Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 6
24
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000
25
Sport
Sport
íir úr Armanni
helgina yngsti
i í fimleikum frá
gera þaö í sjo ar, su
Jenný Ævarsdóttir
Síðan þá hafði Bjöi
landsmeistara í röö.
Ágústa Edda Bjömsdóttir 7, Alla Gokorian 6/4, Kristín
Þórðardóttir 5, Edda Hrönn Kristinsdóttir 3, Jóna Björg
Pálmadóttir 2, Eva Þórðardóttir 1, Brynja Jónsdóttir 1.
Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 23/2
Brottvisanir: 4 mínútur. Rauó spjöld: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 4 af 7.
Maður leiksins: Fanney Rúnarsdóttir, Grótta/KR
Sif Pálsdóttir úr Armanni, sem hér sést
á æfingum á jafnvægisslá, varö yngsti
íslandsmeistarinn í fimleikum frá
upphafi. DV-myndir E. Ól.
Fimleikapunktar
Dýri og Sif íslandsmeistarar í áhaldafinileikum:
- frá upphafi, aðeins 12 ára og 9 mánaða gömul
Sif Pálsdóttir úr Ármanni-
Tveimur mánuð-
um yngri en Nína
_Úrslitakeppni kvenna í handknattleik:
Spenna
- Grótta/KR lagði Víking í framlengdum leik í Víkinni
Gerplu ekki heldur meðal
þátttakenda, hann var að keppa
á Grand Prix-móti í Sviss.
Það var gaman að sjá nemendur
Ásdísar Pétursdóttur, þjálfara
úr Ármanni. Stúlkurnar eru
mjög ungar, 11-13 ára, en samt
náðu þær allar að tryggja sér
sæti í úrslitum á einstökum
áhöldum. Auk þess voru þær
mjög duglegar að hvetja hver
aðra og styöja. Ásdís var á árum
áður hörkukeppandi sjálf og á
nokkra Islandsmeistaratitla í
fórum sínum en hennar siöasta
íslandsmót sem keppandi var
1991.
Svava B. Órlygsdóttir úr
Ármanni er aðeins 11 ára. Hún
tryggði sér þó íslands-
Grótta/KR hafði sigur á Vík-
ingi i hörkuspennandi leik í Vík-
inni í gærkvöld. Það var hin
þrautreyndi markvörður þeirra,
Fanney Rúnarsdóttir, sem
tryggði þeim sigurinn í framleng-
ingunni með frábærri mark-
vörslu. Hún varði þá sjö skot,
meðal annars vítaskot og úr
dauðafæri af línunni.
Leikurinn fór mjög fjörlega af
stað og Víkingar voru alltaf yfir í
fyrri hálfleik. Þær náðu mest
íjögurra marka forystu í hálf-
leiknum. En lið Gróttu/KR gafst
aldrei upp, hélt í við Víkings-
stúlkurnar og hafði náð að
minnka muninn niður I tvö mörk
fyrir leikhlé.
í síðari hálfleik náðu stúlkurn-
ar úr vesturbænum að jafna eftir
5 mínútna leik og eftir það var
jafnt á næstum öllum tölum til
loka leiks. Það varð líka niður-
staðan eftir venjulegan leiktíma
og því þurfti að framlengja leik-
inn.
í framlengingunni skoraði síð-
an Grótta/KR tvívegis í fyrri háif-
leik framlengingarinnar og það
dugði þeim til sigurs því Fanney
varði allt sem á markið kom.
Fanney frábær
Hjá Gróttu/KR var það Fanney
sem var frábær í framlengingunni.
Annars var það liðsheildin sem
skóp sigurinn fyrir þær. Góður
varnarleikur ásamt öguðum sókn-
arleik síðari hluta leiksins færði
þeim sigurinn.
Hjá Vikingum varði Helga vel i
fyrri hálfleik og Guðmunda spilaði
einnig vel þá. En í seinni hálfleik
var það liðsheildin sem bar uppi
leik þeirra.
