Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 20. MARS 2000 Sport__________________________________________________ íslandsmeistaramótið í sundi 2000 á Keflavíkurflugvelli Unga sundfólkið fékk að njóta sín á innanhússmeistaramótinu í sundi sem fram fór um helgina í sundlaug varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þetta var í annað sinn á þremur árum sem mótið fer fram úti á velli og hefur reynst mjög vel að halda mótið þar. Sundlaugin er mjög góð og herinn tekur vel á móti besta sundfólki landsins. Ólympíuár Þar sem þetta er Ólympíuár var margt af okkar besta sundfólki lands- ins ekki með þar sem það var allt að miða við að ná lágmörkum inn á leik- ana á móti í Svíþjóð sem fer fram í apríl. íslandsmetin urðu því ekki nema tvö hjá kvennasundsveit SH en margir nýir fengu aftur á móti tæki- færi til að blómstra og nýttu það með góðum árangri. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir frá Akranesi varð sunddrottning móts- ins en hún vann alls til sex gullverð- launa en Friðfinnur Kristmannsson frá Selfossi vann til flestra gullverð- launa í karlaflokki, eða fimm. íris Edda Heimisdóttir úr Keflavík, efnilegasta bringusundkona landsins, setti tvö glæsileg stúlknamet á mót- inu en alls vann íris Edda til þrennra gullverðlauna í bringusundi. Fjögur inn á NMÍ Af yngsta sundfólkinu voru fjögur sem tryggðu sig inn á Norðurlanda- mót unglinga á mótinu en þetta eru þau Guðgeir Guðmannson frá Akra- nesi, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir úr Ægi, Anja Ríkey Jakobsdóttir úr SH og Berglind Ósk Bárðardóttir úr SH. Anja Ríkey er aðeins 13 ára en vann til tvennra bronsverðlauna í 100 og 200 metra baksundi. Auk þeirra voru mörg krakkanna rétt við nauðsynleg lágmörk og það má því búast við myndarlegum hóp á Norðurlandamótið næsta vetur. Aðstöðuskortur Þrátt fyrir að bandaríski herinn eigi allt gott skilið fyrir gera sund- fólkinu kleift að halda mótið með þessum glæsibrag er orðið aðkaflandi fyrir áframhaldandi framfarir sund- fólksins okkar að komið verði upp al- vöruaðstöðu innanhúss fyrir mót sem þessi hér á landi. Aðeins ráða tvær sundlaugar á landinu, sund- laugin á Keflavíkurflugvelli og sund- laugin í Eyjum, við að halda þetta mót. -ÓÓJ Friðfinnur Kristmannsson sést hér á verðlaunapalli í 50 metra flugsundi en alls vann Friðfinnur, sem er ftá Selfossi, til fimm gull- verðlauna á mótinu. Boðsundssveit SH í kvennaflokki setti tvö íslandsmet á mótinu og hún sést hér efst á palli á föstudegin- um eftir að hafa synt 4 x 200 metra skrið- sund á 8 mín- útum, 45 sekúndum og brot- um. íris Edda Heimisdóttir. Úrslitin: Karlar: 50 metra flugsund 1. Friöfinnur Kristinsson, Selfossi . 25,61 2. Hjörtur Már Reynisson, Ægi ... 26,00 3. Davíð Freyr Þórunnarson, SH .. 26,43 200 metra fjórsund 1. Ómar Friðriksson, SH....2:10,00 2. Gunnar Steinþórsson, Ægi ... 2:12,07 3. Magnús S. Jónsson, Keflavík .. 2:14,11 1500 metra skriðsund 1. Tómas Sturlaugsson, Ægi ... 16:07,57 2. Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi 17:37,00 3. Hakon Jónsson, Breiðablik .. 17:51,36 50 metra skriðsund 1. Friðflnnur Kristinsson, Selfossi . 24,05 2 Guðmundur Haíþórsson, SH ... 