Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000 23 DV Sport Njarðvíkingar áfram í undanúrslit: Stolinn sigur - Hamar tapaði i hörkuleik i Hveragerði kvöld komust svo yfir, 62-61, með 3ja stiga körfu frá Hirti Harðarsyni. Grindvikingum gekk erfiðlega að skora á lokakaflanum og Keflavík gekk á lagið með skynsamlegum leik síðustu mínúturnar. Elentínus Margeirsson gerði tvær mikilvægar körfur í lokin þegar hann tók af skarið þegar mest á reið. Keflvikingar náðu að halda Brenton Birmingham alveg niðri í seinni hálfleik og skoraði hann aðeins 3 stig eftir að hafa skorað 14 í þeim fyrri. Annars var vörn Keflavíkur aflt önnur eftir hlé og skoruðu gestirnir aðeins 23 stig í síðari hálfleik. Meiri skynsemi „Við leystum varnarleik þeirra nokkuð vel og létum boltann ganga betur núna en í síðasta leik, í stað þess að dripla of mikið og að hnoðast með boltann. Einnig var meiri skynsemi í öllum okkar aðgerðum og þá sérstaklega þegar þeir spiluðu svæðisvöm. Það verður barist upp á líf og dauða á mánudaginn og sá leikur á eftir að ráðast á því hvort liðið hefur meiri vilja. Einnig tel ég að mikilvægt sé að byrja vel í leiknum og þar með ná undirtökunum. Þetta er hreinn úrslitaleikur og við mætum tilbúnir og ætlum okkur sigur," sagði Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflavikur. -BG Aummgiaskapur Einar Einarsson, þjálfari Grindavíkur, var allt annað en sáttur við tap gegn Keflavík. „Það var ömurlegt að tapa þessum leik og ekkert annað en hreinn og beinn aumingjaskapur. Við vorum með leikinn í hendi okkar og sorglegt að við skyldum ekki klára þetta einvígi hér í dag. Það var ekkert i gangi hjá Keflavík og við vorum hreinlega sjálfum okkur verstir að þessu sinni. Það var eins og mínir menn væri ekki nógu einbeittir til að klára þetta. Ekki var nú dómgæslan neitt til að hrópa húrra yflr að þessu sinni og voru þeir félagar eitthvað voðalega viðkvæmir. Kristján Möller hefur dæmt nokkra leiki hjá okkur upp á síðkastið og undantekningalaust gefið mér tæknivíti algjörlega að ástæðulausu," sagði Einar við DV eftir leikinn. Aðspurður um oddaleikinn í Grindavík á mánudagskvöld sagði Einar að ef þeir spiluðu sinn leik og aflir leikmenn spiluðu af eðlilegri getu yrði sigurinn þeirra. -BG Hamar (57) 80 - Njarðvík (50) 86 5-3, 9-3, 20-17, 25-21, 29-22, 32-29, 39-31, 41-39, 54-44, (57-50), 57-55, 59-57, 64-59, 68-62, 71-64, 73-70, 75-77, 80-82, 80-86. Brandon Titus Skarphéðinn Ingason Hjalti Jón Pálsson Pétur Ingvarsson Svavar Pálsson Skarphéðinn Ingason Óli S. Barðdal Lárus Jónsson Fráköst: Hamar 26 (7-19), Njarðvík 42 (17-25). 3ja stiga: Hamar 21/9, Njarðvík 20/10. Dómarar (1-10): Bragason og Einarsson (7). Gceói leiks (1-10): 8. Helgi Einar Víti: Hamar Njarðvík 25/12. Áhorfendur: 450. 15/11, Riley Inge Teitur Örlygsson Hermann Hauksson Logi Gunnarsson PáU Kristinsson Friðrik Stefánsson Ragnar Ragnarsson Friðrik Ragnarsson Maður leiksins: Riley Inge, Njarðvík Keflavík (38) 78 - Grindavík (45) 68 4-2, 8-12, 16-20, 19-27, 25-35, 32-35, 3841, (38-45), 38-50, 59-62, 64-62, 68-63, 70-68, 78-68. Guðjón Skúlason Fannar Ólafsson Glover Jakckson Hjörtur Harðarson Gunnare Einarsson Elentinus Margeirsson 8 Magnús Gunnarsson 7 Fráköst: Keflavík 46, Grindavík 35. 3ja stiga: Keflavík 23/7, Grindavík 30/9. Dómarar (1-10): Kristján Möller og Kristinn Albertsson. Gœði leiks (1-10): 7. 