Gunnar Gunnarsson, þjálfari
Gróttu/KR, var ánægður með sig-
urinn en sagði að þetta væri bara
fyrri hálfleikur. Hann væri ekki
vanur að fagna í hálfleik. Þær
vissu að hverju þær gengju því
Grótta/KR hefði lent í sömu stöðu
í síðustu umferð úrslitakeppninn-
ar á móti Stjörnunni. Hann sagði
að það yrði því lítið mál að ná upp
keppnisandanum fyrir næsta leik
þessara liða á þriðjudaginn.
Það er því alveg óhætta að mæla
með því fyrir áhugafólk um
skemmtilegan og spennandi hand-
bolta að fara vestur á Seltjamarnes
á næsta leik þessara liða. -MOS
Eva Hlöðversdóttir, Jóna Björg Pálmadóttir og
Fanney Rúnarsdóttir fögnuðu vel sigrinum í gær.
uppnan pvi hun verður ekki
ára fyrr en 9. júní og var því
ára, 9 mánaða og 9 daga þe^
hún tryggði sér titilinn, e
tveimur mánuðum yngri
Nína Björg Magnúsdóttir
Björk sem var 12 ára, 11 mána
og 8 daga þegar hún va
Islandsmeistari fyrst 1992.
Nína vann einnig titilinn 19:
og 1996 en í þriðja sæti er Hanr
Lóa Friðjónsdóttir úr Gerp
sem vann titilinn fyrst 1985, {
13 ára, 2 mánaða og 1 dags.
Fra siöasta Islandsmóti hafa
orðiö verulegar breytingar, bæði
í karla- og kvennaflokki. Elva
Rut Jónsdóttir og Eva
Þrastardóttir úr Björk og
systumar Jóhanna og Erna
Sigmundsdœtur úr Gróttu voru
ekki meðal keppenda nú, ýmist
vegna meiðsla eða eru hættar
keppni.
Tvíburabræðurnir Birgir og
Björn Björnssynir úr Ármanni
eru hættir keppni og félagi
þeirra Þórir Arnar Garðars-
son hefur átt við erfið meiðsl að
stríða í vetur og var þvi ekki
með. Rúnar Alexandersson úr
Ármann í sókn:
Vígi Bjarkanna
féllu i vetur
Fimleikakonur úr Ármanni
eru að brjóta niður hvert vígi
Bjarkarstúlkna á fætur öðru í
fimleikunum. Fyrr í vetur varð
Ármann bikarmeistari í kvenna-
flokki og endaði þá átta ára sig-
urgöngu Bjarkar og um helgina
vann Sif Pálsdóttir íslandsmeist-
aratitilinn í fjölþraut og varð
konan úr Armanni til að
að í sjö ár, síðan Elinborg
Ævarsdóttir vann 1993.
meistaratitu a sla og varð þar
með yngsta stúlkan til að tryggja
sér Islandsmeistaratitil á
einstöku áhaldi. Hún var fyrst
upp á slána og gerði æfmgar
sínar gallalaust, féll m.a. aldrei
af slánni og hlaut 7,667 fyrir
æfinga sinar. Hún þurfti því aö
þíða talsverðan tíma þangað til
hún gat fagnað titlinum.
Elsti keppandinn á mótinu var
fyrrverandi íslandsmeistari,
Jóliannes Níels Sigurösson úr
Ármanni, en hann dró fram
skóna fyrir skömmu og ákvað að
vera með. Jóhannes er 27 ára.
Yngst var Rebekka Allwood úr
Ármanni en hún er 10 ára að
aldri. -AIÞ
íslandsmótið í áhaldafimleikum var
haldið í Laugardalshöll um helgina.
Keppendur, sem voru alls 24, voru úr
fjórum félögum, Ármanni, Björk,
Gerplu og Gróttu. Á laugardaginn var
keppt í liðakeppni og Islandsmeistar-
ar í fjölþraut krýndir. Á sunnudag var
keppt í úrslitum á einstökum áhöld-
um.
Það voru stúlkur úr Ármanni og
piltar úr Gerplu sem voru yfirburða
keppendur á þessu íslandsmóti. Þess-
ir krakkar voru vægt til orða tekið
mjög sigursælir. Gerplupiltar voru
afls staðar á palli og unnu öll verð-
launin sem í boði voru, samtals 22.
