Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 10
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000 Í8 Sport Bland í poka Michaela Dorfmeister tryggði sér um helgina heimsbikartitilinn í stórsigri en lokamótið fór fram á ítaliu um helgina. Dorfmeister kom önnur í mark á þessu síðasta móti og það nægöi henni til að vinna fyrsta heimsbikartitil sinn þar sem aðalkeppinautur hennar, sviss- neska stúlkan Sonja Nef féll úr keppni í fyrri ferð. Sigurvegari á lokamótinu varð Birgitte Oberhauster frá Austur- ríki. Renate Götschl frá Austurríki vann heimsbikarinn í samanlögðum grein- um. Dorfmeister varð önnur og franska stúlkan Regine Cavagnoud var í þriðja sætinu. Austurríkimenn unnu þrefaldan sigur í stórsvigi karla. Benjamin Raich kom fyrstur í mark, Christian Mayer varð annar og Heinz Schilchegger þriðji. Austurríkismaðurinn Herman Maier vann heimsbikarinn í stórsviginu, svo og heimsbikarinn í samanlögðum grein- um Norski skíðakappinn Finn Christian Jagge batt enda á glæsilegan keppnis- feril í gær en var á meðal keppenda í sviginu. Jagge, sem hefur verið keppnis- maður í 14 ár á meðal þeirra bestu, hætti með stæl og renndi sér síðari ferð- ina í smóking og með slaufu. Slóvenska stúlkan Spela Pretnar vann fyrsta heimsbikartitil Slóvena þegar hún tryggði sér heimsbikartitilinn í svigi með því að ná 9. sætinu á lokamót- inu í Bormio. Kristina Koznick frá Bandaríkjunum kom fyrst í mark, Anja Person frá Svíþjóð varð önnur og Elisabetta Biavaschi frá Ítalíu þriðja. Bandariska kvennalandslióiö í knatt- spymu sigraði Norðmenn, 1-0, í úrslita- leik á alþjóðlegu móti sem lauk í Al- garve í Portúgal um helgina. Kínverjar uröu í 3. sæti eftir 1-0 sigur á Svíum. is- lenska kvennalandsliðið mætir Banda- ríkjamönnum í tveimur vináttuleikjum ytra í næsta mánuði. Búlgarski knattspymumaðurinn Hristo Stoichkov byrjaði ferilinn vel i banda- rísku atvinnumannadeildinni en hann skoraði bæöi mörk Chicago Fire sem tapaði, 4-2, fyrir Dallas Bum. Sænski sundmaðurinn Lars Frölander setti fjögur heimsmest á jafnmörgum dögum á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem lauk í Aþenu í Grikk- landi í gær. Alls voru sett 13 heimsmet á mótinu. Frölander setti metin í 50 metra flugsundi, tvíbætti metið í 100 metra flugsundi og var svo i sveit Svía sem setti heimsmet í 4x100 metra skrið- sundi. Bandaríkjamaðurinn Neil Walker setti einnig fjögur heimsmet á mótinu. Hann sló tvísvegis metið í 50 metra baksundi og setti auk þess met í 100 metra fjór- sundi og 400 metra fjórsundi. Andreas Goldberger, skíðastökkvari frá Austurríki, setti nýtt heimsmet i greininni á heimsbikarmóti i Planica i Slóveníu um helgina. Goldberger gerði sér lítið fyrir og stökk 225 metra i liða- keppninni. Þrátt fyrir þennan góða ár- angur Goldbergers náöi austurríska sveitin aðeins 5. sætinu en þýska sveit- in sigraði. -GH Miðvikudaginn 29. mars fylgir DV hið vinsæiafermingarblað. Fermingar Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, í síma 550-5720, netfang: srm@ff.is hið fyrsta svo unnt verði að veita öllum sem besta þjónustu. Umsjón með efni hefur Arndís Þorgeirsdóttir, sími 550 5823. Netfang auglýsingad. auglysingar@ff.is Bréfsími: 