47-50, 48-53, 53-53, 58-58, Brenton Birmingham 17 Bjami Magnússon 16 Pétur Guðmundsson 12 Dagur Þórisson 10 Beigur Hinriksson 7 Alexander Ermolinskij 4 Guðlaugur Eyjólfsson 2 Víti: Keflavík 24/17, Grindavík 22/15. Áhorfendur: 350. Maöur leiksins: Fannar Ólafsson, Keflavík Magni Hafsteinsson er aftur farinn að láta til sín taka með KR-liðinu í körfunni eftir erfið meiðsli á hné og hér sést hann skora einu körfu sína í leiknum án þess að þeir Valur Ingimundarson (15) og Flemming Stie hjá Tindastól komi neinum vörnum við. DV-mynd E.ÓI. Oddaleikur í Keflavík lagði Grindavík að velli, 78-68, þegar liðin mættust í annað sinn í 8-liða úrslitum Islandsmótsins í Keflavík á laugardag. Grindvíkingar virtust hafa leikinn í hendi sér og virtust vera á góðri leið að senda Keflvikinga í sumarfri, en heimamenn voru ekki alveg tilbúnir að fara í frí strax, og sýndu mikinn vilja í seinni hluta seinni hálfleiks þegar þeir sneru leiknum sér í hag. Grindavík byrjaði vel Grindavík náði snemma undirtökunum í leiknum og spilaði vel sem lið. Brenton og Bjarni Magnússon hittu vel en Brenton fékk sína þriðju villu um miðjan hálfleikinn og svo þá fjórðu áður en flautað var til leikhlés. Varnarleikur heimamanna var ekki nógu góður í fyrri hálfleik en átti svo eftir að stórlagast í þeim seinni. Grindavík byrjaði betur eftir hlé og setti 5 fyrstu stigin og þar af leiðandi með 12 stiga forskot en þá komu 9 stig í röð frá Keflvíkingum. Skipti yfir í svæði Sigurður Ingimundarson ákvað á þeirri stundu að skipta yfir í svæðisvörn og setti hún gestina út af laginu. Grindvíkingar hættu að keyra að körfunni og fóru að skjóta mikið fyrir utan með litlum árangri. Keflavík náði svo að jafna, 58-58, og KR komst áfram í undanúrslitin í körfunni á laugardag: Endasleppt - hjá Tindastól í vetur KR-ingar komust áfram í undanúr- slit úrslitakeppninar i körfu með 78-70 sigri á Tindastól í Frostaskjóli á laugardag. KR-ingar hafa mætt margefldir til leiks í úrslitakeppn- inni með 4 sterka „nýja“ leikmenn innanborðs og Stólamir verða að sætta sig við að detta út úr 8 liða úr- slitum i 2 leikjum, annað árið í röð. KR-ingar lögðu grunninn að öðr- um sigri sinum á Tindastól á tveim- ur dögum með frábærum fyrri hálf- leik, þar sem lið þeirra frá því fyrir jól var endurfætt, sterk vörn og góð samvinna í sókninni skilaði 11 stiga forustu í leikhiéi og Tindastólsliðið þurfti að sýna þrekvirki til að vinna sig aftur inn í leikinn sem var þeim svo ofviða í seinni hálfleik. Keith Vassell lék vömina sérstak- lega vel, hélt Shawn Myers niðri og tók 10 fráköst gegn fjórum hjá Myers í fyrri háifleik. Þá varði Magni Haf- steinsson fjögur skota Stólanna í hátfleiknum þar af þrjú frá Kristni sem tapaði annað árið í r Friðrikssyni sem átti mjög erfitt upp- dráttar framan af leik, þökk sé Magna. I sókn lék Jónatan Bow vel og gerði þá 14 stig auk þess sem Dan- inn snjalii, Jesper Sörensen, sinnti sínum störfum með prýði gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum. I seinni háifleik sýndu þó Stólarn- ir mikinn karkater og komu sér á ný inn í leikinn, Jónatan Bow og Magni Hafsteinsson sem eru að stíga upp úr meiðslum höfðu ekki form i að halda leikinn út og gerðu fjölmörg mistök og á meðan kom Tindastóll muninum niður í þrjú stig með þá Myers og Kristinn komna á flug. Þá kom að úrslitaatviki í leiknum, 2 mínútum og 27 sekúnum