Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 12
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000 «,0 Rúnar stóð sig vel Rúnar Alexanders- son Rúnar Alexand- ersson keppti ekki á íslandsmótinu um helgina þar sem hann keppti í und- ankeppni á heims- bikarmóti sem fram fór í Sviss. Rúnar náði þar góðum ár- angri. Hann varð í 3.-4. sæti á boga- hesti þar sem hann fékk einkunnina 9,7. í æfmgum á tvíslá var Rúnar í 11. sæti með 9,4 í einkunn og hann varð í 16. sæti í æfingum á svifrá með einkunn- ina 9,2. Rúnar komst í 8 manna úrslit á bogahesti. Honum urðu á mistök og hafnaði hann í 8. sætinu. Rúnar, sem hefur verið íslandsmeist- ari þrisvar sinnum, var ekki með á ís- landsmeistaramót- inu um helgina annað árið i röð en hann þrjú ár þar á undan 1996-1998. -GH íslandsmeistaramótið í borðtennis: - hjá Guðmundi E. Stephensen - Lilja vann í fjórða sinn á sex árum Það voru fastir liðir eins og venju- lega á íslandsmeistaramótinu í borð- tennis sem fram fór um helgina. Guð- mundur E. Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir, bæði úr Víkingi, urðu íslandsmeistarar í meistaraflokki karla og kvenna, en Guðmundur vann ferfalt i ár, en Lilja Rós vann ásamt Evu Jósteinsdóttur, stöilu sinni úr Víkingi, þrefalt. Fjórir titlar á sex árum Lilja Rós mætti Evu í úrslitum meistaraflokks kvenna en þetta er sjötta árið í röð sem þær eigast við um titilinn og í fjórða sinn sem Lilja hefur sigur. „Ég og Eva höfum verið að skipta þessu á milli okkar undanfarin ár en sigurinn í ár var þó öruggari en oft áður.“ Lilja hafði sigur í þremur lot- um, 21-17, 21-18 og 22-20. Leikurinn vannst þó ekki eins örugglega og töl- *umar gefa til kynna, Eva virtist ætla að vinna þriðju lotuna, og um tíma haföi hún forystu, 12-18. Saman unnu þær tvíliðakeppni kvenna en Eva vann ásamt Guðmundi tvenndarkeppnina. „Ég er nýr Broddi“ Markús Ámason atti kappi við Guðmund í úrslitum karlanna og hafði Guðmundur sigur í þremur lot- um, 21-17, 21-15 og 21-14. Markús gekk hvað best í fyrstu lotunni, hann hafði forystu 17-15, en þá tók Guð- mundur sig til og gaf Markús aldrei færi á að nálgast sig eftir það. „Það er alltaf gaman að vinna, þó aldrei eins gaman og það var í fyrsta A sinn. Ég hef það nú ekki í hyggju að láta þennan titil af hendi í bráð, ætli megi ekki segja að ég er orðinn nýr Broddi borðtennis-íþróttarinnar", og vísar þar til Brodda Kristjánssonar sem hefur unnið þá marga islands- meistaratitl-ana í badminton. Lilja Jóhannesdottir og Guðmurtdur E. Stephensen urðu ísfandsmeistarar i einliðaleik kvenna og karla, Guðmundur sjöunda arið í röð og Lilja i fjörða skipti á síðustu 6 arum. DV-mynd E.Oi tm, isif... JifflÆHk ■LJr Helgarferðir til Danmerkur „Nú er næst á dagskrá hjá okkur Evrópumeistaramótið i Brussel en það fer fram um páskana. Við ætlum auðvitað að æfa vel fyrir það en eftir það taka vorprófln við.“ Guðmundur er í námi við MS en hefur flogið um helgar tU Danmerkur þar sem hann hefur leikið með liði í efstu deUd þar. „Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður hjá mér í framtíðinni. Ég á enn tvö ár eftir í MS en ég mun halda áfram að spUa í Danmörku næstu árin og ég veit ekki hvernig ég mun haga hlutunum. Mig langar að Uytja út, og myndi ég þá líklega fara í utan- skólanám. Það á eftir að koma í ljós.