Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Side 28
32 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 " Tilvera jy%r Rómantískur og fyndinn. Súkkulaði Sænski leikstjórinn Lasse Hel- ström er í góðum málum þessa dagana, nýjasta kvikmynd hans, Cider House Rules, er tilnefnd til sjö óskarsverðlauna, meðal annars sem besta kvikmynd. Helström er nú þegar farinn að huga að næsta verkefni, Chocolat, sem er róman- tísk gamanmynd um konu og sex ára dóttur hennar, sem valda ókyrrð í strangkaþólsku þorpi þeg- ar þær hafa súkkulaðiverslun sína opna á fostunni. í aðalhlutverkum eru Johnny Depp og Juliette Bin- oche. Aðrir leikarar eru Alfred Molina og að öllum líkindum einnig Judy Dench. Upptökur fara fram í Frakklandi og Englandi. . Þess má geta að Hallström og Depp hafa áður átt samstarf, en Depp lék undir stjórn Hallströms i What's Eating Gilbert Grape? Leikur sýndarveruleikaskutlu. Jolie leikur Löru Croft Einhver vinsælasta tölvuleikja- persónan er ævintýrakvendið Lara Croft, nokkurs konar Indiana Jo- nes tölvuleikjanna. Allt frá því hún kom fyrst fram 1996 hafa verið bollaleggingar um að gera kvik- mynd um Löru og ævintýri henn- ar. Nú sér loks fyrir endann á þess- um boUaleggingum. Handritshöf- undurinn Steve E. De Souza (Die Hard, Judge Dredd) er búinn að skrifa handritið og heitir myndin Tomb Raider og leikstjórinn Simon West (Con Air) hefur verið ráðinn til verksins. Margar ungar leikkon- ur hafa lýst sig reiðubúnar til að leika Croft, en sú heppna er Angel- ina Jolie sem er eitt heitasta ný- stimið í HoUywood þessa stundina. Bruce Wíilis Aftur meö Shyamalan. Áfram samstarf Leikstjórinn M. Night Shyamal- an, sem sló eftirminnilega í gegn með The Sixth Sense, er að hefja tökur á nýrri kvikmynd Unbreak- able og fara tökur fram i heima- borg hans, Fíladelflu. Shyamalan var greinUega ánægður með sam- starfið við Bruce WiUis í The Sixth Sense því hann hefur ráðið hann * aftur í aðalhlutverk í Unbreakeble. Mótleikarar hans eru Samuel L. Jackson og Robin Wright Penn, sem hljóp i skarðið fyrir Julianne Moore, sem hafði verið ráðin, en stökk um borð í Hannibal, þegar Jodie Foster yfirgaf þá skútu. FjaU- ar myndin um mann sem er sá eini sem lifir af jámbrautarslys. Rubin „Hurricane“ Carter var kappsfullur hnefaleikakappi sem var handtekinn fyrir morö á þremur manneskjum. Fellibylur Sambíóin frumsýna á morgun FeUibyl (The Hurricane), kvikmynd sem byggð er á sannsögulegum at- burðum og fengið hefur afbragðs- dóma í Bandaríkjunum. Hinn marg- verðlaunaði leikstjóri Norman Jewi- son leikstýrir myndinni sem byggð er á ævi Rubin „Hurricane" Carter, sem var kappsfuUur hnefaleika- kappi er dreymdi um að verða meistari i milliþungavigt. Þegar hann er á góðri leið með að láta draum sinn rætast er hann handtek- inn ásamt félaga sínum fyrir morð á þremur manneskjum. Þeir félagar eru dæmdir saklausir í lífstíðarfang- elsi. Carter á erfltt með að sætta sig við fangelsisvistina og tU að fá útrás fyrir reiðina skrifar hann ævisögu sína, The Sixteenth Round. Bókin er gefln út, en ekkert gerist þrátt fyrir að menn á borð við Muhammad Ali og Bob Dylan biðji um að mál hans sé tekið til endurskoðunar. Smátt og smátt einangrar Rubin sig frá um- heiminum. Mörgum árum síðar fær ungur svertingi, sem hefur lent öf- ugum megin við lögin en er að reyna að koma undir sig fótunum, þörf fyr- ir að skipta sér af málinu. Er hann sannfærður um sakleysi Carters og fær til liðs við sig mikilsmetið fólk tU að hefja baráttu fyrir því að Cart- er verði látinn laus. Denzel Washington, sem leikur Rubin Carter, lagði mikið á sig til að ná tökum á hlutverkinu, æfði box í