fyrir leiks- lok, atviki sem menn deildu um og gestirnir voru mjög óánægðir með dómgæsluna í. Kristinn Friðriksson brunaði upp í hraðaupphlaup með boltann og keyrði upp að körfu en fékk á sig ruðning og strax á eftir tæknivíti og i, 0-2, í 8 liða úrslitum um leið sína fimmtu villu. Kristinn, sem hafði gert 10 stig á síðustu 8 mín- útum á undan og átt 5 stoðsendingar í seinni hálfleik, þurfti að setjast ósáttur á bekkinn og um leið fór mesta ógnun Tindastólsliðsins fyrir utan og KR náði að klára leikinn. Keith Vassell var besti maður KR í leiknum, tók 20 fráköst, auk 18 stiga og skilaði góðri vörn á Myers allan tímann. Jónatan Bow hafði úthald í 30 mínútur og gerði þá 21 af 23 stig- um auk þess að liðið fékk fullkomna innkomu frá Jakobi Sigurðarsyni og Arnari Kárasyni af bekknum en þeir félagar gerðu samtals 11 stig á 13 mínútum og nýttu öli 4 skotin sín. Tímabiiið er endasleppt hjá Tinda- stól, þeir eiga þó góðar minningar frá þvi í haust er fyrsti titill félagsins kom í hús en félagið á enn eftir að brjóta annan múr og komast áfram í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppn- inar en 4 tilraunir hafa misfarist á síðustu 5 árum. -ÓÓJ Eftir skell í fyrri leik liðanna í Njarðvík á fimmtudag voru heimamenn í Hamri ákveðnir að standa í deildarmeisturum Njarðvíkur í seinni leik liðanna í 8 liða úrslitum úrvalsdeildarinnar. Leikurinn byrjað kröftuglega en Hamarsmenn byrjuðu þó betur. Með Ómar Sigmarsson og Brandon Titus sjóðheita í fyrri hálfleik leiddu heimamenn frá fyrstu mínútu og komust mest í 10 stiga forskot, 32-22. En Njarðvik var ekki langt frá, því Riley Inge hjá Njarðvík hélt gestunum á floti og var með 22 stig í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 57-50, Hamar í vil. Á fyrstu mínútum seinni hálfleiks skoruðu gestirnir 5 stig á móti engu heimamanna og náðu að minnka muninn, 57-55. Þegar 12 mínútur voru eftir tók Njarðvik leikhlé I stöðunni, 73-66, fyrir heimamenn. Á þessum kafla komust heimamenn í Hamri í villuvandræði og gestirnir náðu forskotinu jafnt og þétt og voru komnir yfir, 80-82, þegar mikill hiti var í mönnum eftir að dæmdur var ásetningur á Skarphéðin Ingason, leikmann Hamars. Það þótti heldur strangur dómur en Logi Gunnarsson fór á vítalínuna og kláraði dæmið, staðan orðin 80-84 og lokaorðið átti svo Friðrik Stefánsson með troðslu eftir að Hamar misnotuðu síðustu skotin sín í leiknum. -KB KR (45) 78- Tindastóil (34) 70 2-0, 6-8,12-10,16-13,16-15,25-15, 28-17,28-21, 34-23,36-26, 39-26,39-32,45-32, (45-34), 45-36, 48-38, 4845, 5145, 60-47, 65-55, 64-59, 68-59, 68-65, 69-68, 74-68, 74-70, 78-70. Jóntan Bow 23 (8 af 12 skotum) Keith Vassell 18 (20 fráköst, 4 stolnir) Ólafur Jón Ormsson 13 (5 stoðsendingar) Jakob Sigurðarson 6 Magni Hafeteinsson 5 AmarKárason 5 Jesper Sörensen 4 Baldur Ólafsson 4 Fráköst: KR 31 (5-26), Tindastóll 28 (10-18). 3ja stiga: KR 19/5, Tindastóll 24/4. Dómarar (1-10): Jón Bender og Sigmundur Már Herbertsson (7). Gœói leiks (1-10): 7. Víti: KR 34/26, Tindastóli 21/15. Áhorfendur: 600. Shawn Myers 24 (12 fráköst, 8 í seinni) Kristinn Friðriksson 14 (4 af 15 í skotum, 5 tapaðir) Svavar Birgisson 12 Flemming Stie 8 Sune Henriksen 6 (6 stoðsendingar) Valur Ingimundarson 4 (2 af 7 skotum, 15 min.) ísak Einarsson 2 Maöur leiksins: Keith Vassell, KR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.