Ármannsstúlkur unnu til 12 verð-
launa af 15 mögulegum, það voru
stúlkur úr Björk sem náðu að næla
sér í þrenn bronsverðlaun á mótinu.
Dýri vann annað árið í r öð
Það voru Sif Pálsdóttir úr Ármanni
og Dýri Kristjánsson úr Gerplu sem
urðu íslandsmeistarar í fjölþraut og
unnu þau keppinauta sina nokkuð
sannfærandi. Dýri varði titil sinn frá
því í fyrra en Sif sem keppti í fyrsta
skipti á íslandsmóti í fyrra varð ís-
landsmeistari í fyrsta skipti og um
leið er hún yngsta stúlkan sem trygg-
ir sér þennan titil því hún verður
ekki 13 ára fyrr en í júní.
Dýri hlaut samtals 45.750 stig og
Islandsmeistarar
í fimleikum
Fjölþraut karla:
1. Dýri Kristjánsson, Gerplu 45,750
2. Viktor Kristmannson, Gerplu 38,750
3. Jón Tr.Sæmundsson, Gerplu 30,250
Stökk karla:
1. Dýri Kristjánsson, Gerplu . 8,200
2. Jón Tr. Sæmundsson, Gerplu . 8,025
3. Pálmi Þór Þorbergsson, Gerplu 7,675
Bogahestur:
1. Dýri Kristjánsson, Gerplu . . 8,400
2. Viktor Kristmannsson, Gerplu 7,200
3. Siguröur Freyr Bjamas., Gerplu 7,150
Gólfæflngar karla:
1. Dýri Kristjánsson, Gerplu . . 8,050
2. Viktor Kristmannsson, Gerplu 7,850
3. Pálmi Þór Þorbergsson, Gerplu 6,800
Hringir:
1. Dýri Kristjánsson, Gerplu .. 7,600
2. Jón Tr. Sæmundsson, Gerplu . 7,450
3. Viktor Kristmannsson, Gerplu 6,300
Tvlslá karla:
1. Dýri Kristjánsson, Gerplu . . 8,100
2. Viktor Kristmannsson, Gerplu 6,750
3. Jón Tr. Sæmundson, Gerplu .. 6,000
Svifrá:
1. Jón Tr. Sæmundson, Gerplu .. 7,800
2. Dýri Kristjánsson, Gerplu .. 6,750
3. Viktor Kristmannsson, Gerplu 6,000
Fjölþraut kvenna:
1. Sif Pálsdóttir, Ármanni ...31,100
2. Bergþóra Einarsdóttir, Árm. 30,133
3. Tinna Þóröardóttir, Björk . . 30,008
Gólfæfingar kvenna:
1. Bergþóra Einarsdóttir, Ármanni 8,100
2. Sif Pálsdóttir, Ármanni....7,300
3. Tanja B. Jónsdóttir, Björk .... 7,067
Jafnvægisslá:
1. Svava B. Örlygsdóttir, Ármanni 7,667
2. Sif Pálsdóttir, Ármanni....7,567
3. Ásdis Guömundsdóttir, Ármanni 7,267
Stökk kvenna:
1. Sif Pálsdóttir, Ármanni....8,125
2. Bergþóra Einarsdóttir, Ármanni 8,117
3. Ásdís Guðmundsdóttir, Ármanni 8,050
Tvíslá kvenna:
1. Bergþóra Einarsdóttir, Ármanni 7,383
2. Sif Pálsdóttir, Ármanni....7,200
3. Tinna Þórðardóttir, Björk..7,000
var 7 heilum stigum á undan félaga
sínum Viktori Kristmannssyni sem
var öruggur í annað sætið með 38.750
stig. Viktor var langyngsti keppand-
inn i karlaflokki fæddur árið 1984.
Þriðji varð Jón T. Sæmundsson,
einnig úr Gerplu, með 30.250 stig sam-
tals.