550 5727 ATH.: Skilafrestur auglýsinga er til föstudagsins 24. mars. Heimsbikarinn á skíðum: Kristinn í 16. sætinu - í síðasta svigmóti vetrarins Kristinn Bjömsson hafnaöi í 16. sæti á síðasta svigmótil vetrarins í heimsbikarkeppninni en lokamótið fór fram í Bormio| í ítölsku Ölpunum i gær. Kristinn var i 22. sæti eftir fyrri ferðina en tókst að vinna sig| upp í það 16. eftir síðari ferðina en keppendur vora 30 talsins. Norðmaðurinn Kjetil Andre Ámodt tryggði sér heimsbikarinnl í sviginu með því ná 6. sætinu en hann þurfti að vera á meðal 141 efstu manna til að tryggja sér titilinn. Það var Ole Christian Furuseth frá Noregi sem varð hlutskarpastur á/ lokamótinu í svigi. Austurríkismaðurinn Benjamin Raich varð annar ogl Slóveninn Matjaz Vrhovnik/ þriðji. Kristinn í 22. sæti stigakeppninni Kristinn varð í 22. sætinul í stigakeppninni í svigil með 123 stig. Kjetil Andrel Ámodt hlaut 598 stig íl efsta sæti. Ole Christianí Furaseth varð annar meðl 544 stig. Matjaz Vrhovnikl frá Slóveníu varð þriðjil með 538 stig, Mariol Matt, Austurriki, fjórðil með 398 stig og Thomasl Stangassinger fimmtií með 368 stig. Finn Christian Jagge síðstu keppni sinni. smókingfötunum í Reuter -GH Arctic Trucks-bíllinn Keppnisbíllinn, sem Gísli ekur var, upprunaniega Jeepster en Gísli endurbyggði hann frá granni ‘97. Reyndar er lítið orðið eftir af upprunalega bílnum. Vélin er 350 cid Chevrolet-vél, fjögurra bolta block, sem Gísli fékk hjá Benedikt Eyjólfssyni í Bilabúð Benna eftir að hann stútaði þeirri gömlu um mitt sumar í fyrra. Á blokkinni eru Brodex-hedd sem Gísli átti en í þeim era 2.08 innsogsventlar og 1,6 blástursventlar. Þjöppuhlutfall vélarinna er um 11:1 sem gerir það að verkum að vélin gengur vel á 103 oktana flugvélabensíninu sem Gísli notar á bílinn. Ofan á vélinni er Victor-soggrein með nitrobúnaði og 900 cfm Predator- eldsneytiskerfi. í vélinni er heitur knastás sem skilar mestu afli á snúningssviðinu milli 4000-7000 snúningum á mín. MSD-kveikjukerfi sér um að kveikja í eldsneytisblöndunni á réttum tíma. Gísla vantar nýjar pústflækjur á vélina þar sem þær gömlu eru orðnar mjög illa famar eftir keppni síðustu ára. Hyggst Gísli sérsmíða nýjar flækjur 1 bílinn fyrir sumarið. Áætlað er að vélin skili um eða yfir 800 hestöflum. Við vélina er tveggja gira Powerglide-skipting með converter sem byrjar að grípa viö 3500 snúninga. Álagið á skiptinguna er geysilega mikið vegna aflsins i vélinni og mikils grips ausudekkjanna. Gísli er því jafnan með vara- skiptingu en hann hefur það fyrir reglu að endurgera skiptinguna eftir hverja keppni. Millikassinn i bilnum er Dana 300. Framhásingin er 9" Ford, sérsmíðuð með 35 rilli Dima 60 öxlum. Þessir öxlar eru eitt af því sem Gísli skiptir um fyrir hverja keppni til að koma í veg fyrir bilanir i sjálfri keppninni. Afturhásingin er Dana 60. Dempararnir eru Rancho 9000 en bíllinn er með loftpúðafjöðrun. -JAK FJOLSKYLDUDRAUMURINN Heimilistæki hf Korando jeppa, snjósleöa og kerru. Ein fjölskylda vinnur allan pakkann á yfir Allir þátttökuseðlar skulu veröa póstlagöir fyrir mánudaginn 24. apríl. Reglur leikslns eru á vefsiðu Gull 909: www.frn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.