krónur á mán- uði fyrir hverja íbúð. Fyrir þetta gjald fá ibúar aðgang að upplýsinga- síma Húsráða. Einnig fær húsfélag- ið án endurgjalds einn viðtalstíma hjá lögmanni Húseigendafélagsins og lögmanni GÁJ lögfræðistofu, einnar klukkustundar verkfræði- ráðgjöf endurgjaldslaust, auk ráð- gjafar um hvemig bókhaldsþjónusta hentar hverjum og einum aðila. Þá eru ótalin sérkjör hjá þessum fagað- ilum og hlunnindi eins og t.d. 12% afsláttur í Húsasmiðjunni, bæði fyr- ir húsfélagið og einstaka aðila þess. Þeir gefa þá upp kennitölu við af- greiðslukassana. Mánaðargjaldið er fljótt að borga sig, jafnvel þótt með- limir nýti einungis afsláttarkjörin. Skráning í Húsráð fer fram í hjá þjónustufulltrúum íslandsbanka en skiiyrði fyrir aðild húsfélaga er að þau noti húsfélagaþjónustu bank- ans. Einstakir íbúar í húsfélaginu geta hins vegar verið í viðskiptum við hvaða banka eða sparisjóð sem er. Þess ber að geta að þjónusta og ráðgjöf Húsráða stendur ekki bara húsfélögunum sem slíkum til boða heldur einnig einstökum félags- mönnum, t.d. ef þá vantar iðnaðar- mann, ráðgjöf eða aðra þjónustu. Þá er aðild óháð stærð húsfélags, íbúð- ir í húsfélagi geta verið frá 2 og upp úr. Léttír stjórnum húsfélaga lífið Aðaifundir húsfélaga eru viða haldnir um þessar mundir en sam- kvæmt lögunum á að haida þá fyrir apriilok. Á aðalfundum koma oft upp ágreiningsmál varðandi við- hald og framkvæmdir húseignanna. Eru forsvarsmenn húsfélaganna þá síður en svo í öfundsverðri stöðu. „Það hefur ekki verið ýkja vinsælt að sitja í stjómum húsfélaga vegna þess hve mikið álag getur verið á stjórnarmönnum vegna verkefna á vegum félaganna. Og þegar kemur að aðalfundi eru launin stundum ekki önnur en vanþakklæti og skammir. Við getum hins vegar létt þessum stjómarmönnum lífið með því að veita okkar þjónustu á einum stað. Þeir þurfa þá ekki að eyða heilu dögunum í að þvælast um bæ- inn eða liggja í símanum í leit að ráðgjöf eða iðnaöarmönnum. Við erum í tengslum við mjög trausta fagaðila og reynslan af samstarfi við þá er mjög góð. Hjá okkur liggur mikil uppsöfnuð reynsla sem sifellt eykst og félagsmenn geta notið hennar. Forsenda okkar starfs er traust, reynsla og fagmennska og ætti að virka sem hvati fyrir fólk að taka að sér trúnaðarstörf fyrir hús- félög.“ - Hverjir nota þjónustu Húsráða og hvenær er leitaö til ykkar? „Það er algengt viðhorf og byggt á misskilningi að við séum aðallega til fyrir húsfélög sem eru í kreppu, þar sem allt er í skralli. Húsfélög þar sem allt er í stakasta lagi hafa nýtt þjónustu okkar mjög vel. Þá er verið að huga að fyrirbyggjandi að- gerðum og einföldum tíma- og pen- ingasparnaði vegna erinda fyrir húsfélagið. í húsfélögum þar sem starfsemin er lítil sem engin er til- hneiging til að ýta vandamálunum á undan sér án þess að taka á þeim. Þá lenda húsfélög hins vegar í slæmum vítahring sem getur orðið mjög dýr þegar loksins er tekið í taumana. Því fyrr sem málum er komið í eðlilegan farveg þvi betra. Þar getum við veitt hjálp, gert erfið mál auðveldari viðureignar.“ Deilur til lykta leiddar Mikilvægt er að óháöur aðili hafi umsjón með stærri verkefnum, út- boðum vegna viðhalds og fram- Dýrt að vera í vanskilum Lánsfé er mjög auðfengið í dag og getur veitt fólki ýmis lífsgæði eins og bíla, utanlandsferöir, innrétting- ar o.fl. En lán þarf að greiða og þá getur stundum komið babb í bátinn. Vanskil geta hlaðist upp og lánin endað í innheimtu - dýrri inn- heimtu. En lántakendur og þeir sem ábyrgjast lán fyrir aðra gera sér ekki alltaf grein fyrir stöðu sinni ef lán lendir í vanskOum. Oft er hægt að komast hjá óþægindum og auka- kostnaði með því að semja við kröfuhafa áður en í óefni er komið. Það er dýrt að vera í vanskilum. Ábyrgöarmenn Þeir sem taka lán og þeir sem ábyrgjast lántökur annarra þurfa að gera sér grein fyrir þeim skyldum sem þeir taka á sig með undirritun sinni á skuldaskjal. Aðalskuldarinn tekur á sig þá skyldu að greiða lán- ið ásamt vöxtum og kostnaöi. Ábyrgðarmenn taka á sig þá skyldu að greiða lánið ásamt vöxtum og kostnaði ef aðalskuldari stendur ekki í skilum. Ef aðalskuldari stend- ur