Hörð keppni
Keppni í kvennaflokki var aðeins
harðari en í karlaflokki þvi ekki var
ljóst fyrr en i blálokin hver myndi
sigra. Sif brást ekki á síðasta áhald-
inu, gólfi, en hún hafði forystu fyrir
síðustu umferð og hlaut samtals 31.100
stig. Önnur varð Bergþóra Einarsdótt-
ir, einnig úr Ármanni, með 30.133 stig
og þriðja varð Tinna Þórðardóttir úr
Björk með 30.008 stig samtals.
í úrslitum á einstökum áhöldum
bættu þau Dýri og Sif svo enn í verð-
launasafnið, Dýri sigraði á fimm
áhöldum og hlaut silfur á því sjötta.
Sif hlaut ein gullverðlaun og þrenn
silfurverðlaun.
í liðakeppninni höfðu lið Gerplu og
Ármanns yfirburði. Ármann sigraði i
kvennaflokki með 91.275 stig. Stúlkur
úr Björk hlutu annað sætið með 84.708
stig og Gerplustúlkur það þriðja með
83.625 stig. Lið Ármanns skipuðu: Ás-
dís Guðmundsdóttir, Bergþóra Ein-
arsdóttir, Hrefna Halldórsdóttir, Sif
Pálsdóttir og Svava B. Örlygsdóttir.
Gerplupiltar hlutu 128.700 stig í
liðakeppninni, en Ármenningar, sem
voru ekki með fullt lið, urðu í öðru
sæti með 26.700 stig. Lið Gerplu skip-
uðu Dýri Kristjánsson, Jón Trausti
Sæmundsson, Pálmi Þór Þorbergsson,
Sigurður Freyr Bjamason og Viktor
Kristmannsson.
Sif og Dýri voru hæstánægð þegar
DV spjallaði við þau eftir mótið. Sif,
sem er í sjöunda bekk í Álftamýrar-
skóla, var mjög ánægð með mótið og
sagðist ekkert hafa verið að velta fyr-
ir sér hvernig hinum keppendunum
gengi, hún gerði bara sitt besta og
vonaði að það dygði, sem það og gerði.
Hún byrjaði að æfa flmleika sex ára
og æfir nú 5-6 sinnum í viku í u.þ.b
þrjá tíma á dag.
Bætir við æfingarnar
Sif sagðist ekki eiga neitt sérstakt
uppáhaldsáhald, kannski gólfið því
það væri mest krefjandi núna, hana
langar að bæta meiri erflðleikaæfmg-
um inn í æfinguna sína en Sif er
einmitt að vinna að því núna ásamt
þjálfaranum sínum, Ásdísi Pétursdótt-
ur. Dýri, sem er nýlega orðinn tvítug-
ur, sagðist ánægður með sína frammi-
stöðu, hún hefði verið „sérdeilis
prýðileg".
Öruggur allan tímann
Dýri sagði enn fremur að hann
hefði ekki þurft að hafa sérstaklega
mikið fyrir því að innbyrða þennan
titil, keppinautar hans hefðu verið
nokkrum skrefum á eftir honum og
hann því tiltölulega öruggur allan
tímann. Hann var ánægður með titl-
ana fimm á einstökum áhöldum en i
fyrra, þegar hann varð íslandsmeist-
ari í fjölþraut í fyrsta skipti, tókst
honum ekki að næla sér í neinn titil
á einstöku áhaldi. Dýri, sem hefur
æft fimleika frá 10 ára aldri, æflr nú
sex sinnum í viku, 3-4 tíma á dag,
sagðist ætla að taka það heldur ró-
legar nú eftir íslandsmótið því fram
undan væru erflð próf í skólanumen
Dýri lýkur stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavik í vor.
-AIÞ
Dýri Kristjánsson úr Gerplu varð sexfaldur meistari á íslandsmótinu í
áhaldafimieikum og tryggði sér sigur í fjölþraut annað árið í röð. Hér sést
hann í æfingum í hringjum þar sem hann varð íslandsmeistari.
Víkingur 23 (23)(13) - Grótta/KR 25 (23)(11)
3-1, 4-3, 7-4, 10-6, 11-6, 11-7, 12-9, (13-11), 14-12, 15-15, 17-17, 19-17,
19-19, 21-19, 21-22, 22-23, (23-23), 23-25.