“ Uppgangur hjá stúlkunum Eins og áður segir var þetta sjötta árið í röð sem LUja og Eva eigast við í úrslitum meistaraflokks kvenna. Að- spurð um uppgang íþróttarinnar hjá stúlkunum sagðist Eva líta björtum augum á framtíðina. „Það eru að koma upp fuUt af nýj- um stelpum. Ég og Eva höfum að vísu ekki verið að æfa mikið í vetur og því hefði það verið gaman að sjá þessar ungu stelpur komast lengra í ár. En uppgangurinn er mikUl og nóg að efnUegum stelpum þannig að útlitið er áfram bjart. Víkingar unnu öll gullin A-sveit Víkings vann liðakeppnina, bæði í karla og kvennaflokki, sem og höfðu aðrir Víkingar sigur í 1. og 2. flokki. KR-ingar, með þá Kjartan Briem og Ingólf Ingólfsson, komu sterkir til leiks og unnu m.a. silfur í tvUiðaleik karla. Ingólfur lenti i 3-4. sæti meistaraflokks karla en hann tapaði fyrir Guðmundi í undan- úrslitum. Ásta Urbancic úr Eminum gekk einnig vel, lenti í 3. sæti meist- araflokks kvenna og í því öðru í tvi- liðaleiknum ásamt Ingibjörgu Árna- dóttur úr Víkingi. -esá Úrslitin: Meistaraflokkur karla: 1. Guömundur E. Stephensen, Vík. 2. Markús Árnason, Víkingi. 3-4. Ingólfur S. Ingólfsson, KR. 3-4. Adam Haröarson, Víkingi. Meistaraflokkur kvenna: 1. LUja Rós Jóhannesdóttir, Vikingi. 2. Eva Jósteinsdóttir, Víkingi. 3-4. Ásta Urbancic, Erninum. 3-4. Ingibjörg Ámadóttir, Víkingi Tvenndarkeppni: 1. Guðmundur E. Stephensen/Eva Jósteinsdóttir, Vikingi. 2. Ingólfur Ingólfsson/Kristín Hjálmarsdóttir, KR. 3-4. Markús Árnason/Líney Árnadóttir, Víkingi. 3. -4. Magnús Magnússon/Halldóra Ólafs, Víkingi. Tvíleiðaleikur karla: 1. Guðmundur E. Stephensen/Markús Árnason, Víkingi. 2. Kjartan Briem/Ingólfur Ingólfsson, KR. 3-4. Sigurður Jónsson/Adam Harðarson, Víkingi. 3-4. Kristján Jónasson/Bjarni Þ. Bjamason, Víkingi. Tvileiðaleikur kvenna: 1. Eva Jósteinsdóttir/LUja Rós Jóhannesdóttir, Vikingi. 2. Ingibjörg Árnadóttir, Víkingi/Ásta Urbancic, Erninum. 3-4. Líney Ámadóttir/HaUdóra Ólafs, Vikingi. 3-4. Aldís R. Lárusdóttir/Kristin Á. Hjálmarsdóttir, KR. 1. deild karla: 1. A-sveit Víkings. 2. A-sveit KR. 3. B-sveit Víkings. 1. deild kvenna: 1. A-sveit Víkings. 2. B-sveit Víkings. 3. A-sveit KR. 1. flokkur karla: 1. Tryggvi Áki Pétursson, Víkingi. 2. Gísli Antonsson, Víkingi. 3-4. Einar Gunnarsson, Víkingi. 3-4. Vignir Kristmundsson, Eminum 1. flokkur kvenna: 1. HaUdóra Ólafs, Víkingi. 2. Hrefna HaUdórsdóttir, Vikingi. 3-4. Guðrún G. Bjömsdóttir, KR. 3-4. Valgerður G. Benediktsd., KR. 2. flokkur karla: 1. Þórólfur Beck Guðjónsson, Víkingi. 2. Ingvar Ámason, Víkingi. 3-4. Anton Jónasson, Stjörnunni. 3-4. Jóhann Kristjánsson, ÍFR. Kristján frábær - kominn í 32 manna úrslit á HM í snóker Kristján Helgason snókerspilari náði frábærum árangri í undankeppni heimsmeistaramóts atvinnumanna í snóker sem lauk í Sheffield á Englandi um helgina. Kristján gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 32 manna úrslitunum sem fara fram í leikhúsinu i Sheffleld í næsta mánuði og verður keppninni sjónvarpað beint á BBC. Kristján hóf þátttöku á mótinu í 4. umferð. Hann byrjaði á því að sigra Englendinginn Shailesh Jogia, 10-5. í 5. umferðinni burstaði Kristján John Lardnir frá Englandi, 10-2 og í 6. umferðinni lagði Kristján Joe Johnson að velli, 10-5, en Johnson varð heimsmeistari árið 1986. í 7. umferðinni átti Kristján í höggi við Rod Lawler og eftir spennandi viðureign fagnaði Kristján sigri, 10-9, eftir að hafa verið undir, 7-9. Lawler þessi er í 52. sæti heimslistans. Kristján tryggði sér sæti í 32 manna úrslitunum með því að sigra Terry Murphy mjög örugglega, 10-5. Kristján hafði undirtökin 1 leiknum allan tímann. Árangur Kristjáns hefur vakið mikla athygli í snókerheiminum en margir snjallir spilarar komust ekki í úrslitin og þar má nefha Taílendinginn James Wattana sem undanfarin ár hefur verið í hópi bestu snókerspilara heims. Kristján mætir Englendingnum Steven Lee í fyrstu umferö úrslitakeppninnar en Lee er í 4. sæti á styrkleikalistanum í snóker. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.