ekki í skilum getur kröfuhafinn gengið beint að ábyrgðarmönnum. Þegar svo háttar er talaö um sjálf- skuldarábyrgð ábyrgðarmanna. . Viöbrögö við \ vanskilum s--sx% ^ Lánveitendur . \ 1 þurfa að bregð- ast hart við vanskilum ' svo þeir tapi ekki kröfum sínum. ' Til eru ákveðnar réttar- reglur um viðbrögö við van- skilum. Ef um er að ræða kröfu *' i sem er til innheimtu hjá lánastofn- un er krafan þar áfram i innheimtu nokkum tíma eftir að hún lendir í vanskilum. Eftir það, oft tvær vikur til þrjá mánuði, er krafan oftast send til innheimtu hjá lögfræðingi. Lögfræöileg innheimta f~ Lögfræðileg inn- I f ■ / heimta er y/// (y. unnin ^ n umboði og er .'>***' a ábyrgð lögíræð- ings. Við lög- ’fræðilega inn- heimtu er úrræðum lögfræðinnar beitt með atbeina réttarvörslu- kerfisins (dómstóla og sýslumanns- embætta). Úrræöi sem lögfræöileg inn- heimta felur i sér eru: 1. Heimild til að krefjast dráttar- vaxta af vangreiddum aiborgunum. 2. Heimild til að gjaldfella eftir- stöðvar alls höfuöstóls kröfunnar. (Við gjaldfellingu kröfu eru allar eftirstöðvar höfuðstóls kröfunnar gjaldfelldar, hvort sem allir gjald- dagar eru komnir eða ekki. Eftir að krafa er gjaldfelld eru því allar eft- irstöðvar höfuðstólsins gjaldkræf- ar.) 3. Heimild til að krefjast dráttar- vaxta af gjaldfelldum höfuðstól. 4. Heimild til að fá dæmt um kröf- una, krefjast fjárnáms, nauðungar- uppboðs og jafnvel gjaldþrotaskipta. 5. Heimild til að kreíjast þóknun- ar vegna lögfræðilegrar innheimtu. kvæmda við húseignir og þar kem- ur Verkvangur til sögunnar. En Húsráð snúast um fleira en viðhald og framkvæmdir og kostnaður við aðild er fljótur að skila sér. í húsfé- lögum geta komið upp álitaefni sem eingöngu er á færi lögfræðinga eða endurskoðenda að svara, t.d. varð- andi samskiptavandamál, dýrahald eða kostnaðarskiptingu. Þannig geta spunnist deilur vegna þess að einhver heldur kött í trássi við hús- reglur. Húsfélagið á þá frían viðtals- tíma hjá lögmanni, en útseldur tími lögmanns á almennum markaði get- ur kostað allt að 10 þúsund krónur. Ef um er að ræða húsfélag með 10 íbúðum er búið að spara árgjald Húsráða fyrir allar íbúðimar sem er 9.000 krónur. Annað dæmi gæti verið deila um hve oft þurfi aö mála sameignina í fjölbýlishúsi og hvort gera þurfi við steypuna. Húsráð býður þá upp á einnar klukkustund- ar ráðgjöf frá Verkvangi án endur- gjalds. Eitt númer „Aðalatriðið er heildarlausn á einum stað í einu símanúmeri, 568 9988. Við leggjum áherslu á að með- limir Húsráða fái góða iðnaðar- menn sem skila vönduðu verki. Það er ekki rétt að einblína einungis á lægstu tilboðin og gleyma gæðum vinnunnar því lægstu tilboðin geta í orðið mjög dýr ef ekki er vandað til verka," segir Fanný Tryggvadóttir. -hlh Viðhald heitt mál á að- alfundum húsfélaga: Vítahringur aðgerðaleysis dýrkeyptur Viðhald húseigna er nokkuð sem marga hryllir við og líta á peninga sem i það fara sem hreina sóun á fjármunum. Þess vegna er því oft frestað að fara í nauðsynlegar viðhaldsfram- kvæmdir eða þær látnar alveg eiga sig. Mjög algengt er að fólk afneiti ástandi fasteignar og telji sér trú um aö hægt sé að komast hjá kostnaði við viöhald. Við- hald er oft hitamál á aðalfundum húsfélaga og verður mönnum oft heitt í hamsi vegna áætlaðs við- haldskostnaðar. En það er dýr- ara að láta vera en láta vaða. Staöreyndin er hins vegar sú, studd rannsóknum, að árlega þarf að verja 1-2% af byggingar- kostnaði eða verðmæti eignar í viðhald. Ef eðlilegu viðhaldi er ekki sinnt minnkar um leið fjár- hagslegt og huglægt verðmæti eignar og virðing fyrir eigninni minnkar. Óánægjan í húsinu eykst og vítahringur myndast, þar sem ástandi eignarinnar hrakar. Loks, þegar í óefni er komið, geta allir verið sammála um að spýta þurfi i lófana og taka til hendinni. En þá geta skemmdir verið orðnar það miklar og kostnaðurinn líka að þetta verður þungur fjárhagsleg- ur baggi. Því er ráðlegt að stunda reglulegt viðhald, í stað þess að láta vandamálin hrann- ast upp - og viðgerðareikning- ana hækka. Nánari upplýsingar má fá á www.verkvangur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.