marga mánuði og setti sig vel inn í líf Carters meðan hann var fangi, og árangur erfiðisins hefur borgað sig. Hann er tU- nefndur til óskarsverðlauna. Aðrir leikarar í myndinni eru John Hannah, Deborah Kara Un- ger, Liec Schreiber og ViceUous Reon Shannon, sem leikur unga manninn sem kemur Carter til hjálpar. -HK Ákæran gegn Carter/Artis: Staðreyndir málsins 17. júní 1966 Tveir byssumenn ráðast inn Lafayette-veitingastaðinn í Patter- son í New Jersey og skjóta tvo karlmenn og konu til bana. Upp- rennandi hnefaleikastjarna, Rubin Carter, og imgur aðdáandi hans eru yíirheyrðir vegna morð- anna. Báðir eru látnir gangast undir lygapróf og standast það og þeim er sleppt. Lögreglan segir að Carter og Artis séu ekki grunaðir um morðin. 29. júní 1966 Carter og Artis eru beðnir um að koma aftur til yflrheyrslu og gera það af frjálsum vilja og þar sem ekkert nýtt kemur fram í máli þeirra eru þeir látnir lausir en unnið er áfram að rannsókn málsins fram í miðjan október. 14. október 1966 Alfred P. Bello, þekktur glæpa- maður sem sjálfur liggur undir grun fyrir morðin, segist hafa séð Carter og Artis flýja af morðstað, báða með byssur. Carter og Artis eru handteknir og síðar ákærðir fyrir morðin þrjú. 27. maí 1967 Hvítur kviðdómur dæmir Cart- er og Artis. Saksóknari fer fram á dauðarefsingu, en kviðdómur mælir með fangelsisvist. Carter og Artis eru dæmdir hvor um sig í þrefalt lífstíðarfangelsi. September, 1974 Ævisaga Rubin Carters, The Sixteenth Round, er gefln út. Aldred Bello og Arthur D. Bradley, sem eru einu vitnin sem hafa borið kennsl á Carter og Art- is, gefa báðir út yfirlýsingu um að þeir hafl verið neyddir til að gefa rangan vitnisburð og fengið 10000 dollar fyrir og uppgjöf saka. HBSSSE1Z3 Hæstiréttur í New Jersey telur málið allt þess eðlis að ekki sé annað réttlátt en að fram fari önnur réttarhöld. Carter og Artis eru látnir lausir. 22. desember Onnur réttarhöldin eru haldin. Saksóknarinn snýr nú við blaðinu og leiðir að þvi rök að morðin hafi verið framin vegna kynþátta- haturs og Carter og Artis eru dæmdir á ný. 22. desember 1981 Artis er látinn laus gegn skil- orði eftir að hafa setið inni í fimmtán ár. 17. ágúst 1982 Hæstiréttur New Jersey fellir í atkvæðagreiðslu sem fór 4-3, beiðni Carters um ný réttarhöld. 7. nóvember 1985 H. Lee Sarokin dómari telur sig flnna mikla annmarka á réttar- höldum númer tvö og telur að dómurmn hafi byggst á kynþátta- hatri frekar en sönnunum og tel- ur að ekki eigi að efna til þriðjðu réttarhaldanna heldur láta Carter lausan. 26. febrúar 1988 Eftir flögurra ára baráttu er loks komið að því að saksóknara- embættið í Passaic Coimty lætur imdan þrýstingi og gefur skipun um að Carter sé látinn laus. Tutt- ugu og tveggja ára fangelsisvist er lokið. Skotinn og gulldrengurinn Danny Boyle þurfti aö standa í stappi viö forráöamenn 20th Century Fox þar sem þeir vildu fegra persónuna sem Leonardo DiCaprio leikur. Boyle, MacDonald og Hodge: Skoska þríeykið The Beach er fimmta kvikmyndin sem Danny Boyle gerir í samstarfi við framleiðandann Andrew MacDonald og handritshöfundinn John Hodge. Það var MacDonald sem árið 1994 stofnaði kvikmyndafyrir- tækið Figment í kringum kvikmynd- ina Shallow Grave, sem Hodge hafði gert handrit að. Boyle var fengin til að leikstýra og var myndin gerð i Skotlandi á heimaslóðum þremenn- inganna og í aðalhlutverkum voru þá óþekktir leikarar, Christopher Eccleston, Ewan McGregor og Kerry Fox. Það er skemmst frá því að segja að myndin sló í gegn og samstarfið var komið á traustan grundvöll Næsta kvikmynd þeirra var Tra- in-spotting, sem af mörgum er talin hafa verið tímamótaverk í