/-rf§É|r\ Guðmimda Kristjánsdóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 6/4,
vHP/ Heiðrúu Guðmundsdóttir 5, Svava Sigurðardóttir 2, Margrét
Egilsdóttir 2, Helga Birna Brynjólfsdóttir 1.
Varin skot: Helga Torfadóttir 16.
Brottvisanir: 2 mínútur. Rauó spjöld: Engin.
Vítanýting: Skorað úr 4 af 6.
Þórsarar jöfnuðu einvígið gegn Haukum á Akureyri í gær:
Sá fyrsti
- hjá Þór í sögu úrslitakeppninnar í körfu
Hið unga og stórefnilega
liö Þórs frá Akureyri náði að
knýja fram oddleik í einvígi
sínu við Hauka þegar það
vann Hafnarfjarðarliðið,
88-79, í mjög skemmtilegum
leik á Akureyri í gærkvöld
en leiknum lauk seint á
ellefta tímanum. Sigur Þórs-
ara var merkilegur fyrir þær
sakir að þetta var fyrsti sig-
ur Akureyrarliðsins frá upp-
hafi i úrslitakeppni úrvals-
deildarinnar en þetta er að-
eins í annað sinn sem Þór
kemst í úrslitakeppnina.
Heimamenn höfðu undir-
tökin í leiknum nær allan
tímann og sterk vöm þeirra
virtist slá leikmenn Hauka
út af laginu. Þórsarar höfðu
þetta 8-10 stig yfir allan fyrri
hálfleikinn en Haukar náðu
að minnka muninn í 3 stig
um miðjan síðari hálfleik.
Nær komust þeir ekki og
Þórsarar bættu við forskotið
á lokakafla leiksins og
fögnuður Akureyringa var
að vonum mjög mikill.
Smáskrekkur
„Þaö má segja að við höf-
um gert út um þennan leik
meö frábærum vamarleik í
fyrri hálfleik. Það kom
Þór (43) 88 - Haukar (33) 79
44, 10-8, 19-15, 25-24, 32-26, 39-29, (43-33), 5k46, 57-54, 67-57, 75-66, 82-72, 86-78,
88-79.
Maurice Spillers 23
Einar Ö. Aöalsteins 19
Óöinn Ásgeirsson 16
Siguröur Sigurðsson 13
Hafsteinn Lúðvíksson 8
Magnús Helgason 7
Hermann D. Hermanss 2
Fráköst: Þór 33, Haukar 23.
3ja stiga: Þór 5/11, Haukar
7/18.
Víti: Þór 16/17,
15/18.______________
Haukar
Dómarar (1-10): Kristinn
Óskarsson og Rögnvaldur
Hreiöarsson, (8).
Gϗi leiks (1-10): 9.
Áhorfendur: Rúmlega 450.
smáskrekkur í okkur í
seinni hálfleik og við misst-
um niður forskotið en með
breyttum varnarleik náðum
við tökum á leiknum á ný.
Þessi sigur staðfestir að við
erum með gott lið,“ sagði
Ágúst Guðmundsson, þjálf-
ari Þórs, við DV eftir leik-
inn.
Maurice Spillers lék best í
liði Þórs og þeir Óðinn Ás-
geirsson og og Einar Ö. Aðal-
steinsson léku vel. Hjá
Haukunum voru þeir Jón
Arnar Ingvarsson og Guð-
mundur Bragason bestir.
Stais Boseman átti góðan
leik í síðari
hálfleik en
hann skor-
aði aðeins 3
stig í þeim
fyrri.
Oddaleikur-
inn fer fram
í íþróttahús-
inu við
Strandgötu
annaö kvöld
og sigurliðið
í þeim leik
fer í undan-
úrslitin.
-JJ
Jón A. Ingvarsson
Guðm. Bragason
Stais Boseman
Bragi Magnússon
Ingvar Guðjónsson
Marel Guðlaugsson
18
18
17
11
9
6
Dómarar (1-10): Einar Sveinsson og
Rögvald Erlingsson (7).
Áhorfendur: 350
Gceói leiks (1-10): 8.
i
-P