24,38 3. Gunnar Steinþórsson, Ægi......21,62 50 metra baksund 1. Guðmundur Halþórsson, SH ... 27,11 2. Ásgeir Ásgeirsson, Ármanni ... 28,07 3. Heiðar Ingi Marinósson, Vestra . 29,51 400 metra fjórsund 1. Ómar Friðriksson, SH.......4:38,30 2 Magnús S. Jónsson, Keflavik .. 4:43,94 3. Gunnar Steinþórsson, Ægi ... 4:49,95 100 metra bringusund 1. Hjalti Guðmundsson, SH.......1:0421 2 Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi. 1:04,41 3. Jón Oddur Sigurðsson, Njarðv. 1:07,27 100 metra flugsund 1. Friðflnnur Kristinsson, Selfossi . 57,07 2 Hjörtur Már Reynisson, Ægi ... 57,11 3. Davíö Freyr Þórunnarson, SH .. 58,76 200 metra baksund 1. Ásgeir Ásgeirsson, Ármann .. 2:07,87 2. Guðmundur Hafþórsson, SH .. 21026 3. Bergur Þorsteinsson, KR.....2:14,63 200 metra skriðsund 1. Ómar Friðriksson, SH........1:54,92 2 Tómas Sturlaugsson, Ægi .... 1:58,18 3. Ásgeir Valur Flosason, KR ... 2:02,01 100 metra fjórsund 1. Friðfinnur Kristinsson, Selfossi 1:00,07 2. Gunnar Steinþórsson, Ægi ... 1:01,53 3. Jón Oddur Sigurðs., Njarðvik . 1:01,98 400 metra skriðsund 1. Ómar Friðriksson, SH........4:0126 2 Hákon Jónsson, Breiðabliki... 4:32,52 3. Jóhann Ragnarsson, ÍA.......4:32,95 200 metra bringusund 1. Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi. 218,49 2 Hjalti Guðmundsson, SH.......2:2120 3. Guðlaugur Guðmunds., Keflav. 2:28,42 200 metra flugsund 1. Hjörtur Már Reynisson, Ægi .. 2:09,77 2 Guðgeir Guðmundsson, Akranesi 20926 3. Kristján Guðnason, SH ....2:20,60 100 metra baksund 1. Guðmundur Hafþórsson, SH ... 5827 2 Ásgeir Ásgeirsson, Ármanni .. 1:01,19 3. Bergur Þorsteinsson, KR....1:08,52 100 metra skriðsund 1. Friðfinnur Kristinsson, Selfossi . 53,05 2. Gunnar Steinþórsson, Ægi.....53,77 3. Heiðar Ingi Marinósson, Vestra . 5525 50 metra bringusund 1. Hjalti Guömundsson, SH......29,77 2 Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi .. 3021 3. Jón Oddur Sigurðs., Njarövík .. 30,91 Konur: 50 metra flugsund 1. Kolbrún Ýr Kristjánsd. Akranesi 28,69 2 Elín Sigurðardóttir, SH.........29,08 3. Sigurbjörg Gunnarsd., Njarövík . 31,04 200 metra fjórsund 1. Flora Christina Montagni, KR . 2:22,05 2 íris Edda Heimisd., Keflavík .. 2:23,91 3. Sunna Björg Helgadóttir, SH .. 2:26,19 800 metra skriðsund 1. Lára Hrund Bjargardóttir, SH . 9:13,49 2. Louisa ísaksen, Ægi...........92216 3. Karítas Jónsdóttir, Akranesi .. 925,57 50 metra skriðsund 1. Kolbrún Ýr Kristjánsd. Akranesi 27,07 2 Elín Sigurðardóttir, SH...........2720 3. Ragnheiður Ragnarsd., Breiðab.. 27,78 50 metra baksund 1. Kolbrún Ýr Kristjánsd. Akranesi 30,07 2 Elin Siguröardóttir, SH..........31,39 3. Ragnheiöur Ragnarsd., Breiðab.. 31,40 400 metra fjórsund 1. Flora Christina Montagni, KR . 5:00,80 2. Sunna Björg Helgadóttir, SH .. 5:13,52 3. Elín María Leósdóttir, Akranes 5:2026 Gullbros Kolbrúnar Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir úr Sundfélagi Akraness vann til sex gullverðlauna á íslandsmeistara- mótinu um helgina og varð því sigursælasti sundmaður mótsins. Kolbnín vann 50 metra flugsund, 50 metra skriðsund, 50 metra baksund, 200 metra baksund, 100 metra fjórsund og 100 metra baksund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.