breskri kvikmyndagerð. Hafði hún ótvírætt áhrif til hins betra og er í dag ein mest sótta breska kvikmynd allra tíma. 1996 lá leið þeirra félaga til Hollywood þar sem þeir kynntust nýjum leikreglum og má kannski sjá það á þeirra næstu kvikmynd A Life Less Ordinary. Ewan McGregor lék í þeirri kvikmynd í þriðja sinn fyrir þá félaga. Áður en þeir félagar hófu gerð Strandarinnar þá var gerð ein stuttmynd, Alien Love Triangle, fyr- ir Miramax með Kenneth Brannagh, Courtney Cox og Heather Graham. Óvíst er hvar sú mynd er niðurkom- in í dag. iii£»gag»ifý«g Háskólabíó/Bíóhollin/Laugarásbíó - Græna mílan: Sakleysinginn í dauðadeildinni Sagnameistarinn Stephen King hefur sjaldan náð eins góðum tökum á lesendmn sínum og í Grænu mil- unni (The Green Mile) þar sem hann nánast skrifar sig inn að hjarta les- andans. Ástæðan er fyrst og fremst ein aðalpersóna sögunnar, svarti ris- inn, John Coffey (Michael Clarke Duncan), sem dæmdur er til að láta lífið í rafmagnsstólnum fyrir hrylli- legt morð á litlum systrum, maður sem allir hata en er samtekkert nema góðmennskan. Aðkoma Coflf- eys í dauðadeildina, sem kölluð er Græna mílan, hvernig hann breytir umhverfinu og örlög hans er þunga- miðja sögunnar sem og kvikmyndar- innar. Yflrfangavörðurinn á Grænu míl- unni, Paul Edgecomb (Tom Hanks), sem er orðinn vistmaður á elliheim- ili, segir sögu sina. Hann er sá fyrsti sem verður aðnjótandi lækninga- máttar Coffeys sem Edgecomb segir réttilega að sé kraftaverkamaður. Inn í söguna af Coffey og Edgecomb fáum við innsýn í líf fanga og fanga- varða þar sem ýms leyndarmál eru grafin. Fyrir fimm árum gerði leikstjóri Grænu mílunnar, Frank Daramont, kvikmyndina The Shawshank Redemption, frábæra kvikmynd, sem óðum er að vinna sér sæti meðal klassískra kvikmynda. Sú mynd var einnig fangelsismynd, gerð eftir sögu Stephens Kings. Það er því óhjákvæmilegt að bera saman þessar tvær myndir og þótt The Green Mile folni að- eins við samanburðinn er hún samt sem áður mjög vel gerð og spennandi kvikmynd með áhuga- verðum söguþræði þar sem verið er á mörkum raunsæis og þess sem enginn kann skýringu á. Daramont, sem einnig skrifar handrit að myndinni, fylgir sög- unni vel og er lítið um breyting- ar hjá honum. Þar af leiðandi er myndin mjög löng, nánast engu er sleppt, og hefði að ósekju mátt stytta hana aðeins. Hún hefði sjálfsagt orðið skarpari með sterkari áherslum á hið góða og illa. Græna mílan hefur samt þann eiginleika langra og góðra Michael Clarke Duncan leikur fangann John Coffey „Senuþjófurinn er svo Michael Clarke Duncan sem nánast fyllir út hvíta tjaldiö um leiö og hann birt- ist, “ segir Hilmar í dómi sínum. Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. kvikmynda að lengdin er ekki þreytandi. Að lokum er vert að geta leik- aranna sem eru hver öðrum hetri. Hanks leikur Edgecomb á látlausan hátt og gerir það meist- aralega. Edgecomb er maðurinn sem séð hefur allt, hefur sína góðu aðstoðarmenn en þarf einnig að kljást við Percy Wet- more (Doug Hutchison), sadista í fangavarðarbúningi. Senuþjófur- inn er svo Michael Clarke Dunc- an sem nánast fyllir út hvíta tjaldið um leið og hann birtist. í meðförum Duncans verður Coff- ey ákaflega skýrt afmörkuð per- sóna, treggáfaður risi með barns- hjarta og hæfileika sem hann skilur ekki. Hilmar Karlsson Leikstjóri og handritshöfundur: Frank Darabond. Kvikmyndataka: David Tattersall. Tónllst: Thomas Newman. Aöalleikarar: Tom Hanks, Michael Cl- arke Duncan, David Morse, Bonnie Hunt, James Cromwell, Graham Greene, Michael Jeter, Patricia Cl- arkson og Doug Hutchison.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.