Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Side 4
Peysur sem ekki eru peysur í Versluninni Illgresi, Laugavegi 17, fást alls konar notuð fbt og fylgihlutir. Búð- in er troðfull af sérstökum flíkum sem maður hefði ekki einu sinni trúað að hægt væri að kaupa. M.a. er að finna í versluninni mjög skemmtileg- ar en sérstakar flikur sem minna á peysur. Af útlitinu að dæma gæti maður haldið að hér væri um peysur að ræða en þegar betur er að gáð vant- ar gat fyrir hausinn. í staðinn fyrir að steypa fiíkinni yfir hausinn, eins og maður myndi gera við venjulega peysu, þá er ætlast tO þess einfaldlega að maður hnýti ermarnar um hálsinn eða mittið og láti peys- una dingla þannig til skrauts. Frábær hugmynd fyrir feita rassa og kaldar axlir. Peysustykkið er fínt fyrir kaldar axlir. Það er alltaf jafn uppveðrandi fyrir smá- þjóðarbúa þegar útlendingar fara að sýna þeirra ómerkilegu litlu heimalöndum ódrep- andi áhuga. Frakkinn David Barthelemy er einn þeirra er tekið hafa upp á þessu og lét hann verða af draumi sínum um að kíkja á klakann. Fókus frétti af þessu og fékk manninn í spjall ásamt Friðriku Kr. Stefáns- dóttur sem túlkaði samtalið. „Fyrir tæpum tíu árum keypti ég mér Debut með Björk og féll fyrir tónlistinni alveg um leið,“ segir David Barthelemy. Hann féll reyndar svo illa fyrir henni að hann er nú búinn að fá sér Bjark- ar-lógó sem tattú. David er frá París og hefur síðustu tiu ár verið með íslenska tónlist og ísland á heilanum ef svo má að orði kom- ast. Árið 1996 kynntist hann Frið- riku Kr. Stefánsdóttur, en hún var að vinna á skrifstofu Flugleiða á þeim tima. Hann fór að kikja á skrifstofuna tii hennar til að fá lánaða bæklinga um ísland og urðu þau ágætir vinir upp úr því. Nú er hann svo kominn í viku- langa heimsókn á klakann. „Ég fattaði það þó eftir að ég var kom- inn að vika er hreinlega allt of stuttur timi,“ segir David. Prómóterar íslenska tónlist Það er reyndar ekki skrýtið sem slíkt að David hafi áhuga á ís- lenskri tónlist því að hann er plötusnúður, kallar sig Dj. D.kik. Hann notar mikið af íslenskri tón- list þegar hann er að spila. Þar að auki hefur hann tvisvar sinnum staðið fyrir uppákomum þegar eitthvað tengt íslenskri tónlist er að gerast í Frakklandi. „í fyrsta skipti sem Björk hélt tónleika í París stóð ég fyrir Bjarkarkvöldi á einum skemmtistað þar sem ég kynnti tónlistina hennar,“ segir David. Hann stóð einnig fyrir út- gáfupartíi þegar annar diskur Gusgus kom út. Hans æðsti draumur, svo að segja, er að komast í samband við islenska tónlistarmenn, sérstak- lega þá tii að hjálpa þeim þegar þeir koma til Frakklands. Hann er einnig að hugsa til þess ef hann kæmi aftur að hitta tónlistarfólk, plötusnúða og annað slíkt, og sjá hvað það er að gera. Hann bætir einnig við: „Ég er mikið inni í tón- listarlífinu í París og fer líka reglulega til London og það er ekki spurning að það er alveg sambærilegt það sem er að gerast hér á Islandi og þar - nokkuð sem kom mér svoldið á óvart þegar maður hugsar út í hvað fáir búa hér.“ Eldur, ís og vatn Eitt af því sem David er einnig hugfanginn af i sambandi við ís- land er víkingaarfleifðin okkar. „Það eru nú ekki beint bókmennt- irnar sem ég hef áhuga á heldur öll listin í kringum menningu þeirra,“ lýsir David yfir en segist þó aðeins hafa gluggað í Hávamál. Það sem aðallega fangar hugann er þó hið myndræna. Rúnirnar eru honum hugleiknar og hefur hann látið tattúa á sig nokkrar og standa þær fyrir þrjú af frumefn- unum: eld, ís og vatn. David bend- ir á að þetta séu einmitt efnin sem koma fram í þjóðfána okkar ís- lendinga, nokkuð sem sumir Frónbúar hafa ekki gert sér grein fyrir. Þessi eldheiti áhugi Davids á ís- landi varð til þess að systir hans, Melody, ákvað einn daginn að skella sér til Fróns. Hún er nú búin að vera hér i fimm mánuði og er að læra íslensku í Háskólan- um. Þetta hefur komið sér mjög vel fyrir David því hún hefur klippt allt út úr blöðum hér heima, þar á meðal Fókusi, sem hefur eitthvað að gera með ís- lenska tónlist, þýtt það fyrir hann og sent honum þannig að hann er vel inni í því sem er að gerast hér heima. Eins og áður kom fram hefur hann áhuga á að komast í sam- band við fólk hér heima sem er að vinna við tónlist og þeir sem hafa áhuga geta hringt upp á Fókus- skrifstofuna. f Ó k U